Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
Undankeppni EM U21
Ísland U21
16:30 0
0
Wales U21
Æfingamót í Slóveníu
Ísland U19
29' 1
0
Kasakstan U19
FH
0
3
Stjarnan
0-1 Óli Valur Ómarsson '61
0-2 Guðmundur Baldvin Nökkvason '79
0-3 Emil Atlason '96
01.09.2024  -  17:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 12° strekkingsvindur og skýjað
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 657
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('37)
4. Ólafur Guðmundsson ('82)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('82)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Kristján Flóki Finnbogason ('58)
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Robby Kumenda Wakaka ('82)
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('58)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('37)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('82)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('64)
Logi Hrafn Róbertsson ('66)
Böðvar Böðvarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan fer með 3-0 sigur heim og eru nálægt því að gulltryggja veru sína í topp 6. Þessi úrslit segja alls ekki alla söguna í þessum leik en það var þvílíkur hasar í þessum leik.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
96. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Adolf Daði Birgisson
3-0 lokatalan! FH-ingar örvæntingafullir í að koma boltanum fram. Þeir missa boltan og Adolf Daði leggur boltan á Emil inn á teig sem klárar snyrtilega.
95. mín
Inn:Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
94. mín
FH-ingar að senda allt fram, missa þá boltan og Óli brunar í sókn. Hann hleypur teiganna á milli og nær skoti sem Sindri verí horn.
92. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Fer hressilega í Adolf.
91. mín
6 mínútur í uppbót.
90. mín
Hornspyrna frá FH og Arnór Borg reynir hjólhestinn, hittir bara ekki alveg boltan.
88. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
88. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Örvar ætti líkast til að vera búinn að fá svona 3 gul.
86. mín
Örvar brýtur af sér rosalega augljóslega. FH-ingar brjálaðir að fá ekki seinna gula á hann.
84. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Sparkar boltanum frá eftir flaut.
82. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Ólafur Guðmundsson (FH)
82. mín
Inn:Robby Kumenda Wakaka (FH) Út:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH)
Fyrsti leikur Wakaka fyrir FH ef mér skjátlast ekki.
79. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
B-O-B-A!!!! Þá er það komið að Ísaki Óla að vera með glæpsamlega sendingu úr vörninni, beint á Guðmund. Guðmundur tekur bara nokkur skref fram á við með boltan og þrumar boltanum upp í skeytin.

Alvöru negla!!!
78. mín
Ólafur kemur með hrikalega sendingu úr vörninni sem fer bara beint á Óla Val. Óli setur boltan á Emil sem kemst í fínt færi en skotið hjá honum varið. Þá fær Heiðar boltan og tekur skot af löngu færi en það fer langt framhjá.
77. mín
Það er taktísk markmannameiðsli. Jökull kallar til sín báða Örvarana á fund til að fara yfir málin.
76. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Fór nokkuð hressilega í Björn Daníel.
73. mín
Núna er það Jóhann Ægir og Örvar sem eiga í einhverju hitamáli. Jóhann ýtir eitthvað frá sér og Örvar snýr sér við og grýpur í treyjuna hjá honum nokkuð ógnandi. Pétur nennir ekki svona kjaftæði og segir mönnum bara að hætta og halda áfram.

Ótrúlegt að það hefur ekkert spjald komið á loft í öllu þessu.
71. mín
Allt að verða vitlaust! FH tekur hornspyrnu og Ísak Óli og Örvar Logi hlaupa á móti hvor öðrum, hoppa upp til að fara í skallaboltan, en skalla hvorannan. Þeir liggja þá í grasinu og á meðan fellur Böðvar við eftir einhver viðskipti við Gumma Kri. Þá byrja menn að kítast og hitinn kominn að suðupunkti.
69. mín
Sigurður Bjartur sloppinn í gegn en Árni kemur út á móti honum. Árni skutlar sér í boltan og nær honum að mér sýnist en FH-ingar æfir og vilja víti. Fá það ekki.
68. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
66. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
Alltof seinn. Komin alvöru harka í þennan leik.
65. mín Gult spjald: Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan)
Stöðvar skyndisókn
64. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
'Bodycheckaði' Örvar nokkuð hressilega.
61. mín MARK!
Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
ÞVERT GEGN GANGI LEIKSINS! Stjarnan í nokkuð rólegri sókn hérna, Óli missir frá sér boltan en vinnur hann strax aftur. Hann tekur svo nokkur skref og tekur skotið frá löngu færi. Sindri kastar sér eins og hann getur og nær fingurgómunum í boltan en það var ekki alveg nóg og boltinn rétt fer innan við stöngina.
60. mín
Aftur Logi í góðu færi! Arnór Borg með fyrirgjöfina og Logi kemur á fleygiferð inn í teig, hann nær aðeins að pota í boltan en skotið vel framhjá.
58. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
56. mín
DAUÐAFÆRI! Kjartan Kári setur boltan fyrir teiginn en Emil skallar frá. Boltinn fer þá bara beint á Loga Hrafn sem tekur skotið bara örfáum metrum frá markinu en skotið í varnarmann.
54. mín
Kominn hiti í stuðningsmenn. Örvar Eggerts fær smá tog í sig en fær ekkert fyrir sinn snúð. Svo brýtur hann af sér, pirringsbrot og þá segja stuðningsmenn báðu megin hvað þeim finnst.
47. mín
Geggjaðir taktar í Bjarna! Bjarni fær langan bolta fram og hann keyri upp vinstri kantinn. Hann tekur svo skæri, og stefnubreytingu inn á teiginn og platar varnarmann Stjörnunnar upp úr skónum. Eina sem vantaði var gott skot, því það fór hátt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (frá Stöð 2 Sport) Með boltann: 41% - 59%
Skot: 8-2
Á mark: 4-0
Rangstöður: 0-5
Heppnaðar sendingar: 112-184
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Hálfleikurinn endaði á skoti frá Bjarna sem Árni varði í horn. Pétur flautar hinsvegar áður en þeir geta tekið hornið og stuðningsmenn ekki séttir í stúkunni. FH verið töluvert betra liðið í þessum hálfleik en boltinn virðist bara ekki vilja inn.

Vonandi fáum við mörk í þetta í seinni. En við sjáumst eftir korter.
45. mín
+2
Kjartan Kári tekur spyrnuna. Fast skot sem fer rétt yfir markið!
45. mín
3 mínútur í uppbót.
45. mín
+1
FH fær aukaspyrnu næstum á vítateigs línunni!
45. mín
Boltinn vill ekki inn! Kjartan Kári tekur hornspyrnu fyrir FH og Ólafur flikkar boltanum áfram á nærstönginni. Boltinn berst á Sigurð Bjart sem er í dauðafæri rétt fyrir utan markið en honum tekst bara að skjóta boltanum beint á Árna.
44. mín
Sigurður Bjartur kemst inn í teig á meðan hann er að berjast við varnarmenn. Hann nær svo að teygja sig í skotið sem er bara virkilega gott en Árni gerir mjög vel í að verja þetta.
42. mín
Darraðardans! FH tekur hornspyrnu og boltinn dettur dauður rétt fyrir framan markið. Ég hef ekki hugmynd hvað gerist næst því allir lenda bara í einhverri kássu þarna, boltinn skoppar á einhverjum tímapunkti upp og Árni nær að grípa boltan.
41. mín
Ég hélt að þessi væri inni!! Kjartan Kári kemur upp vinstri kantinn og keyrir svo inn á völlinn. Hann leggur boltan fyrir Bjarna sem tekur fast skot, í varnarmann og boltinn skrúfast rétt framhjá stönginni!
38. mín
Róbert Frosti tekur hornspyrnu fyrir Stjörnuna sem er bara á leiðinni inn á fjærstönginni. Sindri gerir hinsvegar vel og stekkur til, til að verja þetta.
37. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (FH)
Ingimar fer því miður meiddur af velli
34. mín
Skemmtilegir taktar í Kjartani Má. Fær háan bolta til sín sem hann kassar niður og gefur inn fyrir vörnin í fyrsta. Róbert Frosti sem var á hinum endanum á sendingunni gerði svo ekki alveg nógu vel, gaf fasta fyrirgjöf sem fór útaf í innkast.
30. mín
Örvar Eggerts sloppinn í gegn einn gegn Sindra. Sindri tekur hann niður en heppinn hann, það var búið að dæma rangstöðu.
28. mín
Alvöru töggur í Kjartani Kára. Hann nær að fara framhjá einum, missir svo boltan en nær af harðfylgi að ná honum aftur. Hann gefur svo boltan fyrir en Stjarnan hreinsar frá.
25. mín
Árni Snær í allskonar veseni Árni kemur með hræðilegan bolta út frá marki sem ratar beint á FH-ing. Kristján Flóki er fljótur að hugsa og tekur boltan og fer í átt að marki. Hann er þá kominn í mjög góða stöðu en varnarmenn Stjörnunnar ná aðeins að ná honum úr jafnvægi áður en hann tekur skotið þannig það fer beint í Árna.
23. mín
Ólafur Guðmunds dansar aðeins á línunni þegar hann ýtir Guðmundi Baldvin af boltanum. Guðmundur var að elta uppi bolta sem að ef hann hefði komist í hefði hann verið einn gegn markmanni.
17. mín
Frábær sókn FH-inga! Björn Daníel og Kristján Flóki spila sín á milli fyrir utan teig og þá kemur Björn með frábæra sendingu inn fyrir vörn Störnunnar. Sigurður Bjartur kemur á fleygiferð í þennan bolta og nær skoti á marki í góðu færi en beint á Árna Snæ.
14. mín
Björn Daníel leggur boltan fyrir Ingimar sem tekur skotið fyrir utan teig en það fer vel framhjá markinu.
11. mín
Þetta fer heldur rólega af stað hérna. Lítið um færi til að segja frá.
6. mín
Mikill kraftur í Ingimar hérna. Tekur við boltanum á miðjum vallarhelming Stjörnunnar og nær að böðlast með hann alla leið inn í teig þar sem hann vinnur hornspyrnu.

Kjartan Kári tekur svo spyrnuna en það verður ekkert úr henni.
3. mín
Uppstilling liðanna FH 4-4-1-1
Sindri
Ingimar - Ísak - Ólafur - Böðvar
Sigurður - Bjarni - Logi - Kjartan
Björn
Kristján

Stjarnan 4-3-3
Árni
Heiðar - Guðmundur K - Sigurður - Örvar Logi
Róbert - Kjartan - Guðmundur B
Örvar - Emil - Óli
1. mín
Leikur hafinn
Pétur flautar leikinn af stað og það eru Stjörnumenn sem taka upphafssparkið. Þeir spila með vind til að byrja með.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 leikjum sem þessi lið hafa mæst í efstu deild hafa FH-ingar unnið 2 leiki, Stjarnan unnið 5 leiki og liðin gert jafntefli þrisvar. Markatalan í þessum leikjum er þannig að FH hefur skorað 13 mörk og Stjarnan skorað 19 mörk.

18.06.24 Stjarnan - FH 4-2
24.09.23 FH - Stjarnan 1-3
29.06.23 Stjarnan - FH 5-0
15.04.23 FH - Stjarnan 1-0
14.09.22 Stjarnan - FH 2-1
04.07.22 FH - Stjarnan 1-1
13.09.21 Stjarnan - FH 0-4
16.06.21 FH - Stjarnan 1-1
01.10.20 Stjarnan - FH 1-1
17.08.20 FH - Stjarnan 1-2
Fyrir leik
Dómarinn Pétur Guðmundsson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Kristján Már Ólafs.

Eftirlitsmaður er Einar Örn Daníelsson og varadómari er Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV spáir í 21. umferð sem fer öll fram á morgun.

FH 3-1 Stjarnan
BDS show stoppar ekki. Mark og leggur upp. Kjartan Kári leggur upp hin tvö. 3-1 heimasigur. Heimislestin heldur áfram að malla, hann ætlar sér í Evrópu. Eini íslenski GMinn Dabbi Vidd skælbrosandi í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stjarnan reynir að halda sér í top 6 Stjörnumenn eru í 6. sæti deildarinnar þegar 2 leikir eru eftir fram að skiptingu deildar. Garðbæingar unnu 2-0 sigur á HK í síðustu umferð. Það er hörð barátta um að vera í efstu 6 sætunum en KA og Fram sem eru fyrir neðan Stjörnuna eru aðeins einu, og tveimur stigum eftir þeim. Leikurinn í dag gæti því verið algjör úrslitaleikur fyrir liðið að halda sér í þessum pakka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
FH í Evrópubaráttu FH er í 4. sæti deildarinnar þegar 2 leikir eru eftir fram að skiptingu deildar. Hafnfirðingar unnu 3-2 sigur á Fylki í síðustu umferð þar sem Björn Daníel átti stjörnu leik. FH er í harðri baráttu um að ná í Evrópusæti, 3. sætið gefur öruggt sæti í Evrópu en 4. sætið gæti einnig gefið sæti ef Víkingar vinna bikarúrslitin. Valsarar sem eru í 3. sæti eru aðeins 3 stigum fyrir ofan FH og ÍA sem er í 5. sæti eru aðeins 1 stigi á eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
21. umferð Bestu deildar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Stjörnunnar í 21. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Kaplakrikavelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson ('95)
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson ('88)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('88)
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('68)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
9. Daníel Laxdal ('88)
10. Hilmar Árni Halldórsson ('68)
11. Adolf Daði Birgisson ('88)
14. Jón Hrafn Barkarson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('95)
37. Haukur Örn Brink

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Sigurður Gunnar Jónsson ('65)
Kjartan Már Kjartansson ('76)
Örvar Eggertsson ('84)

Rauð spjöld: