Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Afturelding
2
2
Vestri
0-1 Pétur Bjarnason '29
Arnór Gauti Ragnarsson '31 1-1
Kári Steinn Hlífarsson '65 2-1
2-2 Pétur Bjarnason '83
31.08.2021  -  18:00
Fagverksvöllurinn Varmá
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Valgeir Árni
Byrjunarlið:
Tanis Marcellán
10. Kári Steinn Hlífarsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('45)
14. Jökull Jörvar Þórhallsson
17. Valgeir Árni Svansson ('85)
21. Elmar Kári Enesson Cogic ('88)
26. Anton Logi Lúðvíksson
32. Kristófer Óskar Óskarsson
33. Alberto Serran Polo
34. Oskar Wasilewski
34. Birgir Baldvinsson

Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m)
4. Sigurður Kristján Friðriksson
11. Gísli Martin Sigurðsson ('85)
16. Aron Daði Ásbjörnsson
23. Pedro Vazquez ('45)
40. Ýmir Halldórsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Wentzel Steinarr R Kamban
Aðalsteinn Richter
Þórunn Gísladóttir Roth
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Daníel Darri Gunnarsson
Amir Mehica

Gul spjöld:
Jökull Jörvar Þórhallsson ('52)
Alberto Serran Polo ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-2. Sanngjörn niðurstaða.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Þetta er verða búið. Fáum við annað mark?
90. mín
Hornspyrna sem gestirnir fá.
90. mín
Daníel með hættulegan bolta fyrir og Kristófer hársbreidd frá því að setja boltann á markið!
89. mín
DANIEL DARRI Í DAUÐAFÆRI!!!

Boltinn kemur í gegn frá Pedro úr skyndisókn og Daníel er einn gegn Brenton. Rennir boltanum rétt framhjá!!
88. mín
Inn:Daníel Darri Gunnarsson (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
88. mín
Pétur með skot eftir fyrirgjöf en það er langt framhjá!
85. mín
Inn:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding) Út:Valgeir Árni Svansson (Afturelding)
83. mín MARK!
Pétur Bjarnason (Vestri)
VESTRI JAFNAR!!!!

Hornspyrna og skalli á markið sem Tanis ver. Eftir smá klafs nær Pétur boltanum yfir línuna. 2-2!
82. mín
Gestirnir fá hornspyrnu. Það er mikið um fyrirgjafir þessa stundina. Afturelding reynir að loka leiknum.
80. mín
Luke með góð tilþrif. Tekur nokkra leikmenn Aftureldingar á og nær skotinu. Tanis með góða vörslu út í teiginn og heimamenn hreinsa!
78. mín
Inn:Viktor Júlíusson (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
77. mín Gult spjald: Nacho Gil (Vestri)
Reyndi að taka Valgeir niður í skyndisókn.
76. mín
Vestri fær aukaspyrnu úti vinstra meginn.

Tanis grípur þetta.
75. mín
Nacho Gil reynir hjólhestaspyrnu eftir fyrirgjöf en nær þessum ekki á markið.
74. mín Gult spjald: Alberto Serran Polo (Afturelding)
Fyrir mótmæli.
73. mín Gult spjald: Benedikt V. Warén (Vestri)
Allt að sjóða upp úr hér! Warén með ljótt brot á Pedro og heimamenn eru ekki sáttir! Warén stendur svo upp og ýtir Birgi í jörðina.
72. mín
Enn ein hornspyrnan sem gestirnir fá.
70. mín
Inn:Daniel Osafo-Badu (Vestri) Út:Diogo Coelho (Vestri)
68. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
65. mín MARK!
Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
Stoðsending: Valgeir Árni Svansson
FRÁBÆR SKYNDISÓKN!!!

Heimamenn skalla boltann burt og Pedro nær að koma sér í fína stöðu. Fær hlaup utan á sig frá Valgeiri sem fær boltann og skiptir honum yfir á Kára Stein sem kemur á ferðinni, ein snerting og klárar vel! 2-1.
65. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
62. mín
Afturelding missir boltann klaufalega og Vestri brunar upp. Madsen fær aukaspyrnu á hættulegum stað eftir brot hjá Oskari.

Madsen setur boltann vel yfir markið.
60. mín
Afturelding tekur innkast hratt og nær að skipta boltanum yfir á Pedro. Pedro með Birgir með sér en fer inn á hægri löppina og á skot rétt framhjá.
58. mín
Inn: Luke Rae (Vestri) Út:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
56. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
55. mín
Martin með skot rétt framhjá marki Aftureldingar. Við fáum fleiri mörk í þetta pottþétt!
53. mín
Stórsókn hjá Aftureldingu sem endar á skoti frá Antoni Loga í varnarmann og aftur fyrir. Hornspyrna.
52. mín Gult spjald: Jökull Jörvar Þórhallsson (Afturelding)
51. mín
Pedro nælir í hornspyrnu eftir fyrirgjöf frá Jökli.
48. mín
Góð sókn hjá heimamönnum. Fá á endanum hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Inn:Pedro Vazquez (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
45. mín
Hálfleikur
Jæja þá er kominn hálfleikur. Fínar 45 mínútur að baki. Vestri hættulegri á heildina litið. Heimamenn vöknuðu við fyrsta markið.

Komum aftur eftir smá með seinni hálfleikinn.
41. mín
Madsen í fínni stöðu á fjærstönginni eftir fyrirgjöf en Tanis nær boltanum sem var ætlaður Pétri.
40. mín
Brotið á Kára Stein um 35m frá markinu. Elmar Kári undirbýr fyrirgjöf.
36. mín
Martin fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Vinstra megin við teiginn. Valgeir með brotið.

Tanis kýlir boltann burt.
31. mín MARK!
Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Stoðsending: Jökull Jörvar Þórhallsson
HVER ANNAR?? FRÁBÆRT MARK BEINT AF ÆFINGASVÆÐINU

Afturelding tekur hornspyrnuna stutt, Jökull fær boltann aftur og þá kemur Arnór Gauti á fleygiferð af fjærstönginni á nærsvæðið og bombar boltann inn á nær. Vel gert!
31. mín
Afturelding fær hornspyrnu.
29. mín MARK!
Pétur Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Aurelien Norest
PÉTUR MEÐ FRÁBÆRAN SKALLA EFTIR ENN EINA FYRIRGJÖFINA!!

Vestri er komið yfir. Sanngjarnt miða við þessar fyrstu 30 mínútur.
27. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu úti hægra meginn.

Skalli frá Pétri á markið en Tanis í engum vandræðum þarna.
24. mín
Martin í góðu færi eftir fyrirgjöf en búið að flauta sóknarbrot.
21. mín
Martin kemst einn gegn Oskar og fer yfir á hægri löppina. Oskar nær að komast fyrir boltann sem skoppar fyrir Pétur en skot hans í Alberto. Afturelding hreinsar. Fyrsta alvöru færi leiksins.
18. mín
Vestri með ágætis bolta inn í teiginn en Tanis kýlir boltann burt. Stuttu seinna á Elmar Kári bolta fyrir sem fer yfir allan pakkann.
14. mín
Það vantar enn opnanir í þennan leik. Bæði lið þétt og vel skipulögð. Nokkrar fínar fyrirgjafir en annars lítið í þessu.
9. mín
Warén fær aukaspyrnu um 30m frá marki Aftureldingar.

Pétur Bjarna nær skallanum en boltinn vel yfir markið.
8. mín
Mikil hætta inn í teig Aftureldingar! Oskar nær að hreinsa á síðustu stundu! Vestri eru komnir vel inn í leikinn.
7. mín
Nacho Gil nær skallanum en boltinn rétt framhjá!
6. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá gestunum og Afturelding skallar aftur fyrir. Hornspyrna.
4. mín
ARNÓR GAUTI SKORAR GLÆSILEGT SKALLAMARK!

En búið að flagga rangstöðu...Þetta virtist vera réttur dómur.
1. mín
Pétur með brot á Antoni Loga og Afturelding tekur aukaspyrnuna hratt. Birgir kemst í fyrirgjafastöðu en Brenton grípur boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin hafa lokið sinni upphitun og halda til búningsklefa. Veðrið í Mosfellsbæ er fínt, skýjað og 14 stiga hiti. Vel vökvað gervigras þökk sé vallarstjóranum Patrik Elí og því ekki yfir neinu að kvarta!

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Kristófer Óskar Óskarsson og Arnór Gauti Ragnarsson eru markahæstu leikmenn Aftureldingar í sumar með 8 mörk hvor. Hjá Vestri er Pétur Bjarnason markahæstur með 9 mörk í sumar. Þessir leikmenn munu eflaust setja sitt mark á leikinn í dag enda allir að byrja leikinn.

Byrjunarliðin má sjá hér til hliðar.

Fyrir leik
Vestri á enn tölfræðilega möguleika á sæti í Pepsi Max deildinni á næsta ári en það eru ansi litlar líkur á því. Afturelding siglir lygnan sjó um miðja deild og keppa því upp á stoltið í dag.


Fyrir leik
Í síðustu umferð vann Afturelding sannfærandi 3-1 sigur á Þrótti R. á Fagverksvellinum í Mosfellsbæ.

Vestri vann Víking Ó. 3-2 í síðasta leik sem var 24.ágúst. Leiknum gegn ÍBV 28.ágúst var frestað vegna covid.

Fyrir leik
Liðin hafa tvisvar mæst í sumar. Einn leikur í deild og annar í Mjólkurbikarnum. Vestri hefur unnið báða leikina 2-1.

Leikur dagsins er svo frestaður leikur úr 17.umferð sökum covid.

Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Vestra í Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Fagverksvellinum að Varmá.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
Brenton Muhammad
5. Chechu Meneses
10. Nacho Gil
11. Nicolaj Madsen
11. Benedikt V. Warén ('78)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('58)
18. Martin Montipo
19. Pétur Bjarnason
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
25. Aurelien Norest
55. Diogo Coelho ('70)

Varamenn:
1. Steven Van Dijk (m)
17. Luke Rae ('58)
21. Viktor Júlíusson ('78)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Ívar Pétursson
Gunnlaugur Jónasson

Gul spjöld:
Benedikt V. Warén ('73)
Nacho Gil ('77)

Rauð spjöld: