Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Valur
2
1
Fylkir
Orri Hrafn Kjartansson '52 1-0
Adam Ægir Pálsson '61 2-0
2-1 Ólafur Karl Finsen '88 , víti
12.07.2023  -  19:15
Origo völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Heiðskýrt, örlítil gola og hiti um 17 gráður
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Adam Ægir Pálsson (Valur)
Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
Patrick Pedersen ('79)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
4. Elfar Freyr Helgason
5. Birkir Heimisson
7. Aron Jóhannsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('83)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('75)
23. Adam Ægir Pálsson
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
95. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
17. Lúkas Logi Heimisson ('83)
18. Þorsteinn Emil Jónsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
27. Dagur Óli Grétarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('79)
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Jóhann Emil Elíasson
Styrmir Örn Vilmundarson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Thomas Danielsen

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Ívar Orri flautar til leiksloka. 2-1 sigur Valsmanna staðreynd og setja Valsmenn pressu á topplið Víkings með þessum sigri.

Umfjöllun síðar í kvöld.
94. mín
Fylkismenn lyfta boltnaum inn á teiginn á Pétur sem nær skalla en boltinn framhjá.
93. mín
Lúkas Logi kemst í boltann og keyrir í stað í átt að teig Fylkis og tekur skot fyrir utan teig en boltinn beint á Ólaf.
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki sjö mínútur.
88. mín Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Fylkir)
Þetta er leikur! Ólafur Karl setur boltann í hægra hornið. Frederik Schram valdi rétt horn en nær ekki að verja þetta.

2-1
86. mín
FYLKIR FÆR VÍTI!!!

Haukur Páll með slæma sendingu til baka og Ólafur Karl sleppur í gegn og fer niður eftir samskipti sín við Elfar Frey.

Okkur í fjölmiðlastúkunni sýndist Ólafur Karl bara rennaí skotinu þarna.
83. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
82. mín
Inn:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
80. mín
Inn:Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
80. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
80. mín
Tryggvi Hrafn með hornspyrnu frá vinstri beint á hausinn á Hauk Pál en skalli hans framhjá.

Haukur Páll vildi meina að boltinn hafi farið af Fylkismanni en Ívar Orri dæmir markspyrnu.
79. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
75. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Fylkir) Út:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
75. mín
Inn:Haukur Páll Sigurðsson (Valur) Út:Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
71. mín
Elís Rafn fær boltann og reynir skot á markið en boltinn hátt yfir.
68. mín
Skemmtilegt!
65. mín
Birkir Eyþórs með fyrirgjöf en boltinn af Elfari og í hornspyrnu. rnu

Óskar Borgþórsson tekur hornspyrnuna og einhver darraðadans inn á teig Vals sem endar með að Fylkismnn fá aðra hornspyrnu og Birkir Heimisson með góðan varnarleik.
63. mín
Fylkismenn fá aukspyrnu á hættulegum stað við vítateig Vals.

Óskar Borgþórsson tekur spyrnuna en boltinn beint í vegginn.
61. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
ADAAAM ÆGIR!! Valsmenn eru búnir að tvöfalda!!

Birkir Már fær boltann og leggur boltann til baka á Adam Ægir sem lætur vaða og boltinn syngur í fjær horninu.
59. mín
SLÁIN!! Þórður Gunnar fær boltann og lætur vaða en boltinn í slánna.

Þórður óheppinn þarna en þetta var frábært skot.
56. mín
Leikurinn fer af stað aftur loksins og Ólafur Kristófer heldur áfram í rammanum hjá Fylkismönnum.
53. mín
Eitthvað vesen á Ólafi Kristófer Ólafur Kristófer virðist vera í einhverju veseni með puttann á sér og þarfnast aðhlyningar.

Þurfa Fylkismenn að gera markmannsbreytingu hér?
52. mín MARK!
Orri Hrafn Kjartansson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
ORRI HRAFN VÁÁÁÁ! Þetta mark kemur upp úr þurru í raun og veru...

Tryggvi Hrafn fær boltann út til vinstri og leggur boltann til hliðar á Orra Hrafn sem smyr boltann upp á samskeytin fjær. Þú verð hann ekki þarna!

Take a bow Orri.
51. mín
Þórður Gunnar kemst upp að endarmörkum en Elfar Freyr með góðan varnasrleik.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er byrjaður Patrick Pedersen sparkar seinni hálfleiknum í gang.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik Ívar Orri flautar til hálfleiks. Tíðindarlítið hér í fyrri hálfleik en Fylkismenn verið betri aðilinn úti á velli.

Tökum okkur pásu og komum síðan með síðari hálfleikinn.
45. mín
Uppbótartíminn hér á Origo er hið minnsta ein mínúta.
44. mín
Birkir Eyþórs með góðan bolta inn á Óla Kalla sem nær ekki að setja boltann á markið.
43. mín
Birkir Már kemst inn á vítateiginn og vinnur hornspyrnu.
41. mín
Tryggvi Hrafn fær boltann út til hægri og lyfir boltanum inn á teiginn og Valsmenn vinna hornspyrnu.
39. mín
Fylkismenn hafa verið grimmari hér síðustu mínútur og hafa náð að koma sér í góðar stöður en ekki náð að klára sóknirnar. Valsmenn verið í bullandi brasi hérna í fyrri hálfleik gegn sprækum Fylkismönnum.
32. mín
Ólafur Karl! Þórður Gunnar fær boltann við vítateiginn og finnur Óla inn á teignum. Ólafur Karl nær skoti en skotið laust og Valsmenn koma boltanum í burtu.
30. mín
Orri Hrafn sleppur í gegn en nær ekki að setja boltann framhjá Ólafi Kristófer. Fylkismenn bruna upp og boltinn berst á Óskar Borgþórs sem fíflar tvo leikmenn Vals og nær skoti en boltinn í varnarmann áður en Valsmenn koma boltanum í burtu.
29. mín
Þórður Gunnar! Ólafur Karl Finsen fær boltann við hliðarlínuna vinstra megin og lyftir boltanum fyrir á Þórð sem nær skalla en boltinn lekur framhjá.
27. mín Gult spjald: Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
27. mín
Elís Rafn klippir Adam Ægi niður við bekkinn hjá Val og er að fá spjald.
21. mín
Patrik Pedersen skorar! Aron Jó á góðan bolta fyrir á Patta sem setur boltann í netið en flaggið á loft og þetta mark telur ekki.

Um leið og ég sleppti orðinu um að það væri ekkert í gangi hjá Valsmönnum þá virðast þeir vera að kveikja á sér.
20. mín
Nikulás Val með skot tilraun fyrir utan teig en boltinn frmahjá.

Lítið marktækt að gerst þessar fyrstu 20.mínútur og Fylkismenn bara heilt yfir verið sterkari aðilinn hér. Valsmenn lítið sem ekkert gert.
16. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað.

Arnór Gauti tekur spyrnuna en hún er hátt yfir markið.
15. mín
Aron Jó kemur djúpt á völlinn og fær boltann, finnur Birki Má upp vænginn en Birkir flaggaður rangstæður.
11. mín
Adam Ægir Fær boltann fyrir utan teig og nær skoti en boltinn framhjá.
10. mín
Elfar Freyr með bolta upp á Aron Jó sem kemur boltanum á Adam Ægi sem nær skoti en boltinn af Orra Sveini áður en Fylkismenn ná að hreinsa boltann í burtu.

Þetta fer rólega af stað.
6. mín
Elfar Freyr með mistök Þórður Gunnar kemst í boltann eftir slæma sendingu frá Elfari og Fylkismenn keyra upp völlinn og vinna hornspyrnu og Fylkismenn vinna aðra hornspynu upp úr henni en boltinn í fangið á Schram.
3. mín
Þórður Gunnar fær boltann upp að endarlínu og nær fyrirgjöf en boltinn í Elfar Frey og aftur af Þórði og markspyrna frá marki Vals.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Ívar Orri flautar og Fylkismenn hefja leik.
Fyrir leik
Þetta er að fara af stað! Ívar Orri Kristjánsson leiðir liðin inn á völlinn, bestu deildar stefið er komið á og áhorfendur rísa úr sætum.
Fyrir leik
Valur rúllaði yfir Fylki í Árbænum

Þegar þessi lið mættust þann 3. maí í Árbænum vann Valur 6-1 stórsigur og var mikill gæðamunur á liðunum í fyrri hálfleik.

Fylkir 1 - 6 Valur
0-1 Adam Ægir Pálsson ('19)
0-2 Andri Rúnar Bjarnason ('21)
0-3 Unnar Steinn Ingvarsson ('41, sjálfsmark)
0-4 Aron Jóhannsson ('45)
1-4 Benedikt Daríus Garðarsson ('48)
1-5 Sigurður Egill Lárusson ('58)
1-6 Hlynur Freyr Karlsson ('81)
Lestu meira um leikinn
Fyrir leik
Ragnar Bragi snýr aftur eftir leikbann Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki síðasta föstudag í Kópavoginum.

Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði snýr aftur eftir leikbann en hans var sárt saknað gegn Blikum. Benedikt Daríus sest á bekkinn.

Fyrir leik
Kristinn Freyr tekur út leikbann

Valur spilaði síðast í Bestu deildinni þann 24. júní en liðið vann þá 3-0 útisigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum.

Kristinn Freyr Sigurðsson er ekki með Val í kvöld en hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Arnar Grétarsson gerir tvær breytingar frá síðasta leik.

Orri Hrafn Kjartansson og Birkir Heimisson koma inn í byrjunarlið Vals í stað Kristins og Hlyns Freys Karlssonar en Hlynur er ekki í leikmannahópnum eftir að hafa verið með U19 landsliðinu á Möltu.
Fyrir leik
Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson fær það verkefni að flauta leikinn í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Fjórði dómari í kvöld er Helgi Mikael Jónasson


Fyrir leik
Fylkir Fylkir er fyrir leik kvöldsins í fallsæti og er liðið með 12.stig. Fylkir fékk topplið Víkings í heimsókn í síðustu umferð og enduðu leikar 1-3 fyrir Víkingum.



Óskar Borgþórsson skoraði mark Fylkis gegn Víkingum en herra Fylkir hefur verið frábær á tímabilinu og hefur verið orðaður við Breiðablik á síðustu dögum.
Fyrir leik
Valur Valsmenn sitja fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar með 29.stig. Níu stigum á eftir toppliði Víkings en liðið á tvo leiki til góða á Víkinga. Valur lék síðast í deildinni þann 24.júní þegar liðið fór til Vestmannaeyja og mættu ÍBV í leik sem endaði með 3-0 sigri Vals.



Aron Jó skoraði svakalegt mark í Eyjum.
Fyrir leik
Verið velkomin! Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Origo völlinn við Hlíðarenda þar sem Valur og Fylkir mætast í Bestu deild karla.

Flautað verður til leiks klukkan 19:15


Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
4. Arnór Gauti Jónsson ('75)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('80)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
17. Birkir Eyþórsson ('80)
18. Nikulás Val Gunnarsson ('82)
24. Elís Rafn Björnsson
77. Óskar Borgþórsson
80. Ólafur Karl Finsen
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
3. Arnór Breki Ásþórsson ('80)
6. Frosti Brynjólfsson
9. Pétur Bjarnason ('75)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('82)
14. Þóroddur Víkingsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('80)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Halldór Steinsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Elís Rafn Björnsson ('27)

Rauð spjöld: