Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Í BEINNI
Fótbolti.net bikarinn
KFA
21' 0
0
ÍH
Dalvík/Reynir
2
2
Grótta
Áki Sölvason '16 1-0
Amin Guerrero Touiki '30 2-0
2-1 Gabríel Hrannar Eyjólfsson '53
2-2 Damian Timan '82
Chris Brazell '95
01.06.2024  -  16:00
Dalvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Amin Guerrero
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
Nikola Kristinn Stojanovic ('70)
4. Alejandro Zambrano Martin
5. Freyr Jónsson
6. Þröstur Mikael Jónasson
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson
19. Áki Sölvason
23. Amin Guerrero Touiki
26. Dagbjartur Búi Davíðsson
30. Matheus Bissi Da Silva

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
7. Björgvin Máni Bjarnason
9. Jóhann Örn Sigurjónsson ('70)
11. Viktor Daði Sævaldsson
15. Bjarmi Fannar Óskarsson
16. Tómas Þórðarson
25. Elvar Freyr Jónsson

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Borja López
Sveinn Arndal Torfason
Sinisa Pavlica

Gul spjöld:
Amin Guerrero Touiki ('2)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin deila stigunum Hörkuleikur að baki. Fjögur mörk, tvö á hvort lið og eitt stig sömuleiðis.

Gestirnir náðu að koma til baka í síðari hálfleiknum eftir að heimamenn höfðu haft tveggja marka forustu í leikhléi.

Viðtöl og skýrsla framundan. Takk í dag.
95. mín
Skot! Gunnlaugur Rafn með hörkuskot fyrir utan teig en framhjá markinu!
95. mín
Horn Heimamenn fá hornspyrnu.
95. mín Rautt spjald: Chris Brazell (Grótta)
Ósáttur við að hafa ekki fengið aukaspyrnuna.
94. mín
D/R fær aukaspyrnu við miðlínu. Síðasti sjéns?
92. mín
Damian spyrnir inn í teig en Alejandro skallar burt.
92. mín
Boltinn kemur inn í teig en heimamenn ná að hreinsa afturfyrir.
91. mín
Langt innkast Gestirnir fá möguleika til að koma boltanum inn í teig.
90. mín
Lokamínútan Venjulegur leiktími að líða. Spurning hvað við fáum í uppbót.
84. mín
Allt jafnt á nýjan leik. Spennandi lokamínútur framundan en byrinn er allur með gestunum.
82. mín MARK!
Damian Timan (Grótta)
Skorar Fast niðri í hornið vinstra megin. Franko í rétt horn en náði ekki til boltans.
82. mín
Damian fer á punktinn.
80. mín
Víti! Gunnar Oddur er að dæma víti á heimamenn.

Bæði leikmenn og stúkan alls ekki sammála þessu en það breytir engu. Grímur var sá sem sótti þennan dóm.
78. mín
Skot Fín tilraun fyrir utan teig. Grímur að mér sýndist eiga skotið en Franko ver vel.

Arnar Þór lætur til sín taka. Skapar þetta færi með því að vinna boltann í loftinu.
76. mín
Inn:Arnar Þór Helgason (Grótta) Út:Kristófer Melsted (Grótta)
Arnar Þór fer upp á topp. Alvöru hæð í fremstu víglínu.
75. mín
Freyr verst vel gegn Valdimar en hornspyrna niðurstaðan.

Heimamenn gera vel í að losa boltann burt. Sóknarþungi gestanna að aukast.
73. mín
Múrinn Fast skot en vörnin kemst fyrir boltann. Þarna sluppu heimamenn.
72. mín
Allir leikmenn D/R utan Amin niðri á línu Dómarinn flautar ..
71. mín
Óbein aukaspyrna! Gunnar Oddur flautar og dæmir óbeina aukaspyrnu inni í teig heimamanna. Leikmenn fórna höndum.

70. mín
Inn:Jóhann Örn Sigurjónsson (Dalvík/Reynir) Út:Nikola Kristinn Stojanovic (Dalvík/Reynir)
Fyrsta breyting D/R Nikola átt fínan leik. Jóhann inn.
68. mín
Bannað að ýta ,,Hætt þú að ýta" segir Gunnar Oddur þegar Freyr kvartar undan olnbogaskoti frá Valdimar.
66. mín
Enn ein aukaspyrnan sem gestirnir fá, á nákvæmlega sama stað. Aftur er það Damian yfir boltanum.

Boltinn inn í teig en í gegnum allt og alla. Markspyrna.
63. mín
Færi! Langt innkast frá hægri inn í teig heimamanna. Gróttumaður nær skalla að marki en nær engum krafti svo boltinn endar í höndum Franko.
61. mín
Önnur aukaspyrna á sama stað. Boltinn dettur dauður inni í teig en gestirnir ná ekki að gera sér mat úr þessu. Sóknin heldur hinsvegar áfram þar til Rúnar Helgi sækir aukaspyrnu.
60. mín
Spyrnan frá Damian góð. Arnar nær skallanum en boltinn vel framhjá markinu.
59. mín
Grímur fær aukaspyrnu úti hægra megin. Gestirnir stilla upp.
58. mín
Horn Áki tekur spyrnuna. Boltinn inn á teig en aukaspyrna dæmd á Amin sem stjakaði við Rafal í markinu.
57. mín
Lífleg byrjun Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks hafa verið æsispennandi. Tæklingar, færi, læti og mark.

Meira svona.
55. mín Gult spjald: Tareq Shihab (Grótta)
Fyrir brot á Amin. Óviljaverk að öllum líkindum en verðskuldaði spjald.
53. mín MARK!
Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Gestirnir minnka muninn! Axel gerir vel í að lyfta boltanum innfyrir vörn D/R, á Gabríel sem skýtur að marki með vinstri fæti upp í hornið fjær.

Afar snoturt mark.
53. mín
Leikurinn enda á milli í upphafi síðari hálfleiks.
50. mín
Færi Valdimar með fína tilraun úr teig. Skot með vinstri fæti en yfir markið.
46. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Tómas Orri Róbertsson (Grótta)
Tvöföld breyting
46. mín
Inn:Valdimar Daði Sævarsson (Grótta) Út:Aron Bjarki Jósepsson (Grótta)
Tvöföld breyting
46. mín
Leikur hafinn
Síðari hálfleikur Verk að vinna fyrir gestina sem eru tveimur mörkum undir.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn leiða með tveimur mörkum Góður hálfleikur að baki hjá D/R. Amin verið akkilesarhæll Gróttu í fyrri hálfleiknum með bæði stoðsendingu og mark.

Gestirnir hafa séð mikið til boltans og sótt en án þess að skapa sér neitt alvöru marktækifæri.

Spennandi fjörtíu og fimm framundan.
45. mín
Víti? Grótta vill fá vítaspyrnu eftir að Kristófer lætur vaða að marki. Vilja meina að boltinn hafi farið í hönd leiksmanns D/R.

Tríóið vill meina að ekkert hafi verið að þessu.
44. mín
Spyrnan góð frá Áka en dæmd aukaspyrna svo gestirnir geta andað léttar.
43. mín
Horn D/R fær horn eftir snarpa sókn.
39. mín
Tareq fer niður í teig heimamanna en ekkert dæmt. Hann var ekki að biðja um neitt sjálfur en félagar hans reyndu að fá eitthvað gefins.
38. mín
Spyrnan frá Áka föst en heimamenn ná að halda sókninni á lífi. Boltinn endar í höndum Rafals fyrir rest.
36. mín
Rúnar Helgi vinnur aukaspyrnu úti vinstra megin. Damian mögulega heppinn að sleppa við spjaldið.

Spyrnan föst fyrir frá Áka en Gróttumenn skalla boltann í horn.
34. mín
Langt innkast Patrik kastar boltanum inn á teig þar sem Gróttumenn vinna skallann. Boltinn dettur hinsvegar þægilega fyrir Franko sem handsamar.
30. mín MARK!
Amin Guerrero Touiki (Dalvík/Reynir)
Stoðsending: Freyr Jónsson
Tvö núll Flott sókn heimamanna!

Freyr gerir vel úti hægra megin og sendir fastann bolta inn í teig meðfram jörðinni. Á ferðinni kemur Amin, tekur snertingu áður en hann skýtur að marki með hægri fæti og boltinn í stöngina vinstra megin og inn.
24. mín
Boltinn í vegginn en heimamenn ná ekki að losa boltann. Grótta fær aðra tilraun hinumegin á vellinum. Stúkan farin að pirra sig á manninum með flautuna.

23. mín
Aukaspyrna við vítateigshorn Damian fer niður og heimamenn allt annað en sáttir.
16. mín MARK!
Áki Sölvason (Dalvík/Reynir)
Stoðsending: Amin Guerrero Touiki
Heimamenn komnir yfir D/R hefur ekki átt margar sóknir í þessum leik en þessi bar árangur.

Frábær pressa frá Amin verður til þess að boltinn berst á Áka sem klárar af stuttu færi. Mögulega stoðsending frá Arnari í vörninni en gefum Amin þetta.
15. mín
Gestirnir vilja aukaspyrnu við vítateigshornið þegar Tómas Orri fer niður. Ekkert dæmt.
10. mín
Brot eða víti? Langur bolti frá öftustu línu Gróttu í þá fremstu þar sem virðist brotið á Matheus. Ekkert dæmt og þá vill Tómas Orri fá víti.

Gunnar Oddur veifar höndum og dæmir ekkert.
9. mín
Skýrslan í ruglinu og stemmir ekki við lið Gróttumanna enda tveir leikmenn skráðir númer 22.

Skal gera mitt allra besta við að koma þessu sem réttast frá mér.
6. mín
Beint í hendur Franko.
6. mín
Horn Gestirnir eiga hornspyrnu.
2. mín Gult spjald: Amin Guerrero Touiki (Dalvík/Reynir)
Galið spjald Skýtur að marki eftir að flautað hafði verið. Alveg tilgangslaust en Gunnar Oddur gefur enga sjénsa.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru hvítklæddir gestirnir sem hefja leik.
Fyrir leik
Hér koma liðin Leikmenn ganga inn á gras og eru kynntir til leiks af látúnsbarkanum Magna Þór Óskarssyni.

Góða skemmtun.
Fyrir leik
Korter Styttist í að leikmenn beggja liða gangi aftur til búningsherbergja. Stundarfjórðungur til stefnu.
Fyrir leik
Í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gengi liða Fyrir leik sitja gestinir í þriðja sæti deildarinnar með átta stig en heimamenn í sjöunda með fimm.

D/R gerði jafntefli úti gegn ÍR í síðustu umferð en Grótta vann 4-3 heimasigur gegn Leikni í hörkuleik.
Fyrir leik
Velkomin til leiks Vel viðrar til knattspyrnuiðkunar á Dalvík þrátt fyrir að minna sjáist til sólar.

Sjómannadagshelgin er gengin í garð og vonandi verðum vel mætt í stúkuna.
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
5. Patrik Orri Pétursson
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
17. Tómas Orri Róbertsson ('46)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('46)
19. Kristófer Melsted ('76)
22. Tareq Shihab
23. Damian Timan
29. Grímur Ingi Jakobsson

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason ('76)
3. Eirik Soleim Brennhaugen
6. Alex Bergmann Arnarsson
7. Valdimar Daði Sævarsson ('46)
11. Axel Sigurðarson ('46)
15. Ragnar Björn Bragason
21. Hilmar Andrew McShane

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Magnús Örn Helgason
Dominic Ankers
Viktor Steinn Bonometti
Simon Toftegaard Hansen

Gul spjöld:
Tareq Shihab ('55)

Rauð spjöld:
Chris Brazell ('95)