Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
Danmörk U21
2
0
Ísland U21
Tochi Chukwuani '32 1-0
Mathias Kvistgaarden '59 2-0
15.10.2024  -  16:00
Vejle Stadion
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
Aðstæður: 9 gráður og milt í Vejle
Maður leiksins: Andri Fannar Baldursson
Byrjunarlið:
1. Filip Jørgensen (m) ('46)
2. Anton Gaaei
4. Oliver Nielsen
5. Tochi Chukwuani
6. David Kruse
7. Mika Biereth ('46)
8. William Bøving
11. Mathias Kvistgaarden ('60)
12. Elias Jelert ('88)
14. Lucas Hey
17. Isak Jensen ('60)

Varamenn:
16. Andreas Jungdal (m) ('46)
3. Jonas Jensen-Abbew
9. William Osula ('60)
10. Mohamed Daramy ('60)
13. Jacob Andersen
15. Thomas Jørgensen
18. Conrad Harder ('46)
19. Jakob Breum
21. Aske Adelgaard ('88)

Liðsstjórn:
Steffen Højer (Þ)

Gul spjöld:
David Kruse ('1)
Conrad Harder ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Danir vinna öruggan 2-0 sigur á Íslandi. Ekki góð frammistaða frá Íslandi, enda ekkert undir.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
89. mín
Danir líklegri að bæta við þriðja markinu frekar en við að minnka muninn.
88. mín
Inn:Aske Adelgaard (Danmörk U21) Út:Elias Jelert (Danmörk U21)
87. mín
Daramy með skot við vítateig sem hafnar í hliðarnetinu að utanverðu.
86. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (Ísland U21)
83. mín Gult spjald: Hlynur Freyr Karlsson (Ísland U21)
Hlynur og Harder í minniháttar rifrildi og fá gult spjald hvor.
83. mín Gult spjald: Conrad Harder (Danmörk U21)
83. mín
Daramy með frábæran sprett sem endar með skoti sem fer í varnarmann og þaðan í danskt horn.
74. mín
Danijel Djuric með gott skot af löngu færi en Jungdal ver vel.
Danijel komið vel inn í leikinn, okkar hættulegasti maður þessa stundina.
72. mín
Ísland fær hornspyrnu sem ekkert kemur úr.
71. mín
Inn:Gísli Gottskálk Þórðarson (Ísland U21) Út:Anton Logi Lúðvíksson (Ísland U21)
67. mín
Óskar Borgþórs með skalla eftir slakt útspark Jungdal en Jungdal handsamar boltann.
66. mín
Danmörk fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
64. mín
Ísland fær hornspyrnu en Danir koma boltanum frá.
60. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Ísland U21) Út:Davíð Snær Jóhannsson (Ísland U21)
60. mín
Inn:Óskar Borgþórsson (Ísland U21) Út:Ari Sigurpálsson (Ísland U21)
60. mín
Inn:Mohamed Daramy (Danmörk U21) Út: Isak Jensen (Danmörk U21)
60. mín
Inn: William Osula (Danmörk U21) Út:Mathias Kvistgaarden (Danmörk U21)
59. mín MARK!
Mathias Kvistgaarden (Danmörk U21)
Stoðsending: Isak Jensen
Úff, þetta var lélegt Isak Jensen með fyrirgjöf, Lúkas Petersson og Daníel Freyr misskilja hvorn annan og Kvistgaarden setur boltann í netið af stuttu færi.

Daníel bíður eftir Lúkasi sem stendur kyrr á línunni og Kvistgaarden kemst í boltann, dýr mistök.
49. mín Gult spjald: Anton Logi Lúðvíksson (Ísland U21)
Anton fær gult fyrir hættuspark.
47. mín
Ísland fær hornspyrnu en Jungdal handsamar boltann auðveldlega.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Danir byrja með boltann.
46. mín
Inn:Conrad Harder (Danmörk U21) Út:Mika Biereth (Danmörk U21)
46. mín
Inn:Benoný Breki Andrésson (Ísland U21) Út:Hilmir Rafn Mikaelsson (Ísland U21)
46. mín
Inn: Andreas Jungdal (Danmörk U21) Út: Filip Jørgensen (Danmörk U21)
Markvörður Chelsea farinn af velli Markvarðabreyting hjá Dönum.
45. mín
Hálfleikur
Danir leiða í hálfleik Danir betra liðið í þessum fyrri hálfleik. Vonum að við sjáum betri spilamennsku í seinni hálfleik.
45. mín
+1

Danir fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu en við komum boltanum frá að lokum.
44. mín
Mika Biereth með rosalegt klúður úr dauðafæri en er svo réttilega flaggaður rangstæður.
40. mín
Fáum horn eftir misskilning hjá Filip Jørgensen og Oliver Nielsen.

Andri með slaka spyrnu og þeir koma boltanum frá.
35. mín
Gaaei með góða fyrirgjöf á Biereth sem nær ekki að stýra boltanum á markið.
32. mín MARK!
Tochi Chukwuani (Danmörk U21)
Stoðsending: Anton Gaaei
Danir leiða Anton Logi tapar boltanum klaufalega og Danir æða í skyndisókn.

Anton Gaaei með fyrirgjöf á Chukwuani sem er aleinn í teig Íslands og tekur boltann á kassann og setur svo boltann í netið.

Frábær afgreiðsla hjá Chukwuani sem hafði nægan tíma í teig Íslands.
27. mín
Lúkas Petersson í stuði Jelert með skot úr þröngri stöðu en Lúkas lokar vel á hann og ver.
Lúkas búinn að vera öruggur í marki Íslands.
26. mín
David Kruse með skot af löngu færi en aftur ver Lúkas vel.
24. mín
Vel varið Mathias Kvistgaarden lyftir boltanum skemmtilega yfir Daníel Frey og tekur síðan hörkuskot sem Lúkas ver vel.
18. mín
Íslenska liðið ekki að ná að halda nægilega vel í boltann.
16. mín
Isak Jensen með skalla úr teignum sem fer framhjá marki Íslands.
10. mín
Danir líklegri þessa stundina.
9. mín
Chukwuani með hættulega fyrirgjöf sem Ólafur Guðmundsson kemur frá.
6. mín
Ísland fær fyrstu hornspyrnu leiksins en Daníel Freyr rennur í spyrnunni og Danir vinna boltann.
5. mín
Mathias Kvistgaarden með skalla á markið sem Lúkas ver örugglega.
1. mín Gult spjald: David Kruse (Danmörk U21)
Gult eftir 10 sekúndur Fer í harkalega tæklingu á Andra Fannari og fær að líta gula spjaldið.
Kruse byrjar leikinn hressilega.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Íslendingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, enginn annar en Rikki G lýsir leiknum. Stuðst verður við útsendinguna í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliðinu Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari liðsins gerir tvær breytingar frá leiknum gegn Litháen.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Davíð Snær Jóhannsson og Anton Logi Lúðvíksson.

Úr byrjunarliði Íslands víkja þeir Valgeir Valgeirsson og Gísli Gottskálk Þórðarson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Kristall frá út árið Kristall Máni einn besti leikmaður U21 landsliðsins verður ekki með í dag. Hann er frá út árið vegna meiðsla, þessu greindi hann frá í Instagram færslu sinni nú á dögunum.

Fyrir leik
Frábær sigur á Dönum Við fengum Danmörku í heimsókn á heimavöll hamingjunnar í síðasta landsleikjaglugga, var það frumraun Ólafs Inga sem U21 landsliðsþjálfari.

Leikar enduðu með frábærum 4-2 sigri, þar sem Kristall Máni fór á kostum og skoraði þrennu.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
EM draumurinn úti Við mættum Litháen í síðasta leik en töpuðum þar óvænt 0-2. Þar með fór draumurinn um lokamót EM í Slóvakíu sem fer fram næsta sumar.

Ísland er í 4. sæti með 9 stig og á í besta falli möguleika á að taka 3. sæti riðilsins.

Danmörk hefur tryggt sér sæti á lokamótið. Á sama tíma mætast Tékkland og Litháen riðlinum okkar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Vejle heilsar Heilir og sælir lesendur góðir, veriði velkomin í beina textalýsingu þar sem Íslenska U21 árs landsliðið mætir Dönum í undankeppni Evrópumótsins á Vejle-leikvanginum í Danmörku klukkan 16:00.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
4. Logi Hrafn Róbertsson
5. Ólafur Guðmundsson
6. Anton Logi Lúðvíksson ('71)
8. Andri Fannar Baldursson (f)
10. Eggert Aron Guðmundsson
14. Hlynur Freyr Karlsson
15. Ari Sigurpálsson ('60)
18. Hilmir Rafn Mikaelsson ('46)
22. Daníel Freyr Kristjánsson
23. Davíð Snær Jóhannsson ('60)

Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
3. Oliver Stefánsson
7. Danijel Dejan Djuric ('60)
9. Benoný Breki Andrésson ('46)
16. Gísli Gottskálk Þórðarson ('71)
17. Óskar Borgþórsson ('60)
19. Arnór Gauti Jónsson
20. Jakob Franz Pálsson

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)

Gul spjöld:
Anton Logi Lúðvíksson ('49)
Hlynur Freyr Karlsson ('83)
Logi Hrafn Róbertsson ('86)

Rauð spjöld: