Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Vestri
3
1
Stjarnan
0-1 Guðmundur Baldvin Nökkvason '6
Gunnar Jónas Hauksson '48 1-1
Daði Berg Jónsson '75 2-1
Daði Berg Jónsson '89 3-1
24.05.2025  -  19:15
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
5. Thibang Phete ('90)
6. Gunnar Jónas Hauksson ('76)
7. Vladimir Tufegdzic ('76)
8. Daði Berg Jónsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
40. Gustav Kjeldsen
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Guðmundur Páll Einarsson
19. Emmanuel Duah
22. Elmar Atli Garðarsson ('90)
23. Silas Songani ('76)
77. Sergine Fall ('76)
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Þorsteinn Goði Einarsson
Vladan Djogatovic
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas
Jón Ólafur Ragnarsson

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('28)
Fatai Gbadamosi ('39)
Gunnar Jónas Hauksson ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Endurkoma heimamanna staðreynd! Eftir fyrsta korterið hér í dag þar sem að Stjörnumenn keyrðu hreinlega yfir heimamenn sáu þeir varla til sólar, og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Verðskuldaður sigur heimamanna staðreynd og þeir fara upp í 16 stig!
90. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan)
+4 Þá kemur spjaldið sem Gummi átti að fá að sjá fyrr í leiknum. Leggst eiginlega á Daða Berg
90. mín
+2 Jón Hrafn með góðan bolta fyrir markið en enginn hvítklæddur í teignum til að skila boltanum í netið
90. mín
+1 Fjórum mínútum bætt við
90. mín
Inn:Elmar Atli Garðarsson (Vestri) Út:Thibang Phete (Vestri)
Elmar Atli snýr aftur á völlinn eftir að hafa setið af sér tveggja mánaða bann og er vel tekið af heimamönnum í stúkunni!
89. mín MARK!
Daði Berg Jónsson (Vestri)
Stoðsending: Silas Songani
Tvenna hjá Daða Berg Frábærlega gert hjá Songani sem fær boltann hægra megin og ber hann þaðan upp að endalínu þar sem hann bíður eftir því að Daði Berg komi sér inn á teiginn og finnur hann þar. Eftirleikurinn er svo auðveldur fyrir Daða sem skorar af jafnvel styttra færi en áðan
88. mín
Spyrnan er inn á teiginn en Stjörnumenn skalla frá
87. mín
Örvar Logi gefur klaufalegt horn og Daði Berg fagnar því af innlifun
86. mín
Jón Hrafn fær boltann frá Gumma Kristjáns á fínum stað vinstra megin í teignum en skotið er ekki gott og langt fram hjá
84. mín
Jón Hrafn með bolta inn á teiginn sem er skölluð frá, Gummi Kristjáns brýtur svo á Diego Montiel og Vestramenn eiga aukaspyrnu í eigin teig
83. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
83. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Stjarnan) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Stjarnan)
83. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu sem Benedikt tekur stutt en boltinn fer svo fyrir markið þar sem Gummi Kristjáns á skalla fram hjá
78. mín
Vestri fá hornspyrnu sem Örvar Eggerts skallar frá
76. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
76. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
75. mín MARK!
Daði Berg Jónsson (Vestri)
Kemur úr felum og setur hann Daði Berg, sem er ekki búinn að sjást í leiknum, nær að flikka fyrirgjöf frá vinstri aftur fyrir sig þar sem Vladimir Tufegdzic nær til hans og setur hann í varnarmann. Þaðan fer hann fyrir fætur Daða sem skorar af metersfæri
74. mín
Örvar með fyrirgjöf sem endar á einhvern ótrúlegan hátt á því að fara á milli Guy og marksins án þess að fara inn og fer í innkast hinum megin, Vestramenn nokkuð heppnir þarna þar sem að Guy stóð negldur við jörðina
73. mín
Gustav Kjeldsem reynir skot úr aukaspyrnunni en það er yfir
72. mín
Vítakall! Helgi Mikael beitir hagnaði fyrir utan teiginn og leyfir leiknum að halda áfram, Örvar Logi dettur svo fyrir Daða Berg inni í teignum og tekur Daða niður með sér. Helgi Mikael dæmir svo aukaspyrnu á brotið sem átti sér stað fyrir utan teiginn, spurning hvort þetta hafi verið réttur dómur
70. mín
Gummi Kristjáns með góða gabbhreyfingu úti á hægri kantinum og kemur svo með fyrirgjöf sem er og nálægt markinu og Guy grípur örugglega.
66. mín
Diego Montiel liggur eftir að hafa hlaupið á Guðmund Kristjánsson og þarf aðhlynningu en er svo fljótur á lappir
65. mín
Stjörnumenn skalla hornið frá og Vestramenn enda á að gefa hann alla leið til baka á Guy í markinu
64. mín
Gunnar Jónas! Gunnar Jónas í miklu plássi úti hægra megin þar sem hann færi boltann og nær hörkuskoti á markið en Árni Snær ver vel, horn fyrir Vestra
62. mín
Boltinn endar óvænt hjá Gumma Kristjáns sem reynir eftir bestu getu að koma boltanum á markið en fram hjá fer hann
62. mín
Örvar Logi með bolta fyrir mark Vestra sem Eiður Aron kemur í horn
60. mín
Inn:Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) Út:Samúel Kári Friðjónsson (Stjarnan)
60. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
59. mín
Benedikt með góðan bolta í hlaupið fyrir Örvar en Eiður Aron verst því vel
57. mín
Helgi Mikael dæmir aukaspyrnu á Stjörnuna í teignum og Vestramenn fá boltann
57. mín
Kjartan í fínni stöðu hægra megin í teig Vestra en fyrirgjöfin ekki nægilega góð en Stjörnumenn uppskera þó hornspyrnu
53. mín
Vestramenn eru að byrja þennan seinni hálfleik eins og Stjörnumenn byrjuðu þann fyrri, orkumiklir og mæta á fullu í öll einvígi
51. mín
Gummi Kristjáns að sleppa ansi vel. Stoppar Anton Kralj ansi harkalega úti á kantinum en ekkert spjald á loft.
48. mín MARK!
Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Stoðsending: Diego Montiel
Þeir jafna!!! Boltinn berst til Gunnar Jónas rétt fyrir utan teiginn. Hann tekur lítinn þríhyrning með Diego Montiel sem tíar hann upp fyrir Gunnar Jónas étt fyrir utan D bogann þar sem hann nær hnitmiðuðu skoti niðri hægra megin.
47. mín
Aukaspyrnan er löng inn fyrir sem endar með því að Vladimir Tufegdzic er í ágætis stöðu og reynir að koma boltanum fyrir og uppsker horn.

Það verður svo ekkert úr horninu
46. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Fer með öxlina í bringuna á Fatai og uppsker gult spjald, góður leikþáttur frá Fatai í kjölfarið
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í þessum nokkuð bragðdaufa leik. Stjörnumenn byrjuðu töluvert betur en heimamenn og pressuðu stíft og uppskáru mark á 6. mínútu. Stjarnan hefur aðeins bakkað og Vestramenn náð að færa sig upp á skaftið án þess þó að skapa sér neitt að viti og eru aðeins með eitt skot að marki. Vonandi fáum við einhverja meiri skemmtun í þetta í seinni!
45. mín
+1 Jeppe Pedersen með langt innkast sem Örvar skallar frá
45. mín
+1 Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn
45. mín
Daði berg fer niður í teignum og stúkan vill víti en það er ekkert í þessu.
44. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Brýtur á Örvari Loga í aðdragandanum
44. mín
Andri fær boltann fyrir utan teiginn og nær fínu skoti en það er yfir
42. mín
Daði Berg með fyrirgjöf frá hægri sem er allt of föst og Stjörnumenn eiga boltann
40. mín
Benedikt tekur horn sem Vestramenn sem skalla frá, beint á Örvar Loga sem á skot hátt yfir markið
40. mín
Benedikt tekur aukaspyrnuna á fjær þar sem hann finnur Örvar Eggerts. Örvar nær skalla fyrir markið en þar er enginn til að koma boltanum í markið
39. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Verðskuldað gult spjald á Fatai sem straujar Kjartan Má sem er á mikilli siglingu upp völlinn
38. mín
Samúel Kári með rosalegt innkast inn á teiginn sem Guy Smit grípur
37. mín
Örvar með fínan bolta fyrir markið sem er nálægt því að ná til Benedikts en Thibang er fyrri til og kemur boltanum frá.
32. mín
Benedikt Warén með fínustu hornspyrnu fyrir Stjörnumenn beint inn á hættusvæðið en þar er enginn til að ráðast á boltann sem fer í gegn um allan pakkann og aftur fyrir hinum megin
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Sláin!! Frábær bolti inn fyrir á Andra Rúna frá Sigurði Gunnari að mér sýnist og Andri með þrumuskot í slána
28. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Tæklar Kjartan Má inni í miðjuhringnum
27. mín
Í þetta skiptið endar boltinn fyrir framan markið en Stjörnumenn fljótir að átta sig og hreinsa frá
27. mín
Spyrnan fer í fremsta mann og aftur fyrir á ný, annað horn
26. mín
Skemmtilegur bolti inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Sigurður Gunnar setur aftur fyrir. Hann vill brot á Daða Berg sem fer aðeins utan í hann en hornspyrna er niðurstaðan
21. mín
Í þetta skiptið er boltinn of fastur og fer yfir allann pakkann og aftur fyrir hinum megin
20. mín
Vestramenn fá hér annað horn
19. mín
Hornspyrnan fer ekki yfir fyrsta mann og er skölluð frá
18. mín Gult spjald: Örvar Eggertsson (Stjarnan)
Brot úti á velli í aðdraganda færisins
18. mín
Fyrsta skot Vestra á Vladimir Tufegdzic sem gestirnir ná að stökkva fyrir, horn fyrir heimamenn
17. mín
Samúel með boltann inn í teig langt utan af vinstri kantinum en Guy er ekki í miklum vandræðum með þetta í markinu.
16. mín
Gummi Kristjáns leikur á tvo úti á hægri kantinum og kemur boltanum svo fyrir markið en Guy kemur út úr markinu og handsamar boltann, skemmtilegir taktar hjá Gumma þarna.
15. mín
Benedikt Warén setur boltann inn á teiginn en heimamenn ná að skalla frá
15. mín
Gustav Kjeldsen brýtur hressilega á Örvari Eggers og Stjörnumenn fá aukaspyrnu á fínum stað
14. mín
Kjartan reynir að finna Andra Rúnar inn fyrir en boltinn endar í fanginu á Guy
13. mín
Uppstilling liðanna Stjarnan:
Árni
Gummi Kristjáns, Sigurður Gunnar, Sindri Þór, Örvar Logi
Kjartan Már
Samúel Kári, Guðmundur Baldvin,
Örvar, Andri Rúnar, Benedikt Warén

Vestri:
Guy Smit
Gunnar Jónas, Thibang, Eiður Aron, Gustav, Anton Kralj
Daði Berg, Fatai, Jeppe Pedersen, Diego Montiel
Vladimir Tufegdzic
10. mín
Stjörnumenn eru að kæfa heimamenn í pressu þessar fyrstu tíu mínútur
6. mín MARK!
Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
0-1 Vestramenn í nauðvörn í eigin teig og ná að stökkva fyrir skot en á endanum lendir boltinn fyrir framan Guðmund Baldvin sem afgreiðir þetta í netið.
5. mín
Benedikt tekur hornið á nær þar sem Andri Rúnar er mættur en skotið er fram hjá
4. mín
Frábær tækling hjá Thibang sem lokar á fínt færi frá Guðmundi Baldcini, Stjörnumenn fá horn
3. mín
Andri Rúnar fær boltann inn fyrir en flaggið á loft
2. mín
Stjörnumenn ætla greinilega að mæta Vestramönnum ofarlega hér í dag
1. mín
Andri Rúnar sparkar þessu í gang á sínum gamla heimavelli.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Þetta er að fara í gang á ísafirði, Vestramenn í sínum dökkbláu búningum og Stjörnumenn í hvítu. Fínustu aðstæður fyrir fótbolta.

Það er vel tekið á móti Andra Rúnari og Benedikt Warén sem fá blómvönd og innrammaðar treyjur í þakkir fyrir vel unnin störf fyrir Vestra.
Fyrir leik
Elmar Atli snýr aftur Elmar Atli, fyrirliði Vestra, snýr aftur eftir að hafa setið af sér bann vegna brots á veðmálareglum. Hann er í hópnum í dag sem eru góðar fréttir fyrir heimamenn.

Viðtal við Elmar Atla

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Það er ekki búist við miklum markaleik hér í dag og það endurspeglast í stuðlunum hjá Epic. 1,70 á að bæði lið skori hér í dag er eflaust eitthvað sem menn eru að horfa í.
Mate Dalmay
Fyrir leik
Byrjunarliðin Davíð Smári gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn Fram í síðustu umferð. Inn í liðið koma Gunnar Jónas Hauksson og Diego Montiel en þeir koma inn fyrir Sergine Fall sem fær sér sæti á bekknum og Morten Olsen sem er ekki í hópnum.

Sömu sögu er að segja af Jökli en hann gerir einnig tvær breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja. Inn koma Kjartan Már Kjartansson og Andri Rúnar Bjarnason sem snýr aftur á sinn gamla heimavöll og út fyrir þá fara Daníel Finns Matthíasson og Emil Atlason en sá síðarnefndi er ekki með í dag vegna leikbanns sem er mikill skellur fyrir gestina.
Fyrir leik
Högg fyrir Vestramenn Arnór Borg, sem kom til Vestra í lok gluggans, fór meiddur út af í síðasta leik en hann hefur komið inn með miklum krafti í Vestraliðið og því skellur fyrir Vestramenn að missa hann út. Útlit er fyrir að Arnór verði frá í einhverjar vikur hið minnsta en hann meiddist aftan á læri og fór út af á börum í leiknum gegn Fram.

Arnór Borg frá næstu vikurnar hið minnsta

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður, er spámaður umferðarinnar og hann spáir Vestra sigri.


Vestri 2 - 0 Stjarnan
Athyglisverður leikur í meira lagi, stóri leikur þessarar umferðar á Stöð 2 Sport á Ísafirði. Andri Rúnar Bjarnason að snúa aftur vestur og með prinsinn Benedikt Warén með sér í för. Það verður vel tekið á móti þeim en ekki fara þeir með bros á vör heim í Garðabæinn. Vestramenn, sem endurheimta fyrirliðann Elmar Atla eftir bann, vilja kvitta fyrir tap í Lambhaganum í síðustu umferð, þeir halda áfram að vera erfiðir að brjóta á bak aftur og fara með 2-0 sigur af hólmi. Daði Berg og Diego Montiel með mörkin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Það hefur gengið upp og ofan hjá Stjörnumönnum í byrjun tímabils en þeir sitja í 5. sæti deildarinnar. Þrátt fyrir gagnrýni á spilamennsku liðsins og upplegg Jökuls hafa þeir náð að safna 10 stigum og eru jafnir KRingum og Mosóbrósum. Til marks um óstöðugleika Stjörnunnar í byrjun tímabils eru þeir með þrjá sigra, eitt jafntefli og þrjú töp í fyrstu sjö leikjunum. Í síðustu umferð fengu þeir Víkinga í heimsókn og náðu þar í einn punkt í fjörugum leik þar sem bæði lið fengu færi í lok leiks til að taka punktana þrjá en 2-2 lokatölur og liðin deildu stigunum á milli sín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Vestri hafa, eins og flestir vita, byrjað mótið frábærlega en þeir sitja í þriðja sæti deildarinnar þremur stigum á eftir Blikunum sem eru á toppnum. Eftir stórgóðan bikarleik þar sem þeir slógu topplið Blika út mættu þeir Fram í dal draumanna í síðustu umferð þar sem þeir þurftu að sætta sig við 1-0 tap þar sem eina mark leiksins kom út vítaspyrnu sem Sergine Fall var óheppin að gefa. Það er hægara sagt en gert að skora á þetta Vestralið en þeir eru aðeins búnir að fá á sig þrjú mörk í fyrstu sjö umferðunu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Þriðja liðið Helgi Mikael Jónasson stjórnar flautukonsertnum í þetta skiptið. Honum til halds og traust eru AD1, Egill Guðvarður Guðlaugson, AD2, Antoníus Bjarki Halldórsson og Elías Ingi Árnason sem er á skiltinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Verið velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Vestra og Stjörnunnar í 8. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn fer fram á Kerecisvellinum á Ísafirði og er flautaður í gang klukkan 19:15.

Svona lítur umferðin út

Föstudagur
19:30 KR-Fram (AVIS völlurinn)

Laugardagur
17:00 KA-Afturelding (Greifavöllurinn)
17:00 Valur-ÍBV (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Víkingur-ÍA (Víkingsvöllur)
19:15 Vestri-Stjarnan (Kerecisvöllurinn)

Sunnudagur
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
10. Samúel Kári Friðjónsson ('60)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('83)
23. Benedikt V. Warén
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson ('60)
32. Örvar Logi Örvarsson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('83)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('60)
11. Adolf Daði Birgisson
14. Jón Hrafn Barkarson ('83)
19. Daníel Finns Matthíasson ('60)
29. Alex Þór Hauksson ('83)
37. Haukur Örn Brink
41. Alexander Máni Guðjónsson
43. Gísli Snær Weywadt Gíslason
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Örvar Eggertsson ('18)
Kjartan Már Kjartansson ('46)
Guðmundur Kristjánsson ('90)

Rauð spjöld: