Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 30. apríl 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir. Okkur finnst við vera tilbúnir í verkefnið. Við höfum æft vel og erum sérstaklega spenntir þar sem við erum að fara að spila á grasinu okkar," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, fyrir fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Njarðvík tekur á móti Fylki á föstudagskvöld en leikið verður á aðalvelli Njarðvíkinga. Það stefndi í að leikið yrði á gervigrasinu fyrir utan Reykjaneshöllina en grasvöllur Njarðvíkur er klár í slaginn.

„Grasið hefur verið á þeim spretti núna að við sjáum fram á það að geta spilað flottan fótbolta á þessum velli."

Njarðvík er spáð sjötta sæti í Lengjudeildinni en Fylkir er í efsta sæti í öllum spám. Sumir jafnvel spá því að Árbæingar stingi af í deildinni.

„Frábært, skemmtilegt verkefni. Fyrstu leikirnir gefa oft tóninn fyrir sumarið en það fer ekki allt í skrúfuna þó fyrsti leikur tapist. Það er þó tilfinningin eins og það séu átta stig undir í fyrsta leik. Það verður virkilega gaman að fá þá til okkar. Þeir eru með hörkuhóp og marga leikmenn sem hafa lengi spilað í Bestu deildinni en við erum fullir tilhlökkunar."

Í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan ræðir Gunnar um markmið Njarðvíkinga og Lengjudeildina í heild sinni en óhætt er að segja að hann sé mikill aðdáandi.

föstudagur 2. maí
18:00 Þór-HK (Boginn)
18:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
18:30 Fjölnir-Keflavík (Egilshöll)
18:30 Njarðvík-Fylkir (JBÓ völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Leiknir R. (AVIS völlurinn)

laugardagur 3. maí
16:00 ÍR-Völsungur (Egilshöll)
Athugasemdir
banner