Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
FH
3
3
Fram
Úlfur Ágúst Björnsson '22 , víti 1-0
Vuk Oskar Dimitrijevic '43 2-0
Sigurður Bjartur Hallsson '59 3-0
3-1 Alex Freyr Elísson '63
Böðvar Böðvarsson '79
3-2 Haraldur Einar Ásgrímsson '80
3-3 Kyle McLagan '86
31.05.2024  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigning
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 567
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('83)
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('73)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason ('83)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson ('73)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('83)
11. Arnór Borg Guðjohnsen
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
25. Dusan Brkovic ('83)
27. Jóhann Ægir Arnarsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('57)
Björn Daníel Sverrisson ('85)

Rauð spjöld:
Böðvar Böðvarsson ('79)
Leik lokið!
Rosalegur leikur hér í kvöld. Ég er bara hálf orðlaus hérna.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld
90. mín
+3 í uppbótartíma
90. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
89. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
86. mín MARK!
Kyle McLagan (Fram)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
ÞEIR JAFNA Halli tekur spyrnuna sem dettur beint fyrir Kyle sem setur hann í netið.

Þvílíkur leikur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

85. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Fram fær aukaspyrnu í fínni fyrirgjafarstöðu
83. mín
Inn:Dusan Brkovic (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
83. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Baldur Kári Helgason (FH)
82. mín
Í hálfleik átti ég von á því að þetta myndi vera öruggur sigur hjá FH í kvöld. Leikurinn hefur hins vegar heldur betur tekið breytingum og það stefnir í spennandi lokakafla hér í Kaplakrika
80. mín MARK!
Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
Endurkoma í spilunum? Halli tekur spyrnuna og setur hann í markmannshornið. Nú er komin smá spenna í þennan leik

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

79. mín Rautt spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
FH manni færri Böddi brýtur á Tryggva hér rétt fyrir utan teig og uppsker sitt seinna gula spjald hér í dag. Aukaspyrnan á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig
76. mín
FH fær aðra hornspyrnu Ekkert kemur úr henni
75. mín
FH fær hornspyrnu
73. mín
Inn:Ólafur Guðmundsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Heimir að þétta vörnina
72. mín
Nálægt Kjartan Kári keyrir hér á vörn Fram og sendir boltann inn fyrir á Vuk sem á skot rétt framhjá marki
71. mín
...og það kemur ekkert úr spyrnunni
70. mín
FH fær hornspyrnu
69. mín
Mikilvæg tækling Sigurður Bjartur tekur boltann niður hér miðsvæðis og sendir hann í gegn á Kjartan Kára en Alex á gríðarlega góða tæklingu og boltinn endar í innkasti
67. mín
Gummi Magg fellur eitthvað niður í teignum en sýndist lítið vera í þessu. Að öðru leyti kom ekkert út úr hornspyrnunni
66. mín
Fram fær hornspyrnu
63. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Stoðsending: Guðmundur Magnússon
VÁÁÁÁ Alex fær boltann hérna rétt fyrir utan teig vinstra megin og svoleiðis hamrar honum í netið. Boltinn sleikir nánast samskeytin á nærstönginni og Sindri á engan séns í þennan bolta

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

62. mín
ÍSAK ÓLI VER Á LÍNU Það kemur fyrirgjöf inn á teig FH þar sem Viktor Bjarki rís manna hæstur og skallar boltann framhjá Sindra en Ísak Óli ver á línu

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

59. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
Fær sendingu í gegn vinstra megin á vellinum, keyrir inn í teig og leggur hann snyrtilega í markið

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

57. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
52. mín
BÖDDI LÖPP VÁ Boltinn berst hér miðsvæðis ca. 30 metrum frá markinu til Bödda sem þrusar honum í átt að markinu og rétt framhjá marki. Hefði verið þvílíkt mark
48. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnunni
47. mín
FH fær hornspyrnu Vuk stingur sér hér inn fyrir vörn Framara og nær að pota í boltann sem Óli ver í horn
46. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
Þreföld skipting hjá Rúnari!
46. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
46. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram) Út:Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Vuk sparkar okkur af stað
45. mín
Hálfleikur
FH með sanngjarna forystu inn í hálfleikinn. Framarar fengið fá færi hér í fyrri hálfleik.

Nú fá lesendur góðfúslegt leyfi undirritaðs til þess að horfa á forsetakappræðurnar á RÚV í korter.
45. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
+3 Fyrir tuð sýndist mér
45. mín
+4 í uppbótartíma
43. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
Stoðsending: Kjartan Kári Halldórsson
Þeir tvöfalda forystuna! Kjartan Kári með frábæra fyrirgöf af vinstri kantinum sem berst inn á miðjan teig beint í hlaupaleið Vuk sem er ekki í miklum vandræðum með að stanga boltann í netið. Óli var ekki alveg viss hvort hann ætti að fara út í fyrirgjöfina eða ekki. Hik er það sama og tap.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

41. mín
Boltinn berst til Úlfs í axlahæð sirka og Þorri hoppar upp í boltann og virðist fara eitthvað með takkana í Úlf. En enginn skaði skeður
41. mín
Leikurinn heldur af stað á ný
39. mín
Heimir og Kjartan fara aðeins yfir stöðuna með sínum leikmönnum á meðan
38. mín
Þorri fær hér aðhlynningu eftir að hafa farið í skallabolta við Úlf. Virðist vera ökklinn
36. mín
Þorri brýtur á Ástbirni miðsvæðis og stúkan nokkuð ósátt. Pétur dæmir hins vegar bara aukaspyrnu
35. mín
Björn Daníel með helvíti fallega sendingu Björn Daníel á hér gullfallega sendingu á Kjartan Kára sem stingur sér í gegn en hann er rangstæður tæplega
33. mín
Böddi tekur spyrnuna en ekkert kemur úr henni
32. mín
FH fær hornspyrnu Smá vandræðagangur í varnarleik Fram sem endar með því að FH fær hornspyrnu
31. mín
Kjartan Kári með skot utan af teig Kjartan Kári fær hér boltann í hálfsvæðinu vinstra megin á vellinum og reynir skotið en Óli á ekki í miklum vandræðum með það
28. mín
Fram fær hornspyrnu Fram kemst hér í hættulegt færi þar sem Alex á skot sem Sindri ver í horn. Haraldur tekur síðan spyrnuna fyrir Fram en ekkert kemur úr henni
22. mín Mark úr víti!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
FH kemst yfir Setur hann fast hægra megin. Óli skutlaði sér í rétta átt en spyrnan var mjög góð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

19. mín
VÍTI!!!! Böddi tekur hornspyrnuna og Gummi Magg brýtur á Ísaki Óla. Sýndist þetta vera rétt hjá Pétri en þyrfti að sjá þetta aftur. FH setur hann reyndar í netið stuttu eftir að Pétur flautar en leikmenn kvörtuðu nú ekkert yfir því
19. mín
FH fær hornspyrnu Skemmtilegt spil hjá FHingum hægra megin á vellinum sem endar með því að Vuk sækir hornspyrnu
15. mín
Lúmskur Ástbjörn Ástbjörn á hér fyrirgjöf af hægri kantinum sem svífur rétt yfir netið hjá Óla. Átti líklegast ekki að vera skot en stúkan var hrifin af þessu
9. mín
FH hornspyrna Kjartan tekur hornspyrnuna en ekkert kemur úr henni
8. mín
Hættuleg aukaspyrna! Björn Daníel og Kjartan Kári standa yfir boltanum og Kjartan tekur spyrnuna. Hún fer yfir vegginn og Óli nær að blaka boltanum út í hornspyrnu
8. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað Úlfur sækir hér aukaspyrnu á stórhættulegum stað hægra megin við vítateiginn.
6. mín
FHingar voru að fara komast í hraðaupphlaup en Tryggvi brýtur á Vuk á miðlínunni. Stuttu seinna fær Vuk boltann aftur við miðlínu en Tiago fer harkalega í bakið á honum.
5. mín
Liðsuppstillingar FH (4-3-3)
Kjartan - Sigurður - Vuk
Úlfur
Björn - Baldur
Böðvar - Grétar - Ísak - Ástbjörn
Sindri

Fram (5-3-2)
Magnús - Gummi M
Fred - Tiago - Tryggvi
Haraldur - Þorri - Kyle - Adam - Alex
Ólafur
4. mín
Fram fékk hornspyrnu sem Haraldur tók en það kom ekkert úr henni
1. mín
Leikur hafinn
Fram byrjar með boltann
Fyrir leik
Nýju búningarnir
Fyrir leik
Handboltaliðið heiðursgestir Handboltalið FH labbar hér inn á völlinn með Íslandsmeistaratitilinn sinn og stúkan fagnar.
Fyrir leik
Styttist í leik Það rignir soldið hérna í Hafnarfirðinum en það er fínasta mæting í stúkuna. Liðin eru farin inn í klefana sína og það styttist í leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús Heimir Guðjónsson gerir eina breytinga á sínu liði frá jafnteflinu gegn Val í síðustu umferð. Baldur Kári Helgason kemur inn í liðið í stað Loga Hrafns Róbertssonar sem tekur út leikbann í kvöld vegna uppsafnaðra áminninga.

Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Breiðablik í síðustu umferð. Viktor Bjarki Daðason og Már Ægisson taka sér sæti á bekknum. Í þeirra stað koma Haraldur Einar Ásgrímsson og Magnús Þórðarson inn í byrjunarliðið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Nýr búningur kynntur hjá FH eftir örskamma stund
Fyrir leik
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Íslandsmeistarinn Jóhannes Berg Andrason er spámaður umferðarinnar. Hann varð Íslandsmeistari í handbolta með FH eftir sigur á Aftureldingu.

FH 2 - 0 Fram
Mikil stemming í krikanum þessa daganna. Þetta er öruggur 2-0 sigur FH, Úlfur setur hann i fyrri síðan mætir minn maður Dusan inná í seinni og stangar hann inn nýklipptur.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Dómarateymið í dag KSÍ teflir fram öflugu fimm manna liði. Pétur Guðmundsson fer með flautuvöldin hér í dag. Honum til halds og trausts á hliðarlínunni eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Antoníus Bjarki Halldórsson. Guðmundur Páll Friðbertsson er varadómari og Einar Örn Daníelsson er eftirlitsmaður.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Rúnar Kristins eftir síðasta leik Fram tapaði 1-4 gegn Breiðablik í síðastu umferð. Í viðtali eftir leik var Rúnar Kristinsson spurður út í þennan leik gegn FH.

„Við þurfum að skoða FH-ingana, þeir eru öflugir. Fyrsti leikur á grasi í sumar, frá því í æfingarferðinni reyndar. Það verður áhugavert að sjá hvernig við verðum þá.“

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heimir Guðjóns eftir síðasta leik FH gerði 2-2 jafntefli við Val í síðustu umferð. Heimir Guðjónsson hafði þetta m.a. að segja í viðtali eftir leik.

„Við spiluðum góðan bolta, leystum pressuna þeirra með stuttum og lengri sendingum og náðum að færa boltann. Við vorum með línuna hátt og þéttir. Þetta var heilt yfir mjög góður fyrri hálfleikur fyrir utan að við misstum aðeins einbeitinguna í hornspyrnunni. Við sköpuðum mjög góð færi og vorum heilt yfir mjög góðir í þessum leik. Þess vegna voru vonbrigði að við skyldum ekki fá meira út úr honum."



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni FH situr í 5. sæti deildarinnar um þessar mundir með 13 stig, jafnmörg og Stjarnan sem situr í 4. sæti.

Fram situr hins vegar í 6. sæti deildarinnar með 12 stig.
Fyrir leik
Velkomin! Komið sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá 9. umferð í Bestu deild karla. Í kvöld mætir Fram í heimsókn í Kaplakrika til FH.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('46)
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('46)
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes ('46)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('46)
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
16. Viktor Bjarki Daðason ('46)
23. Már Ægisson ('46)
25. Freyr Sigurðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('45)
Kyle McLagan ('89)
Tryggvi Snær Geirsson ('90)

Rauð spjöld: