Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   fös 30. ágúst 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi Tryggva spáir í 1. umferð Bestu kvenna eftir skiptingu
Gylfi Tryggvason, aðstoðarþjálfari HK.
Gylfi Tryggvason, aðstoðarþjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aldrei breytast, Jasmín.
Aldrei breytast, Jasmín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég mun aldrei skilja hvað í andskotanum gerði að verkum að hún spilaði í Lengjudeildinni í ár en ég verð henni ævinlega óþakklátur fyrir það.
Ég mun aldrei skilja hvað í andskotanum gerði að verkum að hún spilaði í Lengjudeildinni í ár en ég verð henni ævinlega óþakklátur fyrir það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef allir gætu verið aðeins meira eins og Erin væri heimurinn betri staður.
Ef allir gætu verið aðeins meira eins og Erin væri heimurinn betri staður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.
Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta umferðin í Bestu deild kvenna eftir að deildin skiptist í tvennt hefst í kvöld en Breiðablik og Valur, tvö efstu lið deildarinnar, verða í eldlínunni á eftir.

Gylfi Tryggvason, aðstoðarþjálfari HK, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.

Efri hlutinn
Valur 1 - 1 Þróttur R. (18:00 í kvöld)
Hörkuleikir á milli þessara liða í deildinni og hér verður engin breyting á. Þróttur er á skemmtilegri vegferð sem ég er mjög hrifinn af og ég hef trú á að þær nái að taka stig út úr þessum leik. Ég geri mér grein fyrir því að Jasmín Erla mun lesa þetta og verða bálreið yfir þessari spá og líklega skora þrennu í andlitið á mér. Aldrei breytast, Jasmín.

Breiðablik 3 - 0 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Víkingsstelpur voru að sjálfsögðu mættar í Víkina í hádeginu áðan að skála í kampavíni á meðan dregið var í Sambandsdeildina og það mun draga dilk á eftir sér í kvöld. Þær hafa reyndar haft ágætis tök á Blikum síðustu tvö ár en munurinn í þetta sinn er að besti leikmaður á landinu, Samantha Smith, spilar nú í grænu. Ég mun aldrei skilja hvað í andskotanum gerði að verkum að hún spilaði í Lengjudeildinni í ár en ég verð henni ævinlega óþakklátur fyrir það. Nik gerir það eina rétta í stöðunni eftir þrennuna hennar í kvöld og heyrir í vinum sínum í Chelsea og fær aðstoð við að setja upp 8 ára samning sem hann hendir í grillið á henni beint eftir leik. Það kemur henni á kortið hjá Chelsea og hún endar þar á næstu tveimur árum.

Þór/KA 2 - 0 FH (14:00 á laugardag)
Breukelen Woodard, einn besti leikmaður FH í sumar, verður ekki meira með og það er alvöru skellur fyrir FH-inga sem hafa annars gert vel í sumar. Leyft ungum, uppöldum stelpum að spila og eru að fá frábæra árganga upp. Þór/KA eru hins vegar staðráðnar í að tryggja sér þriðja sætið og byrja að geta eitthvað á heimavelli í fyrsta sinn síðan 2018. Ég ætla að vera alveg ruglaður og spá því að Sandra María Jessen skori. Jafnvel tvö.

Neðri hlutinn
Tindastóll 2 - 1 Keflavík (16:00 á sunnudag)
Rosalegur sex stiga leikur. Verð að gefa báðum liðum það að mér finnst þau spila ágætis bolta, eða reyna það að minnsta kosti. Donni er hættur að grínast núna og siglir þessu heim með hjálp Jordyn Rhodes sem hefur verið ansi öflug. Keflavík virka brotnar þó það sé helling í þessa leikmenn spunnið. Held þær mæti hræddar inn í leikinn og það verði þeim að falli í orðsins fyllstu merkingu. Sóknarleikur Keflavíkur mun því miður ekki lagast fyrr en Anton Ingi Rúnarsson fær símtalið frá þeim. Make the call.

Stjarnan 3 - 1 Fylkir (18:00 á mánudag)
Útivistartíminn er að skerðast 1. september og þess vegna óskaði Stjarnan eftir því að fá að spila þennan leik kl. 18:00 en ekki 19:15. Nú á nefnilega að leyfa börnunum að spila. Foreldrar leikmanna hafa skrifað undir skjal sem leyfir þeim að vera úti til 20 í fylgd með ömmu Erin sem hefur heldur betur passað vel upp á þær í ár. Ef allir gætu verið aðeins meira eins og Erin væri heimurinn betri staður.

Fanney Lísa verður tekin úr frystikistunni og skorar eitthvað mjög FanneyjarLísu-legt mark. Hælspyrna í slána inn eða eitthvað bull. Tekur svo Cold Palmer fagnið því henni verður enn frekar kalt eftir allan tímann í frystinum.

Arna Dís braut á sér olnbogann í sumar og mér finnst líklegt að hún brjóti núna annað markið á Samsung-vellinum með bylmingsskoti fyrir utan teig, stöngin inn. Hún tekur róbótann enda í góðri æfingu eftir að hafa verið með höndina gifsaða í róbótastöðunni í mánuð.

Hrefna Jónsdóttir hefur gert það að listgrein að fá boltann í sig eftir hornspyrnu og henni bregst ekki bogalistin í þessum leik. Hornspyrna sem Anna María skallar í Hrefnu og inn. Þar kemur Árbæingurinn fram í Huldu Hrund sem fær brjálæðiskast og hraunar yfir Hrefnu fyrir að hafa stolið marki af Önnu Maríu, en þetta hefði orðið fyrsta mark Önnu Maríu á ævinni, æfingar taldar með.

Hulda klárar leikinn í svo miklu reiðiskasti að hún gleymir því aftur að hún er ekki lengur í Fylki. Nema í staðinn fyrir að biðja um innkast fyrir Fylki eins og hún gerði fyrr í vor skorar hún sjálfsmark en það mun ekki duga fyrir Fylkiskonur og 3-1 niðurstaðan sem fellir Fylki því miður. Þrátt fyrir fall á Fylkir skilið mikið lof fyrir þá vinnu sem félagið er að setja í kvennastarfið sitt.

Fyrri spámenn:
Kristín Dís Árnadóttir (5 réttir)
Guðrún Arnardóttir (5 réttir)
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (4 réttir)
Alda Ólafsdóttir (4 réttir)
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir (4 réttir)
Sölvi Haraldsson (3 réttir)
Magnús Haukur Harðarson (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Jón Stefán Jónsson (3 réttir)
Guðmunda Brynja Óladóttir (3 réttir)
Hildur Antonsdóttir (3 réttir)
Diljá Ýr Zomers (3 réttir)
Helena Ólafsdóttir (3 réttir)
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (3 réttir)
Björg Gunnlaugsdóttir (2 réttir)
Guðný Geirsdóttir (2 réttir)
Bryndís Arna Níelsdóttir (2 réttir)
Cecilía Rán Rúnarsdóttir (2 réttir)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 23 20 1 2 64 - 13 +51 61
2.    Valur 23 19 3 1 54 - 18 +36 60
3.    Víkingur R. 23 10 6 7 34 - 36 -2 36
4.    Þór/KA 23 10 4 9 42 - 36 +6 34
5.    Þróttur R. 23 8 5 10 29 - 33 -4 29
6.    FH 23 8 1 14 32 - 49 -17 25
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Stjarnan 21 7 4 10 29 - 41 -12 25
2.    Tindastóll 21 5 4 12 26 - 44 -18 19
3.    Keflavík 21 4 2 15 25 - 43 -18 14
4.    Fylkir 21 3 4 14 20 - 42 -22 13
Athugasemdir
banner
banner
banner