

Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Eins og best er á kosið
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1915
Maður leiksins: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
('67)
('18)
('88)
('67)
('88)
('18)
Það eru LÆTI!!!!!! Logi Tómasson ýtir Halldóri Árna, aðstoðarþjálfara Breiðabliks!!!! Svo liggur Djuric eftir! Ég veit ekkert hvað er að gerast.
Þetta er ótrúlegt! Frekari umfjöllun væntanleg.
Rautt spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
MARK!
MARK!Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur með hornspyrnu sem Gísli skallar í markið.
Það er enn smá tími eftir!
Áfram gakk!
Gult spjald: Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Gult spjald: Logi Tómasson (Víkingur R.)
Oliver og Gísli í baráttunni
Boltinn á leiðinni í netið
Seinna markinu fagnað
Daniel Djuric æfði með Blikum í mánuð síðasta sumar og vonaðist eftir samning en áhuginn á að semja við hann var enginn.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 2, 2023
Rölti yfir hæðina og samdi við Víking. Eflaust extra sætt fyrir hann að skora í kvöld.
Víkingar fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn. Víkingar hafa varist vel og nýtt þau tækifæri sem þeir hafa fengið frábærlega.
MARK!Stoðsending: Nikolaj Hansen
OIiver tapar boltanum klaufalega á miðsvæðinu, Nikolaj er fljótur að koma honum á Birni sem tekur sinn tíma, vandar sig og klárar gríðarlega vel.
Þetta er ansi sárt fyrir Blika!
Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Gult spjald: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Þetta var mjög skrautlegur dómur.
Damir heppinn að ég var ekki að dæma
— Einar Guðnason (@EinarGudna) June 2, 2023
MARK!Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Stórkostleg sókn hjá Víkingum. Nikolaj kemur og sækir boltann í innkasti og gerir algjörlega frábærlega, snýr og býr sér til svæði. Kemur boltanum út í svæðið á Erling sem finnur svo Danijel á hlaupinu inn í teig.
Danijel klárar í fyrsta og skorar!
Þetta var klaufalegt. Hann var með Danijel með sér og kann hefði besti kosturinn verið að senda á hann.
9 uppaldir hjá Blikum. Enn meiri virðing.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 2, 2023
Við erum að koma! Koma svo allir @vikingurfc !!!! pic.twitter.com/fINmVzlGlX
— Sverrir Geirdal (@Sverdal) June 2, 2023
BYRJUNARLIÐIÐ
— Víkingur (@vikingurfc) June 2, 2023
???? @BreidablikFC
????? https://t.co/qYvVYGOuhV pic.twitter.com/8Lmn9L0MkK
Byrjunarliðið! pic.twitter.com/YLnU2HVQI1
— Blikar.is / Íslandsmeistarar 2022 (@blikar_is) June 2, 2023
Hjá Víkingum eru einnig þrjár breytingar. Danijel Dejan Djuric byrjar gegn sínum gömlu félögum og þá snýr Matthías Vilhjálmsson aftur í liðið eftir meiðsli. Davíð Örn Atlason kemur þá inn í liðið fyrir Karl Friðleif Gunnarsson.
Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar
Fimm bestu miðjumenn Bestu deildarinnar
Fimm bestu sóknarmenn Bestu deildarinnar
Besti sóknarmaðurinn.
föstudagur 2. júní
18:00 Stjarnan-KA (Samsungvöllurinn)
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)
19:15 Fram-Keflavík (Framvöllur)
19:15 Valur-FH (Origo völlurinn)
"Blikarnir ná að halda smá spennu í þessu Íslandsmóti og taka Víkinga. Ætli Stefán Ingi setji ekki þrennu? Síðan mun þykkasti knattspyrnumaður á Íslandi Sveinn Gísli (Gilli) koma inn af bekknum og setja bæði fyrir Vikes. Þau verða sennilega bæði skallamörk af þriðju hæð."
Bragi fagnar marki með ÍR
Ef ég ætti að giska, þá verður aðalverkefni Andra að stoppa Birni Snæ Ingason í kvöld. Birnir hefur spilað afskaplega vel með Víkingum í upphafi tímabilsins.
Svona spáir hann því að Blikar stilli upp:
Við spáum þremur breytingum á byrjunarliðinu frá þeim leik. Ef líklega liðið reynist rétt þá taka þeir Klæmint Olsen, Kristinn Steindórsson og Ágúst Eðvald Hlynsson sér sæti á bekknum.
Stefán Ingi Sigurðarson er heill heilsu og allar líkur á því að markahæsti leikmaður deildarinnar byrji leikinn. Þjálfararnir Óskar og Dóri leita oft í reynslu og kunnáttu Andra Rafns Yeoman í stórleikjunum og því er líklegt að hann byrji. Jason Daði Svanþórsson var að snúa til baka úr meiðslum í upphafi móts, Óskar talaði um að hann hafi verið tæpur og byrjaði því ekki gegn Keflavík, en við spáum því að hann byrji í kvöld.
Liðin mættust svo í lokaumferðinni á Kópavogsvelli og þar vann Breiðablik 1-0 með sigurmarki frá Ísak Snæ Þorvaldssyni.
Síðast mættust liðin í Meistarakeppni KSÍ í vor og þá hafði Breiðablik betur, 3-2.
Í stórleik umferðarinnar taka Blikar á móti Víkingum.
— Besta deildin (@bestadeildin) June 2, 2023
???? Kópavogsvöllur
?? 19:15
?? @BreidablikFC ???? @vikingurfc
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/IEH6Sa0TPs
Óskar Hrafn: Þetta Víkingslið er svolítið sérstakt núna https://t.co/1qQfN61Fyr
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) June 1, 2023
„Ef um hjartasjúkling væri að ræða, þá værum við ekki að fara í opna skurðaðgerð" https://t.co/W4QldPjIee
— Fótbolti.net (@Fotboltinet) June 1, 2023
"Þetta var skemmtilegur leikur, mér fannst við mjög góðir og Valsmenn mjög flottir og klínískir. Tölfræðin eftir leik staðfesti það sem mig grunaði strax eftir leik. Stundum taparðu leikjum en ert samt ekki alveg niðurbrotinn. Liðið var bara að spila vel, fótbolti er bara stundum þannig og það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þeim leik. Við verðum samt að vera þess minnugir að við töpuðum leiknum og þurfum að reyna laga það sem fór úrskeiðis. Ef um hjartasjúkling væri að ræða, þá værum við ekki að fara í opna skurðaðgerð, en við þurfum aðeins að gera eitthvað til að laga hlutina. Ef við spilum varnarleikinn eins gegn Breiðabliki, þá mun fara illa fyrir okkur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í viðtali í gær.
"Í Eyjum og í Keflavík var fullt af góðum punktum við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. En svo eru hlutir sem við erum fullkomlega meðvitaðir um að við gátum gert miklu betur. HK leikurinn er síðan leikur sem ég get ekki skýrt, við mættum bara ekki klárir og leikurinn var skrítinn á marga vegu. Ég er ekkert himinlifandi með spilamennskuna í leikjunum þar sem við höfum tapað stigum. En við erum, og höfum verið, góðir í að koma til baka eftir einhver högg og einhver vonbrigði. Þannig fúnkerar þetta lið, það er gott að koma til baka eftir vonbrigði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, í viðtali í gær.
('82)
('85)
('70)
('85)
('82)
('85)
('70)
('85)
