Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
Leiknir R.
5
1
Þór
Shkelzen Veseli '31 1-0
Róbert Hauksson '33 2-0
2-1 Sigfús Fannar Gunnarsson '36
Shkelzen Veseli '59 3-1
Róbert Quental Árnason '66 4-1
Róbert Quental Árnason '79 5-1
24.08.2024  -  16:00
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Shkelzen Veseli (Leiknir Reykjavík)
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson
9. Róbert Hauksson ('87)
10. Shkelzen Veseli ('88)
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('75)
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Dusan Brkovic
43. Kári Steinn Hlífarsson ('75)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
4. Patryk Hryniewicki
14. Davíð Júlían Jónsson ('75)
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('75)
17. Stefan Bilic ('87)
18. Marko Zivkovic
45. Gastao De Moura Coutinho ('88)

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic
Kacper Marek Wawruszczak
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Þorsteinn Emil Jónsson ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Leiknismenn kláruðu leikinn í síðari hálfleik og 5-1 sigur heimamanna staðreynd

Þakka fyrir mig í dag.
88. mín
Inn:Gastao De Moura Coutinho (Leiknir R.) Út:Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
87. mín
Inn:Stefan Bilic (Leiknir R.) Út:Róbert Hauksson (Leiknir R.)
81. mín
Ýmir Már kemur boltanum inn á Rafa sem á skot sem er beint á Viktor.
79. mín MARK!
Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
Róbert fær boltann inn á teig Þórs og setur boltann framhjá Aroni Birki í marki Þórs.

Varnarleikurinn hjá Þór búin að vera vægast sagt slakur í dag.
77. mín Gult spjald: Ýmir Már Geirsson (Þór )
75. mín
Inn:Bjarki Þór Viðarsson (Þór ) Út:Alexander Már Þorláksson (Þór )
75. mín
Inn:Arnór Daði Aðalsteinsson (Leiknir R.) Út:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.)
75. mín
Inn:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.)
73. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (Þór )
73. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Þór )
Pirringur kominn í Þórsara.
72. mín
Hvernig skora Þórsarar ekki þarna? Sigfús Fannar fær boltann og leggur boltann inn á Rafael sem nær föstu skoti en Viktor Freyr ver frábærlega.
66. mín MARK!
Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
Stoðsending: Shkelzen Veseli
Leiknismenn eru að ganga frá þessu hér.

Róbert Quental fær boltann inn fyrir og chippar yfir Aron Birki og boltinn í netið.

4-1.
63. mín
Inn:Ýmir Már Geirsson (Þór ) Út:Birgir Ómar Hlynsson (Þór )
63. mín
Inn:Rafael Victor (Þór ) Út:Einar Freyr Halldórsson (Þór )
63. mín
Inn:Árni Elvar Árnason (Þór ) Út:Marc Rochester Sörensen (Þór )
61. mín
Róbert Quental nálægt því að gera út um leikinn. Fær boltan inn á teignum og á skot en Aron Birkir ver vel.
59. mín MARK!
Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
Stoðsending: Róbert Quental Árnason
MAAAAAAAARKKK Shkelzen fær boltann við hliðarlínuna og finnur Róbert Quental sem leggur boltann aftur á Shkelzen sem tók hlaupið inn á teiginn og setur boltann í fjærhornið.

3-1
58. mín
Robert Quental er að sleppa i gegn og fer niður en ÞÞÞ segir áfram með leikinn!
55. mín
Kári Steinn fær boltann og reynir að finna Þorstein Emil í gegn en boltinn í hendur Arons Birkis.
54. mín Gult spjald: Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.)
Sigfús er að komast í góða stöðu við mark Leiknis og Þorsteinn tekur hann niður.
49. mín
Leiknir fær hornspyrnu Ekkert verður úr henni.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað Alexander Már sparkar þessum síðari hálfleik af stað.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Breiðholtinu Staðan eftir fyrri hálfleik er 2-1 fyrir Leiknismönnum.

Jafnræði hefur verið með liðunum, við eigum eftir 45 mínútur og við komum með þær eftir korter eða svo.
44. mín
Brotið á Sigfúsi og Þór fær aukaspyrnu á fínum fyrirgjafarstað.

Ekkert verður úr þessari spyrnu.
40. mín
Sindri Björns kemur boltanum út á Kára Stein sem tekur hann með sér inn á völlinn og á skot sem fer á varnarmanni Þórs og Leiknir fær hornspyrnu sem ekkert verður úr.
36. mín MARK!
Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór )
Þórsarar minnka muninn!!! Aron Kristófer með hornspyrnu frá hægri og eftir mikinn darraðadans inn á teig Leiknis nær Sigfús Fannar að pota boltanum í netið

WHAT A GAME!!!!
35. mín
Aron Kristófer Þórsarar nálægt því að minnka muninn. AK fær boltann fyrir utan teig og á gott skot sem Viktor ver í hornspyrnu.
33. mín MARK!
Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Stoðsending: Andi Hoti
Leiknismenn eru að tvöfalda Leiknismenn taka hornspyrnu frá hægri sem endar á hausnum á Andi Hoti sem flikkar boltanum áfram á Róbert sem stangar boltann í netið.

2-0.
31. mín MARK!
Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
Leiknir er að skora!! Ég var að skrifa um stórsókn Þórsara þegar Leiknismenn keyra upp og boltinn endar á Veseli sem fær boltann inn á teig Þórs og á skot sem fer undir Aron Birki.

1-0 fyrir heimamönnum!
29. mín
Viktor Freyr!!! Einar Freyr fær boltann frá Aroni Inga fyrir utan teig og á gott skot sem virðist fara af varnarmanni. Viktor Freyr ver boltann í slánna sýndist mér.

Þórsarar halda sókninni áfram en ná ekki að setja boltann á markið.

Þarna munaði litlu.
24. mín
Róbert Hauksson fær boltann vinstra megin og gerir vel, kemur boltanum inn á teig en enginn Leiknismaður mætir og boltinn afturfyrir.
22. mín
Þór fær hornspyrnu Aron Ingi gerir vel og leggur boltann til hliðar á Kristófer sem vinnur hornspyrnu fyrir Þórsara.
21. mín
Inn:Ingimar Arnar Kristjánsson (Þór ) Út:Aron Einar Gunnarsson (Þór )
20. mín
Færi hjá Leikni!! Kári Steinn fær boltann fyrir utan teig Þórs og nær góðu skoti sem Aron Birkir ver í hornspyrnu.
17. mín
Aron Einar hleypur inn á völlinn og virðist ætla reyna á þetta. 

Þetta er svona það helsta sem er að frétta hérna úr Breiðholtinu fyrstu mínútur leiksins.
15. mín
Aron Einar er sestur Fékk eitthvað högg á lærið áðan þegar hann fékk boltann á miðjum velli.

Þórsarar eru að undirbúa skiptingu hér sýnist mér en Aron Einar þarf aðhlyningu.
11. mín
Einar Freyr fer full harkalega í Kára Stein á miðjum velli en sleppir við spjald hjá ÞÞÞ.
8. mín
Marc Rochester fær boltann inn fyrir vörn Leiknis og Þór fær hornspyrnu.

Aron Kristófer með spyrnuna sem er slök og Leiknismenn koma boltanum í innkast.
5. mín
Leiknir fær hornspyrnu Ekkert verður úr henni.

Þetta fer rólega af stað hérna í Breiðholtinu.
3. mín
Vandræðagangur hjá Leiknismönnum Slök sending til baka frá miðverði Leiknis og Viktor Freyr nær ekki að koma boltanum í burtu.

Þór fær hornspyrnu sem ekkert verður úr.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað Leiknismenn hefja leik.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks ÞÞÞ leiðir liðin til leiks og vallarþulur Leiknis er byrjaður að kynna liðin.

Það styttist í upphafsflautið hérna í Breiðholtinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Þau má sjá hér til hliðanna.
Fyrir leik
Tveir í banni hjá Leikni Hjá Leiknismönnum er Omar Sowe og Aron Einarsson í banni i dag og geta ekki tekið þátt í þessum leik.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, spáir í leikina sem eru framundan í 19. umferðinni.

Leiknir R. 1 - 2 Þór (16:00 í dag)
Tvö lið með vonbrigðar tímabil. Siggi Höskulds snýr heim og tekur 3 stigin með sér norður yfir heiðar. Aron Einar með 1 og Alexander Þorláks með 1. Omar Sowe klórar í bakkann fyrir Leiknismenn.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Skorar Alexander Már í dag?


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Gummi Magg spáir útisigri.
Fyrir leik
Birkir Heimisson í banni hjá gestunum Birkir Heimisson verður ekki í leikmannahópi Þórs í dag eftir að hafa fengið beint rautt spjald gegn Fjölni í síðustu umferð.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Missir af Leiknum í dag.
Fyrir leik
Þriðja liðið Þórður Þorsteinn Þórðarson heldur utan um flautuna í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Ragnar Arelíus Sveinsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


ÞÞÞ dæmir í Breiðholtinu í dag.
Fyrir leik
Leiknir vann á Þórsvellinum Fyrri leikur þessara liða fór fram á Akureyri þann 22.júní í leik sem endaði með 1-2 sigri Leiknis. Omar Sowe og Shkelzen Veseli skoruðu mörk Leiknis og Birkir Heimisson mark Þórs.

Mynd: Þórir Þórisson


Omar Sowe skorar á Akureyri.
Fyrir leik
Vonbrigðartímabil hjá báðum liðum Bæði þessi lið ætluðu sér í umspilið um sæti í efstu deild að ári en svo er sannarlega ekki og bæði þessi lið eru búin að missa af því. Fyrir leikinn í dag sitja liðin í 9 og 10 sæti deildarinnar. Þórsarar eru í 9 með 19.stig en Leiknir í því 10 með 18 stig.

Mynd: Þórir Þórisson



Fyrir leik
Breiðholtið heilsar Heilir og sælir ágætu lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur í þessa beinu textalýsingu frá leik Leiknis og Þórs í 18.umferð Lengjudeildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Aron Einar Gunnarsson ('21)
3. Birgir Ómar Hlynsson ('63)
8. Aron Kristófer Lárusson
9. Alexander Már Þorláksson ('75)
10. Aron Ingi Magnússon
11. Marc Rochester Sörensen ('63)
15. Kristófer Kristjánsson
19. Ragnar Óli Ragnarsson
21. Sigfús Fannar Gunnarsson
22. Einar Freyr Halldórsson ('63)

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
6. Árni Elvar Árnason ('63)
7. Rafael Victor ('63)
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('21)
24. Ýmir Már Geirsson ('63)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('75)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('73)
Árni Elvar Árnason ('73)
Ýmir Már Geirsson ('77)

Rauð spjöld: