29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 30. apríl 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög spenntir. Okkur finnst við vera tilbúnir í verkefnið. Við höfum æft vel og erum sérstaklega spenntir þar sem við erum að fara að spila á grasinu okkar," segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, þjálfari Njarðvíkur, fyrir fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Njarðvík tekur á móti Fylki á föstudagskvöld en leikið verður á aðalvelli Njarðvíkinga. Það stefndi í að leikið yrði á gervigrasinu fyrir utan Reykjaneshöllina en grasvöllur Njarðvíkur er klár í slaginn.

„Grasið hefur verið á þeim spretti núna að við sjáum fram á það að geta spilað flottan fótbolta á þessum velli."

Njarðvík er spáð sjötta sæti í Lengjudeildinni en Fylkir er í efsta sæti í öllum spám. Sumir jafnvel spá því að Árbæingar stingi af í deildinni.

„Frábært, skemmtilegt verkefni. Fyrstu leikirnir gefa oft tóninn fyrir sumarið en það fer ekki allt í skrúfuna þó fyrsti leikur tapist. Það er þó tilfinningin eins og það séu átta stig undir í fyrsta leik. Það verður virkilega gaman að fá þá til okkar. Þeir eru með hörkuhóp og marga leikmenn sem hafa lengi spilað í Bestu deildinni en við erum fullir tilhlökkunar."

Í viðtalinu sem sjá má í heild hér að ofan ræðir Gunnar um markmið Njarðvíkinga og Lengjudeildina í heild sinni en óhætt er að segja að hann sé mikill aðdáandi.

föstudagur 2. maí
18:00 Þór-HK (Boginn)
18:00 Selfoss-Grindavík (JÁVERK-völlurinn)
18:30 Fjölnir-Keflavík (Egilshöll)
18:30 Njarðvík-Fylkir (JBÓ völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Leiknir R. (AVIS völlurinn)

laugardagur 3. maí
16:00 ÍR-Völsungur (Egilshöll)
Athugasemdir
banner
banner