Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Selfoss
2
2
FHL
0-1 Björg Gunnlaugsdóttir '5
Unnur Dóra Bergsdóttir '6 1-1
1-2 Deja Jaylyn Sandoval '16
Auður Helga Halldórsdóttir '49 2-2
05.05.2024  -  15:30
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild kvenna
Aðstæður: Völlurinn er fallegur en það er vindur og sólin í felum eins og er
Dómari: Hallgrímur Viðar Arnarson
Maður leiksins: Brynja Líf Jónsdóttir
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
Sonia Melisa Rada ('19)
6. Brynja Líf Jónsdóttir
8. Katrín Ágústsdóttir
11. Jóhanna Elín Halldórsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f)
18. Magdalena Anna Reimus ('65)
19. Eva Lind Elíasdóttir ('76)
21. Þóra Jónsdóttir ('45)
24. Hana Rosenblatt
25. Auður Helga Halldórsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
4. Ásdís Þóra Böðvarsdóttir ('19)
9. Embla Dís Gunnarsdóttir ('45)
16. Elsa Katrín Stefánsdóttir ('65)
20. Hekla Rán Kristófersdóttir
22. Guðrún Þóra Geirsdóttir ('76)
29. Embla Katrín Oddsteinsdóttir

Liðsstjórn:
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Óttar Guðlaugsson
Gunnar Geir Gunnlaugsson
Sigríður Elma Svanbjargardóttir
Sóldís Malla Steinarsdóttir

Gul spjöld:
Embla Dís Gunnarsdóttir ('51)
Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('90)

Rauð spjöld:
90. mín Gult spjald: Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Selfoss)
+4 frekar ódýrt hjá Hallgrími.
Leik lokið!
+5 Líklega sanngjörn úrslit
90. mín
Þung pressa FHL endar með skoti frrá Katrínu Eddu en Eva ver örugglega.
90. mín
Hætta Eva missir sendingu frá sér og má minnstu muna að FHL refsi fyrir það.
88. mín
Enn er Samantha að hrella Selfyssinga Skeiðar framhjá hverjum varnarmanninum á fætur öðrum en sneiðir boltann hárfínt framhjá.
86. mín
Meiðsli hjá FHL Sé ekki hver þetta er alveg hinum megin á vellinum.
85. mín
FHL í færi Emma í góðu færi. Það er að lifna yfir þessu.
84. mín
DAUÐAFÆRI Guðrún Þóra með skot í hliðarnetið eftit sendingu frá Katrínu.
80. mín
Samantha aðgangshörð Samantha kemst ein upp að endamörkum og á misheppnaða sendingu út í teig og svo fær hún sendingu á fjærstöng en tekst ekki að ná valdi á boltanum.
78. mín
Inn:Christa Björg Andrésdóttir (FHL) Út:Björg Gunnlaugsdóttir (FHL)
76. mín
Inn:Guðrún Þóra Geirsdóttir (Selfoss) Út:Eva Lind Elíasdóttir (Selfoss)
73. mín
Færi á báða bóga en liðunum er fyrirmunað að skora.
73. mín
Inn:Hafdís Ágústsdóttir (FHL) Út:Kristín Magdalena Barboza (FHL)
70. mín
Inn:Íris Vala Ragnarsdóttir (FHL) Út:Laia Arias Lopez (FHL)
Laia meidd Festi takkana í gervigrasinu og sneri upp á hné.
68. mín
Laia liggur eftir og virðist sárþjáð
65. mín
Inn:Elsa Katrín Stefánsdóttir (Selfoss) Út:Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
64. mín
Emma í góður færi Emma við það að sleppa í gegn en Eva kemur grimm á móti og skot Emmu fer framhjá
63. mín
Selfoss í góðu færi Löng aukaspyrna sem dettur fyrir Emblu sem setur boltann yfir markið frá markteig
59. mín
Magdalena liggur og þarf aðhlynningu
58. mín
Kristín í dauðafæri! Góð fyrirgjöf endar hjá Kristínu sem fær að taka boltann niður og velja sér stað til að skjóta en skotið er ekki gott og Eva ver
56. mín
Samantha með skot en Eva ver vel
55. mín
Horn frá Samönthu sem dettur á þverslána og í markspyrnu
52. mín
Selena hefur smá pláss fyrir utan teig Selfoss en skotið hennar er framhjá
51. mín Gult spjald: Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss)
Stendur fyrir aukaspyrnu
49. mín MARK!
Auður Helga Halldórsdóttir (Selfoss)
Selfoss að jafna í annað skipti í leiknum Hættuleg sending hægra megin inn á miðjan völlinn þar sem Auður er vel vakandi og stelur boltanum og er ein á móti Keelan og klárar vel framhjá henni
47. mín
FHL hreinsar
46. mín
Selfoss í ágætu færi en FHL skallar í horn
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Inn:Embla Dís Gunnarsdóttir (Selfoss) Út:Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Breyting í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
FHL búnar að vera sterkari í fyrri hálfleiik og fara með verðskuldaða 2-1 forystu í hálfleikinn
41. mín
Unnur í upplögðu tækifæri Gott spil hjá Selfossi þar sem boltinn endar hjá Jóhönnu sem er alein á hægri kantinum og finnur Unni inni í teignum en skot hann er langt framhjá
39. mín
Jóhanna á skot fyrir utan teig FHL en það er framhjá
36. mín
Selfyssingar vilja víti Fyrirgjöf frá hægri kantinum sem Keelan er í erfiðleikum með og missir boltann í smá stund og Katrín ræðst á hann og lendir í smá samstuði og Selfoss konur biðja um víti en Hallgrímur er alveg viss með sína ákvörðun
34. mín
Lítið að gerast þessa stundina
25. mín
Selena hefur pláss fyrir utan teig Selfoss og lætur vaða en skot hennar er yfir markið
22. mín
FHL í góðu færi Selfoss á horn sem er framkvæmt illa og FHL komast í skyndisókn þar sem boltinn endar hjá Björgu sem er alein og hefur fullt af tíma ein á móti Evu en skotið hennar er framhjá
19. mín
Inn:Ásdís Þóra Böðvarsdóttir (Selfoss) Út:Sonia Melisa Rada (Selfoss)
Sonia eitthvað meidd og fær skiptingu
16. mín MARK!
Deja Jaylyn Sandoval (FHL)
Stoðsending: Viktoría Einarsdóttir
FHL að komast yfir aftur! Boltinn út á hægri kannt til Viktoríu sem á góða sendingu með fram jörðinni á Deja sem klárar framhjá Evu
15. mín
FHL fær horn
10. mín
Engar sérstakar fjölmiðla aðstöður hérna þar sem leikurinn er spilaður á gervigrasi Selfoss
6. mín MARK!
Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Jóhanna Elín Halldórsdóttir
Selfoss jafnar strax Magdalena á góða sendingu út í horn á Jóhönnu sem finnur Unni í fyrsta sem lúðrar boltanum í þaknetið og Keelan á lítinn séns
5. mín MARK!
Björg Gunnlaugsdóttir (FHL)
FHL kemst yfir FHL vinna boltann framarlega á vallarhelming Selfoss og koma boltanum út á vinstri kantinn þar sem nákvæm fyrirgjöf endar hjá Björgu sem kemur boltanum yfir línuna
1. mín
Aukaspyrna FHL tekin langt utan af velli sem fer í gegnum allan pakkann
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Selfoss byrja með boltann og sækja í suður
Fyrir leik
Þetta er að hefjast Liðin eru að ganga inná völlinn
Fyrir leik
Völlurinn Þó að grasið á Selfossi líti vel út er það ekki alveg orðið 100% leikfært og þess vegna verður spilað á topp gervigrasi sem liggur hjá glæsilegu Lindex höllinni á Selfossi

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Spáin, verður Selfoss í brasi? Ná FHL að gefa allt í og komast upp í deild þeirra bestu? Búið er að birta spá fyrir Lengjudeild kvenna, að mestu leyti. Spáin virkar þannig að allir þjálfarar gefa liðum stig 1-9, ekki hægt að gefa sínu eigin liði stig, en í gær var spáð fyrir 3. sæti og þar voru Fram konur með 122 stig. Selfoss var spáð 7. sæti eftir erfitt tímabil í fyrra og eru þar með 76 stig. FHL er hinsvegar spáð 5. sæti með 99 stig og ef allt gengur upp og smá heppni er með þeim þá eru þær í bullandi séns að koma sér upp í Bestu deildina.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Fyrsti leikur Lengjudeildar kvenna! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Jáverk-velli þar sem Selfoss tekur á móti FHL í fyrsta leik Lengjudeildar kvenna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Keelan Terrell (m)
4. Rósey Björgvinsdóttir (f)
6. Selena Del Carmen Salas Alonso
7. Kristín Magdalena Barboza ('73)
8. Deja Jaylyn Sandoval
9. Emma Hawkins
11. Samantha Rose Smith
14. Katrín Edda Jónsdóttir
15. Björg Gunnlaugsdóttir ('78)
17. Viktoría Einarsdóttir
19. Laia Arias Lopez ('70)

Varamenn:
12. Embla Fönn Jónsdóttir (m)
2. Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
3. Íris Vala Ragnarsdóttir ('70)
10. Bjarndís Diljá Birgisdóttir
16. Hafdís Ágústsdóttir ('73)
18. Ásdís Hvönn Jónsdóttir
22. Christa Björg Andrésdóttir ('78)

Liðsstjórn:
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)
Halldóra Birta Sigfúsdóttir
Alexa Ariel Bolton

Gul spjöld:

Rauð spjöld: