Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Valur
2
2
FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson '28
Orri Sigurður Ómarsson '45 1-1
Jónatan Ingi Jónsson '63 2-1
2-2 Úlfur Ágúst Björnsson '75
25.05.2024  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Aron Jóhannsson ('59)
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('73)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('81)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
24. Adam Ægir Pálsson ('59)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Elfar Freyr Helgason
6. Bjarni Mark Antonsson ('59)
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('81)
17. Lúkas Logi Heimisson ('59)
21. Jakob Franz Pálsson ('73)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Birkir Már Sævarsson ('17)
Sigurður Egill Lárusson ('73)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta fjarar út!

Liðin skipta stigunum á milli sín og eru eflaust bæði einhvernveginn ósátt með það.

Viðtöl og skýrsla innan skamms!
93. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (FH)
Hendi á miðjum vellinum.

Valsarar komast í hættulega stöðu en FH-ingar bjarga.
92. mín
Færi hjá FH! Úlfur fær boltann upp hægra megin, leggur hann útfyrir teiginn á Ástbjörn sem tekur móttöku og lætur vaða en í Hólmar.
90. mín
Við fáum fjórar mínútur í uppbót!

Tími fyrir sigurmark?
89. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kiddi Freyr með taktískt gult! Tapar boltanum sjálfur klaufalega í góðri sóknarstöðu og FH-ingar brunar í sókn en Kiddi hamrar Ástbjörn niður, FH-ingar heimta rautt en það er algjör vitleysa.
88. mín
Böddi löpp með vitlaust innkast, áhugavert!
87. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Kjartan Kári verið virkilega góður!
85. mín
Birkir Már í sinni uppáhalds stöðu! Með boltann úti hægra megin og margar rauðar treyjur á leiðinni inn í teiginn, en Kjartan Kári með stórkostlegan varnarleik, tæklar boltann aftur í Birki og þaðan í markspyrnu.

Birkir aðeins of lengi, átti að koma þessum inn á hættusvæðið.
83. mín
Böddi tekur hornspyrnuna frá hægri sem endar í hornspyrnu frá vinstri sem Kjartan Kári ætlar að taka.

Björn Daníel nær að flikka þesssum á markið og Frederik slær frá.
83. mín
Gyrðir með fína skottilraun sem stefnir upp í samskeytin nær en Frederik ver í horn!
81. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
78. mín
FH-ingar aðgangsharðir um þessar mundir! Ástbjörn reynir fyrirgjöf með marga menn inná teignum eftir hornspyrnu en Hólmar skallar frá, þessi leit vel út frá Ástbirni.
75. mín MARK!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Stoðsending: Sigurður Bjartur Hallsson
HANN Á BARA AÐ LEGGJA UPP! Frábær sókn hjá FH upp hægra megin þar sem Gyrðir tók djúpt hlaup á bakvið, sendir inn á teiginn þar sem Sigurður Bjartur tekur boltann með sér upp að endalínu í þrönga stöðu og með Hólmar í bakinu, snýr og sendir boltann inn á markteignn þar sem Úlfur mætir og klárar í opið markið.

Þetta var ekkert eðlilega vel gert hjá Sigurði Bjarti!
74. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
74. mín
Inn:Ólafur Guðmundsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
73. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Kippt strax af velli!
73. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Brýtur af sér fyrir framan vítateigshornið og fær gult.

Auðvitað fær Sigurður Bjartur færi uppúr klafsi eftir aukaspyrnuna en skýtur yfir...
71. mín
Vuk keyrir Sigga Lár og reynir að sækja víti! Potar boltanum framhjá honum við vítateigshornið og hleypur í fangið á honum, Sigurður Hjörtur féll ekki í gildruna.
69. mín
Dauðafæri hjá Val! Kiddi Freyr með geðveika utanfótarsendingu út til hægri á Birki Má, Birkir sendir fyrir og Lúkas lætur boltann fara, Patrick virðist ekki búast við honum en fær hann í fæturnar og er of lengi að fóta sig til að setja hann í netið en kemur með ömurlega sendingu ætlaða Tryggva sem var fyrir opnu marki en Patti sendir boltann bara afturfyrir í markspyrnu.

Klaufalegt!
67. mín Gult spjald: Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
Seinn í Sigga Lár sem er að þruma boltanum upp völlinn.
65. mín
Tryggvi gerir vel úti vinstra megin og leggur boltann svo út á Bjarna Mark sem tekur skotið en það fer hátt yfir.
63. mín MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Stoðsending: Birkir Már Sævarsson
VÁVÁVÁ! Birkir Már setur boltann upp flugbrautina hægra megin, Jónatan tekur litla og stórkostlega snertingu sem tekur Grétar úr leik eða sendir hann í sturtu, Grétar er skynsamur og hleypir Jónatani áfram en það kostar mark í andlitið.

Jónatan í þröngri stöðu með bæði Patrick og Tryggva fyrir framan markið setur boltann með hægri í fjærhornið, stórkostlegt mark!
62. mín
FH bankar! Eftir innkast FH-inga felllur boltinn fyrir fætur Tryggva Hrafns sem hreinsar í andlitið á Kidda Frey og FH nær tveimur tilraunum í kjölfarið, sú fyrri í varnarmann og sú seinni framhjá.
59. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Adam Ægir Pálsson (Valur)
59. mín
Inn:Bjarni Mark Antonsson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
Aron Jó var tæpur fyrir leikinn, spurning hvort það sé eitthvað setback?
58. mín
FH-ingar í allskonar vandræðum og tapa boltanum á hættulegum stað. Siggi Lár sendir yfir á Tryggva sem hefur nokkra kosti með sér en endar á að hamra á markið og Sindri Kristinn ver vel og Grétar bjargar í horn.

Lítið kemur út úr þessari hornspyrnu.
57. mín
FH-ingar í sókn! Kjartan Kári sendir boltann fyrir alla leið á fjær þar sem Ástbjörn er í fínni stöðu en Tryggvi Hrafn gerir vel og kemst fyrir, boltinn í horn.

FH-ingar þjarma og fá annað horn.

Ástbjörn lætur svo vaða af 30 metrum beint á Frederik.
54. mín
Tryggvi í góðri stöðu! Kiddi Freyr finnur hann í gegn en Ástbjörn með frábæran varnarleik og setur Tryggva í þrönga stöðu, Tryggvi gerir þó vel og snýr, finnur Adam inni á teignum sem tekur snertinguna og er við það að tapa boltanum en nær að pota honum á Sigga Lár sem sækir horn.

Adam tekur spyrnuna og FH-ingar fá skrýtið brot þar sem Sindri lendir á samherja eftir að hafa kýlt boltann og liggur eftir.
53. mín
Flaututónleikar! Sigurður Hjörtur leyfði fínustu hörku í fyrri hálfleik, það er hinsvegar allt annað uppi á teningnum núna, ekkert flæði komist í seinni hálfleikinn.
52. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Grétar með einhverja asnalegustu og lélegustu dýfu ársins. Fær réttilega gult fyrir þessa ömurlegu tilburði.
51. mín
Hætta við mark Vals! Aron Jó tæpur...

Stöðvar fyrirgjöf frá FH og reynir svo utanfótarsendingu inn á miðjuna frá eigin vítapunkti sem FH-ingur étur en boltinn í hendurnar á Frederik.
49. mín
Úlfur Ágúst hangir aftan í Hólmari í pressunni og einhvernveginn slæmir Hólmar höndunum í andlitið á Úlfi á sama tíma og Sigurður Þröstur flautar brot á Úlf.

Seinni fer hægt af stað.
46. mín
Valsarar byrja seinni hálfleikinn og nú gegn vindi. Adam setur leikinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Sigurður flautar líflegan fyrri hálfleik af!

FH-ingar góðir en Valsarar að vakna.
Hafliði Breiðfjörð
45. mín MARK!
Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Þeir jafna! Uppúr hornspyrnunni nær Orri skallanum inní markteignum og reynir FH-ingur að hreinsa en kemur boltanum ekki betur en uppí þaknetið.

Þetta er mikilvægt fyrir Val en högg fyrir FH!
Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Sindri Kristinn! Birkir Már úti hægra megin sendir fyrir og Patrick kemur boltanum á markið en Sindri með frábæra vörslu!
Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Við fáum tvær mínútur í uppbót. Siggi Lár í fyrirgjafarstöðu en hittir FH-inga í enn eitt skiptið.
Hafliði Breiðfjörð
44. mín
Jónatan klaufi. Valur gat refsað FH þarna í skyndisókn en Jónatan velur vitlaust og reynir að senda Patrick innfyrir Ísak Óla á blindu hliðina, Tryggvi var mun opnari og hættulegri kostur til vinstri.
Hafliði Breiðfjörð
40. mín
Sigurður Bjartur ætlar held ég ekki að skora. Kemst af miklum krafti á milli hafsentanna og í fínt skotfæri við teiginn á vinstri, lætur vaða í fjær en Frederik ver reyndar mjög vel.

Besta tilraun Sigurðar í leiknum.
Hafliði Breiðfjörð
40. mín
Adan með skot af 35 metrunum sirka. Himinhátt yfir, örvæntingarfull tilraun.
Hafliði Breiðfjörð
35. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Fer fyrir hraða aukaspyrnu.
Hafliði Breiðfjörð
34. mín
Sigurður Bjartur í dauðafæri! Fær boltann á fjær en einhvernveginn fær boltann bara í sig sem skoppar niður og í hendurnar á Frederik.

Hvernig er Sigurður Bjartur ekki búinn að skora hérna? Hann þurfti bara að ýta boltanum yfir línuna.
Hafliði Breiðfjörð
33. mín
Jónatan í færi! Er með boltann hægra megin í teignum á vinstri fætinum og á skot sem virðist fara af varnarmanni og framhjá en Sigurður Hjörtur dæmir markspyrnu við mikla óánægju Valsara á vellinum og í stúkunni.
Hafliði Breiðfjörð
32. mín
Tryggvi Hrafn kemst í góða stöðu! Fær boltann í gegn og reynir að renna boltanum þvert fyrir markið á Patrick en Grétar Snær með frábæran varnarleik, boltinn berst aftur á Tryggva sem er lengi að koma honum fyrir sig og á skotið í varnarmann og í horn.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
Hafliði Breiðfjörð
28. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
Þetta er búið að liggja í loftinu! Kjartan Kári tekur hornspyrnuna frá vinstri og alla leið á fjær þar sem Björn Daníel einhvernveginn stýrir boltanum í fjærhornið, þetta virkaði lengi að gerast en inn fór hann.

Frábær byrjun hjá FH! - Heimir væntanlega sáttur með að byrja loksins vel í fyrri hálfleik.
Hafliði Breiðfjörð
28. mín
Valur í stórkostlegum vandræðum! Úlfur Ágúst með skot í varnarmann og í horn úr góðu færi.
Hafliði Breiðfjörð
27. mín
Góð sókn FH upp vinstra megin! Böddi löpp með góða fyrirgjöf á Sigurð Bjart sem á ömurlegan skalla framhjá.
Hafliði Breiðfjörð
25. mín
FH fær aukaspyrnu úti vinstra megin. Kjartan Kári með geggjaða spyrnu og Ísak Óli skallar boltann yfir markið!

Þarna gat Ísak komið FH yfir.
Hafliði Breiðfjörð
23. mín
Frábær sóknarlota hjá Val! Jónatan og Birkir Már prjóna sig upp hægra megin og Birkir sendir boltann út á vítapunkt þar sem Björn Daníel bjargar með stórkostlegri tæklingu áður en Kiddi Freyr myndi fá boltann, því næst kemst Tryggvi í góða stöðu en notar Sigga Lár frekar en að skjóta, Siggi í frábærri stöðu reyndir að senda boltann út á Kidda en hittir hann ekki.
Hafliði Breiðfjörð
22. mín
Fyrir utan eða innan?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
20. mín
Birkir Már allt í öllu! Eftir hornspyrnu Vals leggur Tryggvi Hrafn boltann út á Birki sem tekur skotið með vinstri en framhjá markinu.
Hafliði Breiðfjörð
18. mín
VAR! Eftir nánari skoðun í sjónvarpsútsendingu fer það ekki á milli mála að Sindri Kristinn ver boltann utan vítateigsins og hefði því átt að fjúka útaf og Valur að fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
Hafliði Breiðfjörð
17. mín Gult spjald: Birkir Már Sævarsson (Valur)
Allt að gerast hérna! Valur brunar upp í skyndisókn þar sem Birkir Már er sloppinn í gegn, reynir að lauma boltanum framhjá Sindra sem ver hann á tæpasta vaði við vítateigslínuna, Valsarar tryllast og heimta hendi og rautt en dómararnir dæma ekkert, FH keyrir upp og Birkir Már tekur sprettinn til baka og dúndrar FH-ing niður og það myndast hiti.
Hafliði Breiðfjörð
16. mín
FH-ingar aðgangsharðir! Fyrst flott fyrirgjöf sem Kjartan Kári fær hálfpartinn í sig og boltinn á Frederik, Jónatan fær boltann frá Fredda við teiginn og tapar honum, Kjartan Kári leitar að skotinu, finnur það ekki en finnur Úlf sem lætur vaða í varnarmann og í horn sem ekkert verður úr annað en tilraun af löngu færi frá Loga Hrafni.
Hafliði Breiðfjörð
14. mín
Vuk með frábæran bolta þvert fyrir markið! En þarna vantaði áræðni og rétt hlaup inn að markinu.

Kjartan Henry rýkur beint á fætur og lætur Sigurð Bjart vita að þarna á hann að vera mættur.
Hafliði Breiðfjörð
12. mín
Aron Jó heppinn! Kærulaus eða of rólegur á boltanum í uppspili sem aftasti maður með hafsentana úti í breidd, fær Úlf á sig í pressu og sendir boltann einfaldlega í Úlf en er fljótur að bregðast við sjálfur og sendir heim á Frederik með Úlf í bakinu á sér.
Hafliði Breiðfjörð
7. mín
Patrick í góðri stöðu hinumegin! Valsarar bruna upp og Patrick emst hálfpartinn í gegn en í þröngri stöðu hægir á sér og fær þrjú góð hlaup inn í teiginn en fyrirgjöfin ennþá verri en hjá Sigga áðan og yfir allan pakkann, innkast hinumegin.
Hafliði Breiðfjörð
6. mín
Dauðafæri! Af öllum mönnum er Ísak Óli mættur upp hægra megin í skyndisókn og rennir boltanum þvert fyrir teiginn á Sigurð Bjart sem er aleinn gegn Frederik en hreinlega hittir ekki boltann sem lekur í hendurnar á Fredda.

Þarna verður Sigurður Bjartur hreinlega að skora.
Hafliði Breiðfjörð
5. mín
Birkir Már sendir langan diagonal yfir til vinstri á Trygggva sem nær þessum einungis á hraðanum, kemur boltanum á Sigga Lár en vinstri löppin sveik hann eitthvað og fyrirgjöfin ömurleg.
Hafliði Breiðfjörð
3. mín
Frederik með vörslu! Kjartan Kári tók spyrnuna þéttingsfast innanfótar upp í samskeytin hægra megin en Freddi var farinn af stað og nær að verja boltann.

Frábær tilraun hjá Kjartani.
Hafliði Breiðfjörð
3. mín
FH fær aukaspyrnu við D-bogann. Björn Daníel vinnur boltann hátt á vellinum af Jónatan, kemur boltanum á Vuk sem er klókur og setur líkamann fyrir þegar Aron Jó kemur askvaðandi.
Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Birkir Már með skemmtilegan klobba á Bödda löpp, bakvarðataktar.
Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Leikur hafinn
Vuk setur leikinn í gang! FH sækir í átt að gömlu keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar! Vallarþulurinn býður evrópumeistara og aðra gesti velkomna á völlinn ásamt því að kynna Heimi Guðjóns, þjálfara FH sem Valsara.

Hólmar vinnur hlutkestið og velur skipti á vallarhelming til að byrja með vindinn í bakið.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Uppstilling FH:
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Uppstilling Vals:
Mynd: Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fagnaðarfundir Óli Jó kíkti rétt í þessu á Heimi Guðjónsson þjálfara FH úti á velli þar sem hann sá um upphitun. Þeir féllust í faðma og eru enn að diskútera málin. Saman unnu þeir fjölda Íslandsmeistara með FH og hafa í sitthvoru lagi unnið Íslandsmeistaratitla með Val.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Til hamingju Valur Valsmenn urðu rétt í þessu Evrópumeistarar í handbolta eftir vítakastkeppni í Grikklandi. Það var mikið fagnað í salnum hérna hliðina á fjölmiðlaherberginu. Til hamingju Valur.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðin - Birkir og Kiddi inn hjá Val - Vuk byrjar hjá FH Valur vann 1 - 2 útisigur á HK í síðasta leik en frá þeim leik gerir Arnar Grétarsson tvær breytingar. Birkir Már Sævarsson og Kristinn Freyr Sigurðsson koma inn fyrir þá Bjarna Mark Antonsson og Jakob Franz Pálsson sem setjast á bekkinn. Gylfi Þór Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla og ekki í hóp í dag.

Arnar er sjálfur að snúa aftur á bekkinn hjá Val eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann.

FH tapaði á sama tíma gegn KR heima og frá þeim leik gerir Heimir Guðjónsson þjálfari liðsins eina breytingu. Vuk Oskar Dimitrijevic kemur inn fyrir Finn Orra Margeirsson sem er ekki í hóp í dag svo eflaust eitthvað meiddur.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarar horfa á handbolta Handboltalið Vals spilar þessa stundina til úrslita í Evrópukeppninni. Það er óþarfi að mæta seint á völlinn, leikurinn er sýndur á risaskjá hér á vellinum með hljóði. Sigurður Hjörtur dómari leiksins í dag fór með teymið sitt út á völl að horfa eins og sjá á á meðfylgjandi mynd. Sigurður Hjörtur er sjálfur einnig handboltadómari svo áhuginn liggur þar líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Endurkoma Arnars Arnar Grétarsson þjálfari Vals er að snúa aftur í deildarleik eftir nokkra fjarveru en það eru 19 dagar síðan hann var síðast með í deildarleik. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið gegn Breiðabliki í byrjun mánaðarins og mátti því ekki vera á hliðarlínunni gegn KA og HK í síðustu tveimur deildarleikjum. Hann snýr aftur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan Það eru sjö umferðir búnar af mótinu og liðin eru á svipuðum stað í töflunni.

Heimamenn í Val hafa unnið fjóra, gert tvö jafntefli og tapað einum. Þeir eru í 3. sætinu með 14 stig fyrir leikinn í dag. Þeir hafa unnið þrjá leiki í röð í deildinni, gegn HK, KA og Breiðabliki.

Gestirnir í FH eru svo í humátt á eftir, í 5. sætinu með 12 stig, hafa unnið fjóra og tapað þremur. Þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjum, gegn KR og Víkingi.

1. Víkingur - 18 stig
2. Breiðablik - 15
3. Valur - 14
4. Fram - 12
5. FH - 12
6. ÍA - 10
7. KR - 10
8. Stjarnan - 10
9. HK - 7
10. Vestri - 6
11. KA - 5
12. Fylkir - 1
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar en sonur hennar, Birkir Már Sævarsson spilar með Val. Hún spáir syninum sigri í dag.

Valur 3 - 0 FH
FH á erfitt verkefni fyrir höndum því það svífur sigurandi yfir Hlíðarenda þessa dagana í öllum greinum, karla og kvenna. Heimir fer stigalaus heim í Hafnarfjörð því Valsmenn leika á als oddi. Frumburðurinn skuldar mömmu sinni mark og setur loksins eitt kvikindi. Orri skorar með skalla og Patrick lokar þessu með stórglæsilegu marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mánuður frá síðustu viðureign liðanna Í dag er mánuður og einn dagur síðan Valur tók síðast á móti FH en það var í Mjólkurbikarnum og þá vann Valur tiltölulega auðveldan sigur, 3 - 0.

Valur 3 - 0 FH
1-0 Hólmar Örn Eyjólfsson ('5 )
2-0 Patrick Pedersen ('39 )
3-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('51 )

   24.04.2024 21:34
FH sá aldrei til sólar gegn Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gylfi líklega ekki með Það er afar ólíklegt að Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki með Val gegn uppeldisfélaginu sínu í dag. Hann glímir við meiðsli á baki og að sögn Arnars Grétarssonar þjálfara liðsins þarf hann nokkrar vikur í viðbót til að ná sér.

„Ég held þetta taki 1-2 vikur í viðbót, ég veit það ekki nákvæmlega. Niðurstöðurnar voru tiltölulega jákvæðar en hann þarf smá tíma," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net

Gylfi og Baldur Kári Helgason í bikarleik liðanna. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn í dag og hann er með þá Gylfa Má Sigurðsson og Birki Sigurðarson sér til aðstoðar á línunum. Twana Khalid Ahmed er skiltadómari og KSÍ sendir Frosta Viðar Gunnarsson til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Sigurður Hjörtur dæmir leikinn í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í hlíðunum Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Vals og FH í Bestu-deild karla.

Leikurinn hefst klukknan 19:15 á N1 vellinum að Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('74)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('87)
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('74)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
34. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson ('74)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('74)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('87)
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Bergsveinn Ás Hafliðason

Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('35)
Grétar Snær Gunnarsson ('52)
Úlfur Ágúst Björnsson ('67)
Ísak Óli Ólafsson ('93)

Rauð spjöld: