

AVIS völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Smá skýjað en annars bara flott
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
('66)
('78)
('57)
('66)
('66)
('78)
('57)
('66)
('66)
('66)
MARK!Stoðsending: Pablo Punyed
Víkingar hafa verið að finna þessi svæði á bak við vörnina í allan dag.
Verður það þannig þegar leikurinn er búinn?
Aron nálægt því að bæta við 4 markinu pic.twitter.com/rBFKefTLUt
— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024

Danijel Dejan Djuric er núna næst markahæstur í Bestu deildinni með fimm mörk. Hann og Patrick Pedersen úr Val hafa báðir gert fimm. Viktor Jónsson úr ÍA er markahæstur með sex mörk.
Ari 1-3
— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024
Takk ?????????? pic.twitter.com/SoVscAbY9B
MARK!Stoðsending: Jón Guðni Fjóluson
Ari og Jón Guðni spila frábærlega sín á milli. Ari stingur sér inn fyrir og klárar svo auðveldlega. Býsna einfalt mark þannig séð.
Mark sem kemur algjörlega á versta tíma fyrir Vestra.
Danni kemur okkur í 1-2 ?????????? pic.twitter.com/dwafOGmk3O
— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024
MARK!Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Viktor Örlygur með sendingu fyrir á Valdimar Þór. Hann nær skotinu en Eskelinen ver það. Boltinn fellur beint fyrir DDD sem skorar auðveldlega.
Danijel búinn að gera bæði mörk Víkinga.
MARK!Stoðsending: Tarik Ibrahimagic
Tarik með alveg STÓRKOSTLEGAN bolta inn fyrir á Silas Songani sem er virkilega fljótur. Hann er mjög yfirvegaður í færinu, fer fram hjá Ingvar og klárar í autt markið.
Varnarleikur Víkinga út á þekju.

Da ra ra ra ra ra RA! DJURIC https://t.co/Cvht1f3UMu
— Hörður ? (@horduragustsson) May 20, 2024
Our boys in white ?????? pic.twitter.com/2MDXSE5TLv
— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024
MARK!Stoðsending: Aron Elís Þrándarson (f)
Flott sókn hjá Víkingum. Boltinn berst til hægri á Aron Elís og svo inn í teig á Danijel. Hann virðist vera að klúðra með of þungri snertingu og en nær svo að teygja sig í boltann og klára færið. Vel gert hjá þessum hæfileikaríka leikmanni en varnarleikur Vestra ekki upp á marga fiska.
Víkingar hafa byrjað þennan leik af miklum krafti og taka forystuna snemma. Vestramenn varla komið við boltann í byrjun leiks.

How do you say 'take my money' in Icelandic, then? https://t.co/NcxCSLVdAh
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) May 20, 2024
???? pic.twitter.com/d3CV4UFvOf
— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024
Ítalski stærðfræðingurinn Leonardo Fibonacci hélt því fram að talan 108 táknaði heild tilverunnar. Við erum sammála þeim útreikningum.https://t.co/t9ltroSnvx pic.twitter.com/zutgQLzYUt
— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024
Vestri tapaði síðasta deildarleik 3-0 gegn ÍA en frá þeim leika koma Gunnar Jónas Hauksson, Pétur Bjarnason, Tarik Ibrahimagic og Silas Songani inn í byrjunarliðið. Vladimir Tufegdzic, Andri Rúnar Bjarnason, Nacho Gil og Sergine Modou Fall fara allir á varamannabekkinn.
Hjá Víkingi koma Viktor Örlygur Andrason, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson og Valdimar Þór Ingimundarson inn í byrjunarliðið frá síðasta deildarleik, sigri gegn FH. Pablo Punyed, Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson fara á bekkinn en Nikolaj Hansen er í leikbanni. Viktor Örlygur er fyrirliði í fjarveru Nikolaj.


Elías Ingi Árnason dæmir leikinn en hann var nefndur í umræðunni um besta dómara deildarinnar til þessa í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.
mánudagur 20. maí
14:00 Vestri-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
16:15 KA-Fylkir (Greifavöllurinn)
17:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)

Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa rætt við Jason Daða Svanþórsson, leikmann Breiðabliks, samkvæmt heimildum útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
Í þættinum á laugaardag var rætt um þessi tíðindi en samningur Jasons, sem er einn besti leikmaður Bestu deildarinnar, við Blika rennur út eftir tímabilið.
Samkvæmt reglum KSÍ þá mega lið byrja að ræða við Jason en þurfa að láta Breiðablik vita. Víkingur ku hafa látið Kópavogsfélagið vita af viðræðunum við Jason.
Jason er 24 ára og er með tvö mörk og eina stoðsendingu í Bestu deildinni til þessa.
„Það verður bara að koma í ljós. Ég hef svo sem ekkert úr endalaust af varnarmönnum að velja. Við getum stillt upp ágætis liði í báðum kerfum," sagði Davíð Smári.
Í leiknum gegn KA í síðustu viku fóru varnarmennirnir Elmar Atli Garðarsson og Friðrik Þórir Hjaltason af velli vegn meiðsla. Fyrir voru miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson, Gustav Kjeldsen og Morten Ohlsen að glíma við meiðsli.

Vestri 1 - 3 Víkingur
Vestramenn komast yfir eftir að minn fyrrverandi liðsfélagi Jeppe Gertsen skorar. Víkingar setja þá allt í gang og ganga frá leiknum.

Besta deildin snýr aftur á morgun????
— Besta deildin (@bestadeildin) May 19, 2024
Eftir gott helgarfrí rúllar boltinn aftur af stað??
Heil umferð í Bestu deild KK á mánudag og þriðjudag???? #bestadeildin pic.twitter.com/NbR9i89QW8

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, snýr aftur úr leikbanni í dag. Var upp í stúku á Víkingsvelli þegar liðið hans vann 2-0 sigur gegn FH. Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingi í þeim leik og gerði það vel, en Arnar snýr aftur í dag.



Heimavöllur Vestra á Ísafirði er ekki enn tilbúinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, vonast til að völlurinn verði klár fyrir leikinn gegn Stjörnunni sem fram fer í byrjun júní.
„Ég ætla rétt að vona það. Það eru allir að leggja sitt að mörkum, hálfur Ísafjarðarbær er að leggja hitalagnir í völlinn. Það eru allir að reyna gera þetta saman," sagði Davíð.
„Við virkilega þurfum á því að halda að fá alla með okkur þegar við förum á okkar heimavöll á Ísafirði. Ef við fáum það þá hef ég ekki áhyggjur."
('45)
('65)
('69)
('65)
('65)
('69)
('65)
('65)
('45)
('65)












