Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 8. september
Undankeppni EM
þriðjudagur 5. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 4. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeild kvenna
föstudagur 1. september
Lengjudeild karla
miðvikudagur 30. ágúst
Besta-deild karla
þriðjudagur 29. ágúst
Lengjudeild kvenna
mánudagur 28. ágúst
Besta-deild karla
fimmtudagur 24. ágúst
Lengjudeild kvenna
Umspil Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. ágúst
Lengjudeild kvenna
mánudagur 21. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 24. september
Championship
Stoke City 1 - 3 Hull City
Sunderland 0 - 0 Cardiff City
Úrvalsdeildin
Sheffield Utd - Newcastle - 15:30
Arsenal 2 - 2 Tottenham
Brighton 2 - 1 Bournemouth
Chelsea 0 - 1 Aston Villa
Liverpool 2 - 1 West Ham
Bundesligan
Leverkusen 1 - 0 Heidenheim
Eintracht Frankfurt - Freiburg - 15:30
Serie A
Atalanta 1 - 0 Cagliari
Bologna - Napoli - 16:00
Empoli 0 - 1 Inter
Torino - Roma - 18:45
Udinese 0 - 1 Fiorentina
Úrvalsdeildin
Zenit 1 - 0 Lokomotiv
Rostov - CSKA - 16:00
FK Krasnodar - Ural - 16:00
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Atletico Madrid - Real Madrid - 19:00
Betis - Cadiz - 16:30
Vallecano 1 - 1 Villarreal
Real Sociedad 4 - 3 Getafe
Las Palmas - Granada CF - 16:30
banner
fös 02.jún 2023 09:30 Mynd: Samsett
watermark Magazine image

Fimm bestu sóknarmenn Bestu deildarinnar

Fótbolti.net setti saman fjórar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu markverðina, varnarmennina, miðjumennina og sóknarmennina í Bestu deildinni - ein dómnefnd fyrir hverja stöðu á vellinum.

Sérfræðingarnir voru beðnir um að horfa ekki einungis til yfirstandandi tímabils í vali sínu, heldur á heildarmyndina. Þeir voru einfaldlega spurðir að því hver væri heilt yfir besti leikmaðurinn í stöðunni sem þeir voru spurðir út í. Síðast en ekki síst þá kraftröðum við bestu sóknarmönnunum; þá var spurt út í kantmenn og níur.

watermark Viðar Örn er einn af þeim sem eru í dómnefndinni.
Viðar Örn er einn af þeim sem eru í dómnefndinni.
watermark Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
watermark Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
watermark Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
watermark Ísak Andri Sigurgeirsson.
Ísak Andri Sigurgeirsson.
watermark Frábær leikmaður.
Frábær leikmaður.
watermark Besti sóknarmaður Bestu deildarinnar.
Besti sóknarmaður Bestu deildarinnar.
watermark Gríðarlega mikilvægur fyrir topplið Víkings.
Gríðarlega mikilvægur fyrir topplið Víkings.
Sjá einnig:
Fimm bestu markverðir Bestu deildarinnar
Fimm bestu varnarmenn Bestu deildarinnar
Fimm bestu miðjumenn Bestu deildarinnar

Sóknarmannsdómnefndina mynduðu: Alexander Már Þorláksson (Þór), Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding), Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.), Garðar Gunnlaugsson (fyrrum markakóngur í Bestu deildinni) og Viðar Örn Kjartansson (sóknarmaður Atromitos í Grikklandi)

5. Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Í fimmta sæti á listanum er reynsluboltinn Kjartan Henry Finnbogason sem hefur byrjað tímabilið vel í nýju félagi, FH. Kjartan hafði leikið allan sinn feril á Íslandi áður en hann gekk til liðs við FH fyrir tímabilið í ár og er hann búinn að finna sig vel í Kaplakrika, enda enn í sömu litunum. Sterkur markaskorari sem er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að hann verði 37 ára í næsta mánuði.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Kjartan:

„Framherji af gamla skólanum. Örugglega martröð að verjast á móti honum og hann skorar mörk hvert sem hann fer."

„Sem nía þá elska ég leikmanninn Kjartan Henry. Hann er geggjaður í boxinu og skilar á rettum augnablikum. Hann er líka með klókindi sem eru bara meðfædd."

4. Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Næstur á listanum er Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA. Það er óhætt að segja að Hallgrímur sé orðin goðsögn hjá KA en hann hefur skilað gríðarlega miklu af sér til félagsins. Hann hefur spilað með KA lengst af á sínum ferli en hann hefur einnig leikið með Víkingi Reykjavík og Völsungi á sínum ferli. Getur spilað sem kantmaður en einnig er hann góður í því að vinna í kringum sóknarmanninn. Með mikil gæði í sínum leik og getur búið til eitthvað úr engu.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Hallgrím:

„Biluð gæði. Líður vel í gulu en hann er með allt. Hefði getað náð lengra en hann getur skorað, lagt upp og stjórnað spili. Ótrulega sexý leikmaður."

„Fáir leikmenn í deildinni eru jafn mikilvægir fyrir sitt lið, alvöru gæði."

3. Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Mosfellingurinn Jason Daði situr í þriðja sætinu á þessum lista. Er að stíga upp úr meiðslum og hefur kannski ekki alveg náð að sýna sínar bestu hliðar á kantinum hjá Breiðabliki þessu tímabili. Hann á mikið inni en þegar hann er upp á sitt besta þá er klárlega hægt að færa rök fyrir því að hann sé einn besti leikmaðurinn í deildinni, ef ekki bara sá allra besti. Hann er orðinn 23 ára og það er skrítið að hann sé ekki búinn að taka skrefið út. Það hlýtur að fara að koma að því.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Jason:

„Lætur fótbolta líta einfaldlega út."

„Hefur sýnt það núna í tvö ár að á sínum degi er hann besti sóknarmaður deildarinnar. Virkilega leikinn leikmaður sem lætur fótbolta líta einfaldlega út. Þegar hann fær boltann stendur alltaf ógn af honum."

„Algjörlega frábær leikmaður en þarf kannski að sýna meiri stöðugleika. Hefur getuna og eiginleikana til að spila í öflugri deild erlendis."

„Upp á sitt besta er hann besti leikmaðurinn í deildinni."

2. Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
Fyrir tveimur árum síðan var ekki pláss fyrir Ísak Andra í byrjunarliði Stjörnunnar og var hann því lánaður til ÍBV þar sem hann lék gríðarlega vel. Frá því hann kom til baka úr því láni hefur hann verið langbesti leikmaður Stjörnunnar og einn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar. Sprakk út á síðustu leiktíð og í ár hefur sóknarleikur Stjörnunnar nánast alfarið snúist um hann. Er ótrúlega mikilvægur Í Garðabænum en áhorfendur þar munu líklega ekki njóta krafta hans mikið lengur þar sem hann fer út í atvinnumennsku innan skamms.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Ísak:

„Líklega verðmætasti leikmaður deildarinnar í dag."

„Þessi gæi er labbandi framlag. Væri gaman að sjá hann í einu af betri liðinum í deildinni í dag því ég held að hann myndi fara í alvöru tölur. Það mun líklega ekki gerast þar sem ég trúi ekki öðru en að hann fari út í atvinnumennsku ekki seinna en í haust."

„Ótrúlega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Bakvarðahrellir sem skorar og leggur upp mörk. Líklega verðmætasti leikmaður deildarinnar í dag."

„Er með mikla tækni og hefur farið illa með varnarmenn Bestu deildarinnar síðustu mánuði. Margir þeirra munu líklega fagna því þegar hann fer út í atvinnumennsku."

1. Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Á toppi listans yfir bestu sóknarmenn deildarinnar er svo Nikolaj Hansen, danski markahrókurinn. Það voru ekki allir hrifnir af honum þegar hann kom fyrst til Íslands til að spila með Val en hann hefur reynst Víkingum gríðarlega mikilvægur eftir að hann skipti þangað yfir. Var markakóngur 2021 þegar Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari, en í ár hefur hann verið algjörlega frábær fyrir Víkinga sem sitja á toppi Bestu deildarinnar. Hann er besti sóknarmaður Bestu deildarinnar að mati okkar sérfræðinga.

Á meðal þess sem sérfræðingarnir sögðu um Nikolaj:

„Minnir mig stundum á Giroud."

„Fox in the box og mikilvægur fyrir uppspil Víkings. Alvöru markaskorari sem virðist alltaf stíga upp í stórleikjum."

„Fyrirliðinn hjá besta liðinu í deildinni og á stóran þátt í því að Víkingur hefur verið jafnbesta lið landsins seinustu 2-3 árin. Minnir mig stundum á Giroud hjá franska landsliðinu þar sem hann spilar oft á tíðum óeigingjarnt hlutverk og fær ekki það lof sem hann á kannski skilið."

„Fox in the box og gríðarlega mikilvægur í uppspili Víkinga."

„Besti skallamaður deildarinnar, leiðtogi og skorar mikilvæg mörk. Mikilvægur í uppspili. Ekki beint hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar en það sem hann gerir fyrir Víking er ómetanlegt."

„Nánast hinn fullkomni striker, hann er einfaldlega sá besti fyrir framan markið. Allt sem hann snertir verður að gulli."
Athugasemdir
banner