Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   sun 05. maí 2024 15:57
Elvar Geir Magnússon
Haddi segir Viðar ekki hafa komist í hóp
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er að hefjast leikur KA og KR í Bestu deildinni en athygli vekur að sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er ekki í leikmannahópi KA.

„Enginn Viðar Örn í leikmannahópi KA-manna en samkvæmt kladdanum hjá Hadda þá vantar aðeins upp á mætingu á æfingar," skrifar Magnús Þórir Matthíasson á X en hann lýsir leiknum á Stöð 2 Sport.

Í viðtali fyrir leik gaf Hallgrímur Jónasson þjálfari KA þá skýringu að hafa einfaldlega ekki valið Viðar í hópinn í dag en hann eigi möguleika á að komast aftur í hópinn fyrir næsta leik.

„Hann er bara ekki í hóp, hann er bara ekki valinn í hóp. Hann þarf að vinna í sínum málum varðandi form og fleira," sagði Hallgrímur við Stöð 2 Sport.

KA er aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir en félagið gerði miklar væntingar til Viðars þegar hann var fenginn fyrir tímabilið.

Viðar hefur komið af bekknum í öllum deildarleikjum KA til þessa og spilaði einn byrjunarliðsleik í bikarnum. Hann hefur ekki náð að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 KR

Æðislegt að hann sé búinn að ná sér
Hallgrímur Mar Steingrímsson er hinsvegar kominn í hópinn en hann missti af fyrstu umferðunum vegna veikinda. Hann fékk inflúensu og svæsna lungnabólgu þar að auki.

„Æðislegt að Grímsi sé búinn að ná sér. Hann hefur æft með okkur síðustu vikur að fullu og það eru frábærar fréttir að hann sé kominn til baka. Hann er frábær leikmaður og mun gera helling fyrir okkur," segir Hallgrímur um nafna sinn.

Hallgrímur er 33 ára framsækinn miðjumaður, uppalinn hjá Völsungi en hefur verið hjá KA síðan 2009 ef frá er tímabilið 2015 með Víkingi. Hallgrímur er leikjahæsti, markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu KA.


Athugasemdir
banner
banner