Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
Í BEINNI
Úrslitaleikur EM
Spánn
LL 2
1
England
Tindastóll
0
0
Stjarnan
Gwendolyn Mummert '8 , misnotað víti 0-0
06.07.2024  -  16:15
Sauðárkróksvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Breki Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('78)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
7. Gabrielle Kristine Johnson
9. María Dögg Jóhannesdóttir (f)
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('46)
14. Lara Margrét Jónsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir
27. Gwendolyn Mummert
28. Annika Haanpaa
30. Jordyn Rhodes

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
4. Birna María Sigurðardóttir
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
11. Aldís María Jóhannsdóttir ('46)
20. Kristrún María Magnúsdóttir ('78)
21. Emelía Björk Elefsen
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Krista Sól Nielsen
Sveinn Sverrisson
Lee Ann Maginnis
Jón Hörður Elíasson
Nikola Stoisavljevic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Kristín Dís reyndist sannspá. Markalaust jafntefli niðurstaðan hér.

Þakka fyrir mig í bili.
92. mín
Stjarnan vinnur horn. 30 sekúndur eftir af uppgefnum uppbótartíma. Ekkert verður úr.
90. mín
Jordyn með skot sem Erin á ekki í basli með að handsama.

Uppbótartími er að lágmarki tvær mínútur.
87. mín
Esther Rós í fínu skotfæri en setur boltann yfir markið
85. mín
Stólar pressa
Laufey í skotfæri en Anna María hendir sér fyrir skot hennar.

Tindastóll fær horn sem ekkert kemur upp úr.
81. mín
Stóhættulegur bolti inn á teig Stjörnunar
Laufey með frábæra sendingu í svæði milli varnar og markmanns. Heimakonur hársbreidd frá því að ná til boltanns sem siglir út af.
78. mín
Inn:Kristrún María Magnúsdóttir (Tindastóll ) Út:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll )
76. mín
Esther Rós fer niður í teignum í baráttu við Láru Margréti. Veik köll um víti.

Ekki til umræðu frá mér séð. Spot on að láta leik halda áfram hjá Breka.
74. mín
Hugrún sleppur í gegn
Kemst í boltann í öftustu línu Stjörnunar og dettur í dauðafæri. Tekur skotið af vítateigslínu en Erin með frábæra vörslu.
73. mín
Gabrielle Kristine með skot, fín tilraun en beint á Erin
70. mín
Stjarnan í hálffæri
Úlfa vinnur boltann hátt á vellinum og setur boltann beint fyrir markið. Gyða mætt á fjær en nær ekki að taka boltann með sér sem siglir aftur fyrir
63. mín
Mjög lítið að frétta af vellinum síðustu mínútur.
55. mín
Inn:Hrefna Jónsdóttir (Stjarnan) Út:Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan)
54. mín

Úlfa Dís reynir skotið fyrir Stjörnuna. Leikur inn völlinn frá vinstri áður en hún lætur vaða en skotið fjarri markinu.
51. mín

Annika Haanpaa kemst inn í sendingu á vallarhelmingi Stjörnunar, nær að taka boltann með sér og fer í skotið en boltinn rétt framhjá markinu.
50. mín
Fer nokkuð rólega af stað þessi síðari hálfleikur. Stjarnan skarpari heilt yfir á þessum fyrstu mínútum þó. Ekki mikið á milli þó.
46. mín
Inn:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll ) Út:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll )
46. mín
Síðari hálfleikur rúllar af stað
Heimakonur sparka okkur af stað á ný
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér.

Allt í járnum og markalaust.

Komum eftir með síðari hálfleik eftir smá.
38. mín
Hörkufæri eftir mistök í öftustu línu. Anna María með slaka sendingu til baka á Erin sem Jordyn kemst inn í. Ein gegn markverðinum reynir hún að lyfta boltanum yfir Erin sem sér við henni og ver í horn.
36. mín
Úlfa með stórkostlega móttöku úti við hliðarlínu og sprett í kjölfarið. Fer framhjá þeim tveimur áður en hún kemur boltanum inn á teiginn en samherja finnur hún því miður ekki.
35. mín
Hart tekist á á vellinum þessar mínúturnar og knattspyrnuleg gæði heldur á undanhaldi. Fínasta skemmtun þessi leikur þó til þessa.
28. mín
Erin bjargar Stjörnunni
Boltinn dettur fyrir Hugrúnu í teignum eftir snarpa sókn Tindastóls. Hugrún þar ekkert að gera nema koma boltanum fram hjá Erin sem nær snetringu á boltann og hægir nóg á honum til að varnarmaður komist á milli og hreinsi áður en boltinn lekur yfir línuna
25. mín
Andrea Mist með áhugaverða tilraun utan af kanti eftir að hafa unnið boltann hátt á vellinum. Sér Monicu framarlega og reynir skotið en Monica vinnur vel til baka og grípur boltann.
20. mín

Úlfa í hálffæri en nær ekki að stýra boltanum á markið eftir sendingu frá hægri.
19. mín
Úlfa Dís borið uppi sóknarleik Stjörnunar til þessa
Lið Stjörnunar mikið leitað út til vinstri þar sem Úlfa leikur. Nokkrar áltilegar stöður sem ekkert hefur komið úr enn þá.
16. mín
Heimakonur líklegri
Laufey Harpa í hálffæri í teignum eftir ágæta sókn en setur boltann yfir markið.
13. mín
Tindastóll í dauðafæri
Hugrún með góða fyrirgjöf frá hægri inn á markteiginn þar sem Jordyn er alein en skallar boltann framhjá.

Erin hreyfði sig ekki í markinu.
8. mín Misnotað víti!
Gwendolyn Mummert (Tindastóll )
Erin ver
Ekki galin spyrna en Erin er snögg niður og ver glæislega.

Gwendolyn ætlaði að kveðja með marki en skorar það í minnsta ekki úr þessu víti.
7. mín
Tindastóll fær vítaspyrnu
Jordyn vinnur sig framfyrir Önnu Maríu í teignum sem brýtur á henni.
6. mín
Liðin skipst á að sækja hér fyrstu mínútur leiksins en ekki skapað sér teljandi færi.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á Sauðárkróki. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Tíðindi af leikmannamálum Tindastóls Gwendolyn Mummert er á leið frá Tindastól en félagið hefur fengið nýjan leikmann í staðin.


Gwendolyn er 25 ára gömul og kemur frá Þýskalandi en hún gekk til liðs við Tindastól fyrir tímabilið síðasta sumar.

Hún er á leið til Þýskalands og mun spila í efstu deild þar í landi. Hún mun yfirgefa Tindastól eftir leik liðsins gegn Stjörnunni á Sauðárkróki í dag.

Gwendolyn hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins í Bestu deildinni í sumar og kom við sögu í 18 leikjum síðasta sumar.

Tindastóll hefur samið við hina spænsku Maria del Mar Mazuecos en hún gerir samning út sumarið. Hún hefur spilað með Europa í næstefstu deild á Spáni.

   06.07.2024 14:31
Gwendolyn yfirgefur Tindastól - Semja við spænskan varnarmann
Fyrir leik
Kristín Dís spákona helgarinnar
Landsliðskonan Kristín Dís Árnadóttir spáir í leiki helgarinnar. Um leikinn á Sauðárkróki sagði Kristín.

Tindastóll 0 - 0 Stjarnan

Held þetta verði jafn leikur og endi með steindauðu 0-0 jafntefli. Stjarnan með nýjan þjálfara en ég held þær nái ekki að taka 3 stig heim.

   06.07.2024 10:00
Kristín Dís spáir í 12. umferð Bestu deildar kvenna
Fyrir leik
Dómari
Breki Sigurðsson er dómari leiksins í dag. Honum til aðstoðar eru Patryk Emanuel Jurczak og Sigurður Þór Sveinsson. Ágúst Hjalti Tómasson er svo varadómari.

Fyrir leik
Tindastóll
Lið Tindastóls vill og eiginlega þarf að fara að setja stig á töfluna á ný eftir tap í síðustu tveimur leikjum. Botnlið deildarinnar Keflavík og Fylkir mætast á morgun og fari svo að Tindastóll verði af stigum hér í dag verður aðeins eitt stig niður í fallsæti.

Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

Fyrir leik
Stjarnan
Gestirnir úr Garðabæ komust á ný á sigurbraut eftir talsverða eyðimerkurgöngu í síðustu umferð er liðið lagði Keflavík 1-0 í Garðabæ. Það má tala um ágæt byrjun hjá Jóhannesi Karli Sigursteinssyni sem tók við liðinu fyrir leikinn eftir að Kristján Guðmundsson var látinn taka pokann sinn eftir lélegt gengi liðsins í sumar.

   01.07.2024 14:41
„Takk fyrir okkur elsku Kristján"
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Tindstóls og Sjörnunar í Bestu deild kvenna.

Ath að í þessari textalýsingu verður stuðst við beina sjónvarpsútsendingu Stöð 2 Sport frá leiknum og verða því ekki viðtöl eftir leik
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Henríetta Ágústsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Caitlin Meghani Cosme
21. Hannah Sharts
22. Esther Rós Arnarsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('55)

Varamenn:
1. Heiðdís Emma Sigurðardóttir (m)
14. Karlotta Björk Andradóttir
19. Hrefna Jónsdóttir ('55)
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
39. Katrín Erla Clausen

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson
Bjarni Marel Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: