Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Antoine Semenyo, 25, vængmaður Bournemouth kýs frekar að fara til Liverpool en Man City og Man Utd ef hann ákveður að yfirgefa Bournemouth í janúar. (Guardian)
Bayern er tilbúið að borga Man Utd 50 milljónir evra fyrir Bruno Fernandes, 31, fyrirliða liðsins. (Fichajes)
Chelsea leitar að félögum til að kaupa Nicolas Jackson, 24, þar sem framherjinn verður ekki áfram hjá Bayern þegar lánssamningi hans lýkur. (CaughtOffside)
Filip Jörgensen vill fara frá Chelsea en hann er ósáttur með hlutverk sitt sem varamarkvörður liðsins, en félagið þarf að samþykkja að selja þennan 23 ára danska landsliðsmann sem er með samning til ársins 2031. (Teamtalk)
Liverpool hefur verið látið vita af auknum líkum á því að varnarmaðurinn Alessandro Bastoni (26), sem leikur með Inter Milan og Ítalíu, gæti verið opinn fyrir því að fara til Anfield árið 2026. (Teamtalk)
Barcelona hefur einnig áhuga á Bastoni og Josko Gvardiola, 23, varnarmanni Man City. (Mundo Deportivo)
Aston Villa fylgist með Marc Andre ter Stegen, 33, markverði Barcelona, sem vill spila reglulega fyrir HM næsta sumar. (Mundo Deportivo)
Nico Williams, 23, leikmaður Athletic, hefur vakið áhuga frá Liverpool, Arsenal og Chelsea, vill ganga til liðs við Real Madrid. (Football Transfers)
Arsenal hefur sett sig í samband við umboðsmenn Ayyoub Bouaddi, 18, miðjumann Lille, en hann er metinn á 45 milljónir evra. Man City, Man Utd og Liverpool hafa einnig áhuga. (MIrror)
Jayden Bogle, 25, hægri bakvörður Leeds, er á óskalista Everton. Njósnarar Everton hafa verið mjög hrifnir af frammistöðu hans á tímabilinu. (Football Insider)
Milan íhugar að fá Gabriel Jesus, 28, á láni frá Arsenal en Jesus fær ekki margar mínútur hjá Lundúnaliðinu. (Gianluigi Longari)
Athugasemdir

