Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Fylkir
2
2
ÍBV
Elís Rafn Björnsson '8 1-0
1-1 Tómas Bent Magnússon '63
1-2 Sverrir Páll Hjaltested '75
Þóroddur Víkingsson '86 2-2
17.09.2023  -  17:00
Würth völlurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: 8 gráður, skýjað og glittir í sól
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 693
Maður leiksins: Tómas Bent Magnússon
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Pétur Bjarnason
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('85)
17. Birkir Eyþórsson ('79)
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sveinn Gísli Þorkelsson
24. Elís Rafn Björnsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
12. Jón Ívan Rivine (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Stefán Gísli Stefánsson
6. Frosti Brynjólfsson ('79)
14. Theodór Ingi Óskarsson
25. Þóroddur Víkingsson ('85)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Michael John Kingdon
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin deila stiginu hér í dag. Nokkuð sanngjörn úrslit í fjörugum leik.

Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld.
90. mín
+6 mínútur í uppbótartíma.
86. mín MARK!
Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
Ein snerting, eitt mark Hann var ekki lengi að setja sitt mark á leikinn. Frosti reynir skot á mark sem fer í varnarmann ÍBV. Boltinn barst til Þórodds á teignum í miðlungshæð þar sem hann setur boltann í slánna og inn.
85. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
83. mín
Óli Kalli og Pétur spila hér vel á milli sín. Óli Kalli reynir svo skot sem Jón Kristinn handsamar.
81. mín
Frosti á fyrirgjöf inn á teiginn sem Pétur Bjarna skallar í stöngina og út af í markspyrnu.
79. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Fylkir) Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
76. mín
Inn:Jón Kristinn Elíasson (ÍBV) Út:Guy Smit (ÍBV)
Guy Smit getur ekki haldið leik áfram hér í dag. Höfuðmeiðsli eftir samstuðið áðan.
75. mín MARK!
Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Stoðsending: Tómas Bent Magnússon
Eyjamenn eru komnir yfir Sverrir fær boltann í gegn frá Tómasi Bent og klárar vel framhjá Ólafi í markinu.
74. mín
Leikurinn fer áfram af stað.
72. mín
Guy Smit liggur hér niðri eftir samstuð og fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfara.
71. mín
Inn:Kevin Bru (ÍBV) Út:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
71. mín Gult spjald: Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
Pétur Bjarna var að keyra hratt upp og Sverrir brýtur á honum.
70. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
69. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna sem fer yfir allan pakkann og endar í markspyrnu.
68. mín
Ragnar Bragi sækir hér aukaspyrnu í hálfsvæðinu í fínni fyrirgjafastöðu.
66. mín
Oliver á fyrirgjöf á Sverri sem skallar boltann hátt upp og Óli grípur boltann auðveldlega í markinu.
65. mín
Benni ógnar hér vinstra megin í teignum, leitar inn á miðjan teiginn og gefur boltann á Nikulás. Hann reynir skot sem Guy ver út til Birkis sem á skot yfir markið.
63. mín MARK!
Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Jón Ingason
Staðan jöfn Jón tekur hornspyrnuna sem ratar beint á höfuðið hans Tómasar sem skallar boltinn í netið
63. mín
ÍBV fær hornspyrnu eftir fyrirgjöf frá Sverri Pál sem Sveinn Gísli hreinsar.
60. mín
693 áhorfendur mættir í Lautina í dag.
58. mín
Orri Sveinn hreinsar í innkast og Oliver tekur langt innkast sem ekkert verður úr.
57. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
55. mín
Ekkert kemur út úr aukaspyrnunni sem Fylkir fékk.
54. mín Gult spjald: Richard King (ÍBV)
Brýtur á Nikulási sem var að fara komast í hættulega skyndisókn. Taktískt brot.
53. mín
Nikulás og Halldór koma strax aftur inn á völlinn.
52. mín
Nikulás og Halldór Jón lenda saman á fá aðhlynningu frá sínum sjúkraþjálfurum.
51. mín
Sveinn Gísli með skemmtilega takta hér á fyrstu mínútum seinni hálfleiks. Tók léttan Cruyff snúning hér fyrir stuttu og átti síðan svaka öfluga tæklingu hér miðsvæðis. Búinn að koma mjög vel inn í Fylkisliðið eftir að hann kom á láni frá Víkingi.
47. mín
Halldór Jón fær hér aðhlynningu frá sjúkraþjálfara.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Fylkismenn byrja með boltann og sækja í átt að Árbæjarlaug.
45. mín
Hálfleikur
Nokkuð líflegur fyrri hálfleikur. Bæði lið hafa fengið færi en Fylkismenn leiða í hálfleik.
45. mín
+1 mínútur í uppbótartíma.
45. mín
Boltinn berst til Ragnars Braga rétt fyrir utan teiginn sem hann neglir beint á Guy í markinu.
45. mín
Halldór Jón fer full harkalega í Ragnar Braga og fær hér mikið tiltal frá Jóhanni dómara. Halldór er á tæpasta vaði hér.
42. mín
Orri Sveinn og Halldór Jón lenda hér í samstuði eftir að Orri er fyrri til í boltann. Jóhann beitti hagnaði því Fylkir komst í álitlega sókn sem varð svo ekkert. Fylkismenn vildu hér fá gult spjald á Halldór.
41. mín
Jón tekur hornspyrnuna sem endar innkasti fyrir Fylki sömu megin og spyrnan var tekin.
40. mín
ÍBV fær hornspyrnu.
38. mín
Fylkismenn enda óvænt með boltann rétt fyrir utan teig ÍBV eftir slæma sendingu frá Jóni. Boltinn berst til Óla Kalla sem skýtur en Guy ver boltann.
37. mín
Elís sendir boltann inn í teig þar sem úr verður smá darraðadans sem endar í markspyrnu fyrir ÍBV.
33. mín
Benedikt fær aukaspyrnu eftir að það er brotið á honum fyrir utan vítateig Fylkis. Eyjamenn eru nokkuð ósáttir með að hafa ekki fengið aukaspyrnu skömmu áður þegar eftir skallabaráttu Orra Sveins og Halldórs Jóns rétt fyrir utan teig Fylkis.
31. mín
Oliver tekur langt innkast og boltinn dettur síðan út fyrir teiginn. ÍBV reynir að finna leið í gegn en Fylkismenn eru þéttir og loka vel.
29. mín
Tómas Bent á hér skot utan teigs sem fer beint á Óla í makrinu.
27. mín
Fylkismenn eru hér nokkrum sinnum í fyrri hálfleik mjög nálægt því að komast í hættulegar skyndisóknir sem ÍBV nær að stoppa áður en þær verða að alvöru færum.
25. mín
Tómas Bent fær dæmt á sig brot hér miðsvæðis þegar hann fer harkalega í Nikulás Val.
23. mín Gult spjald: Oliver Heiðarsson (ÍBV)
Brýtur á Svenna þegar hann er að setja langann bolta yfir til Benna.
21. mín
Fylkir á hraðaupphlaup og Benedikt Daríus setur boltann í gegn á Óla Kalla sem setur hann í netið en er flaggaður rangstæður.
19. mín
Arnór Breki tekur hornspyrnuna sem fer yfir allan pakkann og Tómas Bent nær boltanum.
18. mín
Stórsókn hjá Fylki þar sem þeir reyna nokkrum sinnum að brjótast í gegn en ÍBV verst vel og Fylkir fær hornspyrnu.
11. mín
ÞVÍLÍK VARSLA Halldór Jón fær boltann galopinn í teignum við vítapunktinn og lætur vaða. Ólafur Kristófer ver hins vegar boltann glæsilega með löppunum. Hér hefði ÍBV átt að jafna.
10. mín
ÍBV fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu á vinstri kantinum en ekkert kemur upp úr því.
8. mín MARK!
Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Stoðsending: Benedikt Daríus Garðarsson
Fylkir komnir yfir Elís fær boltann hérna fyrir utan teiginn, rekur hann aðeins áfram og hamrar honum síðan í neðra hornið. Gullfallegt mark.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. ÍBV byrjar með boltann og sækja í átt að Árbæjarlaug.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gerir tvær breytingar á byrjunarliði Fylkis frá jafnteflinu gegn KA í síðasta leik. Arnór Gauti Jónsson og Emil Ásmundsson taka út leikbann í dag vegna uppsafnaðra áminninga og eru því utan hóps. Í þeirra stað koma Ragnar Bragi Sveinsson og Benedikt Daríus Garðarsson inn í byrjunarliðið.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir einnig tvær breytingar á byrjunarliði ÍBV frá jafnteflinu gegn KR í síðasta leik. Kevin Bru og Michael Jordan Nkololo taka sér sæti á bekknum. Í þeirra stað koma Arnar Breki Gunnarsson og Oliver Heiðarsson inn í byrjunarliðið.
Fyrir leik
Fyrir leik
Í banni Tveir leikmenn Fylkis verða í banni í dag vegna uppsafnaðra áminninga en það eru þeir Arnór Gauti Jónsson og Emil Ásmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri leikir liðanna á tímabilinu Fylkir hefur unnið báðar viðureignir liðanna hingað til á tímabilinu. Fyrri leikurinn fór fram hér í Árbænum og endaði með 2-1 sigri Fylkismanna. Seinni leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum og endaði með 1-0 sigri Fylkismanna. Miðvörðurinn knái Orri Sveinn skoraði í báðum leikjunum fyrir Fylki og því spurning hvort hann skorar aftur í dag.


Fyrir leik
Staðan í neðri hlutanum Fylkir endaði í 9. sæti deildarinnar með 21 stig í venjulega hluta mótsins. Þeir fá því þrjá heimaleiki eftir skiptingu sem gæti reynst þeim dýrmætt. ÍBV endaði hins vegar í fallsæti með 19 stig.
Fyrir leik
Benedikt Warén spáir í spilin Benedikt Warén, leikmaður Vestra, var fenginn sem spámaður 1. umferðar eftir skiptingu.

Benedikt spáir 0-0 jafntefli hér í dag og hafði þetta að segja um leikinn: „Jafn leikur, bæði lið þurfa þrjá punkta en þetta fer jafntefli. Bæði lið fara ósátt af vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Dómarateymi dagsins Jóhann Ingi Jónsson er aðaldómari hér í dag. Aðstoðardómarar eru þau Rúna Kristín Stefánsdóttir og Bergur Daði Ágústsson. Twana Khalid Ahmed er varadómari og Ingi Jónsson er eftirlitsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkominn í beina textalýsingu frá Würth vellinum í Árbænum. Hér í dag mætast Fylkir og ÍBV í fyrstu umferð eftir skiptingu í Bestu deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m) ('76)
Arnar Breki Gunnarsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('57)
3. Felix Örn Friðriksson
5. Jón Ingason
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f) ('71)
26. Richard King
42. Elvis Bwomono

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m) ('76)
10. Sverrir Páll Hjaltested ('57)
10. Kevin Bru ('71)
13. Dwayne Atkinson
17. Sigurður Grétar Benónýsson
19. Breki Ómarsson
24. Michael Jordan Nkololo

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Arnór Sölvi Harðarson

Gul spjöld:
Oliver Heiðarsson ('23)
Richard King ('54)
Sverrir Páll Hjaltested ('71)

Rauð spjöld: