Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Breiðablik
3
0
FH
Birta Georgsdóttir '35 1-0
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '60 2-0
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '87 3-0
03.05.2024  -  18:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Kalt og smá gola, sjö gráður og sjö metrar á sekúndu
Dómari: Bríet Bragadóttir
Áhorfendur: 242
Maður leiksins: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi
7. Agla María Albertsdóttir ('75)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('82)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir ('82)
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir ('65)

Varamenn:
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('82)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('65)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('75)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
33. Margrét Lea Gísladóttir ('82)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edith Kristín Kristjánsdóttir
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Andrea Rut Bjarnadóttir ('24)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bríet flautar bara af á meðan Andrea Marý fær aðhlynningu. Við sendum henni okkar bestu strauma. Breiðablik tekur stigin þrjú en þetta var alls ekki endirinn á leiknum sem maður vildi. Hún settist bara niður en vonandi verður allt í lagi.

Takk fyrir samfylgdina.
95. mín
Það er dauðaþögn á vellinum.
93. mín
Andrea Marý, leikmaður FH, liggur á vellinum. Það er verið að hringja á sjúkrabíl og börurnar fara inn á völlinn. Þetta lítur ekki vel út. Ég sá ekki alveg hvað gerðist.
90. mín
Fimm mínútum bætt við
89. mín
Heiða Ragney Viðarsdóttir valin maður leiksins hér á Kópavogsvelli. Heiða búin að vera flott á miðsvæðinu en þetta er frekar undarlegt val...
88. mín
Fimm mörk í þremur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
87. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Margrét Lea Gísladóttir
SKORAR BARA OG SKORAR!!! Vigdís Lilja með sitt fimmta mark í deildinni.

Aldís með misheppnaða sendingu sem fer á Margréti Leu. Hún kemur boltanum á Vigdísi Liljum sem skorar bara og skorar.
86. mín
Helena Ósk er komin aftur inn á.
84. mín
Helena Ósk liggur eftir að hafa fengið útspark í andlitið.
83. mín
Ekkert sem bendir til þess að Fimleikafélagið komi til baka þrátt fyrir að það sé fullt af tíma eftir.
82. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
82. mín
Inn:Mikaela Nótt Pétursdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
82. mín
Karitas með fínan skalla eftir hornspyrnuna en Aldís nær að verja og halda boltanum.
81. mín
Barbára með geggjaða sendingu inn fyrir en Andrea með góða tæklingu og Breiðablik fær því hornspyrnu.
79. mín
Rammie með fína sendingu fyrir markið en Elín verst þessu vel og svo handsamar Aníta Dögg boltann.
75. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Áslaug Munda að fá fleiri mínútur. Gaman að sjá það.
74. mín
Barbára í góðu færi inn á teignum eftir aukaspyrnuna en skot hennar fer beint í varnarmann.
74. mín
Inn:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Út:Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
74. mín
Inn:Hrönn Haraldsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
74. mín
Inn:Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Út:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
73. mín
Vigdís Lilja fer ansi illa með Valgerði sem brýtur svo af sér. Brot sem verðskuldaði klárlega spjald en Bríet lyftir því ekki.
71. mín
Thelma Karen með flotta tilraun lengst fyrir utan sem fer rétt yfir markið. Það má reyna þetta!
70. mín
Hildigunnur Ýr með fínustu tilraun en Aníta nær að verja. Aníta búin að standa sig vel í marki Breiðabliks.
68. mín
Rammie brýtur hér svona um það bil sjö sinnum á Karitas áður en það er flautað. Smá hiti svo á milli þeirra, bara skemmtilegt.
65. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
64. mín
DAUÐAFÆRI! Rammie Noel með flotta fyrirgjöf og Breukelen er í dauðafæri, en hún nær ekki að skalla boltann almennilega. Ekki verið dagurinn hennar Breukelen fyrir framan markið.
62. mín
Fjögur mörk í þremur leikjum!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
61. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
60. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
FRÁBÆRT MARK!! Vigdís Lilja að fara langt með þetta. Hún heldur áfram að skora!

Hún fær boltann vinstra megin eftir flott spila Blika og keyrir í átt að vörninni, leikur á varnarmenn FH og skorar í fjærhornið. Gæði!
59. mín
ÞETTA VAR KLÚÐUR! Vigdís Lilja með sendingu fyrir markið og Agla María skallar hann niður í teiginn. Þar er Birta Georgsdóttir ein fyrir opnu marki en hún setur hann yfir. Þetta var ótrúlegt klúður! Varnarmaður FH - sá ekki alveg hver það var - náði eitthvað að trufla hana en samt rosalegt.
57. mín
Tækling! Vigdís Lilja við það að sleppa í gegn en þá á Arna Eiríksdóttir frábæra tæklingu. Vigdís liggur svo eftir en hún mun alveg klárlega halda leik áfram.
56. mín
Stöngin! Aldís með slakt útspark og Vigdís Lilja keyrir í átt að marki. Hún á svo skot sem fer í utanverða stöngina.
52. mín
Rammie Janae Noel, nýr leikmaður FH, að spila í sokkabuxum. Þetta eru mínusstig í kladdann.
51. mín
Inn:Rammie Janae Noel (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
50. mín
Frábært færi!! Fínt spil hjá FH og Breukelen Woodard er í fínu færi á teignum en boltinn fer fram hjá markinu. Ég held að FH hafi átt að fá horn þarna en markspyrna dæmd.
47. mín
Elísa Lana með frábæra takta við vítateiginn en nær ekki að koma sér í skotið.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Það er grenjandi rigning þegar flautað er til hálfleiks. Breiðablik leiðir 1-0 í skemmtilegum leik. Líklega sanngjarnt en FH hefur klárlega átt sín augnablik.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn
44. mín
Birta Georgs með ágætis skalla að marki en Aldís nær að verja og handsama boltann.
41. mín Gult spjald: Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
Fyrir að sparka býsna fast í Barbáru.
36. mín
Birta kom Blikum yfir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
35. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
BLIKAR TAKA FORYSTUNA!!! Þetta kom eiginlega upp úr engu. Langur bolti inn fyrir og Aldís misreiknar sig eitthvað. Fer í skógarhlaup og er út á þekju. Boltinn dettur svo fyrir Birtu Georgsdóttur við marklínuna og húnn klárar í autt markið.

Klárlega ekki fallegasta mark sem maður hefur séð og afskaplega ódýrt hjá FH að gefa svona mark eftir að hafa spilað bara nokkuð vel.
34. mín
Andrea Rán reynir skot en það er afskaplega dapurt og drífur ekki út fyrir endalínu. Langt fram hjá líka.
33. mín
Ekki mikið um færi síðustu mínúturnar en leikurinn er alls ekki leiðinlegur.
28. mín
Thelma Karen gerir frábærlega í að komast inn í sendingu og skallar hann strax inn að miðju á Margréti Brynju. Ef hún hefði litið upp þá hefði hún getað komið Thelmu í gegn, en hún er alltof lengi að þessu. Tapar svo boltanum.
27. mín
Það er gaman að fylgjast með Guðna, þjálfara FH, á hliðarlínunni. Hann lifir sig ótrúlega mikið inn í leikinn og er mjög ástríðufullur.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
25. mín
Andrea Rán með góðan bolta inn á teiginn en Breukelen nær ekki að hitta hann almennilega.
24. mín Gult spjald: Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Fyrir að brjóta á nöfnu sinni.
24. mín
FH að vaxa meira inn í leikinn og Nik er greinilega ekki sáttur á hliðarlínunni.
23. mín
STÖNGIN!! ,,Skjóttu!" heyrist af varamannbekk FH áður en Elísa Lana lætur vaða fyrir utan teig. Frábært skot sem endar í stönginni. Mikil barátta um frákastið en Blikar ná að koma honum í hornspyrnu.
21. mín
Agla María með skot að marki sem Aldís grípur þægilega.
20. mín
Erla Sól með skrítna tilraun eftir hornspyrnuna. Aldrei líklegt.
19. mín
FRÁBÆR VARSLA!! Breukelen Woodard sloppin í gegn - en samt með varnarmenn á hælunum - og lætur vaða en Aníta Dögg ver frábærlega í markinu. Þarna hélt ég að við værum að sjá FH taka forystuna!
18. mín
Elísa Lana með skottilraun fyrir utan teig sem fer beint í varnarmann Blika.
13. mín
BJARGAÐ Á LÍNU Blikarnir að þjarma að FH-ingum. Karitas á skot eftir hornspyrnu sem Aldís gerir vel í að verja. Mér sýnist það vera Andrea sem nær frákastinu og tekur strax skotið, en FH nær að bjarga á línunni.
10. mín
Strax orðin fyrirliði Arna Eiríksdóttir gekk alfarið í raðir FH í vetur eftir að hafa verið á láni seinni hluta síðasta tímabils. Hún er strax orðin fyrirliði sem er athyglisvert.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
9. mín
FH er ekki að spila með vængbakverði í þessu kerfi sínu. Þær eru bara að mæta með bullandi sóknarsinnað lið hér á Kópavogsvelli. Þrír miðverðir og aðrar í sókn einhvern veginn. Kaos, flæði og bullandi skemmtun.
8. mín
Hættulegt! Svo á Agla María skottilraun á fjærstönginni sem Aldís nær að verja.
8. mín
FH-ingar eru svolítið opnar til baka en það fylgir fótboltanum sem þær eru að spila. Vigdís Lilja að sleppa ein í gegn og reynir fyrirgjöf en Aldís nær að koma hendi í boltann.
7. mín
Svona er FH að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. mín
Frábær varnarleikur! Allt í einu er Vigdís Lilja að sleppa í gegn en hún sendir hann til hliðar á Öglu Maríu. Jónína Linnet verst henni hins vegar frábærlega og bjargar því að FH lendi ekki undir.
3. mín
Hættulegur bolti inn á teiginn en Arna Eiríksdóttir nær að koma honum frá.
2. mín
Vigdís Lilja að komast í ágætis stöðu inn á teignum en Valgerður Ósk er mætt í bakið á henni og verst vel. Blikar fá hornspyrnu.
2. mín
Svona er Breiðablik að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Verður mjög svo áhugaverður leikur.
Fyrir leik
Mætingin döpur Það eru um 20 manns í stúkunni þegar leikurinn er að fara af stað. Mætingin á leiki í Bestu deild kvenna hingað til hefur verið afskaplega döpur.

Læt þetta tíst fylgja með:

Fyrir leik
Liðin eru á fullu í upphitun. Það er grár himinn og örlítil rigning í Kópavoginum. Frábært fótboltaveður og vonandi fáum við bara virkilega skemmtilegan leik.

Bríet Bragadóttir er með flautuna og sér um að dæma leikinn.
Fyrir leik
Katrín í hópnum Katrín Ásbjörnsdóttir er mætt aftur í hópinn hjá Breiðabliki en hún hefur verið að takast á við meiðsli í upphafi móts. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er áfram á bekknum hjá Blikum en hún kom inn á í síðasta leik. Munda er enn að takast á við eftirköstin af höfuðhöggi.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Fyrir leik
Markvörður Blika á bekknum hjá FH Það hefur verið frekar mikið rætt um markvarðarmál Blika síðustu daga. Það er þá frekar athyglisvert að á bekknum hjá FH er einn efnilegasti markvörður landsins, Herdís Halla Guðbjartsdóttir. Hún er á láni hjá FH frá Breiðabliki.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarlið FH Guðni og Hlynur gera fjórar breytingar frá tapinu stóra gegn Þór/KA. Aldís Guðlaugsdóttir kemur í markið og ásamt henni koma Erla Sól Vigfúsdóttir, Margrét Brynja Kristinsdóttir og Thelma Karen Pálmadóttir inn í byrjunarliðið. Sú síðastnefnda er fædd árið 2008.

1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
10. Breukelen Lachelle Woodard
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
24. Thelma Karen Pálmadóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
37. Jónína Linnet

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks Aníta Dögg Guðmundsdóttir er mætt heim til Íslands úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum og mun verja mark Breiðabliks gegn FH í Bestu deildinni í kvöld. Í heildina eru þrjár breytingar á byrjunarliði Blika en auk Anítu koma Elín Helena Karlsdóttir og Karitas Tómasdóttir inn í liðið. Jakobína Hjörvarsdóttir er meidd og Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir fer á bekkinn.

12. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Andrea Rán mætir á gamla heimavöllinn Miðjumaðurinn Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir er að mæta á sinn gamla heimavöll í dag. Hún er uppalin Bliki en ákvað að semja við FH fyrir yfirstandandi tímabil.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Vigdís Lilja á eldi í upphafi móts Vigdís Lilja Kristjánsdóttir hefur heldur betur stimplað sig vel inn í Blikaliðið í byrjun sumars. Hún gerði tvö mörk í fyrsta leik gegn Keflavík og var þar maður leiksins. Hún skoraði svo aftur gegn Tindastóli í síðustu umferð og var þar einnig besti leikmaður vallarins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ótrúlegur leikur í fyrra Ég man sérlega vel eftir leik Breiðabliks og FH á Kópavogsvelli snemma móts í fyrra. Það var ótrúlega skemmtilegur leikur sem endaði með 3-2 sigri Blika. Andrea Rut Bjarnadóttir gerði sigurmarkið í uppbótartímanum.

Liðin gerðu svo jafntefli í Kaplakrika og þá vann Breiðablik leik liðanna eftir að deildin skiptist, 3-1.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Markvarðarmál Blika Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir nefbrotnaði í síðasta leik gegn Tindastóli og getur ekki spilað með Blikum í dag.

Það var útlit fyrir það í vikunni að Rakel Hönnudóttir, sem var lengst af miðjumaður á sínum ferli, myndi vera í markinu hjá Breiðabliki í dag en svo verður ekki. Aníta Dögg Guðmundsdóttir flaug heim frá Bandaríkjunum - þar sem hún er í háskóla - í morgun og stendur vaktina.

Breiðablik reyndi að fá fyrrum landsliðsmarkvörðinn Söndru Sigurðardóttir á neyðarláni frá Val en það gekk ekki eftir.

Fyrir leik
Voru engir venjulegir nýliðar FH var líklega skemmtilegasta liðið að horfa á í Bestu deildinni í sumar, allavega lengst af. Komu upp sem nýliðar og enginn hafði trú á þeim, en þær mættu bara af feiknakrafti og voru ótrúlega hugrakkar í sinni nálgun.

Undirritaður skrifaði pistil um FH-liðið í fyrra sem má lesa með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Fyrir leik
Enn og aftur 3-0? Hildur Karítas Gunnarsdóttir, leikmaður Aftureldingar, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan í Bestu deild kvenna.


Breiðablik 3 - 0 FH
Breiðablik elska að vinna 3-0 þannig þær gera það líka í þessum leik. Vigdís Lilja og Agla María með mörkin.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
FH tapaði illa í síðustu umferð FH var spáð tíunda sæti í fyrra en kom þá mikið á óvart. Liðinu var spáð fjórða sæti fyrir mótið í ár og fólk hefur trú á þeim. FH byrjaði tímabilið á 1-0 sigri gegn Tindastóli á Króknum en tapaði svo stórt gegn Þór/KA í síðustu umferð. Sandra María Jessen tók sig til og gerði fernu í þeim leik.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Draumabyrjun Blika Breiðablik hefur byrjað frábærlega á tímabilinu. Liðið er með tvo sigra í tveimur leikjum og markatöluna 6:0 eftir tvo 3-0 sigra gegn Keflavík og Tindastóli.

Prófið er aðeins erfiðara gegn FH í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og FH í þriðju umferð Bestu deildar kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('74)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('74)
9. Breukelen Lachelle Woodard
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('61)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('51)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('74)
37. Jónína Linnet

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('61)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('74)
32. Berglind Freyja Hlynsdóttir
33. Hrönn Haraldsdóttir ('74)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('74)
38. Rammie Janae Noel ('51)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian
Brynjar Sigþórsson

Gul spjöld:
Erla Sól Vigfúsdóttir ('41)

Rauð spjöld: