Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fös 24. maí 2024 16:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi spilar mögulega ekki meira fyrir landsleikjahlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, fór í myndatöku vegna bakmeiðsla sinna í vikunni. Gylfi hefur ekki spilað í síðustu þremur leikjum liðsns vegna meiðslanna.

„Ég held þetta taki 1-2 vikur í viðbót, ég veit það ekki nákvæmlega. Niðurstöðurnar voru tiltölulega jákvæðar en hann þarf smá tíma," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, við Fótbolta.net í dag.

Valur á þrjá leiki eftir fram að landsleikjahléi. Fyrst er leikur gegn FH á morgun, svo leikur gegn Stjörnunni næsta fimmtudag og annan mánudag er leikur gegn KR.

„Ég myndi halda að Stjörnuleikurinn komi of snemma og jafnvel leikurinn gegn KR. En ég veit það ekki nákvæmlega. Gylfi hugsar mjög vel um sig. Við ætlum ekki að taka neina sénsa með þetta, leyfum honum alveg að ná sér."

Eftir landsleikjahlé, fimmtudaginn 13. júní, á Valur svo bikarleik gegn Keflavík.

„Með smá tíma þá ætti hann að verða alveg eins og nýr. Hann tók einhverja þrjá leiki (meiddur) sem hjálpaði ekki, þarf smá tíma til að jafna sig," sagði Arnar.
Athugasemdir
banner
banner