Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Valur
7
2
Víkingur R.
0-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir '1
Jasmín Erla Ingadóttir '12 1-1
Amanda Jacobsen Andradóttir '45 , víti 2-1
Kate Cousins '55 3-1
Jasmín Erla Ingadóttir '61 4-1
Nadía Atladóttir '73 5-1
Ísabella Sara Tryggvadóttir '83 6-1
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '93 7-1
7-2 Selma Dögg Björgvinsdóttir '95 , víti
02.05.2024  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Skúrir og um átta gráður
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Amanda Andradóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
8. Kate Cousins
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f) ('88)
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('88)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('78)
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('68)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('78)
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
3. Camryn Paige Hartman ('88)
13. Nadía Atladóttir ('68)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('88)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('78)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir ('78)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Berglind Rós Ágústsdóttir ('53)
Nadía Atladóttir ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Algjörlega galinn fótboltaleikur sem endar með stórsigri Vals. Nýliðarnir slegnir harkalega niður á jörðina. Valur með fullt hús stiga en Víkingar með fjögur stig.

Frekari umfjöllun væntanleg.
95. mín Mark úr víti!
Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Minnkar muninn Fanney í rétt horn en vítaspyrnan er góð.
94. mín Gult spjald: Nadía Atladóttir (Valur)
Braut af sér og fær gult fyrir það.
94. mín
Víkingur fær víti. Hárrétt, Selma fellur í teignum.
93. mín MARK!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
Sjöunda markið! Ragnheiður Þórunn, mjög svo efnilegur leikmaður, gerir sitt fyrsta mark í efstu deild með skalla eftir sendingu frá Amöndu.

Amanda að koma að sínu sjötta marki í dag.

Emma leit ekki vel út í markinu en hún er útileikmaður...
91. mín
Er bara að leika sér að þessari deild Amanda er búin að koma að fimm mörkum Vals í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
90. mín
Sex mínútum er bætt við
88. mín
Inn:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
88. mín
Inn:Camryn Paige Hartman (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
87. mín
Hvernig fór þetta ekki inn? Víkingar þjarma að marki Vals eftir hornspyrnu, en boltinn fer ekki yfir línuna. Twana bendir svo eins og hann sé að dæma mark og Víkingar fagna. Fanney tryllist, en Twana var bara að dæma aukaspyrnu.
84. mín
Isabella Sara með sjötta markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
83. mín MARK!
Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
Og sjötta markið! Amanda með sendinguna í gegn á Ísabellu sem skýtur að marki. Emma skutlar sér ekki.

Valur að niðurlægja Víkinga, gjörsamlega.
82. mín
Fanney grípur hornspyrnu en hún fær högg í kjölfarið. Hún stendur þó upp og heldur áfram.
79. mín
Emma Steinsen er komin í markið hjá Víkingi Enginn varamarkvörður á bekknum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

78. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (Víkingur R.)
78. mín
Inn:Málfríður Erna Sigurðardóttir (Valur) Út:Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
78. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
76. mín
Katla þarf skiptingu. Víkingur í áhugaverðri stöðu.
75. mín
Katla leggst niður. Víkingur er ekki með varamarkvörð. Hvernig leysa þær þetta?
74. mín
Fyrsta markið fyrir Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
73. mín MARK!
Nadía Atladóttir (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
MARK!!!!!! Nadía skorar gegn gömlu félögunum!!!

Anna Rakel með frábæra fyrirgjöf og Nadía mætir á fjær til að stanga boltann í netið. Skorar hér sitt fyrsta mark fyrir Val og auðvitað kemur það gegn Víkingi.

Valur gjörsamlega að rúlla yfir bikarmeistarana.
71. mín
Hafdís Bára reynir núna skot fyrir utan teig en Fanney grípur.
70. mín
Svanhildur með tilraun að marki Vals en hún var einhvern veginn aldrei líkleg.
68. mín
Leikurinn er farinn aftur af stað. Katla og Svanhildur halda báðar leik áfram.
68. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
67. mín
Nadía að koma inn á gegn gömlu félögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
65. mín
Alvöru árekstur í vítateig Víkinga. Katla og Svanhildur Ylfa liggja eftir. Vonandi er allt í lagi með þær.
62. mín
Eru að ná alveg fáránlega vel saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

62. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
61. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
MARK!!!!!! Jasmín gerir sitt annað mark og fjórða mark Vals. Frábær stoðsending hjá Amöndu, setur boltann beint í hlaupaleiðina fyrir Jasmínu.

Jasmín klárar svo afskaplega vel, sýndist hún klobba Kötlu í markinu.

Amanda og Jasmín eru bara eins og Henry og Bergkamp í fremstu víglínu hjá Val. Að ná mjög vel saman.
58. mín
Katla ekki búin að vera sérlega sannfærandi í marki Víkinga í þessum leik. Missir hér fyrirgjöf en nær að grípa boltann í annarri tilraun. Heppin þarna.
56. mín
Katie Cousins gerði þriðja mark Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
55. mín MARK!
Kate Cousins (Valur)
MARK!!!!!! Valur að komast í 3-1!

Eftir mikið klafs í teignum potar Katie Cousins boltanum yfir línuna. Hornspyrna inn á teiginn og ég sé ekki betur en það sé leikmaður Víkings sem skallar boltann í slánna. Svo dettur boltann fyrir Katie. Katla ver fyrst en svo lekur boltinn yfir línuna.
55. mín
Anna Rakel með góðan bolta fyrir sem Katla misreiknar í markinu. Valur fær hornspyrnu.
53. mín Gult spjald: Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Fyrir brot á Sigdísi á miðjum vellinum.
52. mín
Seinni hálfleikurinn að fara rólega af stað. Valur með völdin og heldur í boltann nokkuð vel.
48. mín
FÆRI! Shaina fær boltann við vítateigsbogann og horfir strax í átt að marki. Hún tekur skotið en Fanney er mætt niður til að verja það.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn Það er handboltaleikur að fara að byrja í salnum fyrir aftan og teknó tónlistin er í botni. Skemmtilegt.
45. mín
Landsliðsþjálfarinn auðvitað mættur Steini er í stúkunni, að sjálfsögðu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur á Hlíðarenda. Víkingar tóku forystuna snemma en Íslandsmeistararnir hafa snúið leiknum við og leiða hér í hálfleik. Amanda Andradóttir með bæði mark og stoðsendingu. Hefðbundinn dagur á skrifstofunni hjá henni.
45. mín
Amanda með sitt fjórða mark í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín Mark úr víti!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
MARK!!!!! Öryggið uppmálað á vítapunktinum!

Íslandsmeistararnir búnir að snúa leiknum við og hafa tekið forystuna.
45. mín
Þremur mínútum bætt vð fyrri hálfleik Amanda tekur vítaspyrnuna.
45. mín
VÍTI! Valur fær víti. Ruby Diodati brýtur klaufalega af sér innan teigs.
41. mín
Stuðningsmenn Víkings mættu kannski seint, en eru núna vel mættir og láta vel í sér heyra.
38. mín
Berglind fær boltann við miðsvæðið og rekur hann upp að teig. Þar reynir hún skot en það fer beint í Ernu Guðrúnu. Svo á Anna Rakel skot en það er enginn kraftur í því. Auðvelt fyrir Kötlu.
36. mín Gult spjald: Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Stoppar hraða sókn Vals og fær verðskuldað spjald.
35. mín
Inn:Rachel Diodati (Víkingur R.) Út:Birta Birgisdóttir (Víkingur R.)
34. mín
Ruby Diodati, sem kom til Víkings stuttu fyrir mót, er að koma inn á af bekknum. Birta Birgisdóttir meidd.
34. mín
Staðan jöfn á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
33. mín
Jasmín í fínu skotfæri inn á teignum en hittir boltann ekki nægilega vel og Katla grípur.
32. mín
Enn fleiri myndir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
31. mín
Hafliði auðvitað mættur að mynda Maðurinn sefur ekki, mætir á alla leiki.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
28. mín
Fín sókn hjá Val sem endar með fyrirgjöf/skoti frá Guðrúnu Elísabetu en Katla handsamar boltann.
26. mín
Selma Dögg sýnir styrk sinn og vinnur boltann á miðsvæðinu. Á svo ágætis bolta fyrir en Sigdís nær ekki til hans.
26. mín
Núna er komin grenjandi rigning á Hlíðarenda. Glittir aðeins í sólu á meðan.
25. mín
Taka spyrnuna stutt og svo á Sigdís Eva hættulegan bolta fyrir, en Berglind Rós er fyrst að boltanum og skallar frá.
25. mín
Víkingar aðeins að sækja í sig veðrið síðustu mínúturnar. Fá aðra hornspyrnu núna sem Bergdís tekur.
21. mín
Fallhlífarbolti inn á teiginn sem Fanney grípur.
20. mín
Selma Dögg sendir Freyju í gegn upp hægra megin. Hún sendir hann svo fyrir markið en Lillý er fyrst á boltann. Hornspyrna sem Víkingur fær.
18. mín
Katie reynir sendingu inn fyrir á Amöndu, en hún var alltof lengi að skila boltanum frá sér. Amanda var orðin rangstæð.
17. mín
Hailey með hættulegan bolta fyrir en Emma nær að koma honum frá. Það er mikill kraftur í Fanndísi en hún og Guðrún Elísabet eru búnar að skipta um kant; Fanndís komin hægra megin og Guðrún Elísabet vinstra megin.
15. mín
HÖRKUFÆRI! Fanndís fer hér illa með Emmu Steinsen og reynir skot að marki úr frábæru færi. Reynir einhvern veginn að skjóta yfir Kötlu í markinu, sem blakar honum yfir.
14. mín
Fanndís tekur einn snúning og reynir skot fyrir utan teig, en það fer nokkuð vel fram hjá markinu.
13. mín
Jasmín jafnaði metin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
VALUR JAFNAR!!!! Amanda með hornspyrnu sem Sigurborg Katla ræður lítið við. Nær aðeins að kýla í boltann en hann fer beint fyrir fætur Jasmínar sem lúrir á fjærstönginni. Jasmín klárar nokkuð auðveldlega.

Valsliðið nánast verið í stanslausri sókn frá því að Víkingur tók forystuna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
7. mín
Amanda með fyrirgjöf og Fanndís í skallafæri en yfir markið fer boltinn. Valur fær hornspyrnuna.
4. mín
Og svona eru Valskonur að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. mín
Svona eru Víkingar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. mín
Hafdís Bára kom Víkingi yfir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

1. mín MARK!
Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Emma Steinsen Jónsdóttir
MARK!!!!!!!! ROSALEG BYRJUN!!!

Víkingar byrja þetta af krafti. Vinna innkast hátt á vellinum. Emma Steinsen fær svo boltann úti hægra megin og neglir boltanum inn á teiginn. Þar er Hafdís Bára mætt og hún skallar boltann yfir Fanneyju í markinu.

Ekki alveg það sem maður bjóst við. Kom eftir einhverjar 40 sekúndur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Víkingur byrjar með boltann og sækir í átt að Háskóla Íslands.
Fyrir leik
Það er afar fámennt á vellinum, en það er góðmennt!
Fyrir leik
Bæði lið búin með upphitun og farin inn í klefa. Styttist í að flautað verði á.
Fyrir leik
Það er rigningarlegt á Hlíðarenda og nokkrir dropar falla af himnum. Átta gráðu hiti. Stórkostlegar aðstæður fyrir fótbolta.
Fyrir leik
Byrjunarlið Víkinga Fyrirliðinn Selma Dögg Björgvinsdóttir snýr aftur í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað óvænt á bekknum gegn Fylki. Þá kemur hin mjög svo efnilega Freyja Stefánsdóttir einnig inn í liðið aftur. Sama lið og byrjaði fyrsta leikinn gegn Stjörnunni.

Byrjunarlið Víkings:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
6. Gígja Valgerður Harðardóttir
8. Birta Birgisdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir
21. Shaina Faiena Ashouri
24. Sigdís Eva Bárðardóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals Hin bráðefnilega Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir fer á bekkinn og í hennar stað kemur Fanndís Friðriksdóttir inn í liðið.

1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
8. Kate Cousins
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Það er engin Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leikmannahópi Vals fyrir leikinn í kvöld. Það er ein breyting á byrjunarliði Vals á milli leikja og það eru tvær breytingar á byrjunarliði Víkinga.
Fyrir leik
Twana dæmir leikinn Einn af okkar efnilegustu dómurum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valsliðið ógnarsterkt þrátt fyrir gríðarlegar breytingar Valur hefur misst heilt byrjunarlið af afar sterkum leikmönnum frá því í fyrra. Leikmenn hafa farið í atvinnumennsku erlendis, erlendir leikmenn hafa farið annað og þá hafa nokkrir leikmenn farið í önnur íslensk félög. Arna Sif Ásgrímsdóttir er þá meidd og spilar ekkert í sumar.

Þetta er lið sem myndi líklega gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson


Þrátt fyrir að hafa misst svona marga öfluga leikmenn, þá er Valur það lið sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum og fékk liðið fullt hús stiga í spá Fótbolta.net fyrir mótið. Þær hafa bætt við sig öflugum leikmönnum og eru áfram með líklega besta leikmann deildarinnar í Amöndu Andradóttur.

Sigurhugarfarið á Hlíðarenda er mikið og það kemur ekkert annað til greina en að vinna Íslandsmeistaratitilinn, og það skiptir engu hversu margar fara frá félaginu.

Fyrir leik
Svona er umferðin fimmtudagur 2. maí
18:00 Þór/KA-Þróttur R. (Boginn)
18:00 Valur-Víkingur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-Keflavík (Würth völlurinn)

föstudagur 3. maí
18:00 Stjarnan-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
18:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
Fyrir leik
Amanda og Jasmín hafa verið að ná vel saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Frábærar í byrjun móts Í liði Vals eru tveir leikmenn sem hafa verið í liði umferðarinnar í báðum umferðunum til þessa. Það eru Amanda Andradóttir og Jasmín Erla Ingadóttir. Þær hafa verið að ná virkilega vel saman í sóknarleiknum en Amanda var valin besti leikmaður 1. umferðar.Í liði Víkings hefur Sigdís Eva Bárðardóttir farið frábærlega af stað og verið í liði umferðarinnar í báðum umferðunum. Sigdís Eva er aðeins 17 ára gömul en hún er einn efnilegasti leikmaður landsins, án nokkurs vafa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spilar Berglind Björg? Það styttist í að byrjunarliðin verði tilkynnt fyrir leikinn á Hlíðarenda. Berglind Björg Þorvaldsdóttir gekk nýverið í raðir Vals og spurning er hvort hún spili sinn fyrsta leik í dag. Berglind er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn.

Mynd: Valur
Fyrir leik
Víkingur ekki enn tapað Víkingar eru nýliðar, en þær eru engir eðlilegir nýliðar. Komu upp sem bikarmeistarar og eru taplausar í fyrstu tveimur leikjunum. Þær unnu Stjörnuna 1-2 í fyrsta leik og gerðu svo 2-2 jafntefli gegn Fylki í síðasta leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur með fullt hús stiga Íslandsmeistarar Vals hafa byrjað tímabilið afar vel þrátt fyrir miklar breytingar á leikmannahópnum. Þær byrjuðu á því að vinna sannfærandi 3-1 sigur gegn Þór/KA í fyrsta leik og tóku svo sigur í Laugardalnum gegn Þrótti í síðasta leik, 1-2.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spáir sigri Vals Hildur Karítas Gunnarsdóttir, leikmaður Aftureldingar, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan í Bestu deild kvenna.


Valur 3 - 1 Víkingur R.
Valur í hefndarhug eftir meistara meistaranna, tapa ekki aftur á heimavelli. Amanda heldur áfram að skora og Mosókonan okkar Guðrún Elísabet hendir í mark líka.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Íslandsmeistararnir gegn bikarmeisturunum Þetta eru ríkjandi Íslandsmeistarar að spila við ríkjandi bikarmeistara. Liðin mættust í Meistarakeppni KSÍ áður en Besta deildin hófst og það var hörkuleikur. Sigdís Eva Bárðardóttir kom Víkingi yfir en Amanda Andradóttir jafnaði svo fyrir Val. Víkingar unnu svo í vítakeppni.

Fyrir leik
Góðan daginn! Verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Vals og Víkings í Bestu deild kvenna!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m) ('78)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('35)
9. Freyja Stefánsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('78)
21. Shaina Faiena Ashouri
24. Sigdís Eva Bárðardóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir ('62)

Varamenn:
16. Rachel Diodati ('35)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('62)
19. Tara Jónsdóttir ('78)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('78)
29. Halla Hrund Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Ingólfur Orri Gústafsson
Rakel Sigurðardóttir
Lára Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Bergdís Sveinsdóttir ('36)

Rauð spjöld: