Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
FH
2
2
Víkingur R.
0-1 Hafdís Bára Höskuldsdóttir '34
Snædís María Jörundsdóttir '36 1-1
Breukelen Lachelle Woodard '45 2-1
2-2 Hulda Ösp Ágústsdóttir '92
25.05.2024  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Andri Vigfússon
Áhorfendur: 217
Maður leiksins: Breukelen Lachelle Woodard
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('61)
9. Breukelen Lachelle Woodard
10. Ída Marín Hermannsdóttir ('80)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('61)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('61)
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('68)
37. Jónína Linnet

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('61)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('68)
4. Halla Helgadóttir ('61)
7. Berglind Þrastardóttir
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('61)
32. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('80)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Birta Hafþórsdóttir
Brynjar Sigþórsson

Gul spjöld:
Valgerður Ósk Valsdóttir ('22)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjörugum leik í Hafnafirðinum lokið! Stórskemmtilegur fótboltaleikur stúrfullur af mörkum, færum, spennu oog dramratík!

Takk fyrir samfylgdina!
92. mín MARK!
Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.)
ÞÆR JAFNAA!!! Í uppbótartíma eru Víkingar að jafna þennan leik! FH fengið helling af færum til að ganga frá þessu en það eru gestirnir sem skora seint! Darraðardans í teignum og HUlda potar honum inn
91. mín
Það eru þrjár mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Hvernig fór hann ekki inn!?!? ALgjört dauðafæri fyrir FH-inga að ganga frá þessu en ekki vildi boltinn fara inn.
87. mín
Víkingsliðið að komast hærra á völlinn. Fáum við jöfnunarmark!?
84. mín
Víkingur fær horn.

Ekkert verður úr því.
83. mín
Inn:Tara Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH) Út:Ída Marín Hermannsdóttir (FH)
FH-ingar búnir með allar 5 skiptingarnar.
78. mín
Skot langt fyrir utan teig. Skotið meðfram jörðinni en Birta handsamar hann í marki Víkings.
75. mín
Seinni hálfleikurinn verið mikið lokaðri. FH meira með boltann á meðan Gestirnir leita af jöfnunarmarki
74. mín
Inn:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.) Út:Birta Birgisdóttir (Víkingur R.)
74. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
73. mín
FH fær horn.

Gott horn. Skalli framhjá.
70. mín
Samstuð inn í teig FH-inga. Gestirnir vilja Vítaspyrnu en Andri dómari segir nei.
69. mín
Gestirnir að leita sér að tækifærum til að jafna. Erfitt að finna glufu á þessu FH-liði.
68. mín
Inn:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH) Út:Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
66. mín
Inn:Rachel Diodati (Víkingur R.) Út:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
61. mín
Inn:Halla Helgadóttir (FH) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
FH-ingar gera þrefalda skiptingu.
61. mín
Inn:Birna Kristín Björnsdóttir (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
61. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
58. mín
Færi! Freyja með sprett inn á teig FH-inga. Hún lætur vaða en boltinn tiltölulega beint á Aldísi. Hún missir hann úr höndunum og boltinn skoppar á slánni. Aldís nær hins vegar boltanum aftur
53. mín
Skot á mark! Freyja fær boltann úti hægra meginn og á skot á mark. Aldís ver í marki FH-inga
52. mín
Seinni hálfleikur verið jafn hingað til. Bæði lið en að fóta sig eftir hléið.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Fyrri 45 búnar í þessum stórskemtilega fótboltaleik. Endanna á milli og hellingur af færum. FH leiðir þegar gengið er til búningsklefa!
45. mín MARK!
Breukelen Lachelle Woodard (FH)
Frábært mark! FH-ingarnir komnir yfir!!

Geggjað uppspil hjá FH! Spila sig upp vinstri kantinn og koma sér inn á teiginn. Þar kemur góður bolti á fjær og þar lúrir Breukelen sem kemur boltanum í netið! FH kemst yfir rétt fyrir hálfleik!

2-1!
45. mín
Ein mínúta í uppbótaríma.
43. mín
Góð varsla Emma fær boltann úti hægra meginn og lætur vaða á mark FH-inga. Fast skot en Aldís ver.
40. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir FH-inga

Boltinn inn á teiginn. Mikill darraðardans inn á teignum en Víkingar ná að hreina!
39. mín Gult spjald: Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.)
Breukelen við það að komast í gegn en Svanhildur fellir hana. Réttur dómur.
36. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (FH)
MAAARK! Þær voru ekki lengi að jafna þetta! Boltinn fyrir og Snædís skallar í átt að marki. Birta í þessu en nær ekki að halda boltanum úti.

1-1!
34. mín MARK!
Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
Víkingur tekur forystuna!!! Eftir langa sókn FH-inga sækja gestirnir hratt. Góður sprettur upp kantinn, boltinn fyrir og Hafdís klárar vel

0-1!
29. mín
Víkingur fær horn.

Skemmtileg útfærsla og Erna fær boltann í teginum. Skotið hennar rétt yfir
24. mín
Dauðafæri! Góð sending inn fyrir á Breukelen. Hún gerir vel er hún kemst fram hjá Birtu í marki Víkings en varnarmenn gestanna rétt ná að komast fyrir skotið!
22. mín Gult spjald: Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
20. mín
Gott úthlaup Hafdís við það að komast í gegn en gott úthlaup hjá Aldísi.
17. mín
Víkingur fær horn.

Ekkert verður úr því.
16. mín
Góð sending upp hægri kantinn og er Thelma með helling af plássi fyrir framan sig. Hún kemur boltanum fyrir en enginn nær til hanns.
15. mín
Gestirnir komnir í vænlega stöðu en Freyja er rangstæð.
11. mín
Skot í slánna! Hvað er í gangi!? Endanna á milli þessar mínúturnar. Í þetta sinn er það Bergdís sem á fast skot í átt að marki FH. Hittir hann vel en boltinn hafnar í slánni.
10. mín
Skot framhjá Víkingur í skyndisókn. Sigdís fær boltann úti vinstra megin, snýr inn á völlin og skýtur. Með mann í sér og skotið framhjá.
9. mín
FH að ógna! Annað gott færi fyrir FH-inga. Boltinn fyrir markið en skotið rétt framhjá.
8. mín
Hvílík varsla!! Góð sókn hjá FH-ingum. Breukelen kemur boltanum inn á tiginn þar sem að hann skoppar á milli liða. Boltinn berst á Ídu sem neglir honum á markið. Geggjað skot en heimsklassa varsla hjá Aldísi í markinu!
6. mín
FH fær horn.

Gestirnir hreinsa.
3. mín
Nokkuð jafnar upphafsmínútur. Orkumikil byrjun hjá báðum liðum. FH heldur vel í boltann á meðan gestirnir reyna að sækja hratt.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Liðin ganga inn á völlinn. Fáum vonandi fjörugan leik!
Fyrir leik
Strekkingsvindur í Hafnarfirðinum í dag. Léttskýjað og 13°C!
Fyrir leik
Dómarateymið Andri Vigfússon dæmir leikinn hér í dag og verða það þeir Sigurður Schram og Óliver Thanh Tung Vú sem verða með flöggin. Eftirlitsmaður er Ólafur Ingi Guðmundsson og varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staðan í deildinni fyrir leikinn í kvöld! Breiðablik 18 stig
Þór/KA 15 stig
Valur 15 stig
Stjarnan 9 stig
Víkingur R. 7 stig
Tindastóll 6 stig
FH 6 stig
Fylkir 5 stig
Þróttur R. 1 stig
Keflavík 0 stig
Fyrir leik
Cecilía spáir í spilin! Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir spáði fyrir um komandi umferð Bestu deildarinnar! Hún spáir gestunum sigri hér í dag.

FH 0 - 1 Víkingur R.
Þetta verður mjög jafn leikur en mér finnst líklegt að John sé búinn að drilla sitt lið vel fyrir þennan leik og þær vinna 0-1 baráttusigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingur R. Víkingur er í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld en nýliðarnir úr Fossvoginum skutust upp um fjögur sæti eftir 1-0 sigur á Þrótti í síðustu umferð. Þar var það Sigdís Bárðardóttir sem skoraði eina mark leiksins. Víkingur mætti Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í síðustu viku. Afturelding gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi meistara Víkings R. úr leik.
Gestirnir eru því pottþétt ólmar til að bæta upp fyrir þetta tap og má búast við hörkuleik hér í dag!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH FH situr í 7. sæti með sex stig fyrir leikinn í kvöld. FH er hins vegar einungis einu stigi fyrir neðan Víking og geta því komist upp fyrir gestina í deildinni, með sigri hér í kvöld. FH-ingar mættu liði Stjörnunnar í síðustu umferð deildarinnar og töpuðu þar 4-3 eftir stórbrotin leik. FH liðið spilaði á móti FHL í Mjólkurbikarnum um síðustu helgi og komust þar áfram í átta liða úrslit eftir 3-2 sigur. FH-ingum er spáð 4. sætinu í deildinni, af spekingum fotbolta.net, og verður spennandi að sjá hvernig þeim tekst til í sumar!

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Heil og sæl! Góðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á viðuregin FH og Víkings í Bestu deild kvenna! Leikurinn fer fram á Kaplakrika-vellinum í Hafnarfirðinum og hefst kl. 14:00

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir ('83)
8. Birta Birgisdóttir ('74)
9. Freyja Stefánsdóttir
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('74)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('66)
18. Kristín Erla Ó Johnson
21. Shaina Faiena Ashouri
24. Sigdís Eva Bárðardóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('74)
16. Rachel Diodati ('66)
19. Tara Jónsdóttir ('83)
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('74)
29. Halla Hrund Ólafsdóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Lisbeth Borg
Dagbjört Ingvarsdóttir
Mikael Uni Karlsson Brune
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('39)

Rauð spjöld: