Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Njarðvík
0
0
Fylkir
02.05.2025  -  18:30
JBÓ völlurinn
Lengjudeild karla
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Fjörið er að byrja Njarðvík er spáð sjötta sæti í Lengjudeildinni en Fylkir er í efsta sæti í öllum spám. Sumir jafnvel spá því að Árbæingar stingi af í deildinni.

„Frábært, skemmtilegt verkefni. Fyrstu leikirnir gefa oft tóninn fyrir sumarið en það fer ekki allt í skrúfuna þó fyrsti leikur tapist. Það er þó tilfinningin eins og það séu átta stig undir í fyrsta leik. Það verður virkilega gaman að fá þá til okkar. Þeir eru með hörkuhóp og marga leikmenn sem hafa lengi spilað í Bestu deildinni en við erum fullir tilhlökkunar."

Fyrir leik
Fylkir þjálfari x
Fyrir leik
Gunnar Heiðar er spenntur fyrir tímabilinu „Tímabilið leggst mjög vel í okkur. Peyjarnir eru búnir að æfa vel í allan vetur og þyrsta í að byrja mótið," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Fótbolta.net.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Staðráðnir í því að bæta besta árangur félagsins
Gunnar Heiðar reiknar með því að Lengjudeildin verði mjög jöfn, eins og síðustu ár.

„Ég held að hún verði mjög jöfn eins og hún hefur verið síðustu ár. Held að það verði ekkert lið sem stingur af og það munu öll liðin taka stig af hvort öðru. Mikið drama á toppi, botni og í umspilssætunum. Persónulega finnst mér ótrúlegt að það sé ekki fjallað meira um þessa deild því hún hefur boðið upp á allt. Mikið drama og óvænt úrslit sem áhorfendum ætti að líka við því það er alltaf eitthvað í gangi í þessari deild. Fólk fær mikið fyrir peninginn sinn í Lengjudeildinni," segir Gunnar Heiðar.

„Við sem vorum í Njarðvík í fyrra erum allir með „bittersweet“ bragð í munninum okkar. Við gerðum virkilega vel og jöfnuðum besta árangur í sögu Njarðvíkur með því að lenda í 6. sæti Lengjudeildarinnar. En við erum líka mjög ósáttir að hafa ekki náð umspilssæti eins og okkur dreymdi um. Félagið jafnaði sinn besta árangur á síðasta ári og við erum allir staðráðnir í því að bæta besta árangur félagsins á þessu tímabili."

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingum er spáð sjötta sætinu í spánni fyrir Lengjudeildina.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Í sjötta sæti í spánni er Njarðvík en þar vilja þeir klárlega ekki vera. Þeir vilja án efa fara einu sæti ofar að minnsta kosti og ná þannig umspilinu um að komast í efstu deild. Njarðvík er bara komið á þann stað í dag að þeir vilja vera berjast um það að komast upp í Bestu deildina. Innkoma Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í félagið hefur skipt miklu máli en liðið er á leið inn í sitt annað heila tímabil með hann við stjórnvölinn. Þeir voru stálheppnir að falla ekki sumarið 2023 en í fyrra tóku þeir mjög jákvæð skref fram á við og voru lengi vel í baráttunni um að komast í umspilið. Það var bara slæmur endasprettur sem kom í veg fyrir það að þeir kæmust þangað inn. Vonandi fyrir stuðningsmenn Njarðvíkur, þá setti það blóð á tennurnar þannig að þeir komi enn hungraðari inn í þetta sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.

„Njarðvíkingar koma á góðu róli inn í mótið eftir flott tímabil í fyrra þar sem þeir voru í toppbaráttu lengi vel en missa svo af sæti í umspilinu, veturinn hefur verið flottur hjá þeim og Gunnar Heiðar heldur áfram sinni vegferð þar sem mér finnst liðið alltaf vera að bæta sig undir hans stjórn."

„Njarðvík sýndi hvers megnugir þeir eru gegn öflugu Stjörnuliði um daginn og ég sé þá koma af krafti inn í þetta mót og gera sig gildandi í þeirri baráttu um að komast upp."

„Umhverfið í kringum Njarðvíkurliðið er alltaf að verða meira og betra og hefur það hjálpað mikið til við að stækka félagið, það var alltaf rosalegt bil milli Njarðvíkur og Keflavíkur en það er orðið hættulega lítið, sérstaklega að mati Keflvíkinga, það hefur gerst með mikilli og góðri vinnu innan félagsins sem hefur að endingu skilað sér út á völlinn."


Komnir
Valdimar Jóhannsson frá Selfossi
Arnleifur Hjörleifsson frá ÍA á láni
Davíð Helgi Aronsson frá Víkingi R. á láni
Bartosz Matoga frá Árbæ
Ýmir Hjálmsson frá Kára
Viggó Valgeirsson frá ÍBV á láni

Farnir
Hreggviður Hermannsson í Keflavík
Daði Fannar Reinhardsson á láni í Árbæ
Ibra Camara til Spánar

Fyrir leik
Fylkir x

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.

x

Komnir
Eyþór Aron Wöhler frá KR
Bjarki Steinsen Arnarsson frá FH
Pablo Aguilera Simon frá Bandaríkjunum
Tumi Fannar Gunnarsson frá Breiðabliki á láni
Helber Josua Catano frá Val.

Farnir
Ómar Björn Stefánsson í ÍA
Stefán Gísli Stefánsson í Val
Þórður Gunnar Hafþórsson í Aftureldingu
Matthias Præst í KR
Guðmundur Rafn Ingason í Stjörnuna
Fyrir leik
Dómarateymið x
Fyrir leik
Heil og Sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá fyrstu umferð Lengjudeildarinnar þar sem Njarðvík tekur á móti Fylki á JBÓ vellinum í Njarðvík.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: