Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   mið 30. apríl 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir. Okkur finnst við vera tilbúnir í verkefnið. Við höfum æft vel og erum sérstaklega spenntir þar sem við erum að fara að spila á grasinu okkar," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, fyrir fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Njarðvík tekur á móti Fylki á föstudagskvöld en leikið verður á aðalvelli Njarðvíkinga. Það stefndi í að leikið yrði á gervigrasinu fyrir utan Reykjaneshöllina en grasvöllur Njarðvíkur er klár í slaginn.

„Grasið hefur verið á þeim spretti núna að við sjáum fram á það að geta spilað flottan fótbolta á þessum velli."

Njarðvík er spáð sjötta sæti í Lengjudeildinni en Fylkir er í efsta sæti í öllum spám. Sumir jafnvel spá því að Árbæingar stingi af í deildinni.

„Frábært, skemmtilegt verkefni. Fyrstu leikirnir gefa oft tóninn fyrir sumarið en það fer ekki allt í skrúfuna þó fyrsti leikur tapist. Það er þó tilfinningin eins og það séu átta stig undir í fyrsta leik. Það verður virkilega gaman að fá þá til okkar. Þeir eru með hörkuhóp og marga leikmenn sem hafa lengi spilað í Bestu deildinni en við erum fullir tilhlökkunar."

Í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan ræðir Gunnar um markmið Njarðvíkinga og Lengjudeildina í heild sinni en óhætt er að segja að hann sé mikill aðdáandi.

föstudagur 2. maí
18:00 Þór-HK (Boginn)
18:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
18:30 Fjölnir-Keflavík (Egilshöll)
18:30 Njarðvík-Fylkir (JBÓ völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Leiknir R. (AVIS völlurinn)

laugardagur 3. maí
16:00 ÍR-Völsungur (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner