

Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 745
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson (KR)
('46)
('61)
('95)
('82)
('95)
('46)
('82)
('61)
KA menn spila næst við Val á Origovellinum, en KR fá HK í heimsókn. Takk fyrir mig!
Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
MARK!Stoðsending: Hans Viktor Guðmundsson
Rautt spjald: Guy Smit (KR)
Gult spjald: Guy Smit (KR)
Glórulaust!
Þetta virkaði klaufalegt!
Sveinn Margeir á svo skot framhjá marki KR.
Sýnist KA menn ætla að herja á hinn unga Rúrik sem að er á spjaldi.
Tók Hallgrím ekki langan tíma að minna á sig!
Eftir það hefur verið mikið jafnræði verið með liðunum og verulega vantað upp á gæði á síðasta þriðjungi vallarins. Atli Sigurjónsson verið sprækastur á vellinum hingað til.
Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
KR fær horn, þar sem að Hrannar skallaði boltann aftur fyrir.
Gult spjald: Harley Willard (KA)
Misnotað víti!Ef þetta vekur ekki KA menn til lífsins, þá veit ég ekki hvað þarf til.
Atli fær boltann úti hægra megin, fer inn í teig og klippir aftur inn á vinstri. Ívar er alltof seinn og bara sparkar undan honum lappirnar.
MARK!Stoðsending: Ægir Jarl Jónasson
Þorparinn fékk svo bara að klippa inn á vinstri fótinn sinn og smella boltanum þægilega í fjærhornið. Steinþór átti ekki séns í markinu. 0-1!
Hér má sjá hvað Hallgrímur sagði varðandi Viðar Örn og fleira fyrir leik:
Allt klárt á Greifavellinum fyrir stórleik KA og KR kl. 16:00. Hamborgararnir komnir á grillið og eina sem vantar er þig í stúkuna, áfram KA! #LifiFyrirKA pic.twitter.com/J9NGosprZz
— KA (@KAakureyri) May 5, 2024
KA vs KR. Greifavöllurinn 16:00.
— Magnus Thorir (@MagnusThorir) May 5, 2024
Enginn Viðar Örn í leikmannahópi KA-manna en samkvæmt kladdanum hjá Hadda þá vantar aðeins upp á mætingu á æfingar.
Hver er markahæstur í viðureignum þessara liða í Efstu deild?
Óvæntur Elfari Árni með 5 mörk. pic.twitter.com/ODmrFf88rf
Gestirnir í KR töpuðu gegn Breiðabliki á grasinu í vesturbænum fyrir viku síðan 2 - 3. Frá þeim leik gerir Gregg Ryder þjálfari KR engar breytingar á byrjunarliðinu en Kristján Flóki Finnbogason er í leikmannahópnum að nýju fyrir Stefán Árna Geirsson sem kom inná og skoraði í síðasta leik en er farin utan til náms að nýju.
Það þarf ekki að koma neitt sérstaklega á óvart að markahrókurinn hefur tröllatrú á norðanmönnum og spáir KA 3-2 sigri í dag.
,,Atli Sigurjóns elskar að spila á móti KA og kemur sínum mönnum í forystu. KA menn eru hins vegar staðráðnir að landa fyrsta sigrinum í Bestu í sumar og klára þennan leik með 3-2 sigri. Sveinn Margeir hendir í alvöru sigurmark fyrir KA menn.''

Markahæsti leikmaður Bestu-deildar kvenna hefur tröllatrú á KA í dag.
KA-KR á Greifavellinum í dag kl. 16:00 ????? hvetjum alla KR-inga fyrir norðan að skella sér á leikinn og hvetja okkar menn ???????? pic.twitter.com/apDKEtl8nW
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) May 5, 2024
Stórleikur á Greifavellinum á morgun, sunnudag, þegar KA og KR mætast í 5. umferð Bestudeildarinnar.
— KA (@KAakureyri) May 4, 2024
Miðasalan í fullum gangi í Stubb og hamborgarasalan á sínum stað. Hlökkum til að sjá ykkur, áfram KA! #LifiFyrirKA pic.twitter.com/xSdTjAe0Tk

KR liðið virðast ekki eiga í miklum vandræðum með að finna netmöskvana, ef frá er talinn leikurinn gegn Fram - þar sem að Rúnar Kristinsson skellti í lás gegn sínu gamla liði.
Varnarleikur liðsins er aftur á móti alltof brothættur og markatala liðsins í deildinni (9:8) segir sína sögu þar. Þá hefur Guy Smit, markvörður liðsins, legið undir talsverðri gagnrýni. Hollendingurinn hefur virkað verulega óöruggur í sínum aðgerðum og ég veit ekki hvað hann var að spá þegar að hann hreinlega gaf Blikum þriðja mark þeirra í síðasta deildarleik liðsins.
Verkefni Gregg Ryder í dag og næstu vikurnar er að stilla strengi markmanns og varnar og þá ættu góðir hlutir að geta átt sér stað í Vesturbænum.

Guy Smit hefur ekki byrjað tímabilið vel.
Það verður seint talið ófyrirgefanlegt að tapa í Fossvoginum gegn frábæru Víkingsliði, en töpuð stig á heimavelli gegn HK og Vestra eru allt önnur saga. Ef að illa fer í dag að þá er bakið komið upp við vegg og hver úrslitaleikurinn á fætur öðrum framundan. KA menn þurfa að fara sækja stig í hinn margnotaða poka.

Fagna KA menn í dag?
('69)
('75)
('63)
('75)
('63)
('69)


