KR
0
3
Víkingur R.
0-1
Gísli Gottskálk Þórðarson
'11
0-2
Valdimar Þór Ingimundarson
'22
0-3
Danijel Dejan Djuric
'38
, víti
13.09.2024 - 17:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 2107
Maður leiksins: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
Meistaravellir
Besta-deild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 2107
Maður leiksins: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur)
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
('61)
6. Alex Þór Hauksson
9. Benoný Breki Andrésson
('46)
11. Aron Sigurðarson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f)
('69)
17. Luke Rae
('79)
29. Aron Þórður Albertsson
Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
('69)
7. Finnur Tómas Pálmason
('61)
19. Eyþór Aron Wöhler
('79)
23. Atli Sigurjónsson
('46)
25. Jón Arnar Sigurðsson
26. Alexander Rafn Pálmason
Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Vigfús Arnar Jósefsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Gul spjöld:
Aron Sigurðarson ('54)
Axel Óskar Andrésson ('80)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tíðindalítill seinni hálfleikur en Víkingur gjörsamlega átti fyrri hálfleikinn. Sanngjarn sigur Víkinga staðreynd.
88. mín
Góð skyndisókn hjá KR
Langur bolti fram á Atla og hann er fljótur að koma sér inn í teig og gefa boltan fyrir. Ástbjörn er á hinum endanum á sendingunni og hann nær skotinu en varið hjá Ingvari.
87. mín
Inn:Davíð Helgi Aronsson (Víkingur R.)
Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
85. mín
Rétt framhjá!!
KR-ingar setja langan bolta fram og Atli nær að plata rangstöðugildruna. Hann er þá kominn einn í gegn og reynir að lyfta boltanum yfir Ingvar. Skotið er ekki alveg nógu nákvæmt og fer rétt framhjá markinu.
79. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR)
Út: Luke Rae (KR)
Víkingar syngja Húbba búbba og bjóða Eyþór velkominn til leiks. Skemmtilegt.
74. mín
Helgi er fljótur að taka innkast á vinstri kantinum, hann kastar boltanum fast á Valdimar sem er sloppinn einn í gegn. Guy Smit kemur hinsvegar vel út úr markinu og nær að stoppa þetta.
70. mín
Góður bolti hjá Helga inn á teig fer samt framhjá öllum. Þá kemur Óskar frá hinum kantinum. Hann tekur boltan, tekur eitt skref í átt að marki og tekur skotið, rétt framhjá markinu.
68. mín
Frábært færi fyrir Víkinga!
Flott samspil hjá Helga og Valdimar á hægri kantinum. Helgi kemur svo með fasta seindingu fyrir markið. Nikolaj kastar sér á boltanum en skotið hans fer af varnarmanni og aftur fyrir.
63. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Víkingur R.)
Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Klappað vel fyrir Óskari af báðum stuðningsmannahópum.
57. mín
DAUÐAFÆRI FYRIR KR!
KR tekur hornspyrnu, þeir lyfta boltanum inn í teig. Þá var það einhver sem skallaði boltan áfram og boltinn dettur beint fyrir fæturna á Atla Sigurjóns inn í markteig. Atli er frekar seinn að átta sig á því en áður en hann getur tekið skotið er hann dæmdur rangstæður.
54. mín
Gult spjald: Aron Sigurðarson (KR)
Fyrir dýfu. KR vildi fá víti þarna. Eftir endursýningar sýnist mér þetta bara vera hárréttur dómur.
46. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR)
Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
Ein breyting í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar sungu áðan "það er aðeins eitt lið á vellinum" og það er einfaldlega þannig. Víkingar með öll tök á þessum leik, KR fer bara sjaldan yfir miðju.
44. mín
Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Verulega gult spjald. Knúsar Aron Sig alla leiðina niður vinstri kantinn.
40. mín
Víta dómurinn var þannig að Alex Þór gaf herfilega sendingu aftur á Theodór Elmar. Valdimar kemur í harða pressu, er á undan í boltan og Theodór tekur hann niður. Hárrétt ákvörðun.
38. mín
Mark úr víti!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
3-0 Þvílíkt domination!!
Danijel trítlar hægt og rólega að boltanum, bíður eftir að Guy Smit hreyfir sig og rennir svo boltanum snyrtilega í markið.
29. mín
Frábær varsla!!
Benóný fær langan bolta fram til sín og hann herjar að vörninni. Hann tekur eina snögga gabbhreyfingu til að búa til pláss og tekur svo fast skot upp í nærhornið. Ingvar kemur hinsvegar með stórkostlega viðbragðs vörslu!
24. mín
Það má alveg klappa fyrir Gísla. Búinn að vera frábær
Gísli Gotti ????????????????
— Adam Palsson (@Adampalss) September 13, 2024
22. mín
MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Gísli Gottskálk Þórðarson
Stoðsending: Gísli Gottskálk Þórðarson
Þvílíkir taktar!!!
Víkingar eru með innkast á hægri kantinum og ná á einhvern ótrúlegan hátt að spila sig úr svakalega þröngri stöðu. Gísli kemur þá með boltan inn á teig, á eina geggjaða gabbhreyfingu, svo ennþá betri 'chip' sendingu á Valdimar sem er í dauðafæri og klárar einfaldlega.
15. mín
Ari með gott skot!
Víkingar spila sig vel í gegnum vörnina upp vinstri kantinn. Þá kemur Valdimar með sendinguna á Ara sem er í góðu plássi. Hann lætur vaða á markið, gott skot en Smit ver vel.
14. mín
Víkingar eru að finna mikið af plássi þegar þeir sækja hratt og beinskeytt. KR liðið er í mjög breytilegu kerfi þar sem menn skiptast á stöðum, það virðist vera að búa til þessi opnu pláss sem Víkingar eru að nýta sér vel.
11. mín
MARK!
Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Stoðsending: Ari Sigurpálsson
Það þarf ekki að vera flókið!!
Víkingar vinna boltann á miðjum vellinum og eru fljótir að gefa langan bolta út á hægri kant þar sem Ari er í risastóru plássi. Hann fer upp með boltan, gefur svo fastan bolta fyrir markið þar sem Gísli kemur á fleygiferð og klárar vel framhjá Smit.
9. mín
Uppstilling liðanna
Uppstilling KR 4-4-2
Smit
Ástbjörn - Birgir - Axel - Gyrðir
Luke - Alex Þór - Theodór - Aron Þórður
Benóný - Aron Sig
Uppstilling Víkinga 4-3-3
Ingvar
Tarik - Gunnar - Ekroth - Jón Guðni
Gísli - Viktor - Valdimar
Ari - Nikolaj - Danijel
Smit
Ástbjörn - Birgir - Axel - Gyrðir
Luke - Alex Þór - Theodór - Aron Þórður
Benóný - Aron Sig
Uppstilling Víkinga 4-3-3
Ingvar
Tarik - Gunnar - Ekroth - Jón Guðni
Gísli - Viktor - Valdimar
Ari - Nikolaj - Danijel
Fyrir leik
Byrjunarliðin
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR gerir 3 breytingar á sínu liði sem vann ÍA 4-2 í síðustu umferð. Það eru Alex Þór Hauksson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Theodór Elmar Bjarnason sem koma inn í liðið. Finnur Tómas Pálmason, Atli Sigurjónsson og Jón Arnar Sigurðsson fá sér allir sæti á bekknum.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir 2 breytingar á sínu liði sem vann Val 3-2 í síðustu umferð. Jón Guðni Fjóluson og Gunnar Vatnhamar koma inn í liðið. Aron Elís Þrándarsson og Karl Friðleifur Gunnarsson eru báðir í leikbanni.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings gerir 2 breytingar á sínu liði sem vann Val 3-2 í síðustu umferð. Jón Guðni Fjóluson og Gunnar Vatnhamar koma inn í liðið. Aron Elís Þrándarsson og Karl Friðleifur Gunnarsson eru báðir í leikbanni.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir
Síðast þegar þessi lið mættust í deildinni gerðu þau 1-1 jafntefli á Víkingsvelli. Þá var Pálmi Rafn Pálmason þjálfari liðsins en þetta var hans fyrst leikur við stjórnvöld eftir að hafa tekið við af Gregg Ryder sem var þarna nýlega rekinn frá félaginu.
Í síðustu 10 deildarleikjum milli þessara liða hafa KR aðeins unnið 1 leik, liðin hafa skilið jöfn 5 sinnum og Víkingur unnið 4 leiki. KR skoraði 12 mörk í þessum leikjum og Víkingar 18.
22.06.24 Víkingur - KR 1-1
20.09.23 Víkingur - KR 2-2
23.07.23 KR - Víkingur 1-2
24.04.23 Víkingur - KR 3-0
24.10.22 Víkingur - KR 2-2
17.09.22 Víkingur - KR 2-2
01.07.22 KR - Víkingur 0-3
19.09.21 KR - Víkingur 1-2
21.06.21 Víkingur - KR 1-1
01.10.20 Víkingur - KR 0-2
Í síðustu 10 deildarleikjum milli þessara liða hafa KR aðeins unnið 1 leik, liðin hafa skilið jöfn 5 sinnum og Víkingur unnið 4 leiki. KR skoraði 12 mörk í þessum leikjum og Víkingar 18.
22.06.24 Víkingur - KR 1-1
20.09.23 Víkingur - KR 2-2
23.07.23 KR - Víkingur 1-2
24.04.23 Víkingur - KR 3-0
24.10.22 Víkingur - KR 2-2
17.09.22 Víkingur - KR 2-2
01.07.22 KR - Víkingur 0-3
19.09.21 KR - Víkingur 1-2
21.06.21 Víkingur - KR 1-1
01.10.20 Víkingur - KR 0-2
Fyrir leik
Frestaður leikur
Leikurinn í dag er í raun leikur í 20. umferð deildarinnar. Leiknum var frestað frá sínum upprunarlega spiltíma til þess að gefa Víkingum meiri hvíldartíma fyrir sína Evrópu baráttu. Það er hægt að segja að það heppnaðist vel þar sem Víkingarnir eru komnir áfram í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, en í staðin þurfa þeir þá að spila í dag og síðan aftur annan mikilvægan deildarleik á Mánudaginn gegn Fylki.
Fyrir leik
Leikbönn
Víkingur verður án mikilvægra leikmanna í dag en bæði Karl Friðleifur Gunnarsson og Aron Elís Þrándarsson eru í leikbanni. Þá er þjálfari liðsins Arnar Gunnlaugsson einnig í banni eins og komið hefur fram hér fyrir neðan.
Fyrir leik
Dómari leiksins
Elías Ingi Árnason dæmir leikinn á morgun en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Guðmundur Ingi Bjarnason
Fjórði dómari verður Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fjórði dómari verður Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson og Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Meistaravellir ekki verið að gefa
KR-ingum líður ekkert sérstaklega vel heima hjá sér og eru neðstir þegar kemur að árangri á heimavelli. Liðið hefur aðeins unnið tvo af tíu heimaleikjum og Meistaravellir aðeins skilað samtals tíu stigum heim á bæ.
Fyrir leik
Óskar VS Arnar
Þjálfararnir tveir Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson hafa átt einn skemmtilegasta rýg deildarinnar síðustu árin. Það átti sér stað þegar Óskar var þjálfari Breiðabliks en leikurinn í dag hefði átt að vera fyrsta skiptið sem þeir áttu að mætast á hliðarlínunni síðan Óskar fór frá Breiðablik. Það gerist þó ekki, þar sem því miður er Arnar í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald á tímabilinu í jafnteflis leik gegn Vestra. Þetta er hans síðasti leikur í þessu leikbanni og því mun Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari liðsins stýra liðinu í dag.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Arnar Gunnlaugsson
Fyrir leik
Víkingar geta farið á toppinn
Víkingar eru 2. sæti deildarinnar sem stendur en með sigri í dag geta þeir jafnað Breiðablik af stigum sem er í efsta sæti. Víkingar eru þó með ögn betri markatölu og þeir myndu þá taka topp sætið af þeim. Í síðustu umferð unnu Víkingar, Valsara 3-2 í hádramatískum leik. Aron Elís Þrándarsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik og Valsarar komust í 2-0 fljótlega eftir það. Í seinni hálfleik fékk hinsvegar Hólmar Örn Eyjólfsson rautt spjald og þá voru Víkingar fljótir að snúa taflinu við og unnu leikinn 3-2. Nýjasti leikmaður Víkinga, Tarik Ibrahimagic átti frábæran leik og var valinn maður leiksins eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið í leiknum.
Fyrir leik
KR enn í fallbaráttu
Staða KR í deildinni er enn nokkuð vafasöm eftir erfitt sumar. Þeir sitja í 9. sæti deildarinnar með 21 stig aðeins 3 stigum frá fallsæti. Vesturbæingar náðu sér í hagstæð úrslit í síðustu umferð þar sem þeir unnu ÍA 4-2. Benóný Breki Andrésson átti þar stórleik þar sem hann skoraði þrennu, hann er einnig markahæsti leikmaður KR-inga á tímabilinu með 10 mörk.
Þar sem þetta er leikur sem KR á innbyrðis á liðin í kringum sig getur sigur gert ansi mikið fyrir þá. Þeir geta komið sér 6 stigum frá fallsæti og með aðeins 6 leiki eftir af tímibilinu eftir þennan leik, væri það mjög stórt í þeirra baráttu um að halda sínu sæti í Bestu deildinni.
Þar sem þetta er leikur sem KR á innbyrðis á liðin í kringum sig getur sigur gert ansi mikið fyrir þá. Þeir geta komið sér 6 stigum frá fallsæti og með aðeins 6 leiki eftir af tímibilinu eftir þennan leik, væri það mjög stórt í þeirra baráttu um að halda sínu sæti í Bestu deildinni.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
('79)
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
('63)
17. Ari Sigurpálsson
('63)
19. Danijel Dejan Djuric
('63)
20. Tarik Ibrahimagic
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson
('87)
Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
('79)
3. Davíð Helgi Aronsson
('87)
9. Helgi Guðjónsson
('63)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson
('63)
30. Daði Berg Jónsson
('63)
Liðsstjórn:
Róbert Rúnar Jack
Kári Sveinsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson
Gul spjöld:
Viktor Örlygur Andrason ('44)
Rauð spjöld: