Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 16. maí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hálfur Ísafjarðarbær er að leggja hitalagnir í völlinn"
'Það eru allir að reyna gera þetta saman'
'Það eru allir að reyna gera þetta saman'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við virkilega þurfum á því að halda að fá alla með okkur þegar við förum á okkar heimavöll á Ísafirði'
'Við virkilega þurfum á því að halda að fá alla með okkur þegar við förum á okkar heimavöll á Ísafirði'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri mætir Víkingi á mánudaginn í 7. umferð. Það er heimaleikur Vestra en leikurinn verður spilaður á AVIS vellinum í Laugardal. Það er annar „heimaleikur" Vestra sem verður spilaður þar. Fyrr í sumar vann Vestri þar gegn HK.

Heimavöllurinn, Kerecis völlurinn, á Ísafirði er ekki tilbúinn. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, vonast til að völlurinn verði klár fyrir leikinn gegn Stjörnunni sem fram fer í byrjun júní.

Lestu um leikinn: KA 3 -  1 Vestri

„Ég ætla rétt að vona það. Það eru allir að leggja sitt að mörkum, hálfur Ísafjarðarbær er að leggja hitalagnir í völlinn. Það eru allir að reyna gera þetta saman," sagði Davíð.

„Við virkilega þurfum á því að halda að fá alla með okkur þegar við förum á okkar heimavöll á Ísafirði. Ef við fáum það þá hef ég ekki áhyggjur."

Víkingar hafa verið í basli í tveimur leikjum í sumar. Fyrst harkaði liðið í gegnum Fram og svo tapaði liðið gegn HK. Bæði lið spiluðu með þriggja miðvarða kerfi. Er það eitthvað sem Davíð er að íhuga?

„Það verður bara að koma í ljós. Ég hef svo sem ekkert úr endalaust af varnarmönnum að velja. Við getum stillt upp ágætis liði í báðum kerfum," sagði Davíð.

Í leiknum í gær fóru varnarmennirnir Elmar Atli Garðarsson og Friðrik Þórir Hjaltason af velli vegn meiðsla. Fyrir voru miðverðirnir Eiður Aron Sigurbjörnsson, Gustav Kjeldsen og Morten Ohlsen að glíma við meiðsli.
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Athugasemdir
banner
banner
banner