Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Fram
1
4
Breiðablik
Guðmundur Magnússon '15 1-0
1-1 Viktor Karl Einarsson '20
1-2 Aron Bjarnason '73
1-3 Viktor Karl Einarsson '83
1-4 Ísak Snær Þorvaldsson '85
26.05.2024  -  17:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongó!
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 1247
Maður leiksins: Viktor Karl Einarsson, Breiðablik
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson ('86)
7. Guðmundur Magnússon (f)
10. Fred Saraiva
16. Viktor Bjarki Daðason ('80)
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes
71. Alex Freyr Elísson ('80)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
8. Haraldur Einar Ásgrímsson ('80)
11. Magnús Þórðarson ('86)
15. Breki Baldursson
25. Freyr Sigurðsson ('80)
32. Aron Snær Ingason

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('28)
Adam Örn Arnarson ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar lentu undir en ná að snúa þessu við!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni innan skamms.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
95. mín
Haraldur Einar tekur spyrnuna sem fer nánast bara beint á Anton Ara.
93. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Fram að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað!
90. mín
5 mínútur í uppbót
89. mín
Haraldur tekur spyrnuna sem Blikar hreinsa frá en Framarar halda pressunni áfram.
89. mín
1247 áhorfendur!
88. mín
Fram að fá horn!
88. mín
Smá moli Fyrir leikinn í dag voru Framarar búnir að fá á sig 5 mörk í deildinni. Núna hafa þeir fengið á sig 4 mörk bara í dag.
86. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
86. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
86. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
85. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
VARAMENNIRNIR! Þeir halda bara áfram!

Ég sá ekki allan aðdragandan að þessu en Kiddi Steindórs fær boltann á miðjum vallarhelming Fram. Hann stingur honum í gegn á Ísak sem er kominn einn á einn gegn Ólafi og klárar vel.

Fyrsta mark Ísaks á tímabilinu!
83. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
ÚFFFFFF SKELFILEG MISTÖK!

Viktor Karl fær boltann og keyrir upp völlinn. Hann er kominn inn á D-bogann þegar hann tekur mjög mjög lélegt skot á markið sem Ólafur Íshólm missir inn. Ótrúlega klaufalegt og leiðinlegt fyrir Ólaf í markinu sem var búinn að eiga geggjaðan leik fram að þessu.

Gerði þetta mark út um leikinn?!
80. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
80. mín
Inn:Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram) Út:Viktor Bjarki Daðason (Fram)
79. mín
Enn ein slaka hornspyrnan í dag. Kiddi með hana beint á Ólaf í markinu.
79. mín
Blikar að fá horn!
77. mín
Kiddi Jóns tekur spyrnuna sem Framarar skalla frá. En þó ekki langt og Blikar halda pressunni áfram.
77. mín
Blikar að fá horn!
73. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
Fær gult fyrir brot í aðdragandanum að markinu Keyrir Jason Daða niður
73. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
GESTIRNIR KOMAST YFIR! Framarar hafa oft komist í góðar stöður en það hefur vantað upp á þessa lokasendingu.

Blikarnir fá boltann eftir sókn frá Fram og keyra upp í skyndisókn. Jason keyrir upp völlinn og kemur honum til hliðar á Viktor Karl áður en Adam Örn dúndrar hann niður. Viktor kemur honum fljótlega út á Aron Bjarna sem klárar mjög vel framhjá Ólafi í markinu.

Aron hefur ekki getað mikið í dag finnst mér en ef þetta reynist vera sigurmarkið þá er það eina sem skiptir máli!
71. mín
Breiðablik er fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Framarar allt annað en sáttir og Rúnar fer yfir málin með Arnari fjórða dómara milli bekkjanna.
67. mín
Inn:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Út:Benjamin Stokke (Breiðablik)
67. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Patrik Johannesen (Breiðablik)
66. mín
Höskuldur keyrir upp vinstri kantinn og kemur með boltann út í teiginn á Patrik Johannesen. Hann nær skotinu en Alex Freyr nær að henda sér fyrir það og Framarar halda boltanum núna.
65. mín
Fred fær boltann frá Má Ægis inni á teig Blika. Hann er aleinn og snýr. Hann nær að taka skotið en Kiddi Jóns nær þá að henda sér fyrir það.
64. mín
Víti? Hér má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók af atvikinu þegar Blikar vildu vítaspyrnu á 53. mínútu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

59. mín
Höskuldur tekur núna hornið sem fer aftur fyrir af Blika og í markspyrnu. Sá ekki alveg hver átti skallan en mér sýndist það vera Jason Daði.
59. mín
Annað horn! Kiddi Jóns tekur hornið sem endar einhvernveginn með skoti. En Ólafur í markinu gerir glæislega að kýla boltann frá í hrúgunni í annað horn.
59. mín
Annað horn Höskuldur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Kyle skallar í annað horn hinum meginn.
58. mín
Blikar að fá horn!
56. mín
Kyle McLagan fer niður og þarf aðhlynningu. Spurning hvort hann hafi þurft smá Kyle-ingu.
55. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Fyrsta skiptingin
55. mín
Blikar í færi! Kiddi Jóns með sendingu upp völlinn á Benjamin Stokke sem keyrir upp völlinn. Hann reynir skotið en Kyle McLagan gerir frábærlega og kemst fyrir.
53. mín
Blikar vilja víti! Kiddi Jóns keyrir inn og teiginn og fer niður. Blikabekkurinn alls ekki sáttur en mér fannst þetta vera mjög lítið við fyrstu sýn.

UPPFÆRT: Þetta virðist hafa verið klárt víti!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
53. mín
Már Ægis fær boltan á vinstri kantinum og kemur með hann út á Fred. Hann tekur skotið í varnarmann og Blikar hreinsa.
52. mín
Færðu bílinn! Ef þú átt blaán Renault sem er í Úlfarsárdalnum, eða nálægt Fram heimilinu, átt þú vinsamlegast að færa hann í hvelli.
49. mín
Yfir Kiddi Jóns tekur spyrnuna sem fer yfir markið.
49. mín
Blikar að fá horn! Kiddi Jóns keyrir upp vinstri kantinn og kemur með boltann á fjærstöngina þar sem Viktor Karl er. Hann kemur boltanum í varnarmann og aftur fyrir. Horn sem Blikar eiga.
48. mín
Blikarnir byrja betur Blikarnir vinna boltann ofarlega á vellinum. Aron Bjarna fær boltann og keyrir af stað. Hann tekur svo skotið við vítateigslínuna sem fer rétt framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Það eru Framarar sem hefja hér leik á ný og sækja í átt að Vík í Mýrdal. Gestirnir sækja núna í átt að Breðiholtinu.
45. mín
Hálfleikur
Elías Ingi bætir engu við og flautar bara strax til hálfleiks.

Mjög tíðindalítill fyrri hálfleikur. En þó tvö mörk og ein (tvær) rugluð markvarsla.

Tökum okkur korter og mætum svo aftur að vörmu spori.
45. mín
Manni líður eins og Framarar séu líklegri að skora en Blikar fyrir hálfleik.
44. mín
Höskuldur og Kiddi taka spyrnuna stutt og koma með misheppnaða sendingu inn á teig Framara sem þeir ná svo að hreinsa frá.
44. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu!
40. mín
Ekkert að frétta Ekkert nýtt að frétta í þessu. Leikurinn hefur heldur betur róast.
34. mín
Þorri með fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Gummi Magg er skallar boltann fyrir markið. Boltinn er við það að fara til Viktors Bjarka áður en Anton Ari nær að kýla boltann frá. Damir dúndrar síðan boltanum burt.
32. mín
Ekkert nýtt í þessu Leikurinn er bara að þróast nákvæmlega eins og maður hélt að hann myndi gera fyrir leik. Breiðablik miklu meira með boltann á meðan Fram er að beita skyndisóknum og hafa fengið fullt af færum til þessa.
28. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Heldur betur verðskuldað. Keyrir Kidda Jóns niður.
27. mín
DAUÐAFÆRI! Tryggvi Snær keyrir upp hægri kantinn. Engin nálægt honum og hann fer inn á teiginn sem Framarar voru búnir að fjölmenna. Hann kemur með boltann út í teiginn á Már Ægis sem er gjörsamlega aleinn á auðum sjó og tekur skotið í fyrsta sem fer hátt yfir.

Þarna átti bakvörðurinn að gera betur!
27. mín
Höksuldur tekur spyrnuna inn á teig en Ólafur kýlir frá.
26. mín
Blikar að fá horn! Jason gerir vel úti vinstra meginn og sækir horn!
25. mín
Markamyndir!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

20. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
EKKI LENGI AÐ JAFNA ÞETTA! Viktor Karl með takta!

Kiddi Jóns fær boltann fljótlega eftir hornið. Hann kemur honum fyrir á Viktor Karl sem er með Kyle McLagan í bakinu. Hann nær á glæsilegan hátt að snúa með hann í bakinu og er þá skyndilega kominn einn á einn gegn Ólafi í markinu. Hann klárar svo með glæsibrag framhjá honum.

Allt orðið jafnt!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
20. mín
Kiddi Jóns tekur spyrnuna en Gummi Magg skallar boltann frá.
19. mín
Breiðablik að fá horn!
16. mín
Út í horn með boltann segir Halli Hróðmars
15. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
OG ÞEIR SKORA ÚR HORNINU! Tiago tekur spyrnuna stutt á Fred sem kemur boltanum fyrir. Þar er Gummi Magg mættur á nærstöngina og skallar hann inn. Og það tryllist allt í stúkunni!

Já ég skal segja ykkur það. Brekkan er strax orðin ótrúlega brött hjá Blikum!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

15. mín
Fram að fá horn Geggjuð pressa hjá Fram sem skilar þeim horni. Viktor Örn sendir boltann aftur fyrir í horn
14. mín
Hafliði Breiðfjörð er auðvitað á vellinum vopnaður myndavél
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

13. mín
Höskuldur tekur spyrnuna sem Framarar hreinsa frá.
12. mín
Breiðablik að fá horn!
7. mín
Markvarsla ársins! VAR ÞETTA EKKI INNI?!

Höskuldur kemur með boltann inn á teiginn. Boltinn fer beint á Patrik Johannesen sem var einn á auðum sjó inni á teig Blika. Ólafur ver frá honum frábærlega. Patrik nær þá aftur til boltans og ætlar að klára færið með því að fylgja eftir. En á einhvern ótrúlegan hátt nær Ólafur að verja frá honum aftur.

Munaði engu að þessi hafi verið inni!
6. mín
Alvöru stemning hjá Geiramönnum í blíðuni í Úlfarsárdalnum
4. mín
Byrjunarliðin Fram (5-3-2)
Ólafur
Alex - Adam - Kyle - Þorri - Már
Tryggvi - Tiago - Fred
Gummi M - Viktor

Breiðablik (4-3-3)
Anton Ari
Höskuldur - Damir - Viktor Ö. - Kristinn
Viktor - Alexander - Patrik J
Jason - Stokke - Aron
3. mín
Tiago kemur aftur með boltann inn á teiginn en núna reynir Gummi Magg skotið á nærstönginn isem fer rétt framhjá.
3. mín
Annað horn! Tiago með boltann inn á teiginn. Alex Freyr fær hann einn á auðum sjó og reynir hjólhestarspurnu sem Blikar skalla í annað horn.
2. mín
Fram að sækja hornspyrnu!
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað! Það eru gestirnir sem hefja leik og sækja í átt að Vík í Mýrdal

Gestirnir úr Kópavogi leika í hvítum treyjum, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum.

Heimamenn leika í bláum treyjum, hvítum stuttbuxum og bláum sokkum.
Fyrir leik
Styttist. Þá ganga liðin til vallar og klappa í átt að stuðningsmönnum.
Fyrir leik
!
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Framarar mættu Skagamönnum á heimavelli í seinustu umferð en þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn þeim gulklæddu. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir tvær breytingar á liðinu sínu frá þeim leik. Þeir Haraldur Einar og Magnús Þórðarson koma úr liðinu fyrir þá Viktor Bjarka Daðason og Alex Frey Elísson.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum á Stjörnunni í seinustu umferð Bestu deildarinnar. Aron Bjarnason kemur inn í liðið fyrir Kristinn Steindórsson.

Fyrir leik
Leikir liðanna í fyrra Liðin mættust tvisvar í deild í fyrra. Fyrsti leikurinn var háspennu leikur þar sem úrslitin réðust með seinustu spyrnu leiksins á Fylkisvellinum þar sem Kópavogsvöllur var í viðgerð. Seinni leikurinn var þá ívið rólegri þegar Blikar unnu góðan 1-0 sigur.


Fyrir leik
Teymið! Dómari leiksins er enginn annar en stórmeistarinn Elías Ingi Árnason. Honum til aðstoðar í dag eru þeir Andri Vigfússon og Bergur Daði Ágústsson. Arnar Ingi Ingvarsson er skiltadómari í dag en Ólafur Ingvar Guðfinnsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson

Fyrir leik
Jason svaraði Jason átti mjög góðan leik í seinustu umferð er Blikar unnu Stjörnumenn 2-1. Framherjinn hefur verið orðaður við Víkinga. Eða Víkingar eru taldir hafa átt samband við hann og boðað hann á fund. Jason mætti í viðtal eftir Stjörnuleikinn þar sem hann var meðal annars spurður út í þetta.

Fyrir leik
Helga spáir í spilin! Fótboltamamman Helga Birkisdóttir spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar. Helga mætti í skemmtilegri treyju þegar synir hennar mættust í Mjólkurbikarnum á dögunum; Birkir Már Sævarsson í Val og Aron Elí Sævarsson í Aftureldingu.

Treyjan er hálf Valstreyja og hálf Aftureldingartreyja.

„Þegar það var ljóst að Afturelding og Valur væru bæði í pottinum fyrir 16-liða úrslitin þá hafði ég sterkt á tilfinningunni að liðin myndu dragast saman. Þegar það svo raungerðist kom hugmyndin um að útbúa sérstaka treyju strax til umræðu enda ekki á hverjum degi sem þeir bræður keppa á móti hvor öðrum," segir Helga.

„Að leikurinn væri settur á þennan dag, 17. maí, á 95 ára afmælisdegi pabba heitins var auðvitað alveg einstakt fyrir okkur fjölskylduna. Hann var alla tíð þeirra besti stuðningsmaður, mætti á leiki og fylgdist með öllum úrslitum. "

„Halldór Einarsson í Henson tók mér fagnandi og var fljótur að græja þessa flottu treyju fyrir okkur. Kaleo auglýsingin varð fyrir valinu enda heimaleikurinn í Mosó og dagsetningin fékk að sjálfsögðu sinn fína sess. Þetta var einstök upplifun, skemmtilegur leikur og umgjörðin hjá Aftureldingu til fyrirmyndar."

Mynd: Raggi Óla

Fram 1 - 2 Breiðablik (í dag 17:00)
Breiðablik mæta mjög einbeittir í Úlfarsárdalinn og Anton Ari ver víti. Jason Daði og Kristinn Steindórs setja mörkin fyrir Blika. Hinn efnilegi Breki Baldurs setur spennu í lok leiks en markið kemur því miður of seint.


Fyrir leik
Blikar elta Blikar hafa kannski ekki farið af stað eins og þeir vildu en þeir hafa tapað tveimur leikjum og unnið 5. Þeir eru strax komnir í smá eltingarleik við Víkinga en ef allt er eðlilegt mun Breiðablik vera í þessari baráttu með Víkingum í sumar. Mikilvægt er fyrir Breiðablik að sækja í sigur í dag svo þeir falli ekki of langt frá Víkingum of snemma.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Koma með kassan úti
Blikar koma fullir sjálfstrausti inn í þennan leik. Seinasti leikurinn þeirra var gegn Stjörnunni á heimavelli. Blikar uppskáru þar góðan 2-1 sigur en mörk Blika skoruðu Patrik Johannesen og Jason Daði.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Frábærir Framarar Það er óhætt að segja það að Framarar hafa byrjað leiktíðina vonum framar. Aðeins búnir að tapa einum leik sem var gegn Víkingum en það var afar umdeildur leikur. Annars eru þeir með þrjá sigra og þrjú jafntefli og eru á efri helmingnum. Með sigri í dag jafna þeir Breiðablik á stigum. Þeir eru einnig mættir í 8-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum en það er afar bjart yfir Úlfarsárdalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Besta vörnin
Seinasti leikur Framara var á heimavelli gegn Skagamönnum. Það gerðist eitt í þeim leik sem maður hefur ekki séð oft á þessu tímabili þegar Framarar misstu niður forystu. Varnarleikur Fram hefur verið til háborinnar fyrirmyndar en þeir hafa einungis fengið 5 mörk á sig í 7 leikjum. Það er besta vörnin í deildinni. Innkoma Kyle McLagan í liðið hefur verið stórkostleg en hann hefur átt stórmagnað tímabil til þessa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang Besta! Heil og sæl ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fram og Breiðabliks í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('55)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('86)
9. Patrik Johannesen ('67)
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson ('86)
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke ('67)
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('55)
10. Kristinn Steindórsson ('67)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('67)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('86)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('86)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('93)

Rauð spjöld: