Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Njarðvík
1
1
ÍR
0-1 Óliver Andri Einarsson '82
Svavar Örn Þórðarson '84 1-1
Oumar Diouck '90 , misnotað víti 1-1
16.05.2025  -  19:15
JBÓ völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og smá blástur
Maður leiksins: Vilhelm Þráinn Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
10. Valdimar Jóhannsson ('58)
13. Dominik Radic ('86)
14. Amin Cosic ('86)
16. Svavar Örn Þórðarson
19. Tómas Bjarki Jónsson (f) ('79)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Bartosz Matoga (m)
5. Arnar Helgi Magnússon
8. Kenneth Hogg ('58)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('86)
17. Símon Logi Thasaphong ('79)
18. Björn Aron Björnsson
21. Viggó Valgeirsson ('86)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Jaizkibel Roa Argote
Gabríel Sindri Möller

Gul spjöld:
Amin Cosic ('15)
Valdimar Jóhannsson ('57)
Oumar Diouck ('60)
Svavar Örn Þórðarson ('93)
Viggó Valgeirsson ('97)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skilja hér jöfn.

Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða þegar öllu er á botninn hvolft.

Viðtöl og skýrsla á væntanleg.
97. mín Gult spjald: Viggó Valgeirsson (Njarðvík)
Gult á teigin.. Giska á Viggó.
96. mín
Njarðvíkingar að herja að marki ÍR þessar síðustu mínútur.
94. mín
Geri ekki ráð fyrir að það sé mikið eftir og nú fer hver að verða síðastur að skella á sig skikkjunni í þessum leik.
93. mín Gult spjald: Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík)
Mótmæli.
90. mín Misnotað víti!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Njarðvíkingar skora ekki úr vítum! Vilhelm Þráinn ver þetta! Laus spyrna niðri í vinstra horni sem er lesið!
89. mín Gult spjald: Marc Mcausland (ÍR)
88. mín
VÍTI FYRIR NJARÐVÍKINGA! Sigurjón Már fellur í teignum í baráttu við Marc McAusland!
86. mín
Inn:Jónþór Atli Ingólfsson (ÍR) Út:Arnór Sölvi Harðarson (ÍR)
86. mín
Inn:Viggó Valgeirsson (Njarðvík) Út:Amin Cosic (Njarðvík)
86. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Dominik Radic (Njarðvík)
84. mín MARK!
Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík)
Njarðvíkingar jafna! Svavar Örn reynir fyrirgjöf sem fer í varnarmann og hann fær hann aftur. Hann reynir svo skot sem fer af varnarmanni og lyftist yfir Vilhelm Þráinn í marki ÍR!

Njarðvíkingar jafna!
82. mín MARK!
Óliver Andri Einarsson (ÍR)
ÍR kemst yfir! Hornspyrna sem dettur niður í teignum og endar svo í netinu hjá Njarðvík.
Aron Snær alveg brjálaður en Marc McAusland fagnar manna mest svo ég gef honum þetta þangað til annað kemur í ljós.
79. mín
Inn:Óliver Andri Einarsson (ÍR) Út:Alexander Kostic (ÍR)
79. mín
Inn:Víðir Freyr Ívarsson (ÍR) Út:Renato Punyed Dubon (ÍR)
79. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Njarðvík) Út:Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
75. mín
Amin Cosic keyrir á vörn ÍR og vinnur hornspyrnu.

Ekki mikið sem kemur úr þessari hornspyrnu frekar en fyrri hjá Njarðvíkingum.
71. mín
Marc McAusland sterkari en Svavar Örn sem fellur í teignum.

Helgi Mikael ekki látið plata sig í ódýr víti í þessum leik þrátt fyrir nokkrar tilraunir.
68. mín
Marc McAusland með skalla eftir horn en laust og beint á Aron Snær.
66. mín
ÍR stórhættulegir eftir hornspyrnu og Njarðvíkignar í stökustu vandræðum þessa stundina.
64. mín
Færi! Renato með sendingu fyrir markið ætlaða Guðjón Mána og boltinn fer af honum og rétt framhjá markinu.
60. mín Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)
Fer full hraustlega með hendurnar á undan sér.
58. mín
ÍR með aukaspyrnu inn á teig og Aron Snær ver boltann með fótunum eftir eitthvað kraðak í teignum og ÍR fær horn.
58. mín
Inn:Kenneth Hogg (Njarðvík) Út:Valdimar Jóhannsson (Njarðvík)
57. mín Gult spjald: Valdimar Jóhannsson (Njarðvík)
Missti alveg af því fyrir hvað spjaldið átti að vera. Valdimar lá eftir og Valdimar þarf að fara af velli.
52. mín
Smá tæknilegir örðuleikar sem áttu sér stað hérna .. Misstum allt samband í smá tíma og á þeim tíma átti ÍR hörku skalla í slá og gestirnir hafa komið hættulegri út úr hálfleiknum.
46. mín
Heimamenn sparka þessu af stað aftur
46. mín
Inn:Guðjón Máni Magnússon (ÍR) Út:Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
46. mín
Inn:Óðinn Bjarkason (ÍR) Út:Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt þegar gengið er til búningsklefa í hálfleik. Mikil stöðubarátta og bæði lið skipst á að vera með yfirhöndina.

Fáum vonandi einhver mörk í þetta í seinni.
43. mín
Skemmtileg tilraun frá Marc McAusland sem er hálf klippa en Aron Snær ver það.
41. mín
Oumar Diouck með lúmska tilraun úti hægra meginn en Vilhelm Þráinn vel á verði.
40. mín
Mikil barátta og bæði lið að reyna finna opnanir.
34. mín
Sláin! Renato Punyed með frábæra aukaspyrnu! Kraftmikil sem smellur í þverslánni!
34. mín
Svavar Örn dæmdur brotlegur rétt fyrir utan teig í baráttu við Hákon Dag. Aukaspyrna á hættulegum stað fyrir ÍR.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Njarðvíkingar líklegri síðustu mínúturnar.
29. mín
VARSLA! Amin Cosic með frábæra utanfótar fyrirgjöf fyrir markið og Valdimar Jóhannsson kemur á ferðinni á fjærstöng og skallar með krafti að marki en VIlhelm Þráinn frábærlega staðsettur og ver þetta meistaralega!
28. mín
Ágætis sókn hjá heimamönnum en ÍR-inga ná að henda sér fyrir.

Amin Cosic og Valdimar Jóhannsson með tilraunir sem gestirnir henda sér fyrir.
25. mín
Dominik Radic í flottri stöðu og reynir að koma boltanum á Amin Cosic á fjærstönginni en Vilhelm Þráinn kemst á milli.

ÍR verið líklegri síðustu mínútur en bíðum enn eftir fyrsta alvöru færinu.
21. mín
Bergvin Fannar í færi en færið orðið þröngt og Aron Snær lokar á hann.
17. mín
Flott sending á bakvið vörn ÍR og Dominik Radic er að komast í gott færi en Vilhelm Þráinn er fljótur út að loka á hann.
15. mín Gult spjald: Amin Cosic (Njarðvík)
Alltof seinn í Ágúst Unnar og fær réttilega spjald fyrir.
14. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (ÍR)
Fer full seint í Tómas Bjarka og fær réttilega spjald fyrir vikið.
12. mín
Oumar Diouck að koma sér í gott færi en Marc McAusland nær að trufla hann.
10. mín
Sigurjón Már fer kröftulega í Bergvin Fannar inni á teig sem fellur við og ÍR-ingar vilja víti sem þeir fá ekki.
9. mín
ÍR að gera sig gildandi og þeir stinga Hákon Degi í gegn og Svavar Örn á flotta tæklingu sem bjargar en flaggið á loft.
7. mín
Kristján Atli tekur Joao Ananias niður sem fann vel fyrir þessu. Sleppur með tiltal.
3. mín
Njarðvík skorar en flaggið á loft! Svavar Örn með flotta fyrirgjöf fyrir markið og Dominik Radic skallar hann í netið en flaggið á loft.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir úr Breiðholti sem eiga upphafssparkið.
Fyrir leik
Lengjan í beinni Leikir dagsins í Lengjudeildinni eru áfram í beinni á Fótbolti.net í samstarfi við Livey. Einn leikur í hverri umferð er í opinni dagskrá og verður sá leikur Selfoss gegn Völsungi í þetta sinn. Til að horfa á aðra leiki er hægt að tryggja sér áskrift hér fyrir neðan.

Fyrir leik
Spámaður Elmar Kári Enesson Cogic fór upp úr deildinni með Aftureldingu á síðasta tímabili. Hann spáir í leiki þessarar þriðju umferðar.

Njarðvík 2 - 1
Njarðvíkingar frábærir á heimavelli, þeir komast í 2-0 í fyrri hálfleik en ÍR-ingar skora sárabótamark á 90 mín. Amin Cosic með bæði.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Leiðin úr Lengjunni Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Þar er Lengjudeildinni gefið góð skil og farið yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar hafa byrjað mótið vel og eru ásamt ÍR í þéttum pakka í efstu sætum deildarinnar með 4 stig eftir tvær umferðir.

Njarðvíkingar eru að fara inn í sinn þriðja heimaleik en í fyrstu umferð mættu þeir Fylki þar sem þeir voru óheppnir að ná bara stigi út úr eftir 1-1 jafntefli.
Í síðustu umferð mættu þeir Völsungi þar sem þeir sýndu kraft sinn og fóru með öruggan 5-1 sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍR ÍR hafa farið þokkalega af stað og eru í þéttum pakka í sætum 1.-5. með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðir.

Flottur sigur í fyrstu umferð gegn Völsungi og sterkt jafntefli í Kórnum gegn HK í síðustu umferð gefur þeim gott sjálfstraust fyrir komandi verkefni gegn Njarðvíkingum.

Fyrrum fyrirliði Njarðvíkur og núverandi fyrirliði ÍR-inga Marc McAusland snýr aftur á sinn gamla heimavöll.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Helgi Mikael Jónasson er flautuleikari dagsins og honum til aðstoðar eru Arnþór Helgi Gíslason og Rögnvaldur Þ Höskuldsson.
Eftirlitsmaður KSÍ er Sigurður Hannesson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Velkomin á JBÓ völlinn! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá JBÓ vellinum í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti ÍR í þriðju umferð Lengjudeildar karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
3. Breki Hólm Baldursson
4. Sigurður Karl Gunnarsson
6. Kristján Atli Marteinsson
8. Alexander Kostic ('79)
9. Bergvin Fannar Helgason ('46)
13. Marc Mcausland (f)
19. Hákon Dagur Matthíasson ('46)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
30. Renato Punyed Dubon ('79)
44. Arnór Sölvi Harðarson ('86)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
7. Óðinn Bjarkason ('46)
11. Guðjón Máni Magnússon ('46)
14. Víðir Freyr Ívarsson ('79)
16. Emil Nói Sigurhjartarson
17. Óliver Andri Einarsson ('79)
25. Jónþór Atli Ingólfsson ('86)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Ómar Atli Sigurðsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sölvi Haraldsson
Davíð Örvar Ólafsson

Gul spjöld:
Kristján Atli Marteinsson ('14)
Marc Mcausland ('89)

Rauð spjöld: