Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
Ísland U17
2
2
Spánn U17
Alexander Máni Guðjónsson '33 1-0
1-1 Iago Barreiros '37
1-2 Pedro Rodríguez '63
Gunnar Orri Olsen '84 2-2
05.11.2024  -  17:00
AVIS völlurinn
Undankeppni EM U17
Aðstæður: Góð súld, elskum súld
Dómari: Mohammed Al-emara (Finnland)
Byrjunarlið:
1. Sigurður Jökull Ingvason (m)
3. Egill Orri Arnarsson
5. Sölvi Snær Ásgeirsson
6. Einar Freyr Halldórsson ('46)
11. Tómas Óli Kristjánsson ('71)
13. Sverrir Páll Ingason ('46)
14. Styrmir Jóhann Ellertsson
16. Jón Breki Guðmundsson
17. Björgvin Brimi Andrésson
19. Karan Gurung ('71)
20. Alexander Máni Guðjónsson ('77)

Varamenn:
12. Gylfi Berg Snæhólm (m)
2. Ketill Orri Ketilsson ('46)
7. Gabríel Snær Gunnarsson ('71)
8. Guðmar Gauti Sævarsson ('46)
9. Viktor Bjarki Daðason ('77)
10. Gunnar Orri Olsen ('71)
15. Birkir Hrafn Samúelsson
18. Helgi Hafsteinn Jóhannsson

Liðsstjórn:
Lúðvík Gunnarsson (Þ)
Ingvi Sveinsson

Gul spjöld:
Jón Breki Guðmundsson ('11)
Sölvi Snær Ásgeirsson ('28)
Guðmar Gauti Sævarsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Flott frammistaða Íslands í riðlinum Framundan er næsta stig undankeppninnar.
93. mín
ÞVÍLÍKT FÆRI SEM ÍSLAND FÆR HÉRNA! Skyndilega er Viktor Bjarki kominn í verulega gott færi en skýtur framhjá! Við hefðum getað rænt þessu hér í lokin.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur.
90. mín
Hætta við mark Íslands, Sigurður Jökull ver en heldur ekki boltanum. Á endanum nær Ísland að koma boltanum í burtu.
89. mín Gult spjald: Guðmar Gauti Sævarsson (Ísland U17)
88. mín
Það hefur komið gott bit í sóknaraðgerðir Íslands með varamönnunum í seinni hálfleik.
84. mín MARK!
Gunnar Orri Olsen (Ísland U17)
Stoðsending: Egill Orri Arnarsson
ÍSLAND HEFUR JAFNAÐ ÞENNAN LEIK! Gunnar Orri Olsen með skalla frá fjærstönginni eftir hornspyrnu! Öflugt að fá mark eftir fast leikatriði!

Spánverjar yfir í öllum tölfræðiþáttum en Ísland náð að halda sér inní þessu!
83. mín
ÍSLAND SVO NÁLÆGT ÞVÍ AÐ JAFNA! Guðmar Gauti Sævarsson nær hörkuskoti sem Iker Rodriguez ver meistaralega í hornspyrnu.
83. mín
Samtals marktilraunir: 3-20
81. mín
Inn:Juan Vacas (Spánn U17) Út:Alexis Ciria (Spánn U17)
81. mín
Inn: Oscar Gistau (Spánn U17) Út:Sama Nomoko (Spánn U17)
80. mín
Sigurður Jökull búinn að eiga mjög öflugan leik í marki Íslands og hann heldur okkur inní þessu með góðri vörslu frá Alexis Ciria.
77. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Ísland U17) Út: Alexander Máni Guðjónsson (Ísland U17)
Þá eru báðir FCK strákarnir komnir inná. FCK bað víst um að spiltími þeirra yrði takmarkaður í þessum leik. Einhver rosa mikilvægur leikur framundan hjá unglingaliði FCK greinilega.
77. mín
Þarna kom loks hættuleg sókn frá Íslandi Gunnar Olsen með góða sendingu á Gabríel Snæ sem er í smá þröngri stöðu, tekur skotið en hittir boltann ekki sérstaklega vel. Framhjá.
75. mín
Iker Quintero með skot sem Sigurður Jökull ver vel.
73. mín
Ísland bjargar á línu. Spánn nálægt því að skora sitt þriðja mark. Sýndist þetta hafa verið Egill sem bjargaði.
71. mín
Inn:Gunnar Orri Olsen (Ísland U17) Út: Tómas Óli Kristjánsson (Ísland U17)
71. mín
Inn: Gabríel Snær Gunnarsson (Ísland U17) Út: Karan Gurung (Ísland U17)
69. mín
Ísland lítið sem ekkert að komast áleiðis sóknarlega núna. Spánverjarnir einoka boltann algjörlega.
68. mín
Alexis Ciria með skot yfir markið, var ekki í miklu jafnvægi þegar hann tók skotið.
64. mín
Inn: Ian Cruz (Spánn U17) Út:Alex Campos (Spánn U17)
63. mín MARK!
Pedro Rodríguez (Spánn U17)
Stoðsending: Dani Fernández
Stórglæsilegt mark Fær flotta hælsendingu og skýtur rétt fyrir utan teiginn, fallegt skot með snúningi í hornið. Óverjandi.

Markaskorarinn er í La Masia akademíu Barcelona.
61. mín
Inn: Dani Fernández (Spánn U17) Út: Iago Barreiros (Spánn U17)
59. mín
Alexis Ciria með skot af löngu færi sem Sigurður ver af öryggi. Spánverjarnir ekki mikið að ná að opna íslenska liðið.
54. mín
Björgvin Brimi með hættulega sendingu fram völlinn en aðeins of föst og markvörður Spánar kemur út og handsamar boltann.
51. mín
Asier Bonel komst framhjá Katli Orra og í hættulegt færi en skaut framhjá fjærstönginni. Sóknarhugur í Spánverjum í upphafi seinni hálfleiksins.
46. mín
Inn:Ketill Orri Ketilsson (Ísland U17) Út: Sverrir Páll Ingason (Ísland U17)
46. mín
Fleiri myndir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

46. mín
Inn:Guðmar Gauti Sævarsson (Ísland U17) Út:Einar Freyr Halldórsson (Ísland U17)
45. mín
Hálfleikstölfræði Marktilraunir: 2-8
Hornspyrnur: 0-7
Rangstöður: 0-0
Gul spjöld: 2-0
45. mín
Hálfleikur
1-1 Fín staða í hálfleik og íslenska liðið sækir með vindinum í seinni hálfleik.
45. mín
Spánverjar fá hættulegt færi, Asier Bonel með skot í fyrsta eftir fyrirgjöf frá hægri en Sigurður Jökull ver vel.
45. mín
Önnur hornspyrna Spánverja sem endar með því að fjúka afturfyrir. Menn eru ekki alveg vanir vindinum.
42. mín
Karan Gurung fékk höfuðhögg of fær hér aðhlynningu. Leikurinn stöðvaður.
37. mín MARK!
Iago Barreiros (Spánn U17)
Stoðsending: Sama Nomoko
Úff, þetta var ódýrt Styrmir Jóhann gerir slæm mistök, tapar boltanum á versta stað. Virtist ekki gera sér grein fyrir því að það var Spánverji alveg við hann.

Þetta endar með því að Barreiros fær dauðafæri á silfurfati rétt fyrir utan markteiginn og skorar af öryggi.

Óþarfi að gefa þessu liði svona tækifæri á silfurfati.
35. mín
Sama Nomoko í mjög góðu færi eftir horn, á fast skot sem betur fer endar framhjá markinu.
33. mín MARK!
Alexander Máni Guðjónsson (Ísland U17)
Stoðsending: Björgvin Brimi Andrésson
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ! Skyndisókn frá Íslandi og skyndilega er Alexander Máni kominn í dauðafæri og klárar frábærlega framhjá markverði Spánar! Gæði! Verulega góð sending frá Björgvini.

Allt að ganga eftir uppskrift hjá íslenska liðinu hingað til!
30. mín
Myndaveisla frá Hafliða Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

29. mín
Asier Bonel með skot hátt yfir markið.
28. mín Gult spjald: Sölvi Snær Ásgeirsson (Ísland U17)
Stöðvaði skyndisókn.
28. mín
Það er búið að bæta aðeins í vindinn og úrkomuna. Er það ekki bara hressandi?
24. mín
Spánn talsvert meira með boltann, eitthvað sem kemur ekki á óvart. Okkar strákar eru að halda Spánverjunum bara ansi vel í skefjum hingað til. Veðuraðstæður svo heldur betur ekki kjörnar fyrir andstæðinga okkar í dag.
19. mín
Asier Bonel á skalla eftir hornspyrnu en máttlaus og endar í fangi Sigurðar.
17. mín
Smá bras á okkar liði varnarlega og Sverrir Páll hreinsar í hornspyrnu.
15. mín
Spánn fékk fyrstu hornspyrnu leiksins en vindurinn greip boltann og hann tók sveig afturfyrir endamörk áður en hann lenti í teignum. Veðrið að hafa sín áhrif. Haustbragur.
14. mín
Einar Freyr Halldórsson Þórsari tekur gott hlaup með boltann og freistar gæfunnar með skoti vel fyrir utan teig en endar beint á markverði Spánar.
11. mín Gult spjald: Jón Breki Guðmundsson (Ísland U17)
Stöðvaði hraða sókn Spánverja á miðsvæðinu.
8. mín
Iago Barreiros með marktilraun úr teignum, frekar laust skot sem Sigurður Jökull á ekki í nokkrum vandræðum með að verja.
5. mín
Tómas Óli kemur sér í góða stöðu og á lága fyrirgjöf frá vinstri sem Rodriguez í marki Spánverja handsamar.
2. mín
Spánverjar með hættulega fyrirgjöf frá hægri en Sigurður Jökull í markinu nær að komast í boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Finninn hefur flautað til leiks Ísland byrjaði með knöttinn og sækir í átt að Húsdýragarðinum í fyrri hálfleiknum.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar Spánverjarnir í gulum varatreyjum sínum í dag en íslenska liðið er blátt frá toppi til táar. Verið er að leika þjóðsöngvana.
Fyrir leik
Veðurfréttir Það er bleyta, góð súld skulum við segja. Tíu gráðu hiti og smá vindur á markið sem er nær Þróttaraheimilinu. Nokkuð þungt yfir svo flóðljósin fá að njóta sín.
Fyrir leik
Allir í íslenska hópnum fæddir 2008 nema einn
Mynd: Fótbolti.net

Það er Alexander Máni Guðjónsson úr Stjörnunni, sonur Guðjóns Baldvinssonar, sem er fæddur 2009. Hann er í byrjunarliðinu í dag. Lék tvo leiki í Bestu deildinni í sumar.
Fyrir leik
Uppstillingar samkvæmt vef UEFA
Mynd: UEFA

Fyrir leik
Sex breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik Sigurður Jökull Ingvason kemur í markið og einnig koma inn í liðið þeir Sölvi Snær Ásgeirsson, Jón Breki Guðmundsson, Björgvin Brimi Andrésson, Karan Gurung og Alexander Máni Guðjónsson.

Út fara: Gylfi Berg Snæhólm (m), Ásbjörn Líndal Arnarsson (banni), Guðmar Gauti Sævarsson, Viktor Bjarki Daðason, Gunnar Orri Olsen og Helgi Hafsteinn Jóhannsson.
Fyrir leik
Sex úr íslenska hópnum eru í Danmörku
Lúðvík Gunnarsson er þjálfari U17 landsliðsins - Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Úrslit íslenska liðsins:

Ísland - Norður-Makedónía 4-1
0-1 Guðmar Gauti Sævarsson ('30 )
0-2 Gunnar Orri Olsen ('36 )
0-3 Tómas Óli Kristjánsson ('62 )
0-4 Viktor Bjarki Daðason ('70 )

   31.10.2024 11:13
Sjáðu flott mörk U17 landsliðsins gegn Norður-Makedóníu


Ísland - Eistland 3-1
Mörk Íslands: Helgi Hafsteinn Jóhannsson, Ásbjörn Líndal Arnarsson, Guðmar Gauti Sævarsson.
Rautt spjald: Ásbjörn Líndal Arnarsson

   04.11.2024 09:36
Sjáðu mörk Íslands U17 gegn Eistum


Sex í íslenska hópnum eru hjá dönskum félögum en hér má sjá hópinn í heild sinni:

Hópurinn
Gylfi Berg Snæhólm - Breiðablik
Gunnar Orri Olsen - FCK (Stjarnan)
Alexander Máni Guðjónsson - Stjarnan
Tómas Óli Kristjánsson - AGF (Stjarnan)
Viktor Bjarki Daðason - FCK (Fram)
Ketill Orri Ketilsson - FH
Guðmar Gauti Sævarsson - Fylkir
Sölvi Snær Ásgeirsson - Grindavík
Helgi Hafsteinn Jóhannsson - AaB (Grindavík)
Birkir Hrafn Samúelsson - ÍA
Gabríel Snær Gunnarsson - ÍA
Jón Breki Guðmundsson - ÍA
Styrmir Jóhann Ellertsson - ÍA
Björgvin Brimi Andrésson - KR
Karan Gurung - Leiknir R.
Ásbjörn Líndal Arnarsson - Þór
Einar Freyr Halldórsson - Þór
Sverrir Páll Ingason - Þór
Egill Orri Arnarsson - FC Midtjylland (Þór)
Sigurður Jökull Ingvason - FC Midtjylland (Þór)

Mynd: KSÍ
Fyrir leik
Framtíðarstjörnur Spánverja
Hernan Perez, þjálfari spænska liðsins - Mynd: Getty Images

Það þarf ekki að taka það fram að Spánverjar eru feikilega sterkir í þessum aldursflokki, eins og öllum öðrum. Níu sinnum hafa þeir orðið Evrópumeistarar í þessum aldursflokki.

Í hópnum þeirra eru sex leikmenn úr La Masia akademíu Barcelona og tveir leikmenn sem eru á mála hjá Real Madrid.

Úrslit spænska liðsins:
Spánn - Eistland 4-0
Spánn - Norður-Makedónía 5-0
Fyrir leik
Áfram Ísland!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Góðan og gleðilegan daginn og velkomin með okkur á AVIS-völlinn í Laugardal þar sem síðasti leikurinn í riðli Íslands í undankeppni EM U17 landsliða fer fram. Ísland og Spánn mætast en bæði lið eru þegar búin að tryggja sér sæti í seinni umferð undankeppninnar. Bæði lið eru með sex stig en Spánn er á toppnum með betri markatölu, 9-0 gegn markatölunni 7-2 hjá Íslandi.

Finnski dómarinn Mohammed Al-emara flautar til leiks klukkan 17!
Byrjunarlið:
1. Iker Rodriguez (m)
2. Nil Teixidor
4. Alex Campos ('64)
6. Pedro Rodríguez
7. Asier Bonel
11. Alexis Ciria ('81)
12. Alvaro Lezcano
14. Iago Barreiros ('61)
15. Iker Quintero
16. Nico Guilén
19. Sama Nomoko ('81)

Varamenn:
13. Carlos Guirao (m)
3. Unai Tapia
5. Guillermo Anadon
8. David Muñoz
9. Oscar Gistau ('81)
10. Taufyk Zanzi
17. Dani Fernández ('61)
18. Ian Cruz ('64)
20. Juan Vacas ('81)

Liðsstjórn:
Hernán Pérez (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: