Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
föstudagur 17. maí
Mjólkurbikar karla
mánudagur 13. maí
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
mánudagur 6. maí
Besta-deild karla
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
miðvikudagur 22. maí
Engin úrslit úr leikjum í dag
sun 21.apr 2024 11:30 Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Magazine image

Vill hjálpa fólki og getur ekki beðið eftir því að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur

Berglind Rós Ágústsdóttir kemur til með að spila lykilhlutverk á miðju Vals sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum í sumar. Berglind sneri aftur úr atvinnumennsku í fyrra og gekk þá í raðir uppeldisfélagsins á Hlíðarenda. Berglind ólst upp hjá Val en spilaði með Fylki við góðan orðstír áður en hún fór til Örebro í Svíþjóð árið 2020. Landsliðskonan öfluga átti góð ár í atvinnumennsku en er núna komin heim og er að klára hjúkrunarfræði meðfram því að vera leiðtogi í liðinu sem langflestir telja sigurstranglegast í Bestu deild kvenna í sumar.

Berglind Rós gekk aftur í raðir Vals síðasta sumar.
Berglind Rós gekk aftur í raðir Vals síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonum er spáð Íslandmeistaratitlinum.
Valskonum er spáð Íslandmeistaratitlinum.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þessi tími hjálpaði mér rosalega mikið bæði andlega og líkamlega. Þetta er félag sem mun eiga mjög stóran stað í hjarta mínu því þau hjálpuðu mér svo mikið'
'Þessi tími hjálpaði mér rosalega mikið bæði andlega og líkamlega. Þetta er félag sem mun eiga mjög stóran stað í hjarta mínu því þau hjálpuðu mér svo mikið'
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Berglind fagnar hér marki með landsliðinu.
Berglind fagnar hér marki með landsliðinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég fer út 25 ára og ég hugsaði kannski að ég væri orðin frekar gömul. Oftast fara leikmenn út í kringum tvítugsaldurinn. Ég var ekki að búast við því endilega að geta farið í atvinnumennsku út af öllum þeim meiðslum sem ég lendi í
'Ég fer út 25 ára og ég hugsaði kannski að ég væri orðin frekar gömul. Oftast fara leikmenn út í kringum tvítugsaldurinn. Ég var ekki að búast við því endilega að geta farið í atvinnumennsku út af öllum þeim meiðslum sem ég lendi í
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Að lenda í þessum meiðslum gerði mig sterkari. Það var mín vegferð að lenda í þessu. Þetta gerðist bara og vonandi mun þetta ekki gerast aftur'
'Að lenda í þessum meiðslum gerði mig sterkari. Það var mín vegferð að lenda í þessu. Þetta gerðist bara og vonandi mun þetta ekki gerast aftur'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif sleit krossband í vetur. 'Ég veit hvernig upplifun mín var og ég vil ekki að hún upplifi það sama'
Arna Sif sleit krossband í vetur. 'Ég veit hvernig upplifun mín var og ég vil ekki að hún upplifi það sama'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Berglind fagnar marki með Val á síðustu leiktíð.
Berglind fagnar marki með Val á síðustu leiktíð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind á landsliðsæfingu.
Berglind á landsliðsæfingu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var fyrirliði Fylkis í nokkur ár.
Var fyrirliði Fylkis í nokkur ár.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
'Ég get sagt þér það að ég skil framherja að vilja vera fremst á vellinum því það er svo ógeðslega gaman að skora mörk. Það er æðislegt'
'Ég get sagt þér það að ég skil framherja að vilja vera fremst á vellinum því það er svo ógeðslega gaman að skora mörk. Það er æðislegt'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind fór til Spánar eftir tímann í Svíþjóð.
Berglind fór til Spánar eftir tímann í Svíþjóð.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég finn það að ástríðan mín er að hjálpa fólki og mér finnst það mjög gefandi'
'Ég finn það að ástríðan mín er að hjálpa fólki og mér finnst það mjög gefandi'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind er landsliðskona, lykilkona í Val og verðandi hjúkrunarfræðingur.
Berglind er landsliðskona, lykilkona í Val og verðandi hjúkrunarfræðingur.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'En það eina sem mig langar að gera er að hjálpa fólki. Það er stór partur af því að vera hjúkrunarfræðingur að hjálpa fólki að koma sér aftur heim og að sigrast á veikindum. Það er ástríða mín en ég veit ekki alveg hvar ég mun enda í þessum bransa'
'En það eina sem mig langar að gera er að hjálpa fólki. Það er stór partur af því að vera hjúkrunarfræðingur að hjálpa fólki að koma sér aftur heim og að sigrast á veikindum. Það er ástríða mín en ég veit ekki alveg hvar ég mun enda í þessum bransa'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur leikur opnunarleikinn í Bestu deildinni gegn Þór/KA á eftir.
Valur leikur opnunarleikinn í Bestu deildinni gegn Þór/KA á eftir.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Það er gott að vera heima núna upp á að geta klárað skólinn en svo sér maður hvað gerist'
'Það er gott að vera heima núna upp á að geta klárað skólinn en svo sér maður hvað gerist'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 1. sæti
Hin hliðin - Fanney Birkisdóttir (Valur)

„Það var blanda af tilfinningum getur maður sagt," segir Berglind um það hvernig það var að snúa aftur í Val í fyrsta sinn í átta ár í fyrra. „Þetta er uppeldisfélagið mitt. Ég var mjög sannfærð um að fara aftur í Val og mér leið mjög vel þegar ég kom aftur. Það var vel tekið á móti mér og allt svoleiðis. Það gekk mjög vel og við urðum Íslandsmeistarar sem var mjög gaman."

„Þetta var bara enn betra en ég bjóst við og ég var mjög glöð með það. Ég fór frá Val árið 2016 og ég var ung þá. Ég var að kynnast mikið af nýjum stelpum núna en samt eru alveg nokkrar sem ég hef spilað með. Þetta er öðruvísi núna þegar ég er að koma til baka átta árum síðar. Ég er þroskaðri og hef upplifað margt. Vonandi hef ég komið inn með reynslu og eitthvað fleira með því."

Þurfti nýja byrjun
Berglind ólst upp í Val eins og áður segir, en hún fór í Fylki fyrir tímabilið 2017 en þá var hún að stíga upp úr meiðslum.

„Þetta er félag sem mun eiga mjög stóran stað í hjarta mínu"

„Ég var búin að meiðast svolítið oft og ég þurfti nýja byrjun. Fylkir sýndi mér rosalega mikinn áhuga. Mér leist mjög vel á það eftir að hafa farið á fundi með þeim. Mér fannst þetta góð byrjun fyrir mig. Þau tóku rosalega vel á móti mér með öll mín meiðsli. Þau voru tilbúin að hjálpa mér að verða að betri leikmanni. Ég var þarna í nokkur ár og mér leið rosalega vel í Árbænum," segir Berglind.

Fyrsta tímabilið hjá Fylki var erfitt en liðið féll úr efstu deild, en þær flugu beint aftur upp árið eftir.

„Þessi tími hjálpaði mér rosalega mikið bæði andlega og líkamlega. Þetta er félag sem mun eiga mjög stóran stað í hjarta mínu því þau hjálpuðu mér svo mikið. Þau hvöttu mig að fara út í atvinnumennsku og Fylkir á stóran þátt í því að ég komst út. Ég er mjög þakklát þeim," segir Berglind en hún spilaði sinn fyrsta landsleik á meðan hún var leikmaður Fylkis.

„Það var ekki eitthvað sem ég bjóst kannski við af því maður heyrði að það væri alltaf bara valið úr efstu liðunum og eitthvað svoleiðis. Það var mjög gaman. Ég ákvað að spila áfram með Fylki eftir að við féllum og við komum okkur aftur upp. Við lendum svo í þriðja sæti í deildinni. Þetta segir svolítið mikið til um það hvað við gerðum vel í Árbænum. Mér fannst ég eiga það skilið að fá tækifæri í landsliðinu sem ég fékk svo. Þetta spilaðist eins og ég vildi. Ég var mjög glöð að ná markmiðinu mínu."

Rosalega stór sigur fyrir mig
Á síðasta tímabili Berglindar hjá Fylki, sumarið 2020, endar liðið í þriðja sæti Bestu deildarinnar.

„Ég var ekki að búast við því endilega að geta farið í atvinnumennsku"

„Auðvitað vildum við enda eins hátt og við gátum. Við lendum í þriðja sæti sem er held ég besti árangur sem Fylkir hefur náð. Cecilía (Rán Rúnarsdóttir) fer svo út, ég fer út og fleiri leikmenn fara. Við förum út á góðum tíma. Það var leiðinlegt hvernig endaði með Fylki, að þær falli aftur, en þær eru komnar upp núna og það er eitthvað sem er ánægð með. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta Fylki í sumar."

Berglind gekk í raðir Örebro í sænsku úrvalsdeildinni og átti þar góðan tíma.

„Ég fer út 25 ára og ég hugsaði kannski að ég væri orðin frekar gömul. Oftast fara leikmenn út í kringum tvítugsaldurinn. Ég var ekki að búast við því endilega að geta farið í atvinnumennsku út af öllum þeim meiðslum sem ég lendi í, en mér gekk vel og ég fékk góðan umboðsmann sem hjálpaði mér mjög mikið. Ég fékk gott tilboð og hugsaði: 'Ef ég fer ekki út núna, þá fer ég aldrei út'. Ég fann að tilfinningin sagði mér að fara. Tíminn í Örebro var æðislegur og ég mæli með því að allir sem geta fari út í atvinnumennsku," segir Berglind.

Það var mikill sigur fyrir hana að komast út í atvinnumennsku eftir erfið meiðsli sem hún hafði tæklað fyrr á ferlinum.

„Þetta var rosalega stór sigur fyrir mig út af öllum meiðslunum. Ég átta mig stundum sjálf ekki alveg á því. Ég lendi í mörgum bakslögum en náði samt að komast út. Það skiptir ekki máli hvenær þú ferð út, það er alltaf hægt. Ég áttaði mig á því eftir á að það skiptir ekki máli hvað þú ert gömul. Ef þú ert með markmiðið, leggur mikið á þig og ert með góðan umboðsmann þá geturðu alltaf komið þér út. Þú verður að leggja mikið á þig og henda þér í djúpu laugina."

Finnst æðislegt að geta talað við hana
Berglind þurfti snemma á sínum ferli að takast á við ömurleg meiðsli. Hún sleit fyrst krossband árið 2013, aftur árið 2014 og svo í þriðja sinn árið 2016. Hún reynir í dag að nota þá reynslu til að hjálpa liðsfélögum sínum.

„Að lenda í þessum meiðslum gerði mig sterkari"

„Það var ekki skemmtilegt að ganga í gegnum þessi meiðsli. Ég lendi fyrst í meiðslum þegar ég er 17 ára og það var rosalega erfitt. Mér fannst ég vera ein því svona meiðsli voru ekki eins mikið umræðuefni og það er í dag. Það er mjög gott að það sé þannig í dag. Stelpur sem ganga núna í gegnum þetta eru með mjög gott bakland því það eru svo margar sem hafa lent í þessu. Mér fannst ég ein á báti þarna," segir Berglind.

„Svo slít ég ári seinna og þá fannst mér ganga aðeins betur. Núna í dag er þetta allt öðruvísi þar sem við höfum svo margar lent í svona erfiðum meiðslum og við getum talað um það. Arna Sif (Ásgrímsdóttir er að ganga í gegnum þetta núna og mér finnst æðislegt að geta talað við hana. Ég veit hvernig upplifun mín var og ég vil ekki að hún upplifi það sama."

„Að lenda í þessum meiðslum gerði mig sterkari. Það var mín vegferð að lenda í þessu. Þetta gerðist bara og vonandi mun þetta ekki gerast aftur," segir Berglind.

Meira andlegt en líkamlegt
Það er ótrúlega erfitt að ganga í gegnum alvarleg meiðsli og þá ekki síður andlega. Það er erfitt að vera utan hópsins út af meiðslum og missa af því sem þú elskar; að spila fótbolta.

„Mér finnst æðislegt ef ég get hjálpað Örnu Sif einhvern veginn"

„Fyrir mér var þetta meira andlegt en líkamlegt. Enn þann dag í dag er ég enn að vinna í því. Maður er aldrei 100 prósent. Ég er með mjög góða hjálp við því. Í dag er meira umtal um að stelpur verði að passa andlegu hliðina og ég er rosalega glöð með það. Stelpur eru mjög sterkar að komast í gegnum þetta því það eru svo margar að lenda í þessu. Það er alltaf frábært að sjá þegar fótboltakonur eru að koma til baka eftir svona erfið meiðsli," segir Berglind.

„Mér finnst æðislegt ef ég get hjálpað Örnu Sif einhvern veginn. Það eru fleiri leikmenn í liðinu sem geta það líka eins og Þórdís Hrönn, Fanndís og fleiri. Við erum nokkrar sem höfum lent í þessu og erum að reyna að styðja við bakið á henni. Arna er rosalega dugleg að mæta á allar æfingar og gerir sitt þrátt fyrir að það sé ekki mikið hægt að gera. Hún er rosalega dugleg og mikilvægur partur af hópnum."

Spilaði sem sóknarmaður undir lokin í Örebro
En aftur að tímanum í Svíþjóð. Berglind minntist á það áðan að tíminn í Örebro hefði verið æðislegur. Saknar hún að vera þar?

„Þetta er tími sem maður getur ekki gleymt"

„Ég sakna þess alveg að vera í Örebro, ég get alveg sagt það. Tíminn þar var mjög skemmtilegur. Þjálfarinn hefur tékkað á mér af og til, en ég er núna hjá Val og ég er að einbeita mér að því," segir Berglind og heldur áfram:

„Tíminn hjá Örebro var æðislegur og gaf mér mikið. Ég kynntist mörgum vinkonum mínum sem eru núna út um allt að spila. Ég get farið og heimsótt þær. Þetta er tími sem maður getur ekki gleymt því ég fékk að upplifa svo margt. Ógleymanlegur tími."

Undir lokin hjá Örebro var Berglind orðin sóknarmaður og var hún dugleg að skora. Hún leikur vanalega á miðjunni eða í vörninni, en fékk þarna tækifæri til að leika í fremstu víglínu.

„Ég get sagt þér það að ég skil framherja að vilja vera fremst á vellinum því það er svo ógeðslega gaman að skora mörk. Það er æðislegt. Það var ekkert að ganga upp og þjálfarinn prófaði sig áfram. Ég var mikið í miðverði og svo ég sett fram. 'Af hverju ekki'. Þetta gekk einhvern veginn upp. Við vorum tvær saman frammi og hún var að hlaupa mikið og ég var bara svona 'target senter'. Ég þurfti að vera inn í teignum sem var bara mjög fínt."

„Hlutverkið mitt í Val er aðeins öðruvísi núna. Mér finnst gaman að tuddast og verjast. Það er æðislegt að vera á miðjunni. Við erum með fullt af leikmönnum í Val sem eru svo ótrúlega góðar og allt leikmenn sem geta verið í byrjunarliðinu. Það er rosalega mikil samkeppni og það er hausverkur þjálfarans að setja upp lið."

Umhverfið var svolítið öðruvísi en í Svíþjóð
Eftir tímann í Svíþjóð, þá fór Berglind til Spánar og samdi við Sporting Huelva sem leikur í efstu deild Spánar. Hún naut lífsins á Spáni en aðstaðan hjá félaginu sjálfu hefði mátt vera betri.

„Það var mikill missir fannst mér"

„Tíminn á Spáni var öðruvísi og deildin var mjög öðruvísi. Í Svíþjóð var meira hugsað um taktík en á Spáni var hugsað um að hlaupa og að gefast ekki upp. Það var mikið pælt í því hvað við borðuðum og þannig. Það var mikið æft sem var alveg fínt. En þjálfarinn þarna var mikið að nota mig sem kantmann. Það er bara síðasta staðan sem ég á að vera spila í. Ég er ekki kantmaður," segir Berglind og hlær.

„Það var æðislegt að búa þarna, ég sakna þess alveg. Það var góður matur og sól allan tímann."

„Umhverfið var svolítið öðruvísi en í Svíþjóð. Okkur var lofað að spila á aðalvellinum og við gerðum það bara á móti Barcelona, en ekkert meira. Við vorum eiginlega ekkert með sérbúningsklefa og þurftum alltaf að mæta í fötum og með takkaskóna. Við gátum ekkert geymt dót. Í fótbolta er klefinn rosalega stór partur í því að mynda stemningu og svoleiðis. Það var mikill missir fannst mér. Ég fékk að sjá margt og fékk að keppa á móti Barcelona sem var frábært."

Ástríðan liggur í því að hjálpa öðrum
Berglind er núna í lykilhlutverki hjá Val en með fótboltanum er hún að klára hjúkrunarfræði. Hún hefur lagt mikið í námið á síðustu árum og hefur verið ákveðið púsluspil að blanda fótboltanum saman með því, sérstaklega þar sem hún var að spila erlendis.

„Ég finn það að ástríðan mín er að hjálpa fólki og mér finnst það mjög gefandi"

„Ég er að klára hjúkrunarfræðina núna í júní, loksins. Ég vinn á spítalanum og er með því að læra og í fótbolta. Það er alveg mikið að gera en með góðu skipulagi tekst þetta allt saman," segir Berglind.

„Hjúkrunarfræðinámið er rosalega erfitt og það tekur mikið á andlega. Ég hef fengið mjög góða hjálp frá skólanum varðandi verknám og svoleiðis. Ég kláraði tímabilið í Svíþjóð, kem heim og fer í verknám í sex vikur og fer svo beint til Spánar. Það var ekkert frí og ég var ekkert að njóta mín hér heima. Það var gaman að geta púslað þessu saman samt sem áður. Ég hef ekki náð að taka mér mikið frí en ég er mjög glöð að ná að gera þetta allt saman og útskrifast núna. Ég get ekki beðið eftir því að útskrifast," segir Berglind en af hverju fór hún að læra hjúkrunarfræði?

„Í menntaskóla vissi ég ekki hvað ég vildi. Ég fór svo í sjúkraliðann og kláraði hann með stúdentsprófi. Eftir það ákvað ég að sækja um í hjúkrunarfræði og prófaði klásusinn. Ég komst í gegnum það. Ég finn það að ástríðan mín er að hjálpa fólki og mér finnst það mjög gefandi. Ég vinn núna á blóð- og krabbameinsdeild sem er mjög þung deild en það er frábært að geta aðstoðað fólk sem er þar. Þetta er erfið deild en það er mjög gefandi að geta aðstoða. Starfsandinn er æðislegur og skjólstæðingarnir eru frábærir. Það er góður andi og starfsfólkið er rosalega til í að hjálpa. Ég er að læra mjög mikið og ég er mjög spennt að því að geta einbeitt mér að því að vinna og hjálpa fólki," segir Berglind.

„Ég veit ekki alveg hvort ég muni fara í master eða eitthvað svoleiðis, ekki alveg búin að ákveða mig með það. En það eina sem mig langar að gera er að hjálpa fólki. Það er stór partur af því að vera hjúkrunarfræðingur að hjálpa fólki að koma sér aftur heim og að sigrast á veikindum. Það er ástríða mín en ég veit ekki alveg hvar ég mun enda í þessum bransa."

Hver einasti leikur verður erfiður
Nýtt tímabil er að hefjast og hefur Valur titil að verja. Berglind er spennt fyrir sumrinu.

„Ég loka ekki dyrunum að því"

„Ég er mjög spennt fyrir þessu og ég hef beðið lengi eftir þessu. Þetta er lengsta undirbúningstímabil í heimi, en æfingarnar hafa verið skemmtilegar og okkur líður eins og við séum í mjög góðu formi. Það hefur myndast mjög góð stemning og við erum allar mjög spenntar fyrir því að þetta sé að byrja. Við erum með okkar markmið en ég held að mörg lið eigi eftir að koma á óvart og ég held að hver einasti leikur verði mjög erfiður," segir hún.

„Við sáum það núna gegn Víkingi á dögunum. Þær voru að koma upp en leikurinn endaði 1-1. Það segir alveg hvað deildin er sterk. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt."

Berglind kom heim í fyrra og var stór ástæða fyrir því að hún var að klára námið. Hún útilokar ekki að fara aftur erlendis á næstu árum, en einbeitingin núna er á því að hjálpa Val að verja titilinn.

„Það er aldrei að vita hvort ég fari aftur út í atvinnumennsku. Ég loka ekki dyrunum að því. Ef það kemur eitthvað gott tilboð þá er ég tilbúin að skoða það. Maður veit aldrei. Það er gott að vera heima núna upp á að geta klárað skólinn en svo sér maður hvað gerist," sagði Berglind rós að lokum.
Athugasemdir
banner
banner