Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Breiðablik
4
2
Þór/KA
Birta Georgsdóttir '21 1-0
1-1 Lara Ivanusa '45
Katrín Ásbjörnsdóttir '51 2-1
2-2 Sandra María Jessen '53
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir '61 3-2
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '77 4-2
10.08.2024  -  16:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Sól og sumar
Dómari: Reynir Ingi Finnsson
Áhorfendur: 153
Maður leiksins: Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir ('78)
4. Elín Helena Karlsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('68)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('84)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
17. Karitas Tómasdóttir ('68)
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
5. Anna Nurmi ('78)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('84)
13. Ásta Eir Árnadóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('68)
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir
33. Margrét Lea Gísladóttir ('68)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mikaela Nótt með skalla rétt fram hjá og svo er flautað til leiksloka. Breiðablik vinnur hér sterkan sigur á minnkar forskot Vals á toppnum í eitt stig. Þór/KA er áfram í þriðja sæti. Þetta var mjög skemmtilegur leikur!
92. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
92. mín
Inn:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA) Út:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA)
92. mín
Inn:Kolfinna Eik Elínardóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
91. mín
Vigdís Lilja að sleppa í gegn en Harpa gerir vel í að komast í boltann. Harpa að gera vel á þessum síðustu mínútum.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við
89. mín
Vel varið! Hrafnhildur Ása með frábæra takta og þræðir Birtu í gegn, en Harpa sér við henni. Vel varið!
85. mín
Emelía Ósk hittir boltann vel fyrir utan teig en skot hennar fer í varnarmann Breiðabliks.
84. mín
Inn:Mikaela Nótt Pétursdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
83. mín
Anna Nurmi með sendingu út á Birtu Georgs sem á þrumuskot að marki, en það fer fram hjá.
82. mín
Hrafnhildur Ása, sem er búin að vera frábær í dag, með skot að marki en það fer beint í varnarmann.
78. mín
Vigdís Lilja gerði fjórða markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
78. mín
Inn:Anna Nurmi (Breiðablik) Út:Jakobína Hjörvarsdóttir (Breiðablik)
77. mín MARK!
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
AÐ GANGA FRÁ ÞESSU! Hrafnhildur Ása með sendingu upp á Birtu sem leggur hann fyrir á Vigdísi. Hún klárar vel og er að ganga frá þessum leik.

Harpa var í boltanum en hann lak inn.
76. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Lara Ivanusa (Þór/KA)
74. mín
Þór/KA að færa sig framar á völlinn. Eru að reyna að sækja stigið.
71. mín
FÆRI! Góður bolti inn á teiginn og Sandra María tekur vel við honum. Hún nær að koma sér í gott færi en setur boltann rétt fram hjá markinu!
68. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Þór/KA)
68. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
68. mín
Inn:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
65. mín
STÖNGIN! Karitas fær boltann fyrir utan teig, fær fullt af tíma og lætur vaða. Hún hittir boltann vel og hann fer í stöngina!
63. mín
Frábær fótboltaleikur!
62. mín
Alvöru mark!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

61. mín MARK!
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ ÞVÍLÍKT MARK!!!

Þetta voru töfrar.

Hornspyrna hjá Breiðabliki sem er skölluð frá. Hrafnhildur Ása kemur á ferðinni og hamrar boltanum í fyrsta við vítateigslínuna. Hann steinliggur í netinu.
60. mín
FRÁBÆR björgun! Birta Georgs næstum því búin að prjóna sig í gegnum vörn Þórs/KA en Bryndís gerir frábærlega sem síðasti maður Þórs/KA og lokar á hana.
59. mín
Katrín í ágætis færi á fjærstönginni en hún nær ekki að setja boltann á markið.
58. mín
Karitas með góða fyrirgjöf en Agnes Birta skallar frá.
54. mín
Sandra María jafnaði metin fyrir Þór/KA á ný
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
53. mín MARK!
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Stoðsending: Lara Ivanusa
SANDRA JAFNAR STRAX!! Þetta er ekki lengi að gerast!!

Ég lít upp og Sandra María er bara sloppin í gegn. Hún var aldrei að fara að klúðra þessu.

Jakobína kom var teymd út úr stöðu og Lara fann Söndru Maríu í gegn.
52. mín
Katrín kom Blikum aftur yfir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
51. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
MARK!!! Blikar taka forystuna aftur!

Birta tekur boltann upp og setur hann áfram á Hrafnhildi. Hún setur hann fyrir og þar er Birta mætt til að fleyta honum áfram á Katrínu sem gat ekki annað en skorað.

Það var rangstöðulykt af þessu og aðstoðardómarinn virtist óviss, en flaggið fór ekki upp.
49. mín
SLÁIN!! Ísfold veður áfram og það stoppar hana engin í Blikaliðinu. Hún nær að koma boltanum svo út á Söndru Maríu sem á þrumuskot í slána! Munaði ekki miklu þarna.
48. mín
Birta með skot að marki sem Angela kemur sér fyrir.
46. mín
Birta þræðir Andreu í gegn og hún á sendingu fyrir markið sem Harpa á í smá vandræðum með, en nær að lokum að handsama.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Búið er að flauta til hálfleiks og staðan er jöfn. Blikar áttu mjög góðan kafla í kringum mark sitt en svo fannst mér aðeins hægjast á þeim. Þór/KA hafði hins vegar ekki skapað sér mörg færi fram að markinu, en þetta er fljótt að gerast í fótboltanum.
45. mín
Þór/KA jafnaði rétt fyrir hlé
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín MARK!
Lara Ivanusa (Þór/KA)
Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir
MARK!!! Þór/KA jafnar á síðustu stundu fyrir hlé!

Virkilega vel útfærð sókn. Sandra María leggur boltann til baka á Bryndísi sem á sendingu fyrir. Hulda leggur boltann þá út á Löru sem á skot sem hafnar í markinu.

Ég verð að setja smá spurningamerki við Telmu. Fannst hún eiga að gera betur við fyrstu sýn.
45. mín
Einni mínútu bætt við
43. mín
Birta með flotta takta og vinnur hornspyrnu fyrir Breiðablik. Það kemur ekkert úr hornspyrnunni. Þór/KA fær bara markspyrnu.
40. mín
Karen María með aukaspyrnu inn á teiginn sem Telma grípur auðveldlega.
37. mín
Katrín Ásbjörns næstum því komin í dauðafæri en nær ekki að taka boltann almennilega með sér.
36. mín
SLÁIN! Karen María með tilraun sem fer í slána! Besta tilraun Þórs/KA hingað til í leiknum. Spurning hvort þær nái eitthvað að pressa á Blika áður en hálfleikurinn klárast.
35. mín
Agnes Birta skallar boltann langt yfir markið eftir hornspyrnuna.
34. mín
Sandra María með fyrirgjöf sem Elín Helena skallar aftur fyrir endamörk. Hornspyrna sem Þór/KA fær.
29. mín
Þrátt fyrir að vera 1-0 yfir er Nik, þjálfari Breiðabliks, frekar pirraður á hliðarlínunni. Vill að liðið sitt geri hlutina betur.
26. mín
FÆRI!! Varnarleikur Þórs/KA í ruglinu. Hrafnhildur Ása labbar bara í gegn og er komin í þrusufæri en hún setur boltann fram hjá markinu.
25. mín
Blikarnir halda áfram að ýta á gestina. Hafa haldið áfram af krafti eftir markið.
22. mín
Birta kom Blikum yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

21. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
MARK!!! Blikar taka hér forystuna!

Boltinn inn á teig, klaufagangur í vörninni hjá gestunum og Birta nýtir sér það. Tekur boltann og neglir honum í stöngina og inn.

Þetta mark hefur svolítið legið í loftinu.
18. mín
Birta Georgs fer illa með varnarmenn Þórs/KA en nær ekki að koma sér í skotfæri.
16. mín
Tónlist í gang en ekkert mark Katrín Ásbjörns í algjöru dauðafæri en setur boltann fram hjá. Það leit út eins og hún væri að skora fyrsta markið og einhverjir áhorfendur fögnuðu. Herra Hnetusmjör fer í gang og alls konar læti, en það var bara ekkert mark.
15. mín
Sandra María reynir núna langa sendingu sem fer beint út af.
13. mín
Ísfold Marý með langa sendingu upp völlinn á engan nema Telmu, markvörð Blika. Horfir svo til himins í pirringi. Frekar rólegar þessar fyrstu mínútur í leiknum.
10. mín
Hulda Ósk með sendingu fyrir sem fer í gegnum allan pakkann.
9. mín
Jakobína, sem er að spila á móti sínu gamla félagi, með aukaspyrnu inn á teiginn en gestirnir skalla frá.
8. mín
Heiða Ragney við það að komast í gott færi en hún missir boltann aðeins of langt frá sér áður en hún fer í skotið.
5. mín
Svona er Þór/KA að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. mín
Svona eru Blikar að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

2. mín
Karen María komin í ágætis skotfæri og lætur vaða, en hún setur boltann fram hjá markinu.
2. mín
Ásta Eir bara í joggingalla og strigaskóm. Ég giska á að hún sé eitthvað tæp.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Kristín Dís byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristín Dís Árnadóttir sneri nýverið heim úr atvinnumennsku en hún byrjar í dag. Systir hennar, Ásta Eir, er á bekknum.
Fyrir leik
Spáir því að Breiðablik taki sigurinn Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, spáir því að Breiðablik vinni þennan leik.

Breiðablik 2 - 1 Þór/KA
Þetta verður jafn leikur framan af en Blikakonur taka þennan leik. Norðankonur virðast ekki hafa fundið taktinn í síðustu leikjum. 2-1 öll mörk í seinni hálfleik.

Fyrir leik
Reynir Ingi með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Reynir Ingi Finnsson er dómari í dag. Honum til aðstoðar eru Arnþór Helgi Gíslason og Óliver Thanh Tung Vú. Jóhann Gunnarsson er eftirlitsmaður og Guðni Páll Kristjánsson er varadómari.
Fyrir leik
Þór/KA með besta leikmann deildarinnar Það er alveg óhætt að fullyrða að Þór/KA er með besta leikmann deildarinnar samt sem áður. Sandra María Jessen hefur verið stórkostleg í sumar og er búin að skora 16 mörk. Hún er langmkarkahæst í deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þór/KA í þriðja sæti Valur og Breiðablik hafa verið tvö langbestu lið deildarinnar en í þriðja sæti er Þór/KA. Þær eru með 28 stig, ellefu stigum frá Breiðabliki. Þær eru jafnframt fimm stigum á undan Víkingi sem er í fjórða sæti. Þær hafa aðeins verið að hiksta að undanförnu og ekki fundið mikinn stöðugleika í sínum leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Blikaliðið var mjög ólíkt sér í leiknum gegn Val. Þær voru undir á öllum sviðum leiksins og áttu ekki möguleika. Spurning hvort þær séu búnar að hrista af sér þann leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Blikar geta minnkað forskot Vals Breiðablik tapaði 1-0 fyrir Val í toppbaráttuslag fyrir verslunarmannahelgi. Blikastelpur voru örugglega glaðar með úrslit gærkvöldsins þar sem Stjörnunni tókst að ná í stig af Val. Því getur Breiðablik minnkað forskot toppliðsins í eitt stig með sigri á eftir.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Staðan? Hún er svona!
Mynd: KSÍ - Skjáskot
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Þórs/KA í Bestu deild kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('92)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('92)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa ('76)
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('92)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('68)

Varamenn:
12. Shelby Money (m)
3. Kolfinna Eik Elínardóttir ('92)
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('92)
7. Amalía Árnadóttir ('76)
8. Ragnheiður Sara Steindórsdóttir
17. Emelía Ósk Kruger ('68)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('92)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Pétur Heiðar Kristjánsson
Diljá Guðmundardóttir
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: