Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
79' 0
1
ÍA
Breiðablik
1
3
Istanbul Basaksehir
0-1 Danijel Aleksic '38
0-2 Deniz Turuc '52
Viktor Karl Einarsson '63 1-2
1-3 Danijel Aleksic '92
04.08.2022  -  18:45
Kópavogsvöllur
Sambandsdeild UEFA
Dómari: Petri Viljanen (Finnland)
Áhorfendur: 1283
Maður leiksins: Viktor Karl Einarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('81)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson ('58)
16. Dagur Dan Þórhallsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
25. Davíð Ingvarsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Mikkel Qvist
5. Elfar Freyr Helgason
7. Viktor Andri Pétursson
10. Kristinn Steindórsson ('58)
13. Anton Logi Lúðvíksson
19. Sölvi Snær Guðbjargarson
25. Tumi Fannar Gunnarsson
27. Viktor Elmar Gautason
30. Andri Rafn Yeoman ('81)
67. Omar Sowe

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('58)
Ísak Snær Þorvaldsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Petri Viljanen flautar til leiksloka.

Svekkjandi tap Blika niðurstaðan en geta borið höfuð hátt þrátt fyrir allt!
Vinnum bara ytra og gerum þetta enn sætara.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í kvöld.
94. mín
Mahmut Tekdemir með tilraun framhjá.
92. mín MARK!
Danijel Aleksic (Istanbul Basaksehir)
Stoðsending: Hasan Ali Kaldirim
ANDSK!!!!!


Ekkert ósvipað fyrsta marki leiksins, svipuð uppskrift. Hasan Ali Kaldirim með fasta sendingu niður með jörðu í gegnum allan pakkan sem endar hjá Danijel Aleksic sem þakkar pennt fyrir sig.
91. mín
Við fáum +5 í uppbót.

KOMA SVO BREIÐABLIK!
90. mín
Við förum að sigla í uppbótartíma.
89. mín
Inn: Patryk Szysz (Istanbul Basaksehir) Út:Deniz Turuc (Istanbul Basaksehir)
83. mín
Blikar breika hratt á gestina eftir hornspyrnuna og eru í frábærri stöðu en Ísak Snær hangir kannski örlítið á boltanum en virðist svo vera sparkaður niður í teignum en Petri segir honum að standa upp.

Það var lykt af þessu.
82. mín
Júnior Caicara með tilraun sem Anton Ari slær yfir.
81. mín
Dagur Dan og Viktor Karl vinna vel saman í pressu á öftustu línu Istanbul Basaksehir og skapa vandræði en gestirnir vinna úr því.
81. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
80. mín
Það eru Blikar sem eru að hóta núna.
79. mín
Viktor Karl með langan bolta innfyrir á Ísak Snær sem nær að taka hann með sér og vinnur horn.
77. mín
Gestirnir reyna að þræða Enzo Crivelli innfyriri en Viktor Örn sér við honum.
75. mín
Inn:Júnior Caicara (Istanbul Basaksehir) Út:Ömer Ali Sahiner (Istanbul Basaksehir)
74. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
73. mín Gult spjald: Emre (Istanbul Basaksehir)
Það hlaut að koma að því.

Emre fær spjaldið.
70. mín
Serdar Gürler að komast í frábært færi og rennir út á Deniz Turuc sem á bara eftir að finna skotið en Blikar verjast vel og koma honum ekki í skotstöðu áður en þeir bjarga svo að lokum.
69. mín
Slæmu fréttirnar fyrir Blika eru þær að Stefano Okaka er farinn af velli svo mögulega er orðið jafnt í liðum núna.
68. mín Gult spjald: Ömer Ali Sahiner (Istanbul Basaksehir)
67. mín
Inn: Enzo Crivelli (Istanbul Basaksehir) Út:Sener Özbayrakli (Istanbul Basaksehir)
67. mín
Inn:Mahmut Tekdemir (Istanbul Basaksehir) Út:Stefano Okaka (Istanbul Basaksehir)
67. mín
Inn:Serdar Gürler (Istanbul Basaksehir) Út:Mounir Chouiar (Istanbul Basaksehir)
63. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
JÁÁÁÁÁÁÁ!!

Kiddi Steindórs finnur Viktor Karl úti í teig sem lætur vaða og inn fer boltinn!!!!!

Það er alltaf talað um mikilvægi þriðja marksins!
GET IN!!!!
63. mín
GÍSLI EYJÓLFS!!!

SVO NÁLÆGT!
62. mín
Gestirnir eru að finna glufur í vörn Blika sem eru áhyggjuefni.
60. mín
Davíð Ingvarsson með fyrirgjöf fyrir markið sem Kiddi Steindórs nær að setja tánna í en boltinn framhjá markinu.
59. mín
Viktor Karl pakkar saman Hasan Ali Kaldirim skemmtilega.
58. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
58. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Dæmdur brotlegur gegn Stefano Okaka og er svona líka ósáttur svo Finninn snöggreiðist á móti og rífur upp spjald.
56. mín
Það er ekki að sjá á Emre í boðvangnum að hann sé að stýra liðinu sem er yfir í þessum leik.
52. mín MARK!
Deniz Turuc (Istanbul Basaksehir)
Stoðsending: Mounir Chouiar
Þetta er nú meiri dellan...

Stórgóð sending frá Mounir Choular sem finnur Deniz Turuc á fjær sem rennir boltanum undir Anton Ara, virkaði mjög klaufalegt...

En að þýðir ekki að hengja haus núna!
51. mín
Smá bras í öftustu línu Blika en meir sleppa með það.
48. mín
Ég er hræddur um að Anton Ara fari að vanta derhúfu. Sólin virðist vera að stríða honum aðeins.
47. mín
Blikar að spila hættulegan leik með Stefano Okaka sem grísinn í miðjunni en þeir sleppa með það.
46. mín
Stefano Okaka sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Blikar mættir út á völl fyrir síðari hálfleik en Emre hefur sennilega haft eitt og annað að segja í hálfleik og því eru gestirnir ekki mættir út á völl.
45. mín
Hálfleikur
Blikar með lúmska tilraun úr spyrnunni. Oliver rennir boltanum framhjá veggnum í hlaupaleið Davíðs Ingvars en boltinn of fastur þó Davíð nái að senda fyrir markið en það er þröngt og beint í hendurnar á Volkan Babacan.

Finninn flautar svo til leikhlés svo við fáum okkur smá pásu áður en við snúm tilbaka og snúum þessu vonandi við.
45. mín
Sener Özbayrakli brýtur á Ísaki Snær á fínum stað rétt fyrir utan teig.

Fáum +1 í uppbót.
43. mín
Dagur Dan dæmdur brotlegur og lætur Lucas Biglia heyra það og síðar Petri Viljanen dómara. Fær tiltal fyrir vikið.
39. mín
Eftir markið kallaði Emre á Stefano Okaka og las honum pistilinn sem lék sig alsaklausan en hann er sennilega ekki kallaður Ítalski Lukaku að ástæðulausu...
38. mín MARK!
Danijel Aleksic (Istanbul Basaksehir)
Stoðsending: Hasan Ali Kaldirim
NEINEINEINEI!!

Þetta virkaði svo auðvelt! Fyrirgjöf meðfram jörðinni úti vinsta meginn fór í gegnum alla og að Danijel Aleksic sem var grunsamlega frír.
37. mín
Blikar með aukaspyrnu sem gestirnir bjarga frá.
33. mín
Ömer Ali Sahiner þarfnast aðhlyningu og eðlilega streyma gestirnir í vatsnpásu hérna í blíðunni í Kópavogi rétt á meðan.
32. mín
Blikar að spila virkilega vel hérna en vantar örlítið upp á síðasta þriðjung.
30. mín
Viktor Örn hreinsar frá fyrirgjöf frá Ömer Ali Sahiner. Þarna mátti ekki miklu muna.
28. mín
EVRÓPU TONI!!!

ÉTUR MOUNOIR CHOUIAR! Gestirnir breikuðu hratt á á Blikana og Mounir Chouiar fann sig svo einn á Anton Ara en var hreinlega bara étinn!
26. mín
Tommi Steindórs er meðal vallargesta hér í dag og ekkert eðlilega nettur.
Enginn furða að gestirnir í Istanbul Basaksehir virka hræddir.
24. mín Gult spjald: Mounir Chouiar (Istanbul Basaksehir)
Heimskulegasta spjald leiksins líklega að líta dagsins ljós hér. Sparkar boltanum í burtu í pirring eftir að það var búið að flauta.
23. mín
Stefano Okaka eða Ítalski Lukaku eins og einhverjir vilja kalla hann er svo sannarlega að standa undir nafni... Þeir vita sem vita.
21. mín
Breiðablik síður en svo slakara liðið það sem af er.
20. mín
Sener Özbayrakli reynir að stinga Stefano Okaka innfyrir en Okaka rennur.
18. mín
Emre sit down! Syngur stúkan og Tyrknesku kollegum mínum finnst það spreng spaugilegt.
16. mín
Blikar nálægt því að komast í flotta stöðu í tvígang en gestirnir bjarga á síðustu stundu.
15. mín Gult spjald: Youssouf Ndayishimiye (Istanbul Basaksehir)
Keyrir Ísak Snær niður sem var kominn á ferðina.
14. mín
Gestirnir með fyrirgjöf fyrir mark Blika en Davíð Ingvars stýrir henni afturfyrir.
12. mín
Dagur Dan með hörkuskot yfir markið! Mátti ekki miklu muna þarna en hann tók frábærlega á móti boltanum og kom sér í góða stöðu.
11. mín
Gísli Eyjólfs fór illa með Danijel Aleksic en missti svo boltann of langt frá sér og gestirnir ná að koma boltnum burt.
8. mín
Stefano Okaka að komst í flotta stöðu en fær boltann í hendina.
7. mín
Hornspyrnan er slök og skölluð frá.
6. mín
Istanbul Basaksehir vinnur fyrstu hornspyrnu leiksins.
5. mín
Long sending ætluð Ísaki Snær en Volkan Babacan vel á verði.
4. mín
Gestirnir í Basaksehir að reyna að spila út frá markmanni en hafa í tvígang lent í smá vandræðum en Blikar enn eftir að gera sér mat úr þessu.
1. mín
Það eru Blikar sem byrja þennan leik. Sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl við mikinn fögnuð viðstaddra. Þetta fer að skella á!
Big Glacier er að stýra söngvum úr stúkunni svo það er allt í topp málum hérna!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðar!

Breiðablik gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik gegn ÍA en inn í liðið kemur Davíð Ingvarsson sem tók útleikbann gegn ÍA fyrir Kristinn Steindórsson.
Fyrir leik
Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni fyrir Blika. Í liði Basaksehir eru eins og áður hefur komið fram margir leikmenn sem eru með stórkostlega ferilskrá. Þar á meðal er ítalski sóknarmaðurinn Stefano Okaka, sem er 32 ára gamall.

Okaka hefur til að mynda leikið með Roma, Fulham, Sampdoria, Anderlecht, Watford og Udinese á sínum ferli. Þá á hann fimm A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu.

Mannskapurinn þeirra er gríðarlega sterkur. Þetta eru ekki saddar stjörnur, þetta eru harðduglegir menn. Þeir eru með framherja sem var í ensku úrvalsdeildinni og er vaxinn eins og Lukaku," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Það verður gaman fyrir hafsentana og vörnina að takast á við hann."

Þeir eru líka með leikna leikmen og gæja sem eru með 3-4 blaðsíður af CV (ferilskrá) út í Evrópu. Þetta er glæsilegt lið," sagði Höskuldur en Basaksehir vann Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fyrir tæpum tveimur árum.

Fyrir leik
Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann, sagði Óskar Hrafn í viðtali við Vísi fyrir leikinn í kvöld.

Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu

Fyrir leik
Í liði Istanbul Basaksehir má finna fullt af áhugaverðum leikmönnum en auk Mesut Özil má finna Lucas Biglia sem á landsleiki fyrir Argentínu, Stefano Okaka sem á landsleiki fyrir Ítalíu og Nacer Chadli fyrrum leikmann Tottenham og Belgíu.

Þá er Emre Belözoglu þjálfari liðsins en hann á að baki 101 landsleik fyrir Tyrkland og spilaði með liðum á borð við Inter Milan, Newcastle United, Atlético Madrid o.fl.
Hann var einnig sá sem fékk uppþvottabursta viðtalið fræga.Það hafa þó allskonar leikmenn verið á mála hjá Istanbul Basaksehir síðustu ár og má þar helst nefna Emmanuel Adebayor, Demba Ba, Gael Clichy, Elerjo Elia, Martin krtel og Robinho svo einhverjir séu nefndir.

Fyrir leik
Breiðablik eru eins og gefur að skilja að fara að spila sinn 5. evrópuleik á tímabilinu og hafa þeir í þessum leikjum skorað 8 mörk sem hafa raðast svona:

Ísak Snær Þorvaldsson - 3 Mörk
Kristinn Steindórsson - 2 Mörk
Höskuldur Gunnlaugsson - 2 Mörk
Andri Rafn Yeoman - 1 Mark

----Stoðsendingar----

Höskuldur Gunnlaugsson - 2 Stoðsendingar
Dagur Dan Þórhallsson - 1 Stoðsending
Oliver Sigurjónsson - 1 Stoðsending
Viktor Karl Einarsson - 1 Stoðsending

Fyrir leik
Istanbul Basaksehir hefur síðustu ár verið meðal bestu liða Tyrklands.
Þeir hafa í tvígang farið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, tímabilin 2017/18 það sem liðið komst í 16-liða úrslit og 2019/20.
Félagið hefur þá einusinni verið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, tímabilið 2020/21 en það tímabil sigraði liðið einn leik í riðlakeppninni og var það gegn Manchester United.


Fyrir leik
Rennum yfir leið liðana að 3.umferð Sambandsdeildarinnar

Istanbul Basaksehir mættu til leiks í 2.umferð þar sem þeir mættu Ísraelska liðinu Maccabi Netanya FC.

Fyrri leikur liðana fór fram á Tyrklandi þar sem liðin skildu jöfn 1-1.
Tyrkirnir höfðu svo betur í síðari leiknum í Ísrael 0-1 og fóru því samanlagt 2-1 áfram úr því einvígi.Breiðablik kom inn strax í 1.umferð Sambandsdeildarinnar.

Þeir byrjuðu á því að mæta liði Santa Coloma frá Andorra og sigruðu fyrri leikinn ytra 0-1.
Síðari leikurinn fór fram á Kópavogsvelli og enduðu leikar þar 4-1 og því 5-1 samanlagt fyrir Blikum.

Í annari umferð mættu Blikarnir Svartfellingunum í FK Buducnost. Fyrri leikurinn einkenndist af miklum hita í gestunum frá Svartfjallalandi sem fengu 3 rauð spjöld og Blikar fóru með 2-0 sigur í síðari leikinn í Svartfjallalandi.
FK Buducnost höfðu betur í síðari leiknum 2-1 en það kom ekki að sök þar sem Breiðablik sigraði einvígið 3-2 samanlagt.

Fyrir leik
Mesut Özil kemur ekki

Stærsta stjarnan í liði Basaksehir er heimsmeistarinn Mesut Özil. Özil, sem er fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, gekk nýverið í raðir Basaksehir.

Hann er hins vegar ekki í nægilega góðu líkamlegu standi núna og segir Emre Belözoglu, þjálfari Basaksehir, að Özil verði ekki klár í slaginn fyrr en eftir um mánuð. Það er vonast til þess að hann geti spilað gegn Alanyaspor þann 3. september.

Manni hefði langað að vera í návígi við hann. Þetta er stór prófíll á heimsmælikvarða og ef hann hefði verið að spila á Kópavogsvelli þá hefði það verið stórt fyrir okkur Íslendinga. Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun," sagði Höskuldur.

Höskuldur um Özil: Því miður fær maður ekki stimpla hann á morgun


Fyrir leik
Við erum spenntir að máta okkur við svona gífurlega sterkan andstæðing. Þetta er pottþétt sterkasta lið sem þessi hópur hefur mætt. Það er bara gaman," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar fréttamaður Fótbolta.net ræddi við hann fyrir leik liðsins gegn Istanbul Basaksehir í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Við erum fullir sjálfstrausts þessa dagana. Við ætlum að spila okkar leik hérna á morgun á okkar heimavelli. Við vitum að við þurfum að eiga 100 prósent frammistöðu og það er lítið svigrúm fyrir mistök."

Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkominn í þessa þráðbeinu textalýsingu frá fyrri leik Breiðabliks og Istanbul Basaksehir í 3.umferð Sambandsdeildarinnar.


Byrjunarlið:
1. Volkan Babacan (m)
3. Hasan Ali Kaldirim
5. Léo Duarte
8. Danijel Aleksic
11. Mounir Chouiar ('67)
19. Sener Özbayrakli ('67)
20. Luca Biglia
23. Deniz Turuc ('89)
42. Ömer Ali Sahiner ('75)
55. Youssouf Ndayishimiye
77. Stefano Okaka ('67)

Varamenn:
98. Deniz Dilmen (m)
6. Alexandru Epureanu
7. Serdar Gürler ('67)
15. Batuhan Celik
16. Muhammed Sengezer
18. Patryk Szysz ('89)
21. Mahmut Tekdemir ('67)
27. Enzo Crivelli ('67)
34. Muhammet Arslantas
59. Ahmed Touba
60. Lucas Lima
80. Júnior Caicara ('75)

Liðsstjórn:
Emre (Þ)
Erdinc Sözer (Þ)

Gul spjöld:
Youssouf Ndayishimiye ('15)
Mounir Chouiar ('24)
Ömer Ali Sahiner ('68)
Emre ('73)

Rauð spjöld: