Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 06. júlí 2024 14:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gwendolyn yfirgefur Tindastól - Semja við spænskan varnarmann
Kvenaboltinn
Gwendolyn Mummert
Gwendolyn Mummert
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gwendolyn Mummert er á leið frá Tindastól en félagið hefur fengið nýjan leikmann í staðin.


Gwendolyn er 25 ára gömul og kemur frá Þýskalandi en hún gekk til liðs við Tindastól fyrir tímabilið síðasta sumar.

Hún er á leið til Þýskalands og mun spila í efstu deild þar í landi. Hún mun yfirgefa Tindastól eftir leik liðsins gegn Stjörnunni á Sauðárkróki í dag.

Gwendolyn hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins í Bestu deildinni í sumar og kom við sögu í 18 leikjum síðasta sumar.

Tindastóll hefur samið við hina spænsku Maria del Mar Mazuecos en hún gerir samning út sumarið. Hún hefur spilað með Europa í næstefstu deild á Spáni.

Hún getur leyst stöðu vinstri bakvarðar og miðvörð. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner