Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
Stjarnan
1
2
Fylkir
Jessica Ayers '43 1-0
1-1 Eva Rut Ásþórsdóttir '62
1-2 Marija Radojicic '70
02.09.2024  -  18:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Aðstæður: Skýjað og vindur
Dómari: Hreinn Magnússon
Áhorfendur: 148
Maður leiksins: Marija Radojicic
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('66)
7. Henríetta Ágústsdóttir ('66)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('80)
19. Hrefna Jónsdóttir
20. Jessica Ayers
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir

Varamenn:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('66)
21. Hannah Sharts
24. Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('66)
28. Mist Smáradóttir
39. Katrín Erla Clausen ('80)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Óvænt úrslit hér á Samsungvellinum. Fylkir taka hér þrjú mikilvæg stig fyrir þeirra fallbaráttu.

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag, takk fyrir mig!
95. mín
Inn:Katrín Sara Harðardóttir (Fylkir) Út:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (Fylkir)
94. mín
Þóra Kristín og Eyrún Embla rákust á með höfðinu og þær urfa báðar aðhlyðninngu.
91. mín
Uppbótartími leiksins eru 3 mínútur.
89. mín
Stjarnan leitar eftir jöfnunarmarki hér í lok leiksins. Það er þó lítið að gerast í færum.
86. mín Gult spjald: Mist Funadóttir (Fylkir)
85. mín Gult spjald: Erna Sólveig Sverrisdóttir (Fylkir)
80. mín
Inn:Katrín Erla Clausen (Stjarnan) Út:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan)
75. mín
Andrea Mist með skot framhjá eftir aukaspyrnu
70. mín MARK!
Marija Radojicic (Fylkir)
Stoðsending: Tinna Harðardóttir
Fylkir er að komast yfir! Markið kemur frá fyrirgjöf inn í teig sem Tinna á. Marija nær að koma fót sínum í boltann beint fyrir framan mark og hann endar inn í netinu. Mjög flott innkoma hjá bæði Mariju og Tinnu!
66. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
66. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir) Út:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
66. mín
Inn:Andrea Mist Pálsdóttir (Stjarnan) Út:Henríetta Ágústsdóttir (Stjarnan)
66. mín
Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
63. mín Gult spjald: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
SPajld fyrir að ýta boltanum í burtu eftir það var flautuað í einkast.
62. mín MARK!
Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
ALVÖRU SENUR! Eva Rut skorar beint úr aukaspyrnufrá löngu færi. Flott bolti inn í teig sem enginn Stjörnu leikmaður sparkar í burtu og Erin í markinu nær ekki að taka á móti boltanum.

Það er komin alvöru spenna í leikinn.
57. mín
Úlfa Dís með flott hlaup upp og er með Ayers á hægri hjá sér, en er of lengi að senda á hana. Úlfa heldur áfram upp og leggur boltann á Fanney Lísu sem á skot rétt yfir markið.
56. mín Gult spjald: Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
46. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Amelía Rún Fjeldsted (Fylkir)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Stjarnan sprkar leikinn aftur í gang. Við biðjum um viðburðaríkari seinni hálfleik!
45. mín
Hálfleikur
Stjarnan fer inn í klefan einu marki yfir eftir ansi dapurðan fyrri hálfleik. Vonandi kemur aðeins meiri spenna inn í þennan leik í seinni hálfleik.
45. mín
Íris Una með þrumu skot frá löngu færi sem endar framhjá markinu.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er 1 mínúta
43. mín MARK!
Jessica Ayers (Stjarnan)
Stoðsending: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Loksins smá spenna í þessum leik! Rétt eftir að ég segji að Fylkir hafa verið betri þá skorar Stjarnan.
Jessica fær sendingu rétt fyrir framan markið frá Úlfu sem tekur skotið. Tinna Brá ver fyrsta skotið hennar Jessicu, en Jessica fær aftur boltann og kemur boltanum þá inn í netið.
41. mín
Fylkir komnar í góða stöðu til að skora eftir fyrirgjöf inn í teiginn frá aukaspyrnu. Fylkir hafa verið aðeins sterkara lið seinustu 5 minútur leiksins
36. mín
Sóley nálægt því að skora sjálkfsmark eftir flotta fyrirgjöf inn í teig Stjörnuna. Erin ver þó þetta vel.
32. mín
Arna Dís, sem er hægri bakvörður, er kominn fremst inn á teignn og tekur alvöru skot sem Tinna Brá ver vel.
27. mín
Lítið að gerast Þetta hefur verið rólegur leikur hér á ferð. Stjarnan hefur verið með yfirburðin í leiknum, en samt ekki átt neinn risa færi. Það lífgar núna vonandi upp í leiknum.
23. mín
Fylkir vinnur núna aukaspyrnu á vinstri kanti.

Eva Rut tekur spyrnunna og nær inn í teig, en boltinn endar svo framhjá markinu.
22. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á hægri kanti. Jessica tekur spyrnunna sem lendir inn í teig, Úlfa Dís nær að skalla boltann, en boltinn endar yfir markið.
20. mín
Úlfa Dís á skot frá löngu færi. Tinna þarf að ýta boltann rétt yfir markið.
17. mín
Leikurinn stöðvaður á 17. mínútu, leikmenn og stuðningsmenn klappa Bryndísar Klöru til heiðurs sem lést af sárum sínum síðastliðið föstudagskvöld eftir að hafa orðið fyrir stunguárás.
13. mín
Úlfa Dís með skot frá löngu færi sem endar rétt yfir markið.
5. mín
Abagail á flott skot sem fer yfir markið frá löngu færi eftir hornspyrnu.
4. mín
Abigail með skot á markið. Boltinn fer í leikmann Stjörnunnar og útaf. Fylkir eiga hornspyrnu.
4. mín
Fanney Lísa með fyrirgjöf inn í teiginn, en það er enginn sem er þar til að nýta þetta færi.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir sparkar leikinn í gang!
Fyrir leik
Byrjunarlið leiksins eru komin inn! Jóhannes gerir þrjár breytingar eftir 1-2 tap gegn Þrótt í seinustu umferð.
Sóley Edda, Henríetta Ágústsdóttir og Fanney Lísa koma inn í byrjunarliðið fyrir Huldu Hrund, Hannah Sharts og Andreu Mist.

Gunnar gerir tvær breytingar eftir 2-2 jafntefli gegn Þór/KA í seinustu umferð.
Guðrún Karítas og Amelía Rún koma inn í byrjunarliðið fyrir Viktoríu Diljá og Helgú Guðrúnu.
Fyrir leik
Gylfi Tryggva spáir í spilin Gylfi Tryggvason, aðstoðarþjálfari HK, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan í 1. umferðinni eftir tvískiptinguna en þetta er seinasti leikurinn í þessari umferð.
Stjarnan 3 - 1 Fylkir (18:00 á mánudag)
Útivistartíminn er að skerðast 1. september og þess vegna óskaði Stjarnan eftir því að fá að spila þennan leik kl. 18:00 en ekki 19:15. Nú á nefnilega að leyfa börnunum að spila. Foreldrar leikmanna hafa skrifað undir skjal sem leyfir þeim að vera úti til 20 í fylgd með ömmu Erin sem hefur heldur betur passað vel upp á þær í ár. Ef allir gætu verið aðeins meira eins og Erin væri heimurinn betri staður.

Fanney Lísa verður tekin úr frystikistunni og skorar eitthvað mjög FanneyjarLísu-legt mark. Hælspyrna í slána inn eða eitthvað bull. Tekur svo Cold Palmer fagnið því henni verður enn frekar kalt eftir allan tímann í frystinum.

Arna Dís braut á sér olnbogann í sumar og mér finnst líklegt að hún brjóti núna annað markið á Samsung-vellinum með bylmingsskoti fyrir utan teig, stöngin inn. Hún tekur róbótann enda í góðri æfingu eftir að hafa verið með höndina gifsaða í róbótastöðunni í mánuð.

Hrefna Jónsdóttir hefur gert það að listgrein að fá boltann í sig eftir hornspyrnu og henni bregst ekki bogalistin í þessum leik. Hornspyrna sem Anna María skallar í Hrefnu og inn. Þar kemur Árbæingurinn fram í Huldu Hrund sem fær brjálæðiskast og hraunar yfir Hrefnu fyrir að hafa stolið marki af Önnu Maríu, en þetta hefði orðið fyrsta mark Önnu Maríu á ævinni, æfingar taldar með.

Hulda klárar leikinn í svo miklu reiðiskasti að hún gleymir því aftur að hún er ekki lengur í Fylki. Nema í staðinn fyrir að biðja um innkast fyrir Fylki eins og hún gerði fyrr í vor skorar hún sjálfsmark en það mun ekki duga fyrir Fylkiskonur og 3-1 niðurstaðan sem fellir Fylki því miður. Þrátt fyrir fall á Fylkir skilið mikið lof fyrir þá vinnu sem félagið er að setja í kvennastarfið sitt.
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Þriðja liðið Hreinn Magnússon dæmir leikinn í kvöld en honum til halds og trausts verða þeir Kári Mímisson og Ásgeir Viktorsson. Skiltadómarinn í dag er Ágúst Hjalti Tómasson en Bergur Þór Steingrímsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hreinn Magnússon (t.v.)
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Hvert stig dýrmætt fyrir Fylki Leikurinn í kvöld er seinasti leikurinn í 1. umferðinni eftir tvískiptinguna. Fylkir er 6 stigum frá Tindastól sem eru í öruggu sæti en Fylkir á leik til góða á Stólana. Ef leikurinn tapast í kvöld geta Fylkiskonur í besta falli haldið sér uppi á markatölu en hvert stig er gífurlega dýrmætt fyrir Fylki á þessari stundu.

Eins og fólk veit á Fylkir eftir að spila við Keflavík og Tindastól eftir þennan leik en Tindastóll vann Keflavík í þessari umferð.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Stjörnukonur duttu niður í neðri helmingin Stjarnan fór í þjálfarabreytingu á miðju tímabili þegar Kristján Guðmunds var látinn fara en Jói Kalli tók við liðinu. Það hefur gengið misvel hjá Stjörnunni í sumar en í seinustu þremur leikjum deildarinnar hafa þær ekki unnið og töpuðu núna seinast gegn Þrótti Reykjavík á grátlegan hátt.

Það tap gerði það að verkum að Stjarnan er í neðri helmingnum og Þróttur í efri helmingnum en leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Fylkis og Stjörnunnar eftir tvískiptinguna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Haraldsson
Fyrir leik
Sú lang Besta! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu úr Garðarbænum þar sem Stjörnukonur fá Fylki í heimsókn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
4. Íris Una Þórðardóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('66)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('66)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
19. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('95)
26. Amelía Rún Fjeldsted ('46)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('66)
8. Marija Radojicic ('46)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('66)
17. Elfa Karen Magnúsdóttir
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir ('95)
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson

Gul spjöld:
Kolfinna Baldursdóttir ('56)
Erna Sólveig Sverrisdóttir ('85)
Mist Funadóttir ('86)

Rauð spjöld: