Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 09:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sakar Senegala um galdra - Man Utd hafnar fyrirspurn frá Ajax
Powerade
Mateta orðaður við Aston Villa.
Mateta orðaður við Aston Villa.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Væri Lampard til í að fara til Palace?
Væri Lampard til í að fara til Palace?
Mynd: EPA
Julian Alvarez er á óskalista risafélaga í Evrópu.
Julian Alvarez er á óskalista risafélaga í Evrópu.
Mynd: EPA
Ugarte fer hvergi í glugganum.
Ugarte fer hvergi í glugganum.
Mynd: EPA
Senegal vann Marokkó í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir ótrúlega atburðarás.
Senegal vann Marokkó í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir ótrúlega atburðarás.
Mynd: EPA
Aston Villa skoðar Jean-Philippe Mateta og Tammy Abraham, Manchester United hafnar fyrirspurn Ajax í Manuel Ugarte og Bournemouth berst fyrir að halda Marcos Senesi. Þetta og mun fleira í slúðurpakka dagsins. BBC tekur saman og samantektin er í boði Powerade.



Aston Villa hefur sýnt áhuga á því að fá Jean-Philippe Mateta (28) framherja Crystal Palace. Palace skoðar að fá Evann Guessand (24) frá Villa. (Athletic)

Villa er líka að bæta í tilraunir sínar til að fá Tammy Abraham (28) í sínar raðir frá Roma, en hann er núna á láni hjá Besiktas. Starfsmenn Villa fylgdust með Abraham spila í Istanbúl á mánudag. (Sky Sports)

Ajax hefur sent fyrirspurn á Man Utd um að fá Manuel Ugarte (24) á láni. United ætlar ekki að losa úrúgvæska miðjumanninn. (Athletic)

Niko Kovac, stjóri Dortmund, er nýtt nafn á stjóralista Man Utd. Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, og Roberto de Zerbi, stjóri Marseille, eru áfram efstir á lista. (Mirror)

Inter kannar möguleikann á því að fá Emiliano Martínez (33) frá Aston Villa næsta sumar. Argentínumaðurinn yrði að taka á sig launalækkun. (Sky Sports)

Bournemouth ætlar að þrauka út gluggann þrátt fyrir mikinn áhuga á Marcos Senesi (28). Chelsea, Juventus og Barcelona eru á meðal félaga sem eru með argentínska miðvörðinn á lista. (Talksport)

Leon Bailey (28) er mættur aftur til Aston Villa frá Roma. Lánssamningnum var slitið. (Sky Sports)

Fulham berst við Wolfsburg og Real Betis um að fá Troy Parrott (23) framherja AZ í sumar. (Independent)

Frank Lampard er líklegur kostur fyrir Crystal Palace þar sem Oliver Glasner fer næsta sumar. Jose Bordelas hjá Getafe og Inigo Perez hjá Rayo Vallecano eru líka á lista. (Talksport)

Sunderland ætlar ekki að selja Noah Sadiki (21) til Man td en Sunderland er til í að hlusta í tilboð í Anthony Patterson (24) og Dan Neil (24). (Sun)

Everton hefur sent fyrirspurn á Sunderland um franska framherjann Wilson Isidor (25) til að styrkja sóknarlínuna. (Mirror)

Yisa Alao (17) varnarmaður Sheffield Wednesday er að nálgast Chelsea. (Sheffield Star)

James McAtee (23) gæti farið frá Nottingham Forest fyrir lok gluggans. Það er áhugi úr úrvalsdeildinni en Strasbourg, Besiktas, Porto og þýsk félög hafa einnig sent fyrirspurn um hann. (Sky Sports)

Tottenham hefur áhuga á Curtis Jones (24) miðjumani Liverpool. (Times)

Birmingham er að festa kaup á sóknarsinnaða miðjumanninum Jeremy Sarmiento (23) frá Brighton. (Sky Sports)

Ruben Loftus-Cheek, miðjumaður AC Milan, er skotmark Aston Villa. Boubacar Kamara gæti verið frá restina af tímabilinu og Villa vill þétta miðsvæðið hjá sér. Man Utd hefur einnig verið orðað við leikmanninn. (Telegraph)

Julian Alavarez, sóknarmaður Atletico Madrid, er á lista hjá Chelsea, Barcelona og PSG. (Mail)

Umboðsmaður Gianluigi Donnarumma hefur sagt að markvörðurinn myndi samþykkja að fara til Ítalíu ef sá möguleiki kæmi upp. (Sun)

Fulham leiðir kapphlaupið um Oscar Bobb, vængmann Manchester City. (Mail)

Alex Scott, miðjumaður Bournemouth, er undir smásjá Manchester United. (Sun)

Nottingham Forest hefur áhuga á hinum hávaxna Lorenzo Lucca, framherja Napoli. (Sun)

Neal Maupay, fyrrum framherji Everton og Brentford, er á leið á láni til Paris FC frá Marseille. Paris hefur verið orðað við Mathys Tel hjá Tottenham. (Mail)

Stjórnmálamaður í Morokkó hefur ásakað Senegal um galdra á meðan úrslitaleik Morokkó og Senegal í Afríkukeppninni stóð. (Star)
Athugasemdir
banner
banner