0
Norður-Írland


Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Alskýjað og norðangola
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: Ekki vitað
Maður leiksins: Steinþór Már Auðunsson (KA)
('57)
('89)
('57)
('89)
('57)
('57)
Viðtöl og skýrsla koma von bráðar!
MARK!Stoðsending: Harley Willard
1-0!
Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Víkingar hafa verið talsvert sterkari aðilinn og fengið nokkur tækifæri til þess að brjóta ísinn en tréverkið, varnarlínan og Steinþór Már hafa komið í veg fyrir að gestirnir leiði. Harley Willard fékk langbesta færi KA í fyrri hálfleik, en hægri fóturinn sveik hann illilega.
Komum að vörmu!
Gult spjald: Sveinn Margeir Hauksson (KA)
Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Nú eiga Víkingar horn.
Víkingar finna lykt af opnunarmarkinu.
Þetta var algjört dauðafæri fyrir Íslandsmeistarana.
Byrjunarlið okkar gegn KA. Koma svo! pic.twitter.com/xse6ARVSSI
— Víkingur (@vikingurfc) July 20, 2024
Stórleikur KA og Víkings hefst kl. 16:15 á Greifavellinum, heitt á grillinu og tilboð á drykkjum ef þú mætir í gulu. Áfram KA! #LifiFyrirKA pic.twitter.com/Us8ofzQdSP
— KA (@KAakureyri) July 20, 2024
Þetta er blóðtaka fyrir KA liðið, en Birgir hefur staðið sig vel í sumar. KA var þó undir þetta búið og tilkynnti nýverið endurkomu Darko Bulatovic - sjö árum eftir að hann spilaði síðast hér á landi fyrir KA.
Darko Bulatovic er 34 ára vinstri bakvörður frá Serbíu sem að á að baki 3 landsleiki fyrir landslið Serba og var síðast í hóp 2020. Hann skoraði fyrsta mark KA í efstu deild síðan 2004 þegar að hann kom þeim yfir gegn Blikum í opnunarumferð Pepsi deildar karla árið 2017.
Þá er Sveinn Margeir Hauksson, sóknarmaður liðsins, einnig á leið til Bandaríkjanna en hann er á leið í mastersnám í UCLA. Hann hefur spilað alla 14 leiki liðsins hingað til og skorað í þeim 3 mörk.
KA mun sakna beggja leikmanna í komandi átökum, en spurning er hvort að Darko Bulatovic verði eina viðbótin í glugganum.

Sveinn Margeir er gríðarlega duglegur og leikinn leikmaður. Ljóst er að KA liðið mun sakna hans og Birgis.
LEIKDAGUR! Það er alvöru stórleikur á Greifavellinum í dag þegar strákarnir okkar taka á móti Íslandsmeisturum Víkings kl. 16:15
— KA (@KAakureyri) July 20, 2024
Alvöru upphitun fyrir leik og við erum með tilboð á drykkjum fyrir þá sem mæta í gulu. Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA! #LifiFyrirKA pic.twitter.com/CpsQTs9PDh
,,Það var mikið af tilfinningum. Grátlegt. Það gerðist svo mikið á lokamínútunum að maður er enn að ná utan um þetta. Maður þurfti að hughreysta liðið og minna menn á að enn er mikið að keppa um í sumar,'' sagði Arnar í viðtali við Sverri Örn Einarsson, fréttamann Fótbolta.net
Arnar kallaði leikinn mikla rússíbanareið og gagnrýndi liðið fyrir skort á einbeitingu í fyrri hálfleik sem að gerði það að verkum að á brattann var að sækja.
,,Þeir missa mann útaf og svo fáum við víti í lokin. Ég hef upplifað ansi margt í fótbolta og þetta var með því dramatískara.''
Þá talaði Arnar um að leikstíll Shamrock hefði komið þeim á óvart og verið allt öðruvísi en liðið var búið undir.
,,Þeir voru að spila fótbolta eins og ég var kannski vanur í gamla daga, sendingar inn fyrir á fljótan framherja og þess háttar. Við díluðum ekki nægilega vel við það og á endanum varð það okkur að falli.''

,,Þú mátt vera svekktur í kvöld og í flugvélinni á leiðinni heim, en svo kemur sólin upp og lífið heldur áfram.''
Leikdagur! Fókusinn fer aftur á Bestu og með sigri í kvöld geta strákarnir komist í 8 stiga forystu á toppi deildarinnar.
— Víkingur (@vikingurfc) July 20, 2024
Liðin koma inn í leikinn með eitt markmið, sækja þrjú stig. Eitthvað verður undan að láta og það er því veisla framundan. Takk. ?????? pic.twitter.com/0mwsgxjV8k
,,Þetta eru bara tvö lið sem að eru að keppa í botnbaráttu og mikið undir. Það var mikið um návígi og því miður fyrir bæði lið fullt af gulum spjöldum. Ég veit allavega að öll miðjan mín er í banni í næsta leik,'' sagði Hallgrímur.

Daníel hefur verið frábær í sumar, en hann tekur út leikbann í dag og er ekki einn um það.
KA-Víkingur????????
— KA (@KAakureyri) July 19, 2024
Greifavellinum 16:15 á morgun???? pic.twitter.com/qazNHnCaVR
Shamrock byrjuðu leikinn af miklum krafti og leiddu 2-0 eftir 20 mínútur og má segja að fyrri hálfleikur Víkinga hafi verið það versta sem að sést hefur til liðsins í háa herrans tíð.
Þeir komu talsvert betur stemmdir til leiks í seinni hálfleik og Nikolaj Hansen kom Víkingum aftur inn í leikinn þegar hann minnkaði muninn á 60. mínútu. Það var svo aukin ástæða til bjartsýni þegar að Jack Byrne var rekinn útaf á 74. mínútu og Víkingar því manni fleiri síðustu mínúturnar.
Þeir bönkuðu og bönkuðu og virtust heilladísirnar svífa yfir Fossvogi þegar að Jarred Gillet, dómari leiksins, benti á vítapunktinn á 96. mínútu og gullið tækifæri gafst til að koma leiknum í framlengingu.
Það tækifæri nýtti Nikolaj Hansen því miður ekki og fór vítaspyrna Danans í utanverða stöngina. Sorglegur endir í Dublin og Víkingar því úr leik í Meistaradeild Evrópu.

Hansen kom Víkingum aftur inn í leikinn, en brást bogalistin á ögurstundu.
Árið 2023 hafði liðið unnið 11 leiki, tapað einum og gert 2 jafntefli að loknum 14 umferðum - á toppnum með 35 stig. Í ár hefur liðið unnið 10 leiki, tapað einum og gert 3 jafntefli - sami staður í töflunni með 33 stig.
Liðið hefur fengið framlag úr öllum áttum og myndað ótrúlega öflugt hugarfar sigurvegara. Það er erfitt að sjá Íslandsmeistaratitilinn fara annað en í Fossvoginn í haust.

Víkingar hafa haft ástæðu til að fagna oftar en einu sinni á undanförnum árum.
Eftir 10. umferð sat liðið á botni Bestu-deildarinnar, en dramatískur seiglusigur á Fram gaf liðinu aukinn kraft til þess að koma tímabilinu sínu loksins í gang og þeir sitja nú í 8. sæti með 15 stig, fjórum stigum frá fallsæti - en einnig fjórum stigum frá sæti í efri hlutanum.
Á þessu skriði tókst KA líka að leggja Val að velli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og er talsvert annar bragur á gulklæddum en var í upphafi leiktíðar.

KA er á uppleið og mæta nú besta liði landsins.
('69)
('73)
('64)
('64)
('64)
('69)
('64)
('64)
('73)
('64)

