Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
FH
1
2
KR
0-1 Aron Sigurðarson '36 , víti
0-2 Theodór Elmar Bjarnason '41
Úlfur Ágúst Björnsson '63 1-2
20.05.2024  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1437
Maður leiksins: Luke Rae, KR
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('84)
8. Finnur Orri Margeirsson ('46)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('83)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson ('89)

Varamenn:
24. Heiðar Máni Hermannsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('83)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('84)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('89)
25. Dusan Brkovic
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('46)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Sindri Kristinn Ólafsson ('34)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR-ingar ná á einhvern ótrúlegan hátt að halda þetta út!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
90. mín
+4 í uppbót
89. mín
FH-ingar liggja að marki KR. Það liggur mark í loftinu hérna í Hafnarfirðinum!
89. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH) Út:Logi Hrafn Róbertsson (FH)
87. mín
Inn:Birgir Steinn Styrmisson (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
86. mín
Alex Þór fær boltann fyrir fyrir utan teig FH og fer í skotið. Alls ekki galin tilraun.
86. mín
Luke Rae tekur spyrnuna sem fer í gegnum allan pakkann og í markspyrnu
85. mín
KR að fá horn!
84. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
84. mín
1437 áhorfendur
83. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Áhugaverð skipting að taka Sigurð útaf.
82. mín
Dauðafæri! Böddi gerir fáranlega vel og sendir í gegn á Sigurð Bjart. Sigurður er þá komin einn á einn gegn Guy sem ver.
80. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Aron Sigurðarson (KR)
77. mín
Vuk í færi! Kjartan Kári tekur spyrnuna inn á teiginn sem KR-ingar hreinsa frá. Ástbjörn fær boltann fyrir utan teig KR og kemur honum aftur inn í á Vuk sem er aleinn á auðum sjó nánast. Hann tekur snertinguna og svo skotið sem Guy ver vel í markinu.
76. mín
FH að fá aukaspyrnu út við hliðarlínu. Vænleg staðsetning fyrir góða fyrirgjöf.
76. mín
Böðvar tekur spyrnuna inn á teiginn en Ægir Jarl hreinsar frá.
75. mín
FH að fá horn! Horn númer svona milljón í þessum seinni hálfleik hjá FH!
73. mín
Dauðafæri hjá FH! Böddi á sendingu inn fyrir vörn KR á Sigurð Bjart sem er kominn inn á teginn. Hann ætlar að senda fyrir markið á Ástbjörn sem er með honum. Tveir á einn. En sendingin, eða skotið, eða hvað sem þetta var, var ekki gott.

Hvernig eru FH-ingar ekki búnir að jafna þetta?
72. mín
KR-ingar eru hangandi á tannþræði þessa stundina. FH með algjöra yfirburði.
71. mín
Kjartan Kári tekur að sjálfsögðu spyrnuna sem fer af FH-ing og aftur fyrir. Markspyrna.
70. mín
FH að fá horn! Þeir elska hornspyrnur!
69. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Fyrirliðinn og markaskorarinn að fara af velli
68. mín
Rétt yfir! Kjartan Kári er að láta til sín taka. Hann fær boltann fyrir utan teig og emur með skotið rétt yfir markið!
68. mín
Kjartan Kári tekur spyrnuna sem KR-ingar hreinsa frá.
67. mín
FH að fá horn! Litlu mínúturnar hjá FH. Yfirburðir!
66. mín
KR-ingar ná að hreinsa
65. mín
FH að fá horn!
63. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
ÞETTA LÁ Í LOFTINU! Þeir halda pressunni áfram eftir hornspyrnurnar.

Kjartan Kári kemur með bolta inn á teginn sem Úlfur skallar í netið. Svo sannarlega verðskuldað mark hjá FH-ingum í þessum seinni hálfleik.

Við erum komin með leik!
63. mín
Fimmta hornið í röð! Já þetta er skemmtilegt
63. mín
Fjórða hornið í röð Aftur skalla KR-ingarnir í horn
62. mín
Þriðja hornið í röð Böddi tekur næstu spyrnu sem Finnur Tómas skallar aftur fyrir og í annað horn.
62. mín
Kjartan tekur spyrnuna inn á teiginn sem Axel Óskar skallar aftur fyrir og í annað horn
61. mín
FH að fá horn!
57. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
56. mín
MAAARRRR..... brot! Kjartan Kári tekur spyrnuna inn á teiginn sem Guy Smit kýlir frá. Þar er Logi Hrafn mættur og klárar. Það tryllist allt í stúkunni áður en Helgi flautar svo og tekur markið af. Ekki veit ég afhverju. Sá enga rangstöðu þarna allavegana. Hlýtur að hafa verið brot en ég á eftir að sjá þetta aftur.
55. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (KR)
Tekur Vuk niður við hornfánan. Rétt spjald að mínu mati.
52. mín
Aron Sig tekur hornið og Benoný Breki nær skallanum. Það kemur mikill darraðardans inni á teignum áður en Finnur Tómas tekur skotið sem fer yfir markið.
51. mín
KR að fá horn!
48. mín
Illa nýtt skyndisókn! KR-ingar keyra upp í skyndisókn eftir horn FH. Luke Rae kemur boltanum í gegn á Benoný sem er skyndilega komin einn á einn gegn Sindra en hann er með varnarmann í bakinu allan tíman. Hann missir þá boltann of langt frá sér og sóknin rennur í sandinn.

Þetta getur reynst dýrt.
47. mín
Kjartan Kári tekur spyrnuna inn á teiginn sem Benoný Breki skallar frá. KR-ingar sækja hratt
46. mín
FH að fá horn!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Það eru KR-ingar sem hefja hér leik á ný á Kaplakrikavelli!
46. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Finnur Orri Margeirsson (FH)
Ein breyting í hálfleik
45. mín
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Þá er þessum ágæta fyrri hálfleik lokið. Byrjaði mjög illa en endaði með fullt af færum.

Þetta mætti samt vera skemmtilegra en KR leiða 2-0 og það sanngjarnt finnst mér.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
Björn Daníel fær boltann frá Kjartani Kára og kemur með hælsendingu í fyrsta á Sigurð Bjart. Hann á skot í fyrsta sem Guy Smit ver vel.
45. mín
Kjartan Kári tekur spyrnuna sem KR-ingar hreinsa frá. FH heldur samt pressunni áfram.
45. mín
FH að fá horn!
45. mín
+3 í uppbót
45. mín
KR-ingar sækja Benoný Breki með skotið fyrir utan teig rétt yfir mark FH-inga.

Augnablikið er með KR þessa stundina.
41. mín MARK!
Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Stoðsending: Luke Rae
ÞEIR TVÖFALDA FORYSTUNA! Fer af varnarmanni og þaðan í netið!

Benoný fær boltann og snýr baki í markið. Hann sendir þá Luke Rae einan í gegn í fyrsta. Luke gerir glæsilega og kemur með boltann út á Theodór Elmar sem skorar. Hann tekur skotið í fyrsta sem fór af Ísaki Óla og þaðan í netið.

Aldrei sjálfsmark þar sem skotið fór á markið.
41. mín
Luke Rae gerir vel og kemur með bolta inn á teiginn sem ratar á Benoný Breka. Hann skallar þá boltann rétt framhjá.
40. mín
FH-ingar sækja Björn Daníel með sendingu fyrir markið á Kjartan Kára. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer rétt yfir mark KR-inga.
36. mín Mark úr víti!
Aron Sigurðarson (KR)
Aron Sig öruggur á punktinum! Ískadur og sendir Sindra í rangt horn.

KR-ingar leiða!
34. mín Gult spjald: Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Keyrir í bakið á Finni Tómasi. Vissulega frekar harður dómur finnst mér en dæmi hver fyrir sig. Það er líka ekki Helgi sem dæmir þessa spyrnu sýnist mér. Finnur liggur eftir en er staðinn upp.
34. mín
KR að fá víti!!
33. mín
FH-ingar hreinsa í annað horn.
33. mín
KR að fá horn! Allt að gerast úti vinstra meginn hjá KR-ingum
31. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (KR)
Tekur Loga hrafn niður á miðjum velli út við hliðarlínu. Rétt spjald.
30. mín
Rétt framhjá! Ástbjörn fær boltann inni á teignum og tekur skotið í fyrsta sem fer rétt framhjá. Bæði lið að fá nóg af færum!
29. mín
Aron Sig tekur spyrnuna inn á teiginn sem Sindri ver bara einhvern veginn og FH-ingar hreinsa.
28. mín
Horn sem KR á! Aron Sig með skot af löngu færi sem Sindri ver vel í horn.

Loksins er eitthvað að gerast í þessu!
28. mín
Kjartan Kári gerir fáranlega vel á vinstri kantinum og sólar Luke Rae upp úr skónum. Hann keyrir af stað og sendir Sigurð Bjart einan í gegn. Sigurður misstigur sig og hrasar niður en einnig fór flaggið upp svo þetta hefði aldrei talið ef hann hefði skorað.
26. mín
Kjartan með bolta inn á teiginn. Þar er Úlfur mættur og skallar boltann yfir.
25. mín
Afhverju skaut hann ekki bara? Theodór Elmar fær boltann í gegn og er með Benoný Breka með sér. Í staðinn fyrir að gefa eða senda boltann fer hann yfir á vinstri og hægir þá gífurlega á sókninni. Alex Þór kemur í hlaupið með honum. Hann reynir að bjarga sér með því að senda á hann en Sindri gerir vel og les það.
24. mín
Björn Daníel fær boltann í vænlegri stöpu við vítateiginn. Hann tekur skot sem er hins vegar alls ekki gott og fer framhjá.
20. mín
Frekar rólegur leikur Já ég held að þessi leikur fari ekkert í sögubækurnar fyrir skemmtanagildið sitt þessar fyrstu 20 mínútur. Mikil harka í þessum leik.
15. mín
Finnur liggur Finnur liggur sárþjáður niðri. Hann fór í tæklingu áðan og lenti eitthvað illa sýndist mér. Hann þarf aðhlynningu en er staðinn upp núna.
12. mín
Kjartan tekur spyrnuna sem fer beint á Úlf. Hann á góðan skalla sem Guy ver aftur fyrir en Helgi Mikael dæmir aukaspyrnu. Sá ekki nákvæmnlega á hvað samt.
12. mín
Sigurður Bjartur fær boltann í gegn frá Úlfi. Hann er þá skyndilega kominn einn gegn Guy í markinu en FInnur gerir mjög vel og tæklar í horn.
11. mín
Byrjunarliðin KR (4-3-3)
Smit
Lúkas - Finnur - Axel - Rúrik
Ægir - Alex - Theodór
Luke - Benoný - Aron

FH (4-2-3-1)
Sindri
Ástbjörn - Ísak - Grétar - Böðvar
Finnur - Logi
Úlfur - Björn - Kjartan
Sigurður
10. mín
Aron Sig tekur núna spyrnuna. FH-ingar ná að hreinsa en aðeins á Luke Rae sem beið fyrir utan teig. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer yfir markið. KR-ingar verið ívið betri að mínu mati.
9. mín
Annað horn! Spyrnan sem Luke Rae tekur er tekinn stutt á Theodór sem finnur Aron í teignum í lappir. Aron kemur með boltann fyrir en sem FH-ingar hreinsa í horn.
9. mín
KR fær horn! Luke Rae gerir mjög vel og kemur með bolta inn á teiginn. Ástbjörn á síðan misheppnaða hreinsun sem fer aftur fyrir og í horn.
6. mín
Kjartan tekur spyrnuna sem ratar á Björn Daníel. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer í KR-ing og síðan ná KR-ingar að bægja hættunni frá.
6. mín
FH fær horn! Úlfur kemur með fyrirgjöf inn á teiginn eftir sendingu í gegn frá Ástbirni sem KR-ingar hreinsa aftur fyrir.
5. mín
Rólegt í Hafnarfirði Leikurinn fer frekar rólega af stað. Engin færi og liðin skiptast á að halda í boltann til þessa.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er Helgi búin að flauta þetta í gang. Heimamenn sem hefja hér leik og sækja í átt að Grænlandi.

FH spilar í hvítum treyjum, svörtum stuttbuxum og hvítum sokkum.

KR-ingar spila í áhugaverðum búningum. Neon grænar treyjur, svartar stuttbuxur og neon grænir sokkar.
Fyrir leik
Þá ganga liðin til vallar. Styttist óðum í þetta.
Fyrir leik
Skemmtileg mynd. Tekin árið 2005 í Vesturbænum. Annars eru liðin við það að fara að ganga hér inn á.

Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson

Fyrir leik
Aron Sig byrjar! Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gerir engar breytingar á FH liðinu frá tapinu gegn Víkingum á dögunum. Eina breytingin á hópnum er að markmaðurinn ungi Heiðar Máni Hermannson fer á bekkinn fyrir fyrir Daða Frey Arnarsson.

KR tapaði gegn Stjörnunni í Mjólkurbikarnum í vikunni. Þeir gera þrjár breytingar á liðinu sínu í dag frá þeim leik. Benoný Breki, Aron Sigurðarson og Lúkas Magni Magnason koma inn í liðið fyrir þá Kristján Flóka Finnbogason, Aron Kristófer Lárusson og Rúrik Gunnarsson.

Fyrir leik
Axel Óskar með í dag? Axel Óskar fór meiddur af velli í bikarleiknum gegn Stjörnunni á dögunum. Gregg talaði við fótbolta.net eftir Stjörnuleikinn en þar sagði hann að Axel ætti að vera orðinn heill fyrir leikinn í dag. Síðan er spurning hvort Aron Sig og Benoný Breki byrja en þeir byrjuðu á bekknum gegn Stjörnunni. Þegar þeir komu inn á breyttu þeir leiknum.

Fyrir leik
Bikarmeistari spáir í spilin Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson, sem varð bikarmeistari með Silkeborg í Danmörku á dögunum, er spámaður umferðarinnar. Svona spáir hann El Grasico:

FH 1 - 1 KR (í dag 17:00)
Eina sem eg veit þarna er að Wohlerinn setur hann eftir gott kalt kar.

Fyrir leik
El Grasico!
Fyrir leik
Teymið Dómari leiksins er enginn annar en Helgi Mikael Jónasson. Honum til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eðvarð Eðvarðsson. Gunnar Freyr Róbertsson er skiltadómari en Gunnar Jarl Jónsson er þá eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Kaldir KR-ingar Eftir stórglæsilega byrjun á leiktíðinni hafa KR-ingar aðeins fallað undir fæti eru núna sigurlausir í 5 leikjum í deild og bikar. Liðið tapaði fyrir Stjörnunni 5-3 á dögunum í bikarnum í ótrúlegum leik þar sem KR-liðið átti alls ekki góðan leik. Fyrir það töpuðu þeir gegn HK og fyrir það gerðu þeir jafntefli við KA. Hræðileg úrslit og ef þeir ætla sér einhverja hluti í sumar verða þeir að taka þrjú stig í dag. Annars er þetta farið að líta bísna illa út hjá Gregg Ryder og hans mönnum.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
FH-ingar byrjað vel Það verður ekki tekið af FH-ingum að þeir hafa byrjað leiktíðina fantavel. Hafnarfjarðarliðið situr í 3. sæti á eftir Breiðablik og Víkingum en þau lið eru einu liðin sem hafa tekist að vinna FH í ár. Það verður að hrósa Heimi Guðjóns fyrir þessa byrjun á mótinu með þetta FH-lið. Núna er bara spurningin hvort þeir ná að halda þessu áfram.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fá mörk, mörg stig
FH er búið að skora 10 mörk í 6 leikjum í deildinni sem er ekki mikið miðað við Víking og Breiðablik sem þeir eru að keppa við. Sigurður Bjartur Hallsson er markahæsti leikmaður FH í sumar með þrjú mörk en þar á eftir fylgir Kjartan Kári með tvö. Sigurður Bjartur er einmitt að mæta sínum gömlu félögum í dag. Verður hann extra gíraður við það?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang Besta! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik FH og KR í Bestu deildinni á Kaplakrikavelli. Gamla El Classico í Íslenskum fótbolta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('87)
11. Aron Sigurðarson ('80)
14. Ægir Jarl Jónasson
15. Lúkas Magni Magnason
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('69)
17. Luke Rae
30. Rúrik Gunnarsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
5. Birgir Steinn Styrmisson ('87)
18. Aron Kristófer Lárusson
19. Eyþór Aron Wöhler ('80)
29. Aron Þórður Albertsson ('69)
45. Hrafn Guðmundsson
47. Óðinn Bjarkason

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Gregg Ryder (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Axel Óskar Andrésson ('31)
Alex Þór Hauksson ('55)
Finnur Tómas Pálmason ('57)

Rauð spjöld: