Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
þriðjudagur 7. maí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 4. maí
Lengjudeild karla
miðvikudagur 1. maí
Lengjudeild karla
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
föstudagur 3. maí
Úrvalsdeildin
Luton - Everton - 19:00
Bundesligan
Hoffenheim - RB Leipzig - 18:30
Bundesliga - Women
Wolfsburg 5 - 1 Koln W
Serie A
Torino - Bologna - 18:45
La Liga
Getafe - Athletic - 19:00
lau 20.apr 2024 19:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Landsliðskona, nemandi í Harvard og einn skemmtilegasti karakter íslenska boltans

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir er landsliðskona, nemandi í sálfræði við Harvard og bara einn skemmtilegasti karakter íslenska fótboltans. Olla Sigga, eins og hún er oft kölluð, byrjaði að sparka í bolta í Valsheimilinu á barnsaldri en snemma var fótboltinn settur í fyrsta sæti. Hún lagði mikið á sig til að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki og hefur verið mikilvægur leikmaður fyrir Þrótt á síðustu árum. Núna er hún í mætt í Breiðablik og verður spennandi að sjá hvernig það fer hjá henni.

Í leik með Þrótti síðasta sumar.
Í leik með Þrótti síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olla hóf fótboltaferilinn í Val.
Olla hóf fótboltaferilinn í Val.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára skoraði 15 mörk sumarið 2019.
Margrét Lára skoraði 15 mörk sumarið 2019.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér fannst alltaf gaman að fara upp á Skaga. Ég veit ekki hvað ég hefði átt að vera gera annað. Það var ekki það mikið að læra í skólanum en ég lærði stundum í strætó á leiðinni'
'Mér fannst alltaf gaman að fara upp á Skaga. Ég veit ekki hvað ég hefði átt að vera gera annað. Það var ekki það mikið að læra í skólanum en ég lærði stundum í strætó á leiðinni'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain, fyrrum þjálfari Þróttar og núverandi þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, fyrrum þjálfari Þróttar og núverandi þjálfari Breiðabliks.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fagnar marki á fyrsta sumrinu í Laugardalnum.
Fagnar marki á fyrsta sumrinu í Laugardalnum.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
'Vinirnir sem ég eignaðist þarna, það er númer eitt í mínum huga'
'Vinirnir sem ég eignaðist þarna, það er númer eitt í mínum huga'
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
'Hún var að þjálfa mig upp alla yngri flokkana í Val og það sem hún er með er að hún fær þig til að trúa á hluti sem þú hafðir ekki einu sinni látið þér detta í hug'
'Hún var að þjálfa mig upp alla yngri flokkana í Val og það sem hún er með er að hún fær þig til að trúa á hluti sem þú hafðir ekki einu sinni látið þér detta í hug'
Mynd/Getty Images
Olla fór í Harvard í fyrra.
Olla fór í Harvard í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olla er ein af fjórum Íslendingum í skólaliði Harvard en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er líka þar.
Olla er ein af fjórum Íslendingum í skólaliði Harvard en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er líka þar.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Olla fagnar marki með Harvard.
Olla fagnar marki með Harvard.
Mynd/Phil Tor - Harvard
'Þú færð enga sérmeðferð þó þú sért í íþróttum, og þú ert nemandi fyrst og fremst'
'Þú færð enga sérmeðferð þó þú sért í íþróttum, og þú ert nemandi fyrst og fremst'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar hjá Auði.
Skorar hjá Auði.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Stelpurnar eru sterkar og það væri gaman að sjá hvernig bandarísku liðin í 'Ivy League' myndu standa sig í Bestu deildinni. Þau myndu spila allt öðruvísi fótbolta en þetta yrði held ég frekar jafn leikur'
'Stelpurnar eru sterkar og það væri gaman að sjá hvernig bandarísku liðin í 'Ivy League' myndu standa sig í Bestu deildinni. Þau myndu spila allt öðruvísi fótbolta en þetta yrði held ég frekar jafn leikur'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Spennt fyrir nýjum kafla í Breiðabliki.
Spennt fyrir nýjum kafla í Breiðabliki.
Mynd/Breiðablik
'Ég vissi hverju ég mátti búast við af þjálfarateyminu þegar ég valdi að fara í Breiðablik'
'Ég vissi hverju ég mátti búast við af þjálfarateyminu þegar ég valdi að fara í Breiðablik'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikum er spáð öðru sæti í Bestu deildinni í sumar.
Blikum er spáð öðru sæti í Bestu deildinni í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hugsaði mig vel og lengi um. Þróttur var alltaf á borðinu en mig langaði í eitthvað nýtt. Ég er búin að vera í Þrótti í fjögur ár. Þannig að ég valdi þetta'
'Ég hugsaði mig vel og lengi um. Þróttur var alltaf á borðinu en mig langaði í eitthvað nýtt. Ég er búin að vera í Þrótti í fjögur ár. Þannig að ég valdi þetta'
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Í leik með íslenska landsliðinu.
Í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég er alltaf að reyna að finna mismunandi leiðir til að hafa gaman. Það er mikilvægast. Ef það er ekki gaman, hvað ertu þá að gera?'
'Ég er alltaf að reyna að finna mismunandi leiðir til að hafa gaman. Það er mikilvægast. Ef það er ekki gaman, hvað ertu þá að gera?'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað skorar Olla mörg mörk í sumar?
Hvað skorar Olla mörg mörk í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 2. sæti
Hin hliðin - Andrea Bjarnadóttir (Breiðablik)

„Lífið í Bandaríkjunum er mjög fínt. Það er mikið að gera, en það er allavega sól í dag," sagði Ólöf Sigríður þegar hún spjallaði við fréttamann Fótbolta.net í gær. Það var sól í Massachusetts í Bandaríkjunum en á hinum endanum, í Reykjavík, er snjókoma. Það styttist í að Olla snúi aftur heim til að spila með Breiðabliki og segist hún spennt fyrir því verkefni.

Svo góðar minningar
Olla steig sín fyrstu skref í fótboltanum á Hlíðarenda í kringum margar goðsagnir.

„Við bjuggum nánast þarna"

„Fyrstu fótboltaminningarnar eru af leikskóla. Við vorum að leika okkur þar. Þá kom ég heim og bað um að fá að æfa fótbolta. Ég byrjaði samt ekki að æfa fyrr en eftir fyrsta árið í grunnskóla. Ég man að við vorum mikið að spila inn í Valsheimilinu í gamla salnum þar. Ég man mjög vel eftir fyrsta mótinu sem ég fór á. Það var KFC mót í Fossvoginum og það var bara geggjað," segir Olla.

„Ég á svo góðar minningar af því að alast upp í Val. Það var gaman líka að það voru aðrar íþróttir þarna. Við fórum oft að teygja uppi og horfðum á handboltaæfingu á meðan. Við í fótboltanum fórum líka oft að hjálpa til við að búa til súpu fyrir körfuboltaleiki og fengum þá að borða í leiðinni. Við bjuggum nánast þarna. Það var mjög heimilislegt og mikil fjölskyldustemning."

Strætó úr Reykjavík í Mosfellsbæ
Olla raðaði inn mörkum í yngri flokkum Vals en það er hægara sagt en gert að komast að í meistaraflokknum hjá félaginu. Árið 2019, þegar Olla er 16 ára, þá fer hún á láni upp á Akranes. Það tímabil varð Valur Íslandsmeistari með þrjá af markahæstu leikmönnum deildarinnar; Hlín Eiríksdóttur, Elínu Mettu Jensen og goðsögnina Margréti Láru Viðarsdóttur.

„Maður átti lítinn séns þarna 15 ára að reyna eitthvað"

„Þetta er besta liðið á landinu að mati margra og þegar ég var að alast upp var þetta besta liðið, án efa. Maður átti lítinn séns þarna 15 ára að reyna eitthvað. Það verður bara að segjast eins og er," segir Olla og hlær. „Ég fór á láni í einhver þrjú ár í röð. Ég þurfti náttúrulega bara að spila og Valur studdi við það að ég færi annað á láni."

Olla hafði árið áður skorað 18 mörk í tíu leikjum með 3. flokki Vals en hún lagði mikið á sig til að fá reynslu í meistaraflokki.

„Ég fór í ÍA þegar ég var í tíunda bekk. Það var mjög gaman. Ég var ekki með bílpróf á þeim tíma og tók alltaf strætó úr Reykjavík í Mosó. Ég beið alltaf eftir þar eftir Andreu Magg og Klöru Ívars, sem er systir Telmu Ívars. Ég var alltaf þar að bíða einhvers staðar eftir þeim. Samanlagt var æfingin að taka svona fimm tíma af deginum mínum. Það var bara af því mig langaði að spila á hærra stigi í meistaraflokki. Ég vildi þetta bara það mikið," segir Olla.

„Mér fannst alltaf gaman að fara upp á Skaga. Ég veit ekki hvað ég hefði átt að vera gera annað. Það var ekki það mikið að læra í skólanum en ég lærði stundum í strætó á leiðinni. Það kom aldrei upp eitthvað augnablik þar sem ég hugsaði: 'Hvað er ég að gera?' Fótboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér. Maður gengur alveg í gegnum tíma þar sem er leiðinlegt í fótbolta en það er alltaf gleðin og félagsskapurinn sem vegur á móti síðan. Það er ástæðan fyrir því að maður er í þessu."

Áskorunin heillaði mig
Eftir tímann á Akranesi, þá lá leiðin í Laugardalinn. Olla fór á láni í Þrótt og sprakk út í Bestu deildinni.

„Mig langaði í áskorun og pressuna við að detta út úr liðinu ef ég væri ekki að standa mig"

„Valur hjálpaði mér svo að finna félag til að fara á láni. Mér leist bara best á Nik (Chamberlain, þjálfara Þróttar) og það sem hann hafði að segja. Þegar hann kom og talaði við mig þá heillaði það mig mest þegar hann sagði við mig að hann myndi ekki lofa mér neinum spilatíma. Hann sagði við mig að ég myndi standa mig vel, þá myndi hann verðlauna það," segir Olla.

„Flest hin liðin sögðu við mig að ég yrði aðalkonan og myndi alltaf vera í liðinu. Mig langaði í áskorun og pressuna við að detta út úr liðinu ef ég væri ekki að standa mig. Ég fann alveg fyrir því þegar ég fór í Þrótt. Ég byrjaði að standa mig vel en ef ég átti lélegan leik, þá var ég bara á bekknum. Áskorunin heillaði mig. Nik er líka mjög sannfærandi."

Olla varð afar vinsæll leikmaður í Þrótti en hún skipti svo alfarið yfir í Laugardalinn eftir tímabilið 2021.

„Ég held að það sem standi upp úr frá Þrótti sé bara samfélagið þarna. Köttararnir, stelpurnar að sjálfsögðu og þjálfararnir voru það góðir að ég elti þau náttúrulega í Breiðablik. Vinirnir sem ég eignaðist þarna, það er númer eitt í mínum huga. Það eru sjálfboðaliðarnir sem halda ótrúlega vel utan um þetta félag. Þróttur er ungt félag í því að vera gott félag og að vera með gott lið, ef svo má segja."

Hefur haft marga góða þjálfara
Í Þrótti bætti Olla sig mikið sem leikmaður en hún segir að Nik Chamberlain, sem þjálfaði hana þar og líka núna í Breiðabliki, hafi kennt sér mikið.

„Fær þig til að trúa á hluti sem þú hafðir ekki einu sinni látið þér detta í hug"

„Ég bætti mig í Þrótti, algjörlega. Ég er þarna á mikilvægum tímapunkti þar sem ég þarf að vera að spila. Ég er líka með þjálfara sem er að kenna mér. Ekki bara 'við ætlum að vinna leikinn'. Ég og Nik höfum alveg átt okkar erfiðu tíma og við höfum verið ósammála um ýmsa hluti, en við vinnum bara úr því og vinnum bara mjög vel saman," segir Olla en er Nik besti þjálfari sem hún hefur haft?

„Ég hef haft marga góða þjálfara. Ég get ekki sagt að einhver sé besti þjálfarinn. Þjálfarar eru með svo marga mismunandi kosti og galla. Nik er ógeðslega góður taktískt og er ótrúlega góður í því að kenna manni fótbolta. Svo ertu til dæmis með Möggu Magg, sem er að þjálfa U19 landsliðið. Hún var að þjálfa mig upp alla yngri flokkana í Val og það sem hún er með er að hún fær þig til að trúa á hluti sem þú hafðir ekki einu sinni látið þér detta í hug. Eins og að koma U19 landsliðið á EM í fyrra. Það er ógeðslega hæpið að gera þetta en henni tókst að koma trú inn í hópinn. Ég held að hún hafi átt stóran þátt í hugarfarinu sem ég er með."

Að fara í Harvard
Í febrúar 2023 var Olla valin í A-landsliðið í fyrsta en á þeim tíma tilkynnti hún einnig að hún væri á leið í Harvard í Bandaríkjunum. Harvard er einn af fimm bestu háskólum í heiminum en Olla lærir þar sálfræði og spilar fótbolta með skólaliðinu.

„Þetta er orðin einhver Íslendinganýlenda"

„Planið var ekki að fara til Bandaríkjanna og ég var smá á móti því. Mig langaði bara að fara út í atvinnumennsku og það var alltaf planið. Svo kemur Harvard inn og ég fer að skoða það. Mér finnst þetta svo bara það gott tækifæri að ég get ekki sagt 'nei' við því. Ef Harvard kallar er mjög erfitt að segja nei. Þú þarft að hafa mjög góða ástæða til að neita þessu. "

„Ég held að það hafi hjálpað rosalega mikið fyrir mig að vita að hér voru góðar fótboltakonur og ég væri að koma inn í gott lið. Það þarf náttúrulega ekkert að selja skólann þannig séð. Hér eru góðir leikmenn eins og Josie (Josefine Hasbo), Munda (Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir), Hildur (Þóra Hákonardóttir og Írena (Héðinsdóttir Gonzalez). Ég er ekki að fara ótroðnar slóðir og er að feta í fótspor þeirra Íslendinga sem voru hérna. Þetta er orðin einhver Íslendinganýlenda og ég get nánast talað íslensku á æfingum. Nei, ekki alveg kannski. Þá verður fólk alveg pirrað," segir Olla og hlær.

Var búin að eiga tvö erfið ár heima
Hún segir að það hafi gengið vel að aðlagast skólanum og lífinu í Bandaríkjunum.

„Ég fór út með það hugarfar að hafa gaman og njóta þess að spila fótbolta"

„Ég held að ég hafi aðlagast lífinu hér fljótt. Ég var búin að eiga svona frekar erfið tvö ár heima. Ég var búin að vera mikið meidd. Sumarið í fyrra var erfitt andlega líka. Ég var byrjuð að verða smá leið á fótbolta ef ég á að segja eins og er. Það var að ganga illa og það voru alltaf meiðsli að koma upp. Ég fór út með það hugarfar að hafa gaman og njóta þess að spila fótbolta. Ég sé ekki eftir að hafa komið hingað. Ég hef líka bara fengið nýja sýn á lífið finnst mér," segir Olla.

„Við komum öll frá mismunandi stöðum og það er svona það mesta sem maður þarf að aðlagast. Það er ekki endilega bandaríski kúltúrinn. Ég þarf að læra að vinna með öðru fólki sem kemur frá ólíkum bakgrunni en ég sjálf."

„Maður þarf að vera sjálfstæðari hérna, en ég sé líka hvað við heima erum sjálfstæð miðað við aðra og þá sérstaklega Bandaríkjamenn. Þau lifa í smá búbblu þangað til þau fara í háskóla. Ég var alveg sjálfstæð áður en ég kom hingað en ég er auðvitað enn meira að sjá um mig sjálfa hérna. Ég þurfti að feta mig á nýjum stað og eignast nýja vini, finna mig aftur. Þetta er gott tækifæri líka til að finna sig í einhverju öðru en bara fótbolta."

Hvernig er að vera nemandi í Harvard?
En hvernig er það að vera nemandi í einum besta háskóla sem heimurinn hefur upp á að bjóða?

„Það að ég sé hérna er sönnun um að þetta sé hægt"

„Það er gaman að vera nemandi í Harvard og við erum alltaf minnt á það hvað við erum heppin. Námið er frekar erfitt en þegar þú ert íþróttamaður í námi hérna þá líta allir á mann sem nemanda sem er ágætur í íþróttinni sinni. Þú færð ekki mikla hjálp aukalega sem íþróttamaður hérna. Þetta er fyrst og fremst akademískt. Það er skemmtilegt líka því þá nær maður að vera eitthvað annað. Þú færð enga sérmeðferð þó þú sért í íþróttum, og þú ert nemandi fyrst og fremst."

„Námið er krefjandi og þetta er eiginlega keppni bara í því hver er bestur í að halda sem flestum boltum á lofti. Þetta er alveg hægt, ég get alveg sagt það. Það að ég sé hérna er sönnun um að þetta sé hægt. Ég var alltaf bara fínn námsmaður. Ég gerði allt sem ég þurfti að gera en ég hef aldrei hugsað um sjálfa mig sem góðan námsmann. Fótboltinn var alltaf í fyrsta sæti en það sem ég gerði skilaði mér samt hingað. Ég man að mamma og pabbi hvöttu mig til að halda einkunnum góðum ef ég vildi halda þessum dyrum opnum. Það var áður en Harvard kom. Ég var enginn tossi sko," segir Olla létt.

Í skólanum er Olla að læra sálfræði.

„Ég er að læra sálfræði. Það er áhugavert, mjög áhugavert. Ég held að það sé aðeins öðruvísi en heima. Þetta er líkt á margan hátt en þú færð að velja það meira hvað þú hefur áhuga í tengslum við námsefnið. Þú velur sálfræðina og það er ekki búið að velja alla áfanga fyrir þig. Þú færð að velja og þarft bara að standast ákveðin skilyrði."

En fótboltinn?
Háskólaboltinn í Bandaríkjunum er áhugaverður og það er ekki amalegt að geta spilað fótbolta við flottar aðstæður ásamt því að sækja sér menntun úr einum besta háskóla heims. Olla hefur verið að spila frábærlega með Harvard og var undir lok síðasta árs valin nýliði ársins í 'Ivy League' deildinni sem Harvard er í.

„Það væri gaman að skoða það í FIFA eða eitthvað"

„Fótboltinn hérna snýst mikið um líkamlega þáttinn og þau leggja mikla áherslu á að þú sért með hraða og þannig. Mér finnst alltof lítið var lagt upp úr taktík en það er kannski vegna þess að ég er vön mikilli taktík hjá Nik. Ákefðin er há í leikjunum hérna. Reglurnar eru öðruvísi og þú mátt fara út af og koma aftur inn á. Ákefðin er því há í flestöllum leikjum. Stelpurnar eru sterkar og það væri gaman að sjá hvernig bandarísku liðin í 'Ivy League' myndu standa sig í Bestu deildinni. Þau myndu spila allt öðruvísi fótbolta en þetta yrði held ég frekar jafn leikur," segir Olla.

„Ég veit ekki alveg hvernig Breiðablik - Harvard myndi fara, ég get eiginlega ekki svarað því. Helmingurinn af Harvard er í Breiðabliki. Það yrði jafn leikur en þetta færi örugglega eftir því í hvaða liði við stelpurnar værum í, það myndi hafa áhrif. Ég held að ég gæti ekki veðjað á úrslitin í þeim leik, það væri gaman að skoða það í FIFA eða eitthvað."

Er mjög spennt að koma heim í sumar
Sóknarmaðurinn öflugi segist hafa lært mikið á því að fara út til Bandaríkjanna og að kynnast nýjum heimi ef svo má að orði komast.

„Ég er að taka erfiðari áfanga til að koma fyrr heim úr skólanum"

„Ég hef lært mikið á því að koma hingað út, algjörlega. Kannski helst að vera þolinmóð. Það má líka alls ekki segja allt hérna. Ég verð að viðurkenna að bandarískt fólk er frekar viðkvæmt og það er öðruvísi kúltúr á æfingum til dæmis. Ég verð stundum að passa mig á því sem ég segi," segir Olla. „Það sem ég hef lært mest fótboltalega séð er hvernig þú vinnur með fólki sem kemur frá mismunandi bakgrunni. Fólk hérna er líka með mismunandi hugmyndir um hvað þær ætla að gera eftir skólann. Stór partur af liðinu langar að fara í atvinnumennsku en svo ertu með aðra sem er bara búnir að meika það með því að komast hingað í háskólaboltann, og í þennan skóla. Við erum samt allar að leggja mjög mikið á okkur hérna."

Hún kemur til Íslands á næstu vikum og mun spila með Breiðabliki í sumar.

„Ég er mjög spennt að koma heim til Íslands. Ég er að taka erfiðari áfanga til að koma fyrr heim úr skólanum. Það er bara þannig. Ef það er ekki metnaður, þá veit ég ekki hvað. Ég er mjög spennt að prófa eitthvað aðeins nýtt og öðruvísi. Þó ég sé með sömu þjálfara og sömu áherslur þannig, þá er ég ekki að fara í sama umhverfi. Ég er spennt að spila með nýju liði. Maður er að koma heim í einhverja þrjá mánuði en ég vil spila sem mest og hjálpa því liði sem ég er í sem allra mest."

Af hverju Breiðablik?
Olla valdi að fara í Breiðablik í vetur en hún var einnig mikið orðuð við Val. Þá vildi Þróttur halda henni. Hún segir að stór ástæða fyrir ákvörðun sinni sé sú að Nik Chamberlain og Edda Garðarsdóttir, þjálfarar hennar úr Þrótti, séu komnir yfir í Blika.

„Þróttur var alltaf á borðinu en mig langaði í eitthvað nýtt"

„Ég vissi hverju ég mátti búast við af þjálfarateyminu þegar ég valdi að fara í Breiðablik. Það er auðvitað smá áhætta með liðið því ég hef aldrei spilað með þeim, en ég spila með Blikastelpum hérna og þær voru alveg partur af því að sannfæra mig um að koma yfir í Kópavoginn. Þetta snerist mest um það að ég veit hvað ég fæ frá þjálfurunum í þann tíma sem ég er á Íslandi."

„Ég hugsaði mig vel og lengi um. Þróttur var alltaf á borðinu en mig langaði í eitthvað nýtt. Ég er búin að vera í Þrótti í fjögur ár. Þannig að ég valdi þetta. Ég hugsaði alveg um Val líka. Mig langaði alltaf að spila fyrir Val þegar ég var yngri, en ég vissi ekki alveg hvað ég myndi fá frá þjálfarateyminu. Á sama tíma er ég með Nik og Eddu sem ég þekki ótrúlega vel. Ég er í góðu sambandi við þau og Nik er duglegur að uppfæra mann hvernig gengur heima. Hann er duglegur að senda mér myndbönd og svona. Mig langaði að halda áfram að vinna með þeim. Við erum ekki búin að afreka það sem við getum afrekað."

Hún mun ekki klára tímabilið með Blikum þar sem hún fer aftur út í skóla áður en tímabil hér heima klárast.

„Það er alltaf ógeðslega leiðinlegt að fara áður en mótið er búið. Ég er búin að gera það einu sinni og það var erfitt. En þú veist hversu mikið þú getur spilað og þá verðuðu bara að standa sig í leikjunum sem þú færð með liðinu," segir Olla.

Reyni að fá annað fólk til að hlæja á hverjum einasta degi
Eins og segir hér að ofan, þá er Olla einn skemmtilegasti karakterinn í íslenska fótboltanum. Hún er fyndinn karakter og leggur mikið upp úr jákvæðu viðhorfi. Það gerir hana að býsna skemmtilegum liðsfélaga.

„Ég get ekki verið að segja eitthvað mikið gáfulegt þannig að ég fæ þau bara til að hlæja"

Hvað er það sem hefur mótað þinn persónuleika mest?

„Örugglega bara fólkið sem ég er í kringum, hvort sem það eru foreldrar, systkini eða vinir. Ég vel mér vini sem eru skemmtilegir og jákvæðir. Það er fólkið sem mótar mann mest en svo er það bara líka ég sjálf. Ég lít mikið inn á við og reyni alltaf að verða betri. Ég er alltaf að reyna að finna mismunandi leiðir til að hafa gaman. Það er mikilvægast. Ef það er ekki gaman, hvað ertu þá að gera?" segir Olla.

„Jákvæðni er það mikilvægasta. Auðvitað lendirðu í einhverju sem er neikvætt og leiðinlegt, það gerist við alla. Maður getur ekki alltaf verið jákvæður en ég reyni að vera það mestmegnis. Ég reyni að fá annað fólk til að hlæja á hverjum einasta degi. Ég veit ekki hvað ég fæ út úr því en ég reyni það alltaf. Ég mæti í tíma hérna - svona umræðutíma - og ég reyni að fá fólk til að hlæja. Ég get ekki verið að segja eitthvað mikið gáfulegt þannig að ég fæ þau bara til að hlæja," segir Olla, þessi virkilega skemmtlegi karakter og mikli markaskorari, að lokum.
Athugasemdir
banner
banner