Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
   þri 21. maí 2024 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mikill léttir að hafa náð að klára þetta. Vorum kannski svolítið undir og gott að ná í þrjú stig." Sagði Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

Breiðablik skoraði annað mark sitt í leiknum á markamínútunni frægu en fengu svo á sig vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleik sem að Emil Atlason skoraði úr. 

„Það er nátturlega þreytt að vera nýbúnir að skora og fá svo beint mark í grillið. Ég sá ekkert hvort að þetta hafi verið víti eða ekki en þetta var bara þreytt í rauninni." 

Leikur Breiðabliks datt svolítið niður þegar leið á leikinn og voru þeir komnir í svolítið 'survival mode' undir restina. 

„Já við vorum bara lélegir. Gott samt að ná að grinda þetta út. Ég var bara mjög sáttur með það."

Jason Daði hefur verið svolítið í umræðunni síðustu vikuna eftir að það spurðist út að Víkingur og Valur hefðu sett sig í samband við hann um að bjóða honum samning þegar hans samningur rennur út hjá Breiðablik í lok tímabils. Jason Daði staðfesti það að þessi lið hafa sett sig í samband. 

„Já þau hafa gert það en það eru ekki neinar viðræður í gangi þannig ég er bara leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér." 

Breiðablik hafa þá einnig reynt að framlengja við Jason Daða.

„Já auðvitað og við bara höldum því samtali áfram." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir