Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fim 16. maí 2024 22:47
Sölvi Haraldsson
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Hlutlausa augað naut þess að horfa á leikinn. Mörg mörk. Það sem við erum mest pirraðir með í kvöld er mörkin sem við fáum á okkur. Mjög ódýr mörk.“ sagði Gregg Ryder, þjálfari KR-inga, eftir 5-3 tap gegn Stjörnunni í kvöld í Garðarbænum í bikarnum.


Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  3 KR

Gregg er mjög þreyttur að fá ódýr mörk á sig leik eftir leik en hann er meira ósáttur með liðið en einstaklingsmistök.

„Það er mjög pirrandi. Við þurfum að hætta þessu. En það er meira en bara einstaklingsmistök. Það eru mörk sem við fáum á okkur þar sem liðið gerir ekki vel sem við þurfum að laga.“

Gregg var þá ekki ánægður með það að hans menn náðu ekki að jafna metin í 4-4 í lokin þegar augnablikið var með þeim.

Fyrri hálfelikurinn var mjög jafn. Það eru 10-15 mínútna kafli þar sem þeir taka yfir. Ég veit ekki hvort við slökkvum á okkur. En við sýnum karakter að komast aftur inn í leikinn og minnka muninn í 4-3. En við náum ekki að bjarga því. Ég get ekki sagt þér afhverju við náðum ekki að jafna. Þegar augnablikið er með þér, bara láttu vaða.

Það er ekki langt síðan KR mætti Stjörnunni í Garðarbænum en þá unnu þeir 3-1. Sá Gregg einhvern mun á þessum leikjum?

Já ég sá mikinn mun á þessum leikjum. Mikinn mun á andlegu hliðinni í hausnum á leikmönnum. Við getum ekki falið það að við erum að fara í gegnum erfiða tíma. Þegar það er verður maður að stíga upp, sumir eru að stíga upp en við þurfum 11 leikmenn sem stíga upp.“

Hvað þarf KR að gera til að snúa genginu við?

Vinna. Auðvelt, bara að vinna. Við þurfum að gefa okkur alla fram í næsta leik fyrir okkur og félagið.“ sagði Gregg að lokum.

Viðtalið við Gregg má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner