Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi heldur áfram
Powerade
Rúben Amorim segir að hann gæti sagt upp hjá Manchester United ef liðið byrjar illa á næsta tímabili.
Rúben Amorim segir að hann gæti sagt upp hjá Manchester United ef liðið byrjar illa á næsta tímabili.
Mynd: EPA
Leroy Sane, leikmaður Bayern München.
Leroy Sane, leikmaður Bayern München.
Mynd: EPA
Vonandi var helgin góð. Það er víða komið við í slúðurpakka dagsins en BBC tók saman það helsta sem er í gangi í miðlunum.

Rúben Amorim, stjóri Manchester United, segir að hann gæti þurft að stíga frá borði ef liðið tekur lélegt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni með sér inn í næsta tímabil. (BBC)

Bayern München ætlar ekki að bjóða Leroy Sane (29) endurbætt samningstilboð þrátt fyrir að nýir umboðsmenn hans hafi lagt fram gagntilboð. Samningur Sane rennur út í sumar. (Florian Plettenberg)

Íþróttastjóri Napoli, Giovanni Manna, vill ekki tjá sig um það hvort félagið muni reyna að fá belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne (33) á frjálsri sölu þegar hann yfirgefur Manchester City að samningi sínum loknum í sumar. (Calciomercato)

Kanadíski framherjinn Jonathan David (25) verður frjáls ferða sinna þegar samningur hans við Lille rennur út í sumar og er annað skotmark Napoli. (Ítalskir fjölmiðlar)

Miðvörðurinn Jakub Kiwior (25) hjá Arsenal er á ratsjá bæði Juventus og Inter en pólski varnarmaðurinn er að vega og meta framtíð sína til langs tíma. (Football Insider)

Real Madrid er að reyna að semja við Liverpool um eina milljón punda svo enski bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold (26) komi til félagsins fyrir HM félagsliða. (Football Insider)

Sean Dyche, fyrrum stjóri Everton og Burnley, er meðal þeirra sem koma til greina sem næsti stjóri Leicester City. Búist er við því að Leicester láti Ruud van Nistelrooy fara eftir fall liðsins úr úrvalsdeildinni. (Talksport)

Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz (27) segir að hann sakni þess að spila fyrir Aston Villa.Hann á erfitt með að vinna sér inn sæti hjá Juventus eftir að ítalska félagið fékk hann síðasta sumar. (Birmingham Mail)

Brighton er meðal nokkurra félaga sem hafa áhuga á varnarmanninum Diego Coppola (21) sem spilar fyrir Hellas Verona í ítölsku A-deildinni. (Fabrizio Romano)

AC Milan hefur áhuga á miðverði Feyenoord, David Hancko (27), en Bayer Leverkusen og Juventus horfa einnig til Slóvakans. (Calciomercato)

Fernando Carro, stjórnarformaður Bayer Leverkusen, telur að það séu 50/50 líkur á að þýski miðjumaðurinn Florian Wirtz (22), sem hefur verið orðaður við Bayern München, verði áfram hjá Leverkusen. (Sky Sports Þýskaland)
Athugasemdir
banner
banner