Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
FH
1
0
Þróttur R.
Lea Björt Kristjánsdóttir '66
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '89
Breukelen Lachelle Woodard '96 1-0
08.05.2024  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sól og smá goli
Dómari: Tomasz Piotr Zietal
Áhorfendur: 286
Maður leiksins: Arna Eiríksdóttir
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('46)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Breukelen Lachelle Woodard
14. Snædís María Jörundsdóttir ('74)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('74)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('55)
37. Jónína Linnet ('46)

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('46)
4. Halla Helgadóttir
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('74)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('46)
32. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('74)
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('55)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian
Brynjar Sigþórsson

Gul spjöld:
Jónína Linnet ('15)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('31)
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('62)

Rauð spjöld:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('89)
Leik lokið!
Þvílikur endir á frekar þreytandi leik. Ekki mikið spennandi sem gerðist í þessum leik, en hann endaði á skemmtilegum nótum fyrir heimamenn. FH stela hér 3 stigum á heimavelli.

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag, takk fyrir mig!
96. mín MARK!
Breukelen Lachelle Woodard (FH)
WOW! WOW! WOW! Breukelen að koma FH yfir a loka sekúndum leiksins.

Það var erfitt að sjá aðdraganda fyrir markið, en það er einhverjar sendingar milli FHinga inn í teignum og boltinn nær á Breukelen sem setur þennan framhjá Mollee.
96. mín
Hornspyrnua fyrir FH. Lokaséns í dag.
94. mín
Þróttur vinnur aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Ætlar þær að nýta sér þetta færi?

Spyrnan fer beint í vegginn.
91. mín
Það verða 6 mínútur bættir við til uppbótar. Liðin spila 10 gegn 10, verður spennandi að sjá hvort eitt af þeim getur stolið 3 stiginum.
89. mín Rautt spjald: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (FH)
Sparkaði boltann í burtu eftir að dómarinn flautaði. Fær sitt annað gula spjald.
86. mín
Það er lítið búið að gerast í þessum leik eftir rauða spjaldið. FH er búið að vera töluvert betri, enda einum fleiri, en þær hafa ekki átt nein athyglisverð færi.
84. mín
Inn:Hildur Laila Hákonardóttir (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
79. mín
FH vinnur hornspyrnu
74. mín
Inn:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
74. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
70. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
70. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
68. mín Gult spjald: Mollee Swift (Þróttur R.)
67. mín
FH á aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Spyrnan er tekinn stutt og svo er strax tekið skot sem er varið og endar framhjá markinu.
66. mín Rautt spjald: Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
Togaði niður Breukelen þar sem hún var komin ein í gegn rétt fyrir utan vítateginn. Engin spurning um þetta!
64. mín
Þróttur vinnur hornspyrnu.
62. mín Gult spjald: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
60. mín
Magrét Brynja með skot fyrir utan teig sem Mollee grípur vel. FH var í flottri sókn, óþarfi hjá Margréti að skjóta þarna.
55. mín
Flott sókn hjá FH sem endar á skoti frá Breukelen sem Mollee grípur með létti.
55. mín
Inn:Thelma Karen Pálmadóttir (FH) Út:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH)
51. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
50. mín
Þróttur nálægt því að komast yfir! Kristrún með skalla sem endar rétt framhjá markinu eftir flotta fyrirgjöf Caroline
49. mín
Þróttur vinnur hornspyrnu.

Þessi endaði bara framhjá í loftinu
47. mín
Breukelen með fyrirgjöf inn í teiginn sem Jelena kemur fyrir að kemur boltanum framhjá markinu. FH vinna hornspyrnu.
46. mín
Sá seinni hafinn! FH sparkar seinni hálfleik í gang!
46. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH) Út:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
46. mín
Inn:Birna Kristín Björnsdóttir (FH) Út:Jónína Linnet (FH)
45. mín
Hálfleikur
Það er 0-0 í hálfleik. Skrítið að Þróttur hafa ekki náð að skora í þessum fyrri hálfleik miða við þau færi sem þau hafa skapað. Ég býst við spennandi seinni hálfleik framundan.
45. mín
+2

FH vinnur sér inn hornspyrnu.

Spyrnan allt of löng og FH ná ekki að skapa sér neitt úr þessu.
45. mín
+1

Það eru 2 mínútur til uppbótar í fyrri hálfleik
45. mín
Óhuggulegt! Þróttur með góða sókn þar sem Freyja Karín tekur skotið á markið, en Aldís sem fer ágætlega frá markinu nær að verja boltann, en tekur Freyju með sér niður þegar hún ver boltann. Annar leikmaður Þrótts skýtur svo annað skot sem fer í Aldísi og svo beint í smettið á Freyju. Freyja er að fara hér útaf fyrir aðhlyðninngu eftir þetta atvik.
40. mín
Andrea Rán tekur aukaspyrnu á hættulegum stað á hægra kanti. Mollee nær að kýla boltann í burtu. Ekki lengi eftir aukaspyrnunna á Andrea Rán svo skot frá stuttu færi sem Mollee ver frábærlega. FH með hættulega sókn þarna!
38. mín
Elísa Lana fær boltann stutt frá hornspyrnu sem er alveg opin í teignum. Elísa tekur skotið sem fer langt yfir markið. Blaðamenn Vísi og Mbl geta ekki ákveðið sig hvort þau eiga að skrá þetta sem skot eða fyrirgjöf hjá henni.
37. mín
FH vinnur sér inn hornspyrnu. Væri skemmtileg óvænti ef FH ná að skora úr þessu miða við hvernig leikurinn hefur farið.
35. mín
Hildigunnur með skot frá löngu færi sem endar yfir markið. Held að þetta hafi verið fyrsta skot FH í leiknum.
32. mín
Alvöru færi! Þróttur vinnur sér inn hornspyrnu.

Mikið barsl inn í teignum, en Ísabella á skot sem virðist vera á leiðinni inn í markið þegar varnamaður FH nær að koma fótinum sínum fyrir boltanum nærri markslínunni.
31. mín Gult spjald: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (FH)
30. mín
Þróttur hafa verið miklu betri aðilinn í þessum leik. Þær hafa skapað sér mikið af hættulegum færum og er ágætis furða að þær hafa ekki skorað. FH eiga nokkur fín hlaup upp, en ná ekki að halda boltanum eitthvað mikið.
29. mín
FH með aukaspyrnu á hættulegu svæði og sendir Andrea Rán boltann inn í teiginn. Mollee Swift nær þá að kýla þessum bolt í burtu. Beint eftir þetta atvik átti Andrea skot frá stuttu færi sem Mollee ver frábærlega.
21. mín
Freyja Karín var komin ein gegn markverði eftir að Kristún Rut vinnur boltann af Erlu Sól á hættulegum stað. Aldís ver þó skotið frábærlega og nær svo varnamaður FHinga að koma boltnaum í burtu.
15. mín Gult spjald: Jónína Linnet (FH)
13. mín
Caroline er með flotta fyrirgjöf inn í teiginn þar sem María Evastendur. Hún nær góðum skalla beint fyrir framan markið. Aldís nær þó smá snertingu í boltann og kemur honum rétt framhjá markinu.
12. mín
Þróttur eiga aukaspyrnu á góðri stöðu. Sæunn tekur spyrnuna og sendir boltann í inn í teig sem Aldís grípur svo þæginlega í loftinu.
11. mín
Dómarateymið Ég gleymdi að nefna það að aðaldómari leiksins er Tomasz Piotr Zietal. Með honum til aðstoðar eru Sigurður Schram og Elvar Smári Arnarsson. Varadómari leiksins er Hallgrímur Viðar Arnarson. Eftirlitsmaður frá KSÍ er Bergur Þór Steingrímsson

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
7. mín
Freyja Karín fær boltann á sig rétt við markið og lætur vaða. Aldís nær rétt svo að ýta boltanum framhjá markinu.
4. mín
Snædís fær góðan sendingu frá Andreu, sen Snædís er dæmd rangstæð
3. mín
Breukelen togar Leah Maryann niður
1. mín
Leikur hafinn
Þróttur sparkar leikinn í gang!
Fyrir leik
Liðin labba út á völlinn. Leikurin fer að hefjast!
MÆTIÐ Á VÖLLIN!
Fyrir leik
Byrunarliðskýrslan mætt! Guðni gerir tvær breytingar í byrjunarliði FH eftir 0-3 tap gegn Breiðablik í seinustu umferð.

Snædís María og Selma Sól koma inn fyrir Margréti Brynju og Thelmu Karen.

Ólafur gerir þrjár breytingar í Þróttar liðinu eftir 2-1 tap gegn Þór/KA í seinustu umferð.

Álfhildur Rósa, Freyja Karín og Ísabella Anna koma allar inn í byrjunarliðið fyrir Leu Björtu, Sierra Marie og Kristrúnu Rut.
Fyrir leik
Andrea Marý á bata vegi. Eins og mikið var fjallað um hneig Andrea Marý í miðjum leik þegar FH tapaði 3-0 gegn Breiðablik á föstudaginn. Hér er hægt að lesa það nýjasta um hennar stöðu.

Fyrir leik
Léleg byrjun hjá Þrótt Þróttur er aðeins með 1 stig eftir þrjár umferðir og eru enn að leyta eftir sinn fyrsta sigur. Þróttur misstu þjálfara sinn, Nik Chamberlain, sem fór til Breiðablik. Ólafur Kristjánsson sem þjálfaði karlalið FH árið 2020, sem hefur ekki átt draumabyrjun í endurkomu sinni sem þjálfari í íslenska boltanum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Aðeins 1 sigur hjá FH FH átti flott tímabil í fyrra þrátt fyrir lélega spá fyrir tímabilið. Eftir 3 leiki hefur FH aðeins sigrað 1 leik á þessu tímabili, en töpuðu seinasta leik gegn Breiðablik 3-0.

Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
4. Umferð Bestu Deild Kvenna Gott kvöld kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin á þessa beinu textalýsingu frá Kaplakrika. FH er að mæta hér gegn Þrótt í æsi spennandi leik. Leikurinn hefst kl. 18:00.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('84)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('70)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('51)
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('70)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir ('84)
7. Brynja Rán Knudsen ('70)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('51)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('70)
27. Íris Una Þórðardóttir
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:
Mollee Swift ('68)

Rauð spjöld:
Lea Björt Kristjánsdóttir ('66)