Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Fram
1
4
KA
0-1 Ásgeir Sigurgeirsson '15
0-2 Rodrigo Gomes Mateo '19
Tryggvi Snær Geirsson '65 1-2
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson '74
1-4 Hallgrímur Mar Steingrímsson '78 , víti
26.10.2024  -  14:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
4. Orri Sigurjónsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('69)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('80)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
17. Adam Örn Arnarson ('69)
25. Freyr Sigurðsson ('45)
33. Markús Páll Ellertsson ('45)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
11. Magnús Þórðarson ('45)
14. Djenairo Daniels ('45)
26. Jannik Pohl ('80)
27. Sigfús Árni Guðmundsson ('69)
28. Tiago Fernandes ('69)
32. Gustav Bonde Dahl

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen

Gul spjöld:
Orri Sigurjónsson ('36)
Kennie Chopart ('77)
Magnús Þórðarson ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Enginn uppbótartími og KA vinnur forsetabikarinn!!

Viðtöl og skýrsla kemur seinna í dag.
86. mín
Elfar Árni skorar!! En dómarinn dæmir á eitthvað sem gerist þarna í uppbyggingunni. Leiðinlegt að vera taka þetta af honum þar sem þetta er líkast til loka leikur Elfars í KA treyjunni.
80. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Rodrigo Gomes Mateo (KA)
80. mín
Inn:Snorri Kristinsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
80. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Daníel Hafsteinsson (KA)
80. mín
Inn:Jannik Pohl (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
Líkast til kveðjuleikur Jannik Pohl
78. mín Gult spjald: Magnús Þórðarson (Fram)
Sá ekki hvað þetta var fyrir.
78. mín Mark úr víti!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Öruggt niður í vinstra hornið.
77. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Fram)
Kennie rígheldur í Grímsa sem er kominn í dauðafæri.
77. mín
VÍTI FYRIR KA!!
74. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
Virkilega flott skyndisókn! Bjarni vinnur boltan á miðjum vellinum og er fljótur að koma boltanum á Daníel. Daníel kemur þá með frábæra sendingu upp völlinn þar sem Ásgeir platar rangstöðugildruna. Ásgeir leggur svo boltan fyrir markið á Hallgrím sem er þá með opið markið fyrir framan sig og hann getur ekki annað en skorað.
72. mín
Inn:Dagbjartur Búi Davíðsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
69. mín
Grímsi aftur í góðri stöðu fyrir utan teig og hann tekur skotið. Ólafur vel hinsvegar vel frá honum og KA á hornspyrnu.
69. mín
Inn:Tiago Fernandes (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
69. mín
Inn:Sigfús Árni Guðmundsson (Fram) Út:Adam Örn Arnarson (Fram)
66. mín
KA fær aukaspyrnu við vinstri hlið teigsins. Hallgrímur tekur spyrnuna og hann tekur bara skotið. Lúmskt skot sem Ólafur er í smá vandræðum með en hann nær að handsama knöttinn á endanum.
65. mín MARK!
Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Fram minnkar muninn!! Allt galopnast á miðjum vellinum hjá KA vörninni og Tryggvi fær bara flugbraut. Hann nýtir hana vel, keyrir í átt að markinu og klárar vel.
63. mín
KA menn láta loksins sjá sig framar á vellinum í þessum síðari hálfleik. Þá tekur Hallgrímur skotið fyrir utan teiginn og þessi fer bara rétt framhjá markinu.
60. mín
Þetta var hættulegt! Eftir að þunga sókn Framara nær Orri skoti að marki sem fer í varnarmann en Stubburinn var kominn út úr markinu til að reyna að taka þennan bolta. Boltinn skoppar þá um í teignum laus en aðstoðardómarinn flaggar áður en einhver Framarinn gat ráðist á þennan bolta.
59. mín
Inn:Jakob Snær Árnason (KA) Út:Dagur Ingi Valsson (KA)
58. mín
Framarar liggja mikið í sókn hér í byrjun seinni hálfleiks en eru enn ekki búnir að skapa sér neitt mjög hættulegt.
46. mín
Sterk byrjun hjá KA. Þeir sækja hratt, koma boltanum á Daníel sem geysist inn á teyginn og nær föstu skoti en Ólafur ver.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Inn:Djenairo Daniels (Fram) Út:Freyr Sigurðsson (Fram)
45. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Markús Páll Ellertsson (Fram)
45. mín
Hálfleikur
KA menn leiða í hálfleik nokkuð verðskuldað. Framarar hafa átt góða spil takta inn á milli en lítið að frétta þegar kemur að síðasta þriðjungi. KA menn hafa hinsvegar verið beittir í sínum sóknaraðgerðum.
43. mín
Þorri fær allt pláss í heiminum fyrir utan teig KA þannig hann lætur vaða. Boltinn er á leiðinni rétt yfir markið en Steinþór setur hendina í boltan og Fram fær horn sem ekkert kemur upp úr.
41. mín
Einnar snertinga fótbolti hjá KA og þeir fara hratt upp völlinn. Dagur endar svo á að gefa fastan bolta á Ásgeir sem tekur skotið rétt framhjá markinu.
36. mín Gult spjald: Orri Sigurjónsson (Fram)
33. mín
Rétt framhjá! Grímsi kemur upp vinstri kantinn og fer svi illa með Alex að hann meiðir sig smá þegar hann dettur á rassinn. Hann sendir svo á bróðir sinn Hrannar sem tekur þrumuskot fyrir utan teiginn sem fer rétt framhjá markinu
30. mín
Flott spil hjá Frömurum og Adam Örn kemst í góða stöðu vinstra megin. Hann tekur skotið en beint á Steinþór.
24. mín
Framarar komas tí góða stöðu inn í teig og fyrst nær Þorri skotinu og síðan Fred, en í bæði skipti beint í varnarmann.
19. mín MARK!
Rodrigo Gomes Mateo (KA)
KA menn tvöfalda forystuna! KA með hornspyrnu sem leiðir til að Hrannar fær boltan vel fyrir utan teiginn. Hann kemur þá með frábæran bolta inn á fjærstöngina þar sem Rodri er galopinn og hann klárar vel.
15. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
KA menn leiða! Hans Viktor með sendingu frá miðjum vellinum inn í teig sem virðist nokkuð meinlaus. Kennie kemur hinsvegar með alveg skelfilegan skalla þannig að boltinn lendir beint í hlaupaleið Ásgeirs sem dúndrar boltanum í átt að marki og boltinn fer af Ólafi og inn.
12. mín
Geggjuð tilraun hjá Fram! Framarar sækja upp kantinn og boltinn kemur fyrir markið. Þessi sending kemur aðeins fyrir aftan Frey sem stekkur þá bara til baka og tekur svona hálfgerða bakfallspyrnu en skotið framhjá.
6. mín
Fred vinnur boltan ofarlega á vellinum, tekur eitt skref og svo skotið. Steinþór sér hinsvegar við honum í markinu.
4. mín
Framarar taka fyrstu hornspyrnu leiksins. Fred lyftir boltanum að nærstönginni og Gummi Magg nær skallanum en í varnarmanna og Fram fær annað horn.

Seinna hornið kemur inn í teiginn en Steinþór kýlir boltan frá.
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Frábært framtak hjá Fram í dag. Þeir spila í sérstökum treyjum
Fyrir leik
Spáin Þúsundþjalasmiðurinn Gunnlaugur Jónsson spáir í leikina en hann hefur séð um það að taka viðtöl fyrir Stöð 2 Sport á leikjum í Bestu deildinni í sumar.

Fram 2 - 1 KA
Endirinn á tímabilinu hjá Fram er gríðarleg vonbrigði, aðeins einn sigur (gegn Fylki) í síðustu 11 leikjum þar af 8 töp er mjög slæmur endir á þessum tímabili. Þessi vonbrigða spírall byrjaði í lok júlí og þá var liðið á góðri siglingu og líklegt að enda í efri úrslitakeppninni. Ég spái því að Fram endi tímabilið á sigri í hörku leik gegn bikarmeisturunum með tveimur mörkum frá Gumma Magg. Elfar Árni skorar mark KA líklega í sínum lokaleik fyrir liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Gunnar Oddur Hafliðason verður með flautuna í dag en honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.

Eftirlitsmaður KSÍ er Frosti Viðar Gunnarsson og varadómari er Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Forsetabikarinn í húfi fyrir KA Það má segja nokkurnvegin það sama um KA og ég skrifaði um Fram hér fyrir neðan. KA menn geta þó reynt að mótivera sig með því að Forsetabikarinn er innan seilingar. KA dugir jafntefli til að tryggja 7. sætið sem er jafnframt efsta sætið í neðri hlutanum þar sem KR er í 8. sæti þremur stigum á eftir þeim. Þetta er þá líkast til kveðju leikur hjá nokkrum KA mönnum sem hafa verið lengi hjá félaginu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Partý leikur fyrir Framara Framarar hafa ekki neitt að spila fyrir þar sem þeir eru í 9. sæti deildarinnar og geta ekki farið neðar. Þær gætu komist upp fyrir KR í 8. sætinu en eiga ekki möguleika á að ná KA. Þessi leikur verður því bara upp á gamanið fyrir Framara að njóta síðasta heimaleik tímabilsins og gera sig svo til fyrir lokahófið um kvöldið. Það er ansi líklegt að við fáum að sjá einhverja unga stráka spila í þessum leik.
Mynd: Fram
Fyrir leik
Besta deildin heilsar!
Mynd: Fótbolti.net

Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og KA. Þetta er leikur í loka umferð tímabils Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður á Lambhagavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason
4. Rodrigo Gomes Mateo ('80)
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson ('80)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('80)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('72)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Dagur Ingi Valsson ('59)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
99. Jóhann Mikael Ingólfsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('80)
14. Andri Fannar Stefánsson
17. Snorri Kristinsson ('80)
29. Jakob Snær Árnason ('59)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('80)
80. Dagbjartur Búi Davíðsson ('72)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:

Rauð spjöld: