Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Afturelding
2
3
Keflavík
0-1 Ana Paula Santos Silva '20
Hildur Karítas Gunnarsdóttir '34 1-1
Eyrún Vala Harðardóttir '53 2-1
2-2 Anita Lind Daníelsdóttir '59 , víti
2-3 Dröfn Einarsdóttir '74
16.08.2022  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Hæg austanátt, skýjað og hiti um 12 gráður
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Amelía Rún Fjeldsted
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
3. Mackenzie Hope Cherry
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('84)
9. Katrín Rut Kvaran
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
13. Ísafold Þórhallsdóttir
16. Birna Kristín Björnsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('77)
77. Victoria Kaláberová ('53)

Varamenn:
5. Andrea Katrín Ólafsdóttir
8. Veronica Parreno Boix ('84)
17. Eyrún Vala Harðardóttir ('53)
20. Sara Roca Siguenza. ('77)
26. Maria Paterna

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Halla Margrét Hinriksdóttir
Svandís Ösp Long
Elfa Sif Hlynsdóttir
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('45)
Katrín Rut Kvaran ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það er Keflavík sem hirðir stigin þrjú hér í kvöld og nær þar með að skapa sér andrými í botnbaráttu deildarinnar.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín
Afturelding fær hornspyrnu. Allra síðasti séns!

Dæmdar brotlegar í teignum.

Aukaspyrnan og svo búið?
94. mín
Hætta í teig Keflavíkur sem hreinsa frá með herkjum. Heimakonur henda öllu sem þær eiga fram.
93. mín
Inn:Saga Rún Ingólfsdóttir (Keflavík) Út:Snædís María Jörundsdóttir (Keflavík)
93. mín
Sara Roca með skalla fram hjá úr teignum en nær hvorki stefnu né krafti rétt og boltinn framhjá markinu.
91. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Keflavík) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
91. mín
Uppbótartími er að minnsta kosti 4 mínútur.

Snædís María við það að sleppa í gegn en Eva Ýr bjargar með góðu úthlaupi.
90. mín
Birna Kristín með máttlítið skot frá vítateigshorni beint í fang Samönthu.
87. mín
Ísafold með hörkuskot úr D-boganum en eins og svo oft í sumar svaraði Samantha með stórbrotinni markvörslu vel út við stöng.
86. mín
Viss örvnting komin í sóknarleik Aftureldingar sem eru að reyna en verður lítið ágengt.
84. mín
Inn:Veronica Parreno Boix (Afturelding) Út:Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
80. mín
Tíu mínútur til stefnu og heimakonum liggur á. Eru fleiri mörk í þessum leik?
77. mín
Inn:Sara Roca Siguenza. (Afturelding) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Afturelding)
77. mín
Inn:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Sigurrós Eir Guðmundsdóttir (Keflavík)
74. mín MARK!
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Amelía Rún Fjeldsted
Keflavík nær forystu á ný. Sigurrós Eir með fyrirgjöf sem Amelía skallar fyrir Dröfn sem etur boltann í netið af stuttu færi.

Ekki legið í loftinu þetta mark en þær hafa heilt yfir verið líklegri síðustu mínútur.
72. mín Gult spjald: Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Brot á miðjum vellinum.
71. mín
Lítið um að vera á vellinum þessar mínútur. Liðin skiptast á að hafa boltann en ekki skapað sér neitt að ráði.
65. mín
Afturelding missir boltann klaufalega á eigin vallarhelming, Sylvia með boltann fyrir en varnarmenn koma boltanum afturfyrir.
63. mín Gult spjald: Katrín Rut Kvaran (Afturelding)
Peysutog
60. mín
Ana Paula í hörkufæri í teignum en varnarmenn henda sér fyrir skot hennar og bægja hættunni frá.
59. mín Mark úr víti!
Anita Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Eva Ýr hreyfir hvorki legg né lið í markinu og Aníta leggur hann þægilega í vinstra hornið.
58. mín
Keflavík fær vítaspyrnu!

Boltinn virðist fara í hendi varnarmanns eftir skot frá Amelíu.

Réttur dómur sýnist mér á myndum. Boltinn í hönd Mackenzie Hope Cherry
53. mín MARK!
Eyrún Vala Harðardóttir (Afturelding)
Stoðsending: Hildur Karítas Gunnarsdóttir
Með sínum fyrstu snertingum!

Hildur Karitas með hreint út sagt frábæra stungusendingu innfyrir vörnina fyrir Eyrúnu að elta sem hún gerir vel, kemst framhjá Samönthu af harðfylgi og skilar boltanum í netið.

Búinn að vera inn á í 30 sekúndur max!
53. mín
Inn:Eyrún Vala Harðardóttir (Afturelding) Út:Victoria Kaláberová (Afturelding)
Fyrsta skipting leiksins.
50. mín
Kristín Þóra reynir að þræða Victoriu í gegn en Caroline vel á verði og skilar boltanum útfyrir hliðarlínu með góðri tæklingu.
49. mín
Dröfn með stóhættulega fyrirgjöf frá hægri sem Eva Ýr missir beint fyrir fætur Önu sem nær þó ekki að gera sér mat úr því. Heimakonur stálheppnar.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn

Heimakonur sparka þessu af stað. Elín Helena virðist geta haldið áfram eða ætlar að minnsta kosti að láta á það reyna.
45. mín
Hálfleikur
Stál í stál hér í hálfleik heilt yfir hefur Keflavík verið meira með boltann og ögn meiri ákafi í leik þeirra framan af. Heimakonum þó vaxið ásmegin eftir því sem á hálfleikinn leið og staðan alls ekki ósanngjörn.
45. mín Gult spjald: Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Fær gult fyrir hressilega tæklingu á Elínu Helenu á miðjum vellinum.

Elín Helena studd af velli og ólíklegt að hún haldi leik áfram.
42. mín
Heimakonur að eflast og hafa sótt meira fá síðustu færslu en færin ekki beint komið á færibandi.
38. mín
Meira jafnvægi í leiknum núna eftir jöfnunarmarkið en hvorugt lið að skapa sér hættuleg tækifæri. Keflavík þó enn meira með boltann.
34. mín MARK!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Nýtir sér mistök í öftustu línu Keflavíkur sem ráða ekki við sendingu fram frá Ísafold og sleppur innfyrir. Kemst ein gegn Samönthu og bregst ekki bogalistinn.
31. mín
Ísafold með skotið beint úr aukaspyrnu af löngu færi en boltnn beint í fang Samönthu.
30. mín
Heimakonur sækja hratt, Victoria með tíma og pláss úti til hægri í teignum en setur boltann beint í fang Samönthu.
27. mín
Heimakonur sækja, boltinn fyrir fætur Birknu Kristínar í teignum að mér sýnist sem nær skoti en varnarmaður hendir sér fyrir og Keflavík hreinsar frá marki sínu.
25. mín
Keflvíkingar verið mun ákveðnari hér þegar fyrri hálfleikur er rúmlega hálfnaður.

Haldið boltanum mun betur og skapað sér fleiri og betri stöður á vellinum og vissulega skorað gott mark.

Sanngjörn staða að mínu mati.
20. mín MARK!
Ana Paula Santos Silva (Keflavík)
Stoðsending: Amelía Rún Fjeldsted
Keflavík nær forystu!

Eftir snarpa og góða sókn er það Amelía Rún að mér sýnist sem á flotta fyrirgjöf inn á teiginn beint á kollinn á Önu sem er alein og skallar boltann af öryggi í netið af stuttu færi.
18. mín
Dröfn með frábæran sprett úr hægri bakverðinum hjá Keflavík en fyrirgjöf hennar strandar á varnarmanni.
17. mín
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kemst inn á teig Keflavíkur vinstra megin, lætur vaða úr þröngu færi en boltinn í hliðarnetið.
13. mín
Amelía Rún skilar boltanum inn á teig af miklu harðfylgi hér fyrir fætur Önu Paulu sem nær skotinu en hittir boltann ekki alveg nægjanlega vel og boltinn framhjá.
10. mín
Það eru gestirnir sem hafa verið talsvert skarpari hér í upphafi. Hafa haldið boltanum vel en ekki fundið glufur á vörn Aftureldingar ennþá.
6. mín
Aníta með skotið úr aukaspyrnunni en boltinn alltaf á uppleið og fer hátt yfir markið.
5. mín
Keflavík fær aukaspynu á stórhættulegum stað. Aníta Lind líkleg.
4. mín
Silvia Leonessi með fyrsta skot leiksins en boltinn talsvert yfir markið.
4. mín
Varfærni einkennir upphaf þessa leiks. Keflavík meira með boltann en taka enga stóra sénsa.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Mosfellsbæ. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Spákona umferðarinnar

Edda Sif Pálsdóttir spáði í spilin fyrir þessa þrettándu umferð sem lýkur loks í kvöld. Um þennan leik sagði hún

Afturelding 1 - 0 Keflavík

,,Afturelding hefur unnið tvo af síðustu þremur en Keflavík tapað síðustu þremur. Afturelding vann líka þegar þessi tvö lið mættust í Keflavík og ég held að þær geri það aftur í kvöld, 1-0. Það hefur verið munurinn á þeim og liðum á svipuðum stað í töflunni.''


Fyrir leik
Tríóið

Guðmundur Páll Friðbertsson sér um að flauta leikinn í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Ragnar Arelíus Sveinsson. Fjórði dómari er Reynir Ingi Finnsson og eftirlitsmaður KSÍ Bergur Þór Steingrímsson.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna

Fyrri leikur liðanna í Keflavík í vor reyndist ágæt skemmtun. Aníta Lind Daníelsdóttir kom Keflavík yfir með marki úr vítaspyrnu eftir um stundarfjórðung. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen jafnaði á 36.mínútu leiksins áður en að Christina Clara Settles kom Aftureldingu í 2-1 forystu rétt fyrir hálfleik.
Fyrir leik
Afturelding

Allt eða ekkert er orðatiltæki sem nota mætti til þess að lýsa leik Aftureldingar í sumar en þær eru eina lið deildarinnar sem enn hefur ekki gert jafntefli þetta sumarið. Eftir mjög erfiða byrjun á mótinu hefur liðið heldur rétt úr kútnum að undanförnu og unnið tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Sigur í kvöld yrði þeim dýrmætur þar sem hann myndi duga til þess að lyfta þeim upp úr 9.sæti deildarinnar þar sem þær sitja í dag með 9 stig eða stigi á eftir gestunum.


Fyrir leik
Keflavík

Eftir góða byrjun á mótinu þar sem bjart var yfir fólki í Grindavík hefur heldur tekið að halla undan fæti. Mjög hefur hægst á stigasöfnun og liðið sogast nær og nær fallsætunum eftir því sem liðið hefur á. Sigur í kvöld væri afar mikilvægur fyrir lið Keflavíkur sem situr í 8.sæti deildarinnar með 10 stig sem þar með næði að skapa sér smá andrými í baráttunni við botn deildarinnar. Fari svo að liðið tapi hinsvegar og önnur úrslit verði þeim óhagstæð gæti farið svo að Keflavík verði í fallsæti að loknum þessum leik.


Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Aftureldingar og Keflavíkur í 13.umferð Bestu deildar kvenna.
Byrjunarlið:
1. Samantha Leshnak Murphy (m)
Amelía Rún Fjeldsted ('91)
Sigurrós Eir Guðmundsdóttir ('77)
2. Caroline Mc Cue Van Slambrouck
7. Silvia Leonessi
9. Snædís María Jörundsdóttir ('93)
10. Dröfn Einarsdóttir
14. Ana Paula Santos Silva
17. Elín Helena Karlsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
34. Tina Marolt

Varamenn:
31. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
7. Elfa Karen Magnúsdóttir ('91)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm
20. Saga Rún Ingólfsdóttir ('93)
22. Jóhanna Lind Stefánsdóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Marín Rún Guðmundsdóttir
Benedikta S Benediktsdóttir
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir
Hjörtur Fjeldsted
Örn Sævar Júlíusson
Óskar Rúnarsson

Gul spjöld:
Anita Lind Daníelsdóttir ('72)

Rauð spjöld: