Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Víkingur R.
3
0
FH
Helgi Guðjónsson '13 1-0
Helgi Guðjónsson '73 2-0
Viktor Örlygur Andrason '90 3-0
25.09.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: Rúmlega 600
Maður leiksins: Helgi Guðjónsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
9. Helgi Guðjónsson ('91)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('80)
17. Ari Sigurpálsson ('71)
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson (f) ('71)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('80)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('91)
8. Viktor Örlygur Andrason ('71)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson ('80)
24. Davíð Örn Atlason ('71)
30. Daði Berg Jónsson ('80)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Kári Sveinsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Arnar Gunnlaugsson ('51)
Tarik Ibrahimagic ('66)
Karl Friðleifur Gunnarsson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar fara beint á toppinn! Sannfærandi sigur Víkinga sem þýðir bara eitt, þeir eru komnir á toppinn á ný og það stefnir allt í rosalega toppbaráttu!

Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna í kvöld.

Þangað til næst verið þið sæl!
91. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Mjög góð skipting
91. mín
+5 mínútur í uppbótartíma
90. mín MARK!
Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Beint úr aukaspyrnu! Viktor Örlygur tekur bara spyrnuna og lætur vaða að sjálfsögðu.

Þetta var föst spyrna en hún var alls ekki góð og þarna fannst mér Daði átt að gera betur.

Viktor er að klára þetta!
88. mín Gult spjald: Jóhann Ægir Arnarsson (FH)
Víkingar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað Fer harkalega í Helga Guðjóns rétt við vítateigslínuna.
87. mín
Daði Berg! Daði Berg tekur frábæra blindandi hælsendingu í gegn á Djuric sem er kominn einn gegn Daða en Daði ver mjög vel.

Sturluð sending þarna hjá Daða!
84. mín
Rúmlega 600 áhorfendur í Víkinni Hefði viljað sjá fleiri, viðurkenni það, en vel gert hjá þeim sem mættu.
83. mín
Helgi í góðu færi Helgi fær sendingu í gegn og keyrir af stað áður en hann lætur vaða einn á móti Daða sem ver mjög vel.

Hann hefði getað sett þrennuna þarna.
80. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
80. mín
Inn:Robby Kumenda Wakaka (FH) Út:Arnór Borg Guðjohnsen (FH)
77. mín Gult spjald: Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Stoppar skyndisókn og fær réttilega gult spjald.
76. mín
Hvernig svara FH-ingar? Hafa lítið ógnað af viti í seinni hálfleiknum og eru núna komnir tveimur mörkum undir.
73. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Lúrir á fjærstönginni! Davíð Atla kemur boltanum á Karl Friðleif sem er alveg út við endalínu. Karl kemur boltanum yfir allan pakkann og á fjærstöngina þar sem Helgi Guðjóns er mættur og skallar boltann í netið.

Helga Guðjóns leiðist ekki að skora gegn FH, búinn að skora í öllum þremur leikjum sumarsins gegn FH!
71. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
71. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Grétar Snær fer meiddur af velli.
66. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
Tarik á leið í bann
65. mín
Þvílíkur klaufaskapur! FH-ingar hreinsa fram og Ari Sigurpáls ætlar að senda boltann niður á Ingvar en hittir ekki boltann. Arnór Borg nær boltanum og er með Kjartan með sér á móti Ara.

Arnór er alltof lengi að þessu og keyrir í átt að Kjartani í staðinn fyrir að senda á hann eða fara sjálfur og tapar boltanum.
64. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
63. mín
Inn:Kjartan Kári Halldórsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Kjartan Kári mættur til leiks
59. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Verður í banni í þarnæsta leik Fyrir gamalt brot á Karl Friðleifi.

Kristján má spila næsta leik FH gegn Blikum á heimavelli en missir af útileik á Skaganum í þarnæsta leik FH.
56. mín
Fær Arnar annað gult? Arnar Gunnlaugs er á gulu spjaldi en honum er ansi heitt í hamsi þessa stundina og gæti vel líklega fengið sitt annað gula ef hann heldur áfram að mótmæla svona á mínútufresti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

55. mín
Afhverju skaut hann ekki? Tarik kemur með geggjaðan bolta upp völlinn á Danijel Djuric sem var með flugbraut og keyrði af stað. Hann sparkaði boltanum fyrir markið sem Ari Sigurpáls var hársbreidd nálægt því að komast í en FH-ingar halda í boltann.

Þarna hefði ég viljað sjá Djuric bara láta vaða á markið.
53. mín
Hvenær mætir Kjartan Kári til leiks? Kjartan er smá meiddur og gat ekki byrjað. Það er spurning hvenær eða hvort þessi frábæri sóknarmaður getur komið inn á og breytt sóknarleik FH.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
51. mín Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Ekki fyrsta áminning Arnars í sumar Fær spjald fyrir mótmælin
51. mín
Víkingar vilja víti! Aron Elís fer niður í teig FH-inga og Víkingar brjálast og vilja víti!
50. mín
Karl Friðleifur tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á Daða Frey í markinu.
49. mín
Annað horn Karl Friðleifur tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer á Oliver Ekroth sem á skot sem fer aftur á Karl. Karl kemur með annan bolta inn á teiginn sem FH-ingar hreinsa í aðra hornspyrnu.
49. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn! Heimamennirnir koma þessu í gang á ný fyrir okkur!
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (af Stöð 2 Sport) Með boltann: 55% - 45%
Marktilraunir: 3-7
Á rammann: 2-1
Rangstöður: 1-2
Brot: 3-9
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða! Þá hefur Jóhann Ingi flautað til hálfleiks og það eru Víkingar sem leiða með einu marki þegar liðin ganga til búningsklefa.

Líklega sanngjarnar hálfleikstölur en það er ýmislegt sem FH þarf að gera betur skyldu þeir vilja jafna þetta í seinni hálfleiknum.

Tökum okkur korterspásu og mætum síðan til baka að vörmu spori.
45. mín
Hornspyrnan fer yfir allan pakkann í teignum og Víkingar halda nú í boltann undir mikillri pressu frá FH-ingum.
45. mín
+2 mínútur í uppbótartíma
45. mín
Ingvar ver í horn! Ingimar Stöle fær boltann fyrir utan teig Víkinga og lætur vaða en Ingvar ver glæsilega í horn.
42. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (FH)
Allir hafsentar FH komnir með gult
41. mín
Þeir eru ekki lengi að taka spyrnuna. Arnór Borg fær boltann stutt og þeir koma boltanum inn á teiginn en Víkingar vinna boltann og keyra upp í sókn.
40. mín
FH að fá horn! Arnór Borg með skot sem Oliver Ekroth kemst fyrir.
38. mín
Aftur liggur Oliver Oliver Ekroth liggur niðri og þarf aðhlynningu.

Hann er núna staðinn upp og getur haldið leik áfram.
37. mín
Karl Friðleifur hefur tekið þó nokkrar spyrnur í dag en oftar en ekki hafa þær farið í Arnór Borg sem er fremsti varnarmaðurinn í teignum eða einn í vegg.

Karl ekki heldur búinn að eiga góðan leik.
35. mín
Bjarni Guðjón er að eiga mjög erfiðan leik. Það er eins og það sé ekki kveikt á honum. Er að tengja illa við liðsfélagana sína og hefur ekki litið vel út í þessum fyrri hálfleik að mínu mati.
34. mín
Matti Villa kemur væntanlega ekkert við sögu í úrslitakeppninni
   25.09.2024 19:48
„Við fengum slæmar fréttir af Matta í dag“
Elvar Geir Magnússon
33. mín
Karl Friðleifur tekur spyrnuna inn á teiginn sem endar á Ingimar Stöle, hann hreinsar í innkast og Víkingar halda í boltann.
32. mín
Víkingur að fá hornspyrnu!
28. mín
Karl Friðleifur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Björn Daníel skallar frá en Víkingar halda í boltann.
27. mín
Víkingur að fá horn!
25. mín
Bjarni klaufi! FH-ingar gera vel á miðsvæðinu og það kemur bolti í gegn á Bjarna og Arnór en Bjarni var langt fyrir innan. Arnór var það ekki en Bjarni tekur boltann samt og flaggið fer á loft.

Bjarni klaufi þarna!
23. mín
Karl Friðleifur tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer aftur beint á Arnór Borg sem er fyrsti maðurinn í teignum.

FH-ingar halda í boltann þessa stundina.
21. mín
Frábær varsla Tarik gerir frábærlega fyrir utan vítateig FH. Vinnur boltann og tekur strax mjög gott skot sem Daði Freyr ver mjög vel í horn.
21. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Stoppar hættulega sókn Víkinga. Rétt spjald.
19. mín
Bjargað á línu! Arnór Borg tekur spyrnuna inn á teiginn sem Ísak Óli sýnist mér skallar á markið en Aron Elís bjargar á línu!
19. mín
FH að fá hornspyrnu!
17. mín
Karl Friðleifur tekur spyrnuna inn á teiginn sem FH-ingar hreinsa frá.

Víkingar halda áfram í boltann og eru að stýra leiknum þessa stundina.
17. mín
Víkingur að fá horn! Karl Friðleifur tekur spyrnuna fyrir markið en Ísak Óli skallar aftur fyrir í horn.
15. mín Gult spjald: Ísak Óli Ólafsson (FH)
Fer harkalega í Djuric og fær verðskuldað spjald.

Víkingar að fá aukaspyrnu núna á fínum stað.
13. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
Geggjuð sending! Frábært mark hjá Helga sem skorar sitt 10. mark í sumar!

Aron fær boltann hægra meginn á miðjum vellinum og kemur með sturlaðan bolta inn fyrir í gegn á Helga Guðjóns. Boltinn fer aftur fyrir Finn Orra sem er hársbreidd frá því að komast fyrir sendinguna. Helgi er þá kominn einn í gegn á Daða og klárar listilega.

FH-ingar voru búnir að byrja þetta betur en Víkingar hafa nú tekið forystuna og eru allsráðandi!
12. mín
Arnór Borg kemur með boltann inn á teiginn en Gunnar Vatnhamar skallar frá. Ísak Óli fær þá boltann úti við hliðarlínu og kemur með boltann fyrir markið áður en Aron Elís hreinsar.
11. mín
FH að fá aukaspyrnu á góðum stað fyrir fyrirgjöf.
9. mín
Sláin! Arnór Borg tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á Björn Daníel. Björn skallar boltann í slána og Víkingar ná síðan að hreinsa frá.

FH-ingar mikið hættulegri aðilinn þessar upphafsmínútur!
8. mín
FH að fá hornspyrnu Ingimar Stöle með góða fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Kristján Flóki er mættur og skallar boltann í varnarmann og aftur fyrir.
4. mín
Oliver Ekroth liggur niðri og er þjáður en þarf ekki aðhlynningu. Leikurinn er stopp í hálfa mínútu en hann stendur svo að lokum upp á ný.
1. mín
Leikur hafinn
Komið í gang! Það eru gestirnir úr firðinum fagra sem byrja þetta fyrir okkur.

Heimamenn leika í svörtum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.

Gestirnir leika í hvítum treyjum, svörtum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Böddi veikur Heimir Guðjóns sagði frá því í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn að Böðvar væri veikur sem er ekki í hóp og að Kjartan Kári væri að glíma við einhver smávægileg meiðsli og er á bekknum.

Logi Hrafn er þá í leikbanni þar sem hann hefur fengið núna samtals 10 áminningar í sumar.
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin og dómararnir til vallar í þessu fallega haustveðri í Víkinni og klappa í átt að áhorfendunum.
Fyrir leik
Þessi fallegi dagur Frábærar aðstæður hérna í Víkinni fyrir knattspyrnuiðkun. Fallegur Dagur með Bubba Morthens ómar hér í tækjunum þegar það eru 40 mínútur í leik og þetta gæti varla verið betra.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Víkingar gera þrjár breytingar á sínu líði frá bikarúrslitum en inn koma Helgi Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Tarik Ibrahimagic.

FH gera þá einnig þrjár breytingar á sínu liði frá síðasta leik en inn koma Ingimar Torbjörnsson Stöle, Grétar Snær Gunnarsson og Finnur Orri Margeirsson.

Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Hvert stig skiptir máli Breiðablik heldur áfram að vinna sína leiki og halda pressunni á Víkingum sem verða að vinna í kvöld til að endurheimta toppsætið á markatölu. Það stefnir í gríðarlega spennandi keppni um titilinn og fyrst núna sem við fáum að upplifa þá úrslitakeppni sem okkur var lofað þegar hún var sett á laggirnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir FH er þetta ekki síður mikilvægur leikur með mikilvæg stig í boði. Eftir að það varð ljóst að fjórða sætið gæfi ekki lengur sæti í Evrópu hertist baráttan um Evrópusæti til mikilla muna. Stjarnan og Valur gerður jafntefli og ÍA tapaði fyrir Breiðablik svo FH hugsa sér gott til glóðarinnar í kvöld að sækja að þriðja sætinu. Ef FH tekst að vinna í kvöld verða þeir einungis þrem stigum frá þriðja sætinu og lyfta sér upp í 4.sæti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Staðan í efri hlutanum fyrir kvöldið:

1.Breiðablik - 52 stig
2.Víkingur R. - 49 stig
3.Valur - 39 stig
4.Stjarnan - 35 stig
5.ÍA - 34 stig
6.FH - 33 stig

* Leikurinn í kvöld er síðasti leikurinn í fyrstu umferð eftir skiptingu
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir í efstu deild Þessi lið hafa mæst 55 sinnum í efstu deild samkv. vef KSÍ.

Víkingar hafa 21 sinni (38%) hrósað sigri.
FH hafa 17 (31%) hrósað sigri.
Liðin hafa skilið jöfn 17 sinnum (31%).

Mynd: Fótbolti.net - J.L.


Fyrri viðreignir í sumar



Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Spámaðurinn Ásgeir Frank Ásgeirsson, þjálfari Hvíta riddarans og leikmaður Aftureldingar, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gary Martin sem var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar.

Víkingur 4 - 1 FH
Það verður enginn bikarþynnka, bara bikarvíma. Víkingsliðið er með svakalegt sjálfstraust núna og eftir sigur á KA í bikarnum verða menn fljótir að kveikja aftur á sér fyrir þennan leik. Djuric skoraði frábært mark gegn Fylki á dögunum og ég býst ekki við neinu öðru en að hann setji hann í þessum leik, við þurfum á öllum hans kröftum fyrir loka leikina. Credit á Tariq sem þurfti ekki meira en 3-4 leiki að aðlagast, hefur verið frábær í síðustu leikjum. Gísli Gotti, Aron Elís, Djuric og Ari skora mörkin og mér er alveg sama hver skorar fyrir FH, þeir verða bara heppnir að ná að lauma inn einu.

Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Víkingur R. Víkingar enduðu í efsta sætinu eftir 22 leiki með 49 stig og voru markatölunni á undan Breiðablik í öðru sætinu. Eftir smá hnökra í ágúst mánuði hafa Víkingar unnið þrjá góða sigra í röð í deild.

Víkingar töpuðu bikarúrslitaleiknum gegn KA um liðna helgi 2-0 svo þeir munu eflaust mæta dýrvitlausir til leiks.

Víkingar hafa skorað 56 mörk í sumar í þessum 22 leikjum og fengið á sig 23. Það gera plús 33 í markatölu.

Markahæstu menn Víkings eru:

Helgi Guðjónsson - 9 mörk
Valdimar Þór Ingimundarson - 8 mörk
Danijel Dejan Djuric - 8 mörk
Ari Sigurpálsson - 8 mörk
Nikolaj Hansen - 6 mörk
Aron Elís Þrándarson - 4 mörk
Erlingur Agnarsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
FH FH enduðu í 6.sæti deildarinnar eftir 22 leiki með 33 stig. FH koma inn í skiptinguna á ekkert sérstöku flugi en þeir hafa aðeins sótt 5 stig úr síðustu fimm leikjum sínum.

FH skoraði 39 mörk í þessum 22 leikjum og fengu á sig 38 sem gera plús einn í markatölu.

Markahæstu menn FH eru:

Björn Daníel Sverrisson - 8 mörk
Sigurður Bjartur Hallsson - 7 mörk
Kjartan Kári Halldórsson - 6 mörk
*Úlfur Ágúst Björnsson - 5 mörk
Vuk Oskar Dimirtijevic - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson verður á flautunni og honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Antoníus Bjarki Halldórsson.
Twana Khalid Ahmed er varadómari og sérlegur tæknimaður á skiltinu.
Eftirlitsmaður KSÍ er svo Frosti Viðar Gunnarsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Marteinn Ólafsson
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá heimavelli hamingjunnar þar sem Víkingar taka á móti FH.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Grétar Snær Gunnarsson ('70)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('80)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('80)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
22. Ingimar Torbjörnsson Stöle
23. Ísak Óli Ólafsson
33. Kristján Flóki Finnbogason ('63)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Robby Kumenda Wakaka ('80)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('63)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('70)
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('80)
37. Baldur Kári Helgason
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Ísak Óli Ólafsson ('15)
Grétar Snær Gunnarsson ('21)
Finnur Orri Margeirsson ('42)
Kristján Flóki Finnbogason ('59)
Jóhann Ægir Arnarsson ('88)

Rauð spjöld: