Jóladagsslúðrið er komið í hús. Marc Guehi, Marcus Rashford, Antoine Semenyo, Bradley Barcola og fleiri koma við sögu.
Barcelona hefur hitt umboðsmenn Marc Guehi, 25, varnarmanns Crystal Palace. Spænska félagið hefur hins vegar dregið sig í hlé af fjárhagsástæðum. (Mundo Deportivo)
Marcus Rashford, 28, segir að hann ætli sér að vera áfram hjá Barcelona en hann gekk til liðs við félagið frá Man Utd á láni í sumar. (Sport)
Crystal Palace mun keppa við West Ham um kaup á Jörgen Strand Larsen, 25, framherja Wolves, í janúar. (Telegraph)
Radu Dragusin, 23, varnarmaður Tottnham, er á óskalista Roma sem gæti reynt að fá hann á láni með kaupmöguleika. (La Gazzetta dello Sport)
Þar sem Antoine Semenyo hefur ákveðið að fara til Man City hefur Liverpool snúið sér að Bradley Barcola, 23, vængmanni PSG. (CaughtOffside)
Andre Onana, 29, segist vera upplifa bestu tíma lífsins eftir að hann gekk til liðs við tyrkneska félagið Trabzonspor á láni frá Man Utd. (Goal)
Barcelona er að reyna kaupa enska vængmanninn Ajay Tavares frá Norwich en hann verður 16 ára þann 28. desember. (Mundo Deportivo)
Bournemouth og Chelsea hafa áhuga á Mario Gila, 25, varnarmanni Lazio. (Il Messaggero)
Luis Guilherme, 19, vængmaður West Ham er á óskalista Sporting en portúgalska liðið vill fá hann á láni með kaupskyldu. (Maisfutbol)
Janúarglugginn verður rólegur hjá Unai Emery þar sem Aston Villa er enn í vandræðum með fjárhagsreglur deildarinnar. (GiveMeSport)
Köln vill fá Sebastiaan Bornauw, 26, aftur frá Leeds en hann spilaði með liðinu frá 2019-2021. (Bild)
Athugasemdir



