Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   mið 30. apríl 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir. Okkur finnst við vera tilbúnir í verkefnið. Við höfum æft vel og erum sérstaklega spenntir þar sem við erum að fara að spila á grasinu okkar," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, fyrir fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Njarðvík tekur á móti Fylki á föstudagskvöld en leikið verður á aðalvelli Njarðvíkinga. Það stefndi í að leikið yrði á gervigrasinu fyrir utan Reykjaneshöllina en grasvöllur Njarðvíkur er klár í slaginn.

„Grasið hefur verið á þeim spretti núna að við sjáum fram á það að geta spilað flottan fótbolta á þessum velli."

Njarðvík er spáð sjötta sæti í Lengjudeildinni en Fylkir er í efsta sæti í öllum spám. Sumir jafnvel spá því að Árbæingar stingi af í deildinni.

„Frábært, skemmtilegt verkefni. Fyrstu leikirnir gefa oft tóninn fyrir sumarið en það fer ekki allt í skrúfuna þó fyrsti leikur tapist. Það er þó tilfinningin eins og það séu átta stig undir í fyrsta leik. Það verður virkilega gaman að fá þá til okkar. Þeir eru með hörkuhóp og marga leikmenn sem hafa lengi spilað í Bestu deildinni en við erum fullir tilhlökkunar."

Í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan ræðir Gunnar um markmið Njarðvíkinga og Lengjudeildina í heild sinni en óhætt er að segja að hann sé mikill aðdáandi.

föstudagur 2. maí
18:00 Þór-HK (Boginn)
18:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
18:30 Fjölnir-Keflavík (Egilshöll)
18:30 Njarðvík-Fylkir (JBÓ völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Leiknir R. (AVIS völlurinn)

laugardagur 3. maí
16:00 ÍR-Völsungur (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner