Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Fylkir
1
4
FH
0-1 Maya Lauren Hansen '52
0-2 Maya Lauren Hansen '55
0-3 Ída Marín Hermannsdóttir '67
0-4 Ída Marín Hermannsdóttir '69
Eva Stefánsdóttir '75 1-4
12.05.2025  -  18:00
tekk VÖLLURINN
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Hallgrímur Viðar Arnarson
Maður leiksins: Ída Marín Hermansdóttir
Byrjunarlið:
12. Bergljót Júlíana Kristinsdóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('45)
9. Emma Björt Arnarsdóttir
11. Eva Stefánsdóttir
13. Kolfinna Baldursdóttir (f)
14. Ásdís Þóra Böðvarsdóttir
16. Harpa Karen Antonsdóttir ('62)
19. Embla Katrín Oddsteinsdóttir ('62)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('62)
26. Katrín Ásta Eyþórsdóttir
32. Sara Rún Antonsdóttir
- Meðalaldur 20 ár

Varamenn:
1. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
5. Sigrún Helga Halldórsdóttir
8. Marija Radojicic ('62)
17. Birna Kristín Eiríksdóttir ('62)
28. Sigríður Karitas Skaftadóttir
29. Katla Sigrún Elvarsdóttir
33. Erna Þurý Fjölvarsdóttir ('62)
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('45)
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Þórður Halldórsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
Erik Steinn Halldórsson
Elías Hlynur Lárusson

Gul spjöld:
Sara Rún Antonsdóttir ('48)

Rauð spjöld:
@ Alexander Tonini
Skýrslan: Þægilegur sigur FH í Árbænum
Hvað réði úrslitum?
Eitt liðið spilar í Bestu deild en hitt liðið í Lengjudeildinni og munurinn sást vel á Tekk vellinum hér kvöld. Um leið og FH tókst að skora sitt fyrsta mark opnaðist leikurinn alveg á gátt og FH konur skoruðu fjögur mörk á rúmum tuttugu mínútum.
Bestu leikmenn
1. Ída Marín Hermansdóttir
Var eins og drottning í sínu ríki og stjórnaði miðjunni bæði í vörn og sókn. Minnti smá á Patrick Vieira fyrir þá sem muna eftir honum. Notaði lengd sína vel í leiknum og vann alla 50-50 bolta. Lagði upp eitt mark á silurfati og skoraði tvö sjálf.
2. Maya Lauren Hansen
Hefði getað skorað fimm mörk í þessum leik. Brenndi af þrjú dauðfæri í fyrri hálfleik en kom öskureið og ákveðin til seinni hálfleiks og setti tvö á fyrst tíu mínútum seinni hálfleiks. Ógnaði vörn Fylkiskvenna stöðugt í leiknum.
Atvikið
Þegar Maya skoraði fyrsta markið á 52 mínútu eftir góðan sprett og fyrirgjöf frá Hildi og negldi boltanum fast í netið og leysti orkunni úr læðingi. Hún fékk nefnilega tvö mjög svipuð færi í fyrri hálfleik en klikkaði. Eftir þetta fór öll pressan af FH og munurinn á liðinum kom æ betur í ljós.
Hvað þýða úrslitin?
FH er komið áfram í 8 liða úrslit í mjólkurbikar kvenna og Fylkiskonur geta nú einbeitt sér alfarið að Lengjudeildinni og reynt að komast aftur upp í þá Bestu. FH getur ennþá unnið tvöfalt í ár.
Vondur dagur
Það átti engin vondan leik í dag, getumunurinn var einfaldlega talsverður. Vondan dag ætla ég að gefa ferlinu á skiptingunum í þessum leik. Af einhverjum ástæðum var engin tafla fyrir skiptingar og rosalega erfitt fyrir undirritaðan að átta sig á því hver var að koma inn og hver var að fara út af, sérstaklega þegar það var tvöföld skipting hjá FH og þreföld hjá Fylki á sama tíma. Sá sem átti að passa upp á að skiptitaflan virki átti vondan dag hver svo sem það kann að vera.
Dómarinn - 9
Vel dæmdur leikur hjá Hallgrími hér í kvöld. Dæmdi brot þegar það átti við sem og gul spjöld. Ekkert umdeilt atvik í leiknum og fór lítið fyrir honum. En sennilega ekki erfiðasti leikurinn til að dæma vegna yfirburða FH liðsins.
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('68)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('62)
9. Berglind Freyja Hlynsdóttir
11. Ída Marín Hermannsdóttir
13. Maya Lauren Hansen ('62)
19. Hildur Katrín Snorradóttir
22. Hildur Þóra Hákonardóttir
23. Deja Jaylyn Sandoval ('68)
41. Ingibjörg Magnúsdóttir ('85)
- Meðalaldur 21 ár

Varamenn:
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('62)
6. Katla María Þórðardóttir
7. Thelma Karen Pálmadóttir ('62)
10. Alma Mathiesen ('85)
15. Hrönn Haraldsdóttir ('68)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
36. Harpa Helgadóttir ('68)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Vigdís Edda Friðriksdóttir
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Berglind Freyja Hlynsdóttir ('79)

Rauð spjöld: