Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 21. maí 2024 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mikill léttir að hafa náð að klára þetta. Vorum kannski svolítið undir og gott að ná í þrjú stig." Sagði Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

Breiðablik skoraði annað mark sitt í leiknum á markamínútunni frægu en fengu svo á sig vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleik sem að Emil Atlason skoraði úr. 

„Það er nátturlega þreytt að vera nýbúnir að skora og fá svo beint mark í grillið. Ég sá ekkert hvort að þetta hafi verið víti eða ekki en þetta var bara þreytt í rauninni." 

Leikur Breiðabliks datt svolítið niður þegar leið á leikinn og voru þeir komnir í svolítið 'survival mode' undir restina. 

„Já við vorum bara lélegir. Gott samt að ná að grinda þetta út. Ég var bara mjög sáttur með það."

Jason Daði hefur verið svolítið í umræðunni síðustu vikuna eftir að það spurðist út að Víkingur og Valur hefðu sett sig í samband við hann um að bjóða honum samning þegar hans samningur rennur út hjá Breiðablik í lok tímabils. Jason Daði staðfesti það að þessi lið hafa sett sig í samband. 

„Já þau hafa gert það en það eru ekki neinar viðræður í gangi þannig ég er bara leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér." 

Breiðablik hafa þá einnig reynt að framlengja við Jason Daða.

„Já auðvitað og við bara höldum því samtali áfram." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner