Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
HK
1
1
KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason '67
Atli Arnarson '84 1-1
13.07.2023  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Alltaf sama blíðan hérna inni
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Simen Kjellevold
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Atli Arnarson
Eyþór Aron Wöhler ('77)
3. Ívar Orri Gissurarson ('83)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Ahmad Faqa
6. Birkir Valur Jónsson
7. Örvar Eggertsson
8. Arnþór Ari Atlason (f)
11. Marciano Aziz ('64)
21. Ívar Örn Jónsson
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
10. Atli Hrafn Andrason ('64)
14. Brynjar Snær Pálsson
16. Eiður Atli Rúnarsson
23. Hassan Jalloh ('83)
30. Atli Þór Jónasson ('77)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Kristján Snær Frostason
Jón Stefán Jónsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Eyþór Aron Wöhler ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarnt 1-1 jafntefli finnst manni. Bæði lið fengu þó færi til að bæta í markaskorun..
90. mín
Varamaðurinn klárar þetta næstum! Luke Rae með sprett alla leið að marki og skýtur yfir. Arnar líklega varið en horn er dæmt.
90. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Olav Öby (KR)
89. mín
Ívar tekur aukaspyrnuna sem er bara ansi góð og rétt framhjá.
88. mín
Atli Arnar sækir aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Stela HK þessu?
84. mín MARK!
Atli Arnarson (HK)
Stoðsending: Hassan Jalloh
VÁÁÁÁÁÁÁ!!!! Hassan Jalloh nýkominn inná og leikur sér með boltann vinstra meginn. Leggur hann út á Atla Arnarson sem svoleiðis hamrar hann í nærhornið af eitthverjum 25 metrum. Stórkostlegt mark!
83. mín
Inn:Hassan Jalloh (HK) Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
82. mín
Ívar Örn með fyrirgjöf á nafna sinn en boltinn rétt framhjá eftir skalla.
80. mín
Simen með stórleik Eftir aukaspyrnuna kemur smá þvaga og Birkir Valur nær skoti sem Simen ver frábærlega í horn.
79. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (KR)
Brýtur á Örvari.
79. mín
Benóný Breki með skalla eftir hornspyrnu sem er ansi nálægt markinu.
77. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
77. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (HK) Út:Eyþór Aron Wöhler (HK)
Eyþór eflaust svekktur að komast ekki á blað.
77. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
76. mín
Eyþór Wöhler!!!! Kennie Chopart í allskonar veseni í vörninni og Eyþór sleppur einn í gegn en bregs bogalistinn og setur hann yfir. Þarna setur maður kröfu á að leikmenn skori.
72. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Sparkar í Arnar þegar hann sparkar út.
71. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
67. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
KRingar komnir yfir! Kristinn Jónsson með gull af fyrirgjöf!

Fyrirgjöfin frábær og Flóki kemur sér á milli Ahmad og Leifs og stangar hann í fjær.
65. mín
Atli Sigurjóns með stórhættulega fyrirgjöf fyrir þar sem Kristján Flóki er nálægt því að ná til boltans en Arnar nær hendi í boltann. FLóki svo dæmdur brotlegur.
64. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (HK) Út:Marciano Aziz (HK)
Ómar að reyna fríska upp á þetta.
62. mín
Bolti fyrir frá Birki sem Örvar er nálægt því að komast í en Simen aðeins á undan.
60. mín
Aziz kominn á fætur og byrjaður að spila á ný.
59. mín
Inn:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
Jói kominn til baka úr landsliðsverkefni.
58. mín
Aziz liggur nú óvigur á vellinum. óvíst hvort hann nái að klára leikinn.
57. mín
KR fær hér horn sem Atli mun taka. Ekkert kom úr því.
54. mín
Vel varið Simen! Örvar með boltann hægra meginn skýtur í varnarmann. Aziz fær boltann á vítateigslínunni og reynir að snúa honum í fjær en Simen ver meistaralega.
52. mín
Ívar Orri með skot á lofti af eitthverjum 30 metrum en þetta er langt yfir.
48. mín
Atli Sigurjóns hérna í fínu færi og nær skoti sem Arnar ver í horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn HK-ingar koma okkur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér í Kórnum. Byrjaði fjörlega og HK fengu góð færi til að skora. Aðeins róast síðan þá og KR náð smá meiri stjórn. Sjáumst eftir um það bil korter.
42. mín
HK að taka góðan tíma í löng innköst sem Eggert tekur en ekkert að koma úr því enn sem komið er.
38. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (HK)
Pirringstækling hjá Eyþóri á Aron Þórð. Réttur dómur.
38. mín
Atli tók spyrnuna en hún er slök.
37. mín
Núna er KR að fá aukaspyrnu á flottum stað fyrir fyrrigjöf.
31. mín
Aðeins róast hérna eftir skemmtilega byrjun.
23. mín
Svo nálægt! Frábær fyrirgjöf frá Ívari Erni þar sem Örvar skallar fyrir á Eyþór sem er hársbreidd frá því að ná tá í boltann. HK að byrja töluvert betur.
21. mín
Hornið frá Ívari Erni í gegnum alla þvöguna og aftur fyrir hinum meginn.
20. mín
Birkir Valur með boltann upp hægri kantinn og kemur með hættulega fyrirgjöf fyrir ætlaða Eyþóri en horn niðurstaðan.
16. mín
Næstum sprellimark. Atli Sigurjóns með skemmtilegan sprett. Ívar Örn tæklar hann að lokum en boltinn skýst í Leif og ansi nálægt því að enda með sjálfsmarki.
15. mín
Örvar Eggerts með skot af löngu færi beint á Simen sem ver í horn. Simen á að halda þessu finnst manni.
12. mín
Þvílíkt færi! Arnþór Ari setur boltann úti teiginn á Marciano sem skýtur fast í fyrsta. Simen ver en Arnþór mætir sjálfur í frákastið í dauðafæri en setur hann framhjá!
10. mín
Kristinn Jónsson fær boltann úti vinstra meginn. Virkaði rangstæður en flaggið ekki á loft. Reynir að lyfta þessu yfir Arnar. Nær því en líka yfir markið.
7. mín
Treyjan gleymdist heima! Kristján Flóki er ekki í sinni treyju hérna í dag. Hann er ekki með númer aftan á sér.
5. mín
Vel varið! Olav tekur hornið. Boltinn berst út í teiginn á Kristinn Jónsson sem nær skoti en Arnar ver vel.
4. mín
Olav Öby sækir fyrsta hornið.
1. mín
Leikur hafinn
KR hefur leik.
Fyrir leik
Liðin eru að labba inn í Kórinn og það styttist því í upphafsflaut Jóhanns.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Jóhannes Kristinn Bjarnason, Aron Snær Friðriksson og Sigurður Bjartur Hallsson koma út úr liði KR frá leiknum gegn Keflavík en í stað þeirra koma inn Simen Kjellevold, Kristján Flóki Finnbogason og Olav Öby.

Atli Hrafn Andrason og Hassan Jalloh koma út úr liði HK frá leiknum gegn Fram og í stað þeirra koma inn Eyþór Aron Wöhler og Marciano Aziz.
Fyrir leik
Tilvalið að taka nokkra kalda á Bar fólksins
Fyrir leik
Lið fólksins vann á Nesinu Liðin hafa mæst áður á þessu tímabili. Sá leikur var heimaleikur Vesturbæinga en sá leikur fór samt sem áður ekki einu sinni fram í Reykjavík. Hann var spilaður á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi. Leiknum lauk með 1-0 sigri Kópavogsbúa þar sem sigurmarkið var skorað af Arnþóri Ara Atlasyni. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og HK hefur fatast flugið en KR rifið sig vel í gang.
Fyrir leik
HK Það er líka kominn smá tími síðan að HK steig inn á völlinn. Seinasti leikur endaði með miklum vonbrigðum. Niðurstaðan þar var 3-2 tap gegn Fram í Úlfarsárdalnum. Leikurinn þar á undan var auðvitað 5-2 sigurinn magnaði gegn Blikum hér inni í Kórnum.
Fyrir leik
KR KR hefur auðvitað ekki spilað leik í smá tíma hér í Bestu deildinni. Þetta orsakast af því að í liðið vantaði Benóný Breka Andrésson og Jóhannes Kristinn Bjarnason sem tóku þátt í EM undir 19 ára landsliða. Seinast þegar liðið steig inn á völlinn var niðurstaðan 2-0 sigur gegn Botnliði Keflavíkur.
Fyrir leik
Velkominn! Komiði sæl og verið velkominn í Kórinn hér í efri byggðum Kópavogs. Leikur dagsins í Bestu deild Karla er viðureign HK og KR.
Byrjunarlið:
1. Simen Lillevik Kjellevold (m)
Theodór Elmar Bjarnason
5. Jakob Franz Pálsson
7. Finnur Tómas Pálmason
8. Olav Öby ('90)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('77)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('77)
29. Aron Þórður Albertsson ('59)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
13. Aron Snær Friðriksson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('59)
9. Benoný Breki Andrésson ('77)
15. Lúkas Magni Magnason
17. Luke Rae ('90)
26. Hrafn Tómasson
37. Stefán Árni Geirsson ('77)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Melkorka Rán Hafliðadóttir
Ole Martin Nesselquist

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('71)
Atli Sigurjónsson ('72)
Kristinn Jónsson ('79)

Rauð spjöld: