Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Besta-deild karla
KA
LL 1
0
Víkingur R.
Lengjudeild karla
Þór
LL 0
1
Þróttur R.
Besta-deild karla
HK
LL 1
1
Vestri
Lengjudeild karla
ÍBV
LL 1
0
Dalvík/Reynir
Besta-deild kvenna
Valur
LL 2
1
Keflavík
Besta-deild kvenna
Stjarnan
LL 0
1
Breiðablik
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
LL 2
1
FH
Valur
2
2
Víkingur R.
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson '35
Gylfi Þór Sigurðsson '54 , víti 1-1
1-2 Valdimar Þór Ingimundarson '58
Gylfi Þór Sigurðsson '94 , víti 2-2
18.06.2024  -  20:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Fallegt og hlýtt sumarkvöld í Reylkjavík
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1834
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson
7. Aron Jóhannsson ('59)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('78)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('59)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
17. Lúkas Logi Heimisson
21. Jakob Franz Pálsson
22. Adam Ægir Pálsson ('78)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Orri Sigurður Ómarsson ('20)
Hólmar Örn Eyjólfsson ('38)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('53)
Gylfi Þór Sigurðsson ('96)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Var hann ömurlegur í dag?
Hvað réði úrslitum?
Hvað skal segja? Heilt yfir fannst mér Valsmenn betri í leiknum. Ég hélt að við værum að fara að sjá týpiskan Víkingssigur bæði eftir að Valdimar kom þeim yfir í fyrra skiptið og seinna skiptið. Þegar Víkingar komust í 2-1 fóru þeir að bakka mjög neðarlega á völlinn og leyfðu Val að koma dálítið á sig. Arnar talaði um að hann var ekki sáttur með það en eftir að þeir bökkuðu svona neðarlega beið maður bara hreinlega eftir jöfnunarmarkinu. Sem kom svo djúpt inn í uppbótartíma úr heldur betur umdeildri vítaspyrnu. Valsmenn heilt yfir betri en bjarga stigi. Bæði lið væntanlega brjáluð.
Bestu leikmenn
1. Gylfi Þór Sigurðsson
Held að þetta sé ekkert nýtt sem ég er að segja en hann er bara í einhverjum öðrum heimi en aðrir leikmenn í þessari deild. Gjörsamlega sturlaður í dag og sýndi það enn eina ferðina að hann er besta vítaskytta sem við Íslendingar eigum. Þessar vítaspyrnu voru eitthvað annað og það eru fáir í heiminum, ef einhverjir, sem geta varið þetta. Langbesti leikmaður deildarinnar.
2. Oliver Ekroth
Ekki nóg með það að hann leit ekkert eðlilega harður út með þessa grímu heldur þá spilaði hann líka feykivel í hjartanu í kvöld. Þegar Víkingar fóru í þetta suffer mode eftir 2-1 markið þeirra var hann gjörsamlega stórkostlegur. Ég veit að hann gefur þetta víti en ég er ekkert endilega á því að þetta hafi verið víti. Annars fyrir utan það var hann gífurlega góður og sýndi það og sannaði enn eina ferðina hversu mikilvægur hann er fyrir þetta Víkingslið.
Atvikið
Klárlega seinna vítaspyrnan sem Valsmenn fengu. Fannst þetta alltaf víti við fyrstu sýn en eftir að hafa séð þetta aftur og aftur er ég ekki á því að þetta hafi verið víti. Risa ákvörðun sem gæti haft stór áhrif á lokaútkomu mótsins.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingur eru áfram á toppnum og verða það eftir þessa umferð. Valsmenn jafna Blika á stigum sem eiga leik á morgun gegn KA.
Vondur dagur
Aron Jóhannsson átti ekki sinn besta leik í dag fannst mér. Hann kom með tvo fína bolta upp völlinn í fyrri hálfleik minnir mig en hann var að ströggla varnarlega og var tekinn útaf, vegna meiðsla reyndar, í seinni hálfleik.
Dómarinn - 5,5
Heilt yfir fyrir utan þessar stóru ákvarðanir og uppbótartíman fannst mér þetta vel dæmdur leikur. En þú ert dæmdur á stórum ákvörðunum sem dómari og þær voru ekki réttar í dag að mínu mati eftir að hafa skoðað þær aftur. Víkingar áttu einnig að fá víti í byrjun leiks þegar Niko Hansen var tekinn niður. Seinna vítið er ég samt sem áður á báðum áttum með. En mér fannst línan öðruvísi í seinni hálfleiknum en hún var í þeim fyrri. Leikurinn leystist svo upp í einhverja vitleysu í uppbótartímanum og mér fannst dómararnir ekki leysa það vel. Arnar kallaði Ívar Orra ekki ömurlegan í viðtali eftir leikinn líkt og hann gerði eftirminnilega eftir leikinn gegn Blikum í fyrra en hann tjáði sig bara alfarið ekkert um dómgæsluna eftir leikinn í kvöld. Hann var ekki ömurlegur en ekki góður í dag að mínu mati.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
10. Pablo Punyed
17. Ari Sigurpálsson ('62)
21. Aron Elís Þrándarson ('67)
23. Nikolaj Hansen (f) ('78)
24. Davíð Örn Atlason ('78)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson ('62)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('78)
12. Halldór Smári Sigurðsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('78)
27. Matthías Vilhjálmsson ('67)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Jón Guðni Fjóluson ('50)
Nikolaj Hansen ('53)
Oliver Ekroth ('53)
Valdimar Þór Ingimundarson ('87)
Ingvar Jónsson ('92)
Arnar Gunnlaugsson ('93)

Rauð spjöld: